Morgunblaðið - 25.04.2009, Side 71
Menning 71FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009
BANDARÍSKA söngkonan Nicole
Scherzinger hefur sagt skilið við
stúlknasveitina Pussycat Dolls ef
marka má sögusagnir sem nú fara
eins og eldur í sinu um bloggheima.
Slúðurstjarnan Perez Hilton er ein
þeirra sem hefur látið sig málið
varða og telur hann að sólósöngur
söngkonunnar í laginu „Hush Hush
á tónleikum sé bara einn liður í því
plani að aðskilja Scherzinger frá
stúlknasveitinni. Líklegt þykir þó að
tilkynningin um sólóferil söngkon-
unnar komi ekki fyrr en að tónleika-
ferðalaginu Doll Domination loknu,
en svo heitir nýjasta plata sveit-
arinnar. Plötufyrirtæki sveitarinnar,
Interscope, hefur hingað til ekki vilj-
að tjá sig um sögusagnirnar og þykir
það einnig benda til þess að breyt-
ingar séu í vændum. Nicole hefur áð-
ur reynt við sólóferilinn með slökum
árangri en nýlega lýsti hún því yfir í
gríni að hana langaði í framtíðinni að
gera plötu með kærasta sínum,
Formúlu 1 ökumanninum Lewis Ha-
milton. Hamilton ku ekki vera sá
lagvísasti.
Segir skilið við
Pussycat Dolls
Reuters
Kattarbrúðurnar Melody Thornton, Jessica Sutta, aðalpían Nicole Scherz-
inger, Ashley Roberts og Kimberly Wyatt. Enn fimm, sem komið er.
NÝ kvikmynd bandaríska leikstjór-
ans Francis Ford Coppola, Tetro,
verður opnunarmyndin á Cannes
kvikmyndahátíðinni í ár. Mynd Cop-
pola, sem er handhafi tveggja Gull-
pálma í Cannes, verður frumsýnd
þann 14. maí, fyrst þeirra kvik-
mynda sem sýndar eru á hátíðinni
en taka ekki þátt í keppninni um
Gullpálmann. Bandaríski leikarinn
Vincent Gallo leikur aðalhlutverkið í
Tetro en í myndinni er sögð saga 17
ára gamals ítalsks-bandarísks pilts
sem fer frá New York til Buenos Ai-
res til þess að leita bróður síns sem
hefur verið saknað í áratug.
Coppola, sem einnig skrifaði
handrit myndarinnar, segir að hann
byggi myndina á æskuminningum
sínum um fjölskyldutengsl en neitar
því hins vegar að um sjálfsævisögu
sé að ræða.
Kvikmyndin var tekin upp í
ítalska hluta Buenos Aires, La Boca,
á síðasta ári og er svart-hvít. Þykir
hún eiga meira sammerkt með evr-
ópskri kvikmyndagerð heldur en
þeirri bandarísku.
Coppola-
mynd á
Cannes
Meistari Francis Ford Coppola.
Reuters
ALLT útlit er fyrir að Alicia Silver-
stone muni leika í framhaldi hinnar
geysivinsælu kvikmyndar Clueless
en myndin átti hvað mestan þátt í að
gera hana að Hollywoodstjörnu fyrir
um 15 árum. Silverstone mun um
þessar mundir eiga í viðræðum við
leikstjóra og handritshöfund kvik-
myndarinnar, Amy Heckerling, en
þær stöllur sáust víst í búðarferð um
daginn í Kaliforníu þar sem fram-
haldsmyndin var meðal annars
rædd. Silverstone mun einnig hafa
ýjað að því að hún myndi leika í
Clueless 2 í viðtali við írska spjall-
þáttarstjórnandann Graham Norton
í nóvember síðastliðnum. Myndin fer
að öllum líkindum í tökur í næsta
mánuði og er titill hennar sagður
vera Clueless: A High School Reu-
nion. Silverstone var aðeins 18 ára
þegar hún skaust upp á stjörnuhim-
ininn fyrir túlkun sína á Beverly
Hills-ljóskunni Cher Horowitz.
Alicia Silverstone Sló í gegn sem
ljóskan í Clueless-myndinni.
Clueless 2
væntanleg