Morgunblaðið - 25.04.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.04.2009, Blaðsíða 30
30 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is TALIÐ er að allt að 6.500 óbreyttir borgarar hafi beðið bana og nær 14.000 særst síðustu þrjá mánuði í átökum stjórnarhersins og uppreisnarmanna úr röðum Tamíla á Sri Lanka, að sögn embættismanna Sameinuðu þjóðanna. Uppreisnarmennirnir, Tamíl-tígrarnir svonefndu, höfðu eitt sinn um þriðjung Srí Lanka á valdi sínu en eru nú innikróaðir á tólf ferkílómetra strandsvæði á norð- austanverðri eyjunni. Yfir 100.000 óbreyttir borgarar hafa flúið af yfirráðasvæði Tamíl-tígranna á síðustu dög- um en embættismenn Sameinuðu þjóðanna telja að allt að 50.000 manns séu enn innlyksa á svæðinu. Áður en stjórn- arherinn hóf sókn sína inn á yfirráðasvæði Tamíl-tí- granna höfðu stjórnvöld á Srí Lanka haldið því fram að aðeins 50.000 manns væru á svæðinu og undirbúningur neyðaraðstoðarinnar við flóttafólkið miðaðist við þann fjölda. Flóttamannabúðirnar eru því alltof litlar fyrir 150.000 manns og skortur er á matvælum og öðrum hjálp- argögnum. Fréttamaður BBC, sem sá flóttamenn nálægt átakasvæðinu, sagði að flestir þeirra virtust veikburða vegna vannæringar og margir alvarlega veikir eða særð- ir, þeirra á meðal mörg börn. Sagðir nota fólkið sem skildi Fast hefur verið lagt að stjórnvöldum á Srí Lanka að gera hlé á árásunum til að hægt verði að hjálpa fólkinu sem er enn innlyksa á átakasvæðinu. Stjórn landsins neit- aði því í gær og sagði að uppreisnarliðið héldi flóttamönn- unum í gíslingu og þeir kæmust ekki af svæðinu nema stjórnarherinn bjargaði þeim. Stjórnin hefur sakað Tam- íl-tígranna um að nota flóttafólkið sem nokkurs konar skildi í átökunum. Stjórnin hefur synjað beiðnum nokkurra hjálparstofn- ana um leyfi til að senda hjálparsveitir á vettvang. „Það væri ekki skynsamlegt að hleypa hjálparstofnunum inn á átakasvæðið vegna þess að herinn hefur þegar gripið til aðgerða til að bjarga óbreyttum borgurum,“ sagði varn- armálaráðherra Srí Lanka, Gotabhyaya Rajapakse. Þúsundir féllu í valinn  Allt að 50.000 manns innlyksa á átakasvæðinu á Sri Lanka og 100.000 hafa flúið  Margir þeirra þjást af vannæringu og þúsundir særðra hafa ekki fengið aðstoð Í HNOTSKURN » Leiðtogi Tamíl-tígranna,Velupillai Prabhakaran, stjórnar enn uppreisnarliðinu í frumskógi í norðausturhluta Srí Lanka og hyggst berjast þar til yfir lýkur, að sögn tals- manns stjórnarhersins. » Orðrómur hefur verið ákreiki um að leiðtoginn hafi fallið eða flúið eyjuna. » Herinn segir að nær 6.000Tamíl-tígrar hafi beðið bana og 3.000 særst í átök- unum frá september 2007. VORIÐ er svo sannarlega komið á meginlandi Evrópu og náttúran er farin að punta sig upp fyrir sumarið. Hér er kona að ganga sér til heilsubótar í skóginum við Halle í Belgíu en hann er víðfrægur fyrir litadýrðina í apríl. Þang- að koma ferðamenn og náttúruunnendur víðs vegar að til að sjá villtar hýasintur eða goðaliljur í blóma. Þá er skógurinn eins og blátt haf yfir að líta og ilmurinn er víst engu líkur. svs@mbl.is Vor í belgískum bláskógi AP SÁPUÓPERUR eru mjög vinsælar í Paragvæ eins og annars staðar í Suður-Ameríku. Flækjurnar í þeim hafa þó beinlínis bliknað í samanburði við fréttirnar af forset- anum, Fernando Lugo. Hann er ekki bara forseti, heldur líka fyrrverandi biskup og hefur nú játað að vera faðir tveggja ára barns. Lugo er 57 ára en barnsmóðir hans 26. Þetta er þó kannski bara byrjunin. Þegar Viviana Carrillo skýrði frá faðerni barnsins síns brást Lugo vel við og gekkst ekki aðeins við því, heldur tók hann þau til sín í forsetahöllina. Mæltist það vel fyrir því að Paragvæ er ekki bara rammkaþólskt land, heldur líka hið mesta karlrembusamfélag. Gamanið fór þó held- ur að kárna þegar önnur kona höfðaði barnsfaðernismál gegn Lugo sl. mánudag og sú þriðja á miðvikudag. „Ég viðurkenni, að ég átti barn með konunni,“ sagði Lugo á blaðamannafundi og átti við fröken Carrillo en hún segir, að ástasamband hennar og biskupsins hafi byrjað er hún var 16 ára. Um önnur börn vildi hann ekki ræða en stjórnarandstaðan og fjölmiðlar í landinu hafa bætt úr því. „Það er eðlilegt, að íbúar þessa lands spyrji sig að því hvort hægt sé að treysta því, sem forsetinn segir,“ sagði Claudio Paolillo, ritstjóri dagblaðsins Nacion. „Ef hann felur, brenglar staðreyndir og lýgur um ekki minna mál en sitt eigið barn, má þá ekki búast við, að hann ljúgi til um annað? Hvað á forsetinn eftir að gangast við mörgum börnum?“ Mikill orðrómur er um, að barnahópurinn hans Lugos eigi eftir að stækka og kaþólska kirkjan í Paragvæ liggur undir miklu ámæli. Sagt er, að yfirmenn hennar hafi lengi vitað um fjörugt ástalíf biskupsins fyrrverandi en kosið að þegja um það. svs@mbl.is Börnin farin að hlaðast á bisk- upinn og forseta Paragvæ AP Barnakarlinn Bólfimi biskupinn Fernando Lugo eftir að hann var kjörinn forseti Paraguay. YFIRVÖLD í Mexíkó staðfestu í gær, að svína- flensa væru kom- in upp í landinu og var fólk varað við að koma sam- an eða nota neð- anjarðarlestir til að draga úr smit- hættu. WHO, Alþjóða- heilbrigðisstofnunin, sagði í gær, að 60 manns hefðu látist úr flensunni en mexíkósk stjórnvöld segjast geta staðfest, að 45 manns hafi látist en 943 veikst. Er stjórnin nú að gang- ast fyrir viðamikilli bólusetningu. Sjö sjúkdómstilfelli hafa komið upp í Bandaríkjunum og hafa stjórn- völd þar miklar áhyggjur af sóttinni. Þar er búið að greina veiruna, sem er nýtt afbrigði af A-stofni, en óttast er, að hún geti valdið faraldri. Hefur það gerst áður, að skæð inflúensa hafi borist úr svínum í menn. Á síðustu árum hafa menn haft mestar áhyggjur af, að flensa í fugli yrði að faraldri að mönnum en frá vordögum 2003 hefur alls 421 maður veikst af fuglaflensu. Af þeim létust 257. Mesta hættan er þó sú, að ein- hver veikist samtímis af fugla- og svínaflensu. Út úr því gæti komið nýtt og hættulegt flensuafbrigði. Skólum var lokað í Mexíkóborg í gær og í miðhluta landsins og var fólk varað við að takast í hendur eða kyssast. svs@mbl.is Afar skæð flensa í Mexíkó Smitberinn? Komin úr svínum og nokkrir tugir látnir „MÉR líður eins og ég sé end- urfædd,“ sagði 35 ára sádi-arabísk kona í gær þegar læknar í Þýska- landi höfðu fjarlægt brjóskæxli sem vó hvorki meira né minna en átján kíló. Læknarnir segja þetta stærsta brjóskæxli sem vitað sé um. Konan greindist með brjósksark- mein árið 2004 og læknar í Kúveit sögðu henni að fjarlægja þyrfti hægri fótinn og helming mjaðm- argrindarinnar. Hún sætti sig ekki við þetta og leitaði til lækna í Berlín. Þeir beittu fyrst efnameðferð til að æxlið félli saman og fjarlægðu það síðan í fimm skurðaðgerðum sem framkvæmdar voru með tveggja til fjögurra vikna millibili. bogi@mbl.is Átján kílóa æxli fjarlægt UM 30 manns týndu lífi og meira en 100 særðust er tveir menn sprengdu sig upp við helgidóm í Bagdad í Írak í gær. Hefur þá nokkuð á annað hundrað manns misst lífið í slíkum árásum á tveimur dögum. Árásirnar í gær áttu sér stað er fjöldi manna baðst fyrir við einn mesta helgidóm sjíta en dag hvern koma þar saman hundruð manna víðs vegar að úr Írak og nágranna- löndunum, einkum Íran. Mannskæðasta árásin á þessu ári var gerð í bænum Muqdaadiyah, sem er norðaustur af Bagdad, í fyrradag en þá sprengdi sig upp maður inni á veitingastað. Var hann yfirfullur af fólki á leið til sjíta-helgi- dómsins í Karbala. 56 menn létust í árásinni, langflestir frá Íran. Önnur sams konar árás var gerð í Bagdad í fyrradag og þá létust 28 manns. Var þar um að ræða fólk, sem hafði flúið ofbeldið í heimahög- unum og leitað hælis í yfirgefinni byggingu. Þegar það kom út til að taka við matarhjálp var ráðist gegn því. svs@mbl.is Mikið mannfall í árásum í Írak Á annað hundrað hefur týnt lífi á tveimur dögum AP Sorg Harmi slegnar konur eftir ódæðisverkið í Bagdad í fyrradag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.