Morgunblaðið - 25.04.2009, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 25.04.2009, Blaðsíða 49
Umræðan 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009 Í GREIN í Mbl. í fyrradag, 19.4., er fjallað um fullveldi Íslands, bankahrunið og fleira. Þar segir: „Hvers virði er full- veldið núna, þegar misheppnuð einka- væðing ríkisbank- anna undir forystu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er sannanlega frumorsök þess að fjármálakerfi þjóðarinnar hrundi með hrikalegum af- leiðingum?“ – Ýmsir menn hafa sagt eitt- hvað svipað um orsak- ir hrunsins og þó einkum vegið að fyrr- nefnda flokknum. Um þetta kunna að vera skiptar skoðanir en hér skal minnt á hvað Mats Jo- sefsson, sérfræðingur ríkisstjórn- arinnar við endurreisn fjár- málakerfisins, sagði á blaðamannafundi 11.2.: „Banka- stjórar og eigendur gömlu bank- anna geta ekki vikið sér undan því að þeir, og þeir einir, bera ábyrgð á því hvernig fór fyrir bönkunum.“ Okkur Íslendingum hefur um flest gengið vel eftir að við feng- um fullveldi og sjálfstæði. Það væri glapræði að fórna þessu þótt við eigum í miklum erfiðleikum um skeið. Við vitum í meg- inatriðum, hvað er í boði ef við gengjum í ESB. – Olli Rehn, framkvæmdastjóri stækkunarmála hjá ESB, segir Íslendinga tæpast geta átt von á verulegum tilslök- unum frá sjávarútvegsstefnu sam- bandsins, sbr. Mbl. 20.11. sl. Heyrst hafa raddir um að við Ís- lendingar eigum til að reyna að breyta stefnu ESB innan frá. – Það er víst hægt að segja hvað sem er í seinni tíð! – Svipað má segja um landbúnaðinn. Telja menn að okkur myndi hér farnast vel ef við værum undir oki og regluverki ESB? Landbúnaðurinn er mjög mikilvægur fyrir öryggi okkar. Að síðustu skal hér vitnað í lok tveggja kvæða. Hið fyrra er Vor- hvöt (frá 1870) eftir Steingrím Thorsteinsson: Og aldrei, aldrei bindi þig bönd nema bláfjötur Ægis við klettótta strönd. Hið síðara er: Ísland er land þitt (frá 1970) eftir Margréti Jóns- dóttur: Ísland sé falið þér, eilífi faðir. Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf. Hvers virði er fullveldi Íslands? Eftir Ólaf Oddsson Ólafur Oddsson » Það væri glapræði að fórna þessu þótt við eigum í miklum erf- iðleikum um skeið. Við vitum í meginatriðum, hvað er í boði ef við gengjum í ESB. Höfundur er kennari ÞAÐ ÆTTI að vera umhugsunarefni fyrir frambjóðendur VG og Samfylk- ingar fyrir þessar kosningar að þús- undir landsmanna vinna við veiðar og vinnslu hjá svokölluðum „kvótakóng- um, sægreifum, gjafakvótaliði, kvóta- bröskurum og glæpahyski“ – og aðrir frasar. Það er ábyrgðarlaust að halda því fram að hægt sé að gera út til fisk- veiða eða -vinnslu nema hafa aflaheim- ildir til margra ára til að gera rekstr- arplön. Að sitja uppi með dýr atvinnutæki eins og fiskiskip og fiskvinnslu án nokkurra trygginga um að aflaheim- ildir verði til staðar fyrir viðkomandi eigendur atvinnutækjanna gengur ekki upp og að halda öðru fram er með ólíkindum og óábyrg atkvæðasmölun í 101 Rvík. Það virðist vera mikið réttlætismál hjá vinstriflokkunum að fyrna starf- andi sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi, bara til að geta úthlutað aflaheimildum til einhverra annarra, svokölluð nýlið- un, er það réttlæti? Nú veit ég að mér verður sjálfsagt svarað á þann veg að ég sé með hræðsluáróður, handbendi LÍÚ, kjós- andi Sjálfstæðisflokksins eða eitthvað þaðan af verra. Því það má skilja vinstrimenn á þann veg að ef þú kýst D þá ertu vond kona eða maður sem hefur engan rétt á því að starfa í sjáv- arútvegi eða koma að útgerð. Ég skal viðurkenna að það varð smá vinstrisveifla í kollinum á mér við efna- hagshrunið í haust. En þegar ég sá og gerði mér grein fyrir því í samtölum við aðra sjómenn og fólk sem starfar við fiskvinnslu að vinstriflokkarnir hafa það á stefnuskrá sinni að gera mig og þúsundir annarra sem starfa við fiskvinnslu og -veiðar atvinnulausa á fjórum til sex árum komst ég að því að það er bara einn kostur fyrir mig í kjörklefanum í komandi kosningum. Frasinn um að fiskur verði áfram veiddur á Íslandi þótt starfandi fyr- irtæki verði fyrnd því atvinnutækin verði ennþá til staðar („skipum verði ekki sökkt og fiskvinnslur ekki brenndar“ eins og tveir frambjóð- endur sögðu, annar frá VG og hinn frá Samfylkingu) gengur ekki upp. Að sjálfsögðu verður atvinnutækjunum ekki fargað en skipin verða seld úr landi þar sem mikil eftirspurn er eftir fiskiskipum í dag og ekki er hlaupið að því að opna fiskvinnslu ef hráefni og markaðir fyrir vöruna eru ekki fyrir hendi. Í nafni réttlætis ætla vinstri- flokkarnir að gefa upp á nýtt, það er greinilega ekkert réttlæti í því að þeir sem starfa í útgerð og vinnslu í dag geri það áfram. Hvers eigum við þá að gjalda sem starfa hjá þessu „glæpaliði“ en líður þó vel í vinnunni og höfum fullan vilja til að starfa þar áfram? Ég hef verið til sjós frá 1985 og von- ast eftir að geta starfað við það áfram. Kveðja frá sjómanni sem í dag til- heyrir „ofurlaunaliðinu“ að sögn VG. ÁSGEIR GUÐBJARTUR PÁLSSON, sjómaður. Opið bréf til frambjóðenda VG og Sam- fylkingar Frá Ásgeiri Guðbjarti Pálssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.