Morgunblaðið - 25.04.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.04.2009, Blaðsíða 37
Daglegt líf 37ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009 www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 Kjördagskaffi Allir sjálfstæðismenn eru velkomnir í kjördagskaffi í Valhöll og á öllum kosninga- skrifstofum Sjálfstæðisflokksins. Kaffi, meðlæti og fjörugar umræður. Það jafnast fátt á við stemninguna á kjördag. Ingó úr Veðurguðunum fer á milli kosninga- skrifstofa með fríðu föruneyti og tekur lagið. Allir velkomnir! Kosning hefst í dag kl. 9.00 og lýkur kl. 22.00. Kosningaskrifstofur sjálfstæðisfélaganna - akstur á kjördag Ef þig vantar far á kjörstað, hringdu þá í okkur á eftirtöldum stöðum: Austurstræti 7 Símar: 894-1587 og 895-0399 Ármúli 18 Símar: 895-2377 og 895-9188 Mjódd - Álfabakki 14A Símar: 864-2366 og 898-3447 Árbær - Hraunbær 102B Símar: 899-4785 og 897-6932 Grafarvogur - Hverafold 5, 2. hæð Símar: 896-8843 og 899-6814 Grafarholt - Kirkjustétt 2-6 Símar: 862-7779 og 865-8482 Seltjarnarnes - Austurströnd Símar: 866-4679 og 866-6405 Kópavogur - Dalvegur 18 Símar: 866-9591 og 867-5295 Garðabær - Garðatorg Símar: 867-6061 og 869-0598 Hafnarfjörður - Norðurbakki Símar: 869-1801 og 864-4096 Mosfellsbær - Háholt 23 Símar: 894-4236 og 892-7552 Aðstoð við fatlaða Sími: 866-4679 GÖNGUM HREINT TIL VERKS SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN - kjósum Sjálfstæðisflokkinn! Kosningakaffi og akstur á kjörstað Kjörstaðir Reykjavíkurkjördæmi norður Ráðhús Kjarvalsstaðir Laugardalshöll Íþróttamiðstöðin Grafarvogi Borgarskóli Ingunnarskóli Klébergsskóli Reykjavíkurkjördæmi suður Hagaskóli Hlíðaskóli Breiðagerðisskóli Ölduselsskóli Íþróttamiðstöðin Austurbergi Ingunnarskóli Árbæjarskóli Suðvesturkjördæmi Kópavogur Hörðuvallaskóli og Íþróttahúsið Smáranum Garðabær Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Mosfellsbær Lágafellsskóli Álftanes Álftanesskóli Seltjarnarnes Valhúsaskóli Hafnarfjörður Öldutúnsskóli, Víðistaðaskóli, Setbergsskóli og Áslandsskóli Allar upplýsingar um kjörskrá, kosningar og framkvæmd þeirra eru gefnar í síma 515 1700. Munið persónuskilríki á kjörstað! Kjósum snemma! Kosningahátíð í Reykjavík Kosningasjónvarp og kosningastemning fram á nótt í Valhöll. Léttar veitingar verða seldar gegn vægu verði, þeim sem hafa aldur til. Opið í Valhöll frá kl. 22.00. Allir velkomnir! Kosningahátíð í Suðvesturkjördæmi Kosningavaka frambjóðenda í Suðvesturkjördæmi verður haldin á Amokka, Hlíðasmára í Kópavogi og hefst klukkan 22.00. Allir velkomnir! Utankjörstaðaskrifstofa Móttaka utankjörfundaratkvæða er í Valhöll, Háleitisbraut 1. Símar: 515 1735 og 515 1736. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga fagnaði 100 ára afmæli sínu hinn 20. mars með veglegu kaffisamsæti í Félagsheimili Hvammstanga. Mikill fjöldi fólks samfagnaði félaginu með þessi merku tímamót. Gunnar Þór- arinsson, formaður stjórnar KVH, rakti sögu félagsins og minntist ým- issa merkra atburða á starfstím- anum. Reimar Marteinsson kaup- félagsstjóri sagði frá rekstri KVH og framtíðarhorfum félagsins. KVH rekur matvöruverslun á Hvamms- tanga, ásamt byggingarvörudeild, vínbúð og pakkhúsi, auk þess að leigja skrifstofuhúsnæði til Fæðing- arorlofssjóðs. Sett var upp mynda- sýning frá starfstíma félagsins ásamt ýmsum munum frá rekstri þess frá ýmsum tímum. Félaginu voru færðar góðar óskir og Spari- sjóðurinn styrkti starfsmannafélag KVH með fjárframlagi. Karlakórinn Lóuþrælar og Kvæðamannafélagið Vatnsnesingur skemmtu gestum. Þótti afmælisfagnaðurinn takast vel.    Það bar vel í veiði fyrir athafna- manninn Bangsa, Björn Þ. Sigurðs- son, þegar stærðarhákarl veiddist á lóð sem hann hafði lánað kunn- ingjum sínum, en þeir lögðu hana norður af Miðfirði. Beittu þeir úr- valsbeitu, úldnum sel. Bólið týndist að vísu, en dragnótabátur frá Drangsnesi krækti í lóðina og þar var á um fimm metra langur hákarl, sprelllifandi. Var honum landað á Hvammstangahöfn. Varð það mál manna að flikkið væri á annað tonn. Bangsi, sem er snilldar hákarlsverk- andi, tók skepnuna í verkun, und- irbjó kæsingu á um helmingshlut, en setti hinn hlutann í frysti. Það sem undraði áhorfendur, m.a. skólabörn úr grunnskólanum, var hve gríð- arlega stór lifrin er í svona dýri, þakti hún kviðarholið frá haus aftur undir sporð. Það minnir á að á árum áður var hákarl einkum veiddur vegna lifrarinnar, hún brædd eða látin sjálfrenna í lýsi. Lýsið var m.a. selt til stórborga nágrannalanda og notað sem ljósmeti. Bangsi nýtir hins vegar hold dýrsins til að fram- leiða kæstan hákarl og hefur alltaf lukkast vel.    Nýja reiðhöllin á Hvammstanga er ekki fullbúin, þótt húsið sé risið, en hefur þó þegar sinnt miklu hlut- verki. Þar fer fram kennsla á vegum Æskulýðsstarfs Hestamannafélags- ins Þyts í Húnaþingi. Þórir Ísólfsson reiðkennari kennir og þjálfar um fjörutíu ungmenni, 6 til 15 ára, allt að sjö tíma í viku. Nemendur leggja til sinn eigin hest og þjálfa því bæði sig og hestinn. Um tuttugu leik- skólabörn tveggja til sex ára koma svo tvisvar í mánuði. Árangurinn hefur mátt sjá á sýningum sem hafa verið og komið þar fjöldi þátttak- enda og gesta, einnig hafa komið um 60 börn í heimsókn frá Blönduósi. Reiðkennsla hefur einnig verið með- al eldri hópa, þar um 10-15 þátttak- endur. Grunnskólamót í reiðlist meðal ungmenna Húnvetninga og Skagfirðinga var hinn 18. apríl á Sauðárkróki og hnepptu Vestur- Húnvetningar þar 2. sætið. Nú í næstu viku taka 50 til 60 ungmenni héðan þátt í móti á Akureyri, sem ber heitið Æskan og hesturinn. Miklar væntingar eru því bundnar starfsemi í reiðhöllinni á Hvamms- tanga á komandi tíð. Það er sann- arlega jákvætt að skapa unga fólk- inu svo hollan vettvang á þessum óvissutímum í íslensku þjóðfélagi. HVAMMSTANGI Karl Ásgeir Sigurgeirsson fréttaritari Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Við sjóinn Bangsi á Hvammstanga skoðar hákarlakrókinn. Kosið er til Alþingis í dag.Magnús Skúlason sendir Vísnahorninu kveðju: „Í tilefni kosninganna datt mér í hug að senda þér þessa stöku eftir hinn kunna hagyrðing, Bjarna Jónsson (úrsmið á Akureyri) frá Gröf (í Húnavatnssýslu): Kosningarnar koma senn, kurteisina bæta. Nú heilsa allir heldri menn hverjum sem þeir mæta. Eflaust gætu ákvæðavísur séra Hallgríms Péturssonar breytt úrslitum kosninga, því hann var kraftaskáld eins og allir þekkja. Um hann skrifar Kristján Eiríksson í sjötta hefti Sónar frá árinu 2007: „Eftir að Hallgrímur er kominn að Saurbæ og orðinn frægur af sálmakveðskap fara að spretta upp þjóðsögur um hann og halda áfram að magnast eftir dauða hans uns þær fullkomna þá mynd af skáldinu sem þjóðin þekkir. Hann er kraftaskáld sem kveður drauga jafnt upp sem niður og ekki getur hann stillt sig er hann sér af predikunarstóli hvar tófa kemur í tún og bítur lamb en kveður hana dauða úr miðri ræðunni: Þú sem bítur bóndans fé, bölvuð í þér augun sé, stattu eins og stofn af tré, stirð og dauð á jörðunne.“ Forvitnilega grein um skáldkonuna Halldóru B. Björnsson eftir Berglindi Gunnarsdóttur er að finnaí hausthefti Skírnis 2008. Þar er meðal annars ljóðið Ást: Horfið er allt mitt yndi angrar mig dagsins ljós. Hvar áður var aldingarður vex aðeins þyrnirós. Ósk mín er vond: ég vildi vita þig kaldan ná, gera þér gröf í moldu og grafa mig sjálfa þér hjá. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Kraftaskáld og Þyrnirós BRJÓSTAMJÓLK inniheldur minna af prótíni en þurrmjólk og það kann að vera ástæða þess að pelabörn þyngjast hraðar en börn sem höfð eru á brjósti, samkvæmt nýrri rannsókn. Rannsóknin náði til 1.000 ung- barna í Belgíu, Ítalíu, Póllandi, Spáni og Þýskalandi og var birt í tímaritinu American Journal of Clinical Nutrition. Rannsókn- armennirnir segja niðurstöðurnar benda til þess að minnka þurfi prót- íninnihald þurrmjólkur til að minnka líkurnar á því að börnin verði of feit síðar. Fréttavefur breska rík- isútvarpsins, BBC, hafði þó eftir breskum þurrmjólkurframleið- endum að þegar hefðu verið gerðar ráðstafanir til að minnka prót- íninnihaldið. Rannsóknin náði til barna sem fæddust á árunum 2002-2004. Þriðj- ungur barnanna fékk prótínsnauða mjólkurblöndu (um 2g á 100 kílókal- oríur), þriðjungur prótínríkari mjólkurblöndu (3-4g á 10 kílókal.) en hin börnin fengu móðurmjólk fyrsta árið, að sögn BBC. Börnin voru vegin og mæld reglu- lega. Þegar börnin voru tveggja ára var meðalhæð hópanna þriggja svip- uð, en þau börn, sem fengu prót- ínríku þurrmjólkina, voru þyngst. Rannsókninni verður haldið áfram til að kanna hvort börnum, sem fengu prótínríku mjólkina, sé hætt- ara við offitu síðar. bogi@mbl.is Stuðlar þurrmjólkin að offitu? Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Móðurmjólk Rannsóknin er sögð staðfesta mikilvægi brjóstagjafar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.