Morgunblaðið - 25.04.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.04.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009 segðu smápestum stríð á hendur! Fæst í apótekum og heilsubúðum um land allt. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is SAMFYLKINGIN og Vinstri græn fengju samtals 56,1 prósent atkvæða og hreinan meirihluta samkvæmt könnun Capacent fyrir Morgunblað- ið og RÚV. Könnunin var gerð dag- ana 21.-23. apríl. Úrtakið var 2.433 og var svarhlutfall 60,2 prósent. Samkvæmt könnuninni er Sam- fylkingin stærst flokka með 29,8 pró- sent atkvæða en Vinstri græn eru með 26,3 prósent. Sjálfstæðisflokk- urinn fengi 23,2 prósent skv. könn- uninni og Framsóknarflokkurinn tólf prósent. Borgarahreyfingin mælist með 6,8 prósenta fylgi og næði samkvæmt niðurstöðunni fjór- um mönnum inn á þing. Gunnar Helgi Kristinsson, pró- fessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir margt benda til þess að mikil spenna muni einkenna kosn- ingarnar. „Ég tel horfur að mörgu leyti tvísýnar. Það er mikil óvissa um hvað má lesa út úr könnunum fyrir þessar kosningar. Við eðlilegar að- stæður myndu kannanir stuttu fyrir kosningar segja mikla sögu um hvernig landið liggur en mér finnst erfitt að segja til um það núna. Ég er til að mynda ekki viss um að Sjálf- stæðisflokkurinn verði með minna fylgi en kannanir segja til um, eins og oft hefur orðið raunin. Það hafa orðið miklar breytingar á landslag- inu og fylgi frá síðustu kosningum hefur færst mikið milli flokka. Kann- anir gefa vitaskuld góða vísbendingu um stöðuna en segja ekki alla sög- una,“ segir Gunnar Helgi. Samfylkingin mælist stærst  Vinstri græn og Samfylkingin eru með öruggan meirihluta samkvæmt síðustu skoðanakönnun Capacent fyrir Morgunblaðið og RÚV  Erfitt að lesa í stöðuna, segir Gunnar Helgi Kristinsson                   !   "                            ! " # $% $& $ $' $& $                                                         #      $               %&    "  !   "  (   )  ( ' %  (  &   (  '   (      (      !"#$ %&'( " ) #  ( * +  (    , + (   -  .$. )$  .$'       $) %$% Samkvæmt könnun Capacent ætla 8,4 prósent þeirra sem greina frá því hvað þeir hyggjast gera í kjörklefanum, að skila auðu. Mengi þeirra sem enn eru óákveðnir hefur minnkað nokk- uð og mælist sem aðeins 2,3 prósent eigi eftir að gera upp hug sinn. Þá neita 4,6 prósent að gefa upp hvað þau ætla að kjósa. Gunnar Helgi Kristinsson segir þessa stöðu vera hluta af óviss- unni sem fylgir kosningunum. „Það er ljóst að það er nokkur fjöldi sem telur ekki að það sé neinn valkostur í boði sem hægt sé að styðja í kosningunum. Flokkarnir hafa eflaust verið að reyna að ná inn í þetta fylgi og alveg fram á síðustu stundu þá geta menn skipt um skoðun.“ 8,4 prósent segjast ætla að skila auðu FORMENN flokkanna voru á fleygiferð í gær á lokasprettinum í harla óvenjulegri kosningabaráttu. Erlendir fjölmiðlar sýna kosning- unum nú umtalsverða athygli, enda hefur kastljós heimsins beinst að Ís- landi í meira mæli en venjulega frá því í haust, þegar bankarnir hrundu. Hér er Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Framsókn- arflokksins, farðaður fyrir for- mannaþátt Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi undir árvökulu augu heimspressunnar. Þó að flestir landsmenn gangi að kjörborðinu í dag greiddu sumir at- kvæði utan kjörfundar. Hjá Sýslu- manninum í Reykjavík höfðu í gær- kvöldi kosið alls 12.617 manns sem eru ívið færri en árið 2007 þegar 12.824 höfðu kosið á sama tíma. Færri mættu þó á kjörstað í Reykjavík þetta árið því að aðsend atkvæði voru að þessu sinni 1.919, en fyrir alþingiskosningarnar 2007 höfðu 1.350 atkvæði borist embætt- inu á sama tíma. annaei@mbl.is Formenn í kastljósinu Morgunblaðið/Ómar FRÉTTAVEFUR Morgunblaðsins, mbl.is, verður með öfluga kosn- ingavakt í dag og nótt. Fylgst verður með gangi mála frá því að kjörstaðir eru opn- aðir og allt til enda. Tölur verða birt- ar á mbl.is um leið og þær verða gefnar út af yfirkjör- stjórnum. Jafnframt má sjá á mbl.is skiptingu þingsæta miðað við stöðuna hverju sinni. Viðbrögð frambjóðenda má einnig lesa á vefnum og fylgst verður með kosn- ingavökum flokkanna. Von er á fyrstu tölum strax og kjörstöðum hefur verið lokað eða upp úr klukkan 22. Mbl.is mun fylgjast með talningu í öllum kjördæmum landsins, allt þar til endanleg úrslit liggja fyrir. Kosningavakt staðin á mbl.is UMRÆÐAN um aðild að Evrópu- sambandinu og afstöðu flokkanna til aðildarumsóknar var fyrirferðarmikil í formannaþætti RÚV í gærkvöldi. Sagði Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, sinn flokk hafa opnað á möguleikann á ESB-aðild, að und- angengnu vönduðu ferli, að þjóðin kysi um málið. Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar sagði hins vegar nauðsyn að hefja aðildarviðræður strax en Þór Saari, talsmaður Borg- arahreyfingarinnar, sagði þjóðina ekki hafa tíma til að bíða eftir að VG og Samfylkingin næðu saman um ESB. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, kvað ESB-aðildina heldur ekki þá töfralausn sem Sam- fylkingin boðaði. En þeir Guðjón Arn- ar Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsókn- arflokksins, voru báðir fylgjandi aðildarviðræðum undir ströngum skilyrðum. Ástþór Magnússon, tals- maður Lýðræðishreyfingarinnar, gaf lítið fyrir umræðuna. Hún væri óá- byrg og fyrirfram mætti ekki hafna ESB-aðild. Ósammála um ESB Stefnumálin rædd fyrir kjördag Orðrétt ’Ég er hugsi yfir því hve fast ýmsirtalsmenn Samfylkingarinnarsækja ESB-aðildarumsókn. Ég er þóalveg rólegur og lít á þetta sem tauga-veiklun.“ STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON ’Það er ekkert samkomulag í höfnvið Vinstri hreyfinguna græntframboð um Evrópusambandsaðild.“JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR ’Við ætlum að sækja þýfið sem aðútrásarvíkingarnir stálu. Við mun-um setja á þá hryðjuverkalög og í kjöl-farið lokast á öll þeirra bankaviðskiptium allan heim.“ ÁSTÞÓR MAGNÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.