Morgunblaðið - 02.05.2009, Side 20

Morgunblaðið - 02.05.2009, Side 20
20 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2009 Komin í kilju Yfir 20 milljón eintök seld TIL átaka kom milli lögreglu og mótmælenda sem tóku þátt í kröfugöng- um í Þýskalandi, Tyrklandi og Grikklandi í tilefni af baráttudegi verka- lýðsins í gær. Lögreglan í Berlín handtók um 49 ungmenni, sem köstuðu flöskum og grjóti á lögreglumenn og kveiktu í bílum og öskutunnum. Óeirðir blossuðu einnig upp meðal mótmælenda í Aþenu, Istanbúl og Ank- ara. Kröfugöngurnar fóru þó yfirleitt friðsamlega fram annars staðar í heiminum. Mótmælendur beita hér teygjubyssum gegn lögreglu í Istanbúl. Reuters Átök á degi verkalýðs Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is STJÓRNVÖLD í Mexíkó sögðu í gær að svínaflensan, eða a-flensa (H1N1), væri ekki eins skæð og óttast var í fyrstu. Staðfest hefur verið að í Mexíkó hafi fimmtán manns dáið af völdum veirunnar og 328 til viðbótar smitast. „Sem betur fer er veiran ekki svo skæð – þetta er ekki eins og fuglaflensan sem dró næstum 70% þeirra sem smituðust til dauða,“ sagði Jose Angel Cordova, heil- brigðisráðherra Mexíkó. Hann bætti við að þótt H1N1-veiran bær- ist á milli manna, ólíkt fuglaflensu- veirunni, væri auðveldlega hægt að vinna á henni með flensulyfjum „ef meðferðin hefst á fyrsta degi“. Nýjustu tölurnar um fjölda lát- inna og smitaðra byggjast á ná- kvæmum prófum á rannsókn- arstofum. Heilbrigðisráðherrann sagði fyrr í vikunni 159 manns hefðu „líklega“ dáið af völdum veir- unnar í Mexíkó en svo virðist sem dánartalan sé í raun mun lægri samkvæmt nýjustu fréttum. Ekki eins banvæn og fuglaflensuveiran Vísindamenn segja að fyrstu rannsóknir á nýju a-flensuveirunni bendi til þess að hún sé fremur væg og geti ekki orðið að mjög mannskæðum heimsfaraldri nema hún stökkbreytist. Að svo stöddu sé ógjörningur að spá um hvernig veiran þróist á næstu vikum og mánuðum. Nýja flensuafbrigðið, sem kom upp í Mexíkó, er af sama und- irstofni (H1N1) og venjuleg flensa sem breiðist út árlega og dregur um 1% þeirra sem smitast til dauða. Fyrstu rannsóknir benda til þess að a-flensa H1N1 sé ekki eins banvæn og fuglaflensuveiran H5N1 sem óttast hefur verið í um það bil áratug að stökkbreytist og verði að mjög mannskæðum heims- faraldri. H5N1-veiran getur stökkbreyst hratt og breiðist ört út meðal fugla en fremur óalgengt er að fólk smit- ist af henni og hún berst ekki á milli manna. Ekki mikil hætta á „ofurveiru“ H1N1-veiran sýkir þekjufrumur í efri hluta öndunarfæranna og þegar það gerist verða flensuein- kennin yfirleitt væg. Hins vegar breiðist þá veiran mjög auðveld- lega út með hósta og hnerra. H5N1-veiran sýkir hins vegar frumur í lungunum og víðar í lík- amanum en ekki í efri hluta önd- unarfæranna. Þegar veiran sýkir frumur í lungunum verða einkenn- in yfirleitt miklu alvarlegri og ban- vænni, eins og þegar fólk hefur fengið H5N1-veiruna úr fuglum. Vísindamenn telja ekki mikla hættu á því núna að væga H1N1- veiran blandist hættulegu H5N1- veirunni og úr verði stórhættulegt veiruafbrigði sem geti í senn borist auðveldlega á milli manna og valdið mjög alvarlegum veikindum sem dragi marga til dauða. Að sögn vísindamannanna bendir að minnsta kosti ekkert til þess að þessi hætta sé meiri nú en áður. Veiran ekki eins skæð í Mexíkó og óttast var  Fyrstu rannsóknir benda til þess að flensan sé fremur væg Reuters Smitaður Mexíkóskur ferðamaður lagður inn á sjúkrahús í Hong Kong. STAÐFEST var í gær að nýja flensuafbrigðið hefði borist til Hong Kong og er það fyrsta stað- festa a-flensutilfellið í Asíu. Yf- irvöld í Hong Kong sögðu að ferða- maður frá Mexíkó hefði reynst vera með a-flensu (H1N1), eða svínaflensuveiruna. Gripið var til þess ráðs að setja allt hótel ferða- mannsins í sóttkví. Ennfremur var staðfest í gær að kona í Danmörku hefði verið greind með nýja flensuafbrigðið. Konan er á batavegi, þurfti ekki að taka inn lyf en verður í sóttkví þar til á miðvikudaginn kemur. Konan smitaðist í New York og fór á sjúkrahús vegna vöðvaverkja og hósta eftir að hún kom til Dan- merkur á miðvikudaginn var. Nýja flensuafbrigðið hefur nú borist til fjórtán landa. Hermt var í gær að þýskur hjúkrunarfræðingur hefði smitast af veikinni þegar hann annaðist sjúkling en náð sér fljótlega. Þá var staðfest að Skoti, sem hefur ekki ferðast til Mexíkó, hefði smitast og er það í fyrsta skipti sem veiran berst á milli manna í Bretlandi. Veiran hefur borist til Asíu og Danmerkur UTANRÍKISRÁÐHERRA Srí Lanka, Palitha Kohona, hefur við- urkennt í sjónvarpsviðtali að stjórn- arher landsins hafi gert loft- árásir á griða- svæði sem stjórn- in hafði komið upp fyrir tugi þúsunda óbreyttra borg- ara sem flúðu átök hersins og Tamíl-tígranna á norðaustanverðri eyjunni. Utanríkisráðherrann lagði hins vegar áherslu á að loftárásirnar hefðu beinst að stórskotavopnum tamílskra uppreisnarmanna og engir óbreyttir borgarar hefðu verið á svæðinu þegar árásirnar voru gerð- ar. Þetta eru viðbrögð utanrík- isráðherrans við fréttum um að gervihnattamyndir í skýrslu Samein- uðu þjóðanna, sem lekið var í fjöl- miðla, virtust sanna að loftárásir hefðu verið gerðar á griðasvæðið, að því er fram kemur á vef The Times. Fréttavefur BBC hafði eftir utan- ríkisráðherranum að ekkert benti til þess að „stjórnarherinn bæri ábyrgð á þessum sprengingum“ og tals- maður stjórnarhersins sagði að Tam- íl-tígrarnir hefðu gert sprengjuárás- ir á svæðinu. Kohona sagði hins vegar í viðtali við arabíska sjónvarpið al-Jazeera að stjórnarherinn hefði fundið stór- skotavopn á svæðinu og gert árásir til að eyðileggja þau. Árásirnar hefðu því verið „fullkomlega lögmætar“. Utanríkisráðherranum þótti það undarlegt að Sameinuðu þjóðirnar skyldu geta notað svo nákvæmar gervihnattamyndir af svæðinu. „Hvers vegna stunda Sameinuðu þjóðirnar slíkar njósnir á Srí Lanka?“ spurði hann. Viðurkennir loft- árásir á griðasvæði  Neitar ásökunum um stríðsglæpi Í HNOTSKURN » Mannréttindahreyfingarsegja að rannsaka þurfi gervihnattamyndirnar betur en þær kunni að vera mik- ilvægustu sönnunargögnin til þessa um stríðsglæpi á Srí Lanka. » Stjórn landsins hefurítrekað neitað því að hafa gert sprengju- eða loftárásir á svæðið frá 12. febrúar þegar hún lýsti því yfir að það væri griðasvæði. Palitha Kohona

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.