Morgunblaðið - 02.05.2009, Qupperneq 32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2009
STJÓRN SKOTVÍS
birti nýlega grein í
Morgunblaðinu varð-
andi starfsemi Um-
hverfisstofnunar sem
fagnar allri rýni til
gagns og vill koma eft-
irfarandi á framfæri.
Umsýsla málefna
skotveiði og almennrar
veiðistjórnunar hafa
ekki minnkað eftir þær
stjórnkerfisbreytingar
sem áttu sér stað á Umhverf-
isstofnun í upphafi ársins 2008.
Þvert á móti hefur deild lífríkis og
veiðistjórnunar vaxið og dafnað.
Áhersla hefur verið aukin á almenna
veiðistjórnun og verksvið deild-
arinnar breikkað með ráðningu
nýrra sérfræðinga. Hér má nefna að
nýr sérfræðingur í lífríkismálum var
ráðinn til deildarinnar um áramótin
2008/2009 en verksvið hans eru al-
menn lífríkismál, dýravernd og
erfðabreyttar lífverur. Áætlað er að
ráða inn nýjan sérfræðing í vor en
hlutverk hans verður að styðja við
þátt veiðistjórnunar og úrvinnslu úr
veiðigögnum sem mun til lengri
tíma litið auka enn þjónustu við
veiðimenn. Markmið Umhverf-
isstofnunar er að efla
enn frekar þjónustu og
framkvæmd hvað varð-
ar veiðistjórnun. Öllum
stjórnkerfisbreyt-
ingum geta fylgt tíma-
bundin vandkvæði sem
leysa má í kjölfar upp-
byggilegra at-
hugasemda. Deild líf-
ríkis og
veiðistjórnunar kann-
ast ekki við auknar
kvartanir frá hinum al-
menna veiðimanni
varðandi þjónustu
stofnunarinnar.
Rétt er að geta þess að tekjur
stofnunarinnar af skotveiðimönnum
eru ekki 160 milljónir króna árlega.
Umhverfisstofnun hefur umsjón
með tveimur sjóðum, veiðikortasjóði
sem hefur velt um 22 milljón króna
árlega og hreindýrasjóði með um
105 milljón króna veltu árlega. Báð-
ir þessir sjóðir eru svokallaðir gegn-
umstreymissjóðir sem þýðir að öll
innkoma þeirra fer aftur út til
greiðslu á kostnaðarliðum er varða
veiðistjórnun. Sem dæmi má nefna
að stærstur hluti (um 92 m.kr.)
greiðslna úr hreindýrasjóði er arð-
greiðslur til landeigenda þar sem
hreindýr búa, um 4 m.kr. fer í rann-
sóknarkostnað á hreindýrastofn-
inum og um 10 m.kr. í rekstur vegna
afgreiðslu umsókna um veiðileyfi,
eftirlit með veiðimönnum, umsjón
hreindýrasjóðs og hreindýraráðs.
Það sama gildir um veiðikortasjóð.
Við reksturinn skapast þrjú stöðu-
gildi sérfræðinga á landsbyggðinni,
annars vegar á Akureyri vegna
verkefna er varða veiðikort og hins
vegar á Egilsstöðum vegna hrein-
dýra, auk starfa í stoðþjónustu.
Umhverfisstofnun leggur metnað
sinn í að efla samstarf við veiðimenn
og auka þjónustu við þá eftir
fremsta megni. Í faglegri og öflugri
veiðistjórn er nauðsynlegt að hafa
samráð við hagsmunafélög og hefur
Umhverfisstofnun boðað til fundar
með Skotveiðifélagi Íslands
(SKOTVÍS) til að fara yfir málin.
Umhverfisstofnun væntir árangurs-
ríks samstarfs við SKOTVÍS í fram-
tíðinni.
Umhverfisstofnun og
veiðistjórnun á réttri leið
Eftir Kristínu
Lindu Árnadóttur »Markmið Umhverf-
isstofnunar er að
efla enn frekar þjónustu
og framkvæmd hvað
varðar veiðistjórnun.
Kristín Linda
Árnadóttir
Höfundur er forstjóri
Umhverfisstofnunar.
KARL Marx, boð-
beri kommúnismans,
sagði margt af viti en
lét einnig frá sér
marga vitleysuna. Ein
setning sem höfð hefur
verið eftir honum hef-
ur skaðað sósíalismann
og jafnaðarstefnuna
meira en margt annað:
Trúin er ópíum fólks-
ins. Hugsunin var auð-
vitað sú, að kristnin
væri kúgunartæki sem auðmenn
beittu til að telja hinum vinnandi
stéttum trú um, að sælan og umbun
fyrir gott, heiðarlegt og kristið líf
yrði verðlaunað á himni eða eftir
dauðann.
Þar með mátti skilja, að það væri
til einskis að vera með uppsteyt
gegn þrengingum í þessum heimi en
njóta undirokunar kristinnar trúar
og yfirstéttarinnar og bíða sælunnar
á seinni stigum. Öreigar allra landa
tóku undir þessa skilgreiningu
Marx og á skömmum tíma sneru
sósíalistar baki við því sem þeir álitu
heimsku og kúgun kristinnar trúar
og kirkjunnar. Á sama tíma eignuðu
auðmenn og hægri öfl sér kristnina.
Kristnin endurspeglaðist að miklu
leyti í pólitík þeirra en einnig í ýms-
um afleggjurum eins og frímúr-
arareglunni og víðar. Einnig vísuðu
vinstri menn til upplýsingarstefn-
unnar, sem einkum ruddi sér rúms á
18. öld. Upplýsingin kallaði á efnis-
legan sannleik, færði heiminum nýj-
an veruleik, hampaði vísindastefnu
og efnislegum framförum en setti
spurningar við fordóma, bábiljur og
trúarvitund manna; goðsagnir eins
og aldurhniginn, skeggjaðan guð á
himni. Upplýsingin lá til grundvall-
ar frönsku stjórnarbyltingunni,
frelsisbaráttunni í Bandaríkjunum
og því þjóðernislegu frelsisbáli sem
fór um Evrópu. Upplýsingin afneit-
aði hins vegar aldrei trúnni en end-
urtúlkaði hana að mörgu leyti og
jafnvel einfaldaði líkt og siðbreyting
Lúters gerði tveimur öldum áður.
Kristnin virtist ekki fagna hylli
nýrrar kynslóðar vinnandi og stétta-
kúgaðra manna líkt og boðun Marx
um hið stéttlausa samfélag og af-
nám fjötra hinnar vinn-
andi stéttar. Hug-
myndafræði Jesú
Krists var því vísað
nær hvarvetna á dyr í
nýrri Evrópu sem varð
æ sósíalískri.
Þetta voru mikil
mistök manna sem að-
hylltust félagshyggju.
Kristni sem hug-
myndafræði er lítið að
finna í Gamla testa-
mentinu sem geymir
einkum fornar hug-
myndir gyðinga um
sköpun heimsins, táknsögur og ýmis
ævintýri kristninnar svo og sagn-
fræðilegar upplýsingar sem ekki er
alltaf treystandi. Gamla testamentið
inniheldur auk þess að hluta laga-
bók gyðinga. Nýja testamentið segir
hins vegar nær einungs frá ævi
Krists og boðskap hans. Þar er
kjarna kristninnar fyrst og fremst
að leita; boðunarinnar. Fyrir mig er
biblían fyrst og fremst Nýja testa-
mentið. Þar setur Kristur fram
kenningar sínar og hugmyndafræði.
Þar er kjarni kristninnar að mínu
mati.
Sé þessi hugmyndafræði skoðuð
er hún svo lík hugmyndum sósíal-
ista eða samfélagshyggjuþenkjandi
fólks að stundum mætti halda, að
sósíalisminn sé sprottinn úr boðun
Krists en byggist ekki á kenningum
Marx og félaga.
Kristur boðaði fyrst og fremst
frið, jöfnuð og samhyggju meðal
manna. Hann áréttaði mikilvægi
fórnfýsi og óeigingirni og lagði
áherslu á, að öll værum við jöfn fyr-
ir öðrum mönnum og guði. Hann
boðaði umhyggju og samúð með fé-
lögum í mannheimi, óháð stétt, virð-
ingarstigum eða ríkidæmi. Hann
hafði óbeit á peningasöfnun og
græðgi. Hann rak peningamenn úr
helgidóminum og sagði hin fleygu
setningu: „Börn, hve torvelt er að
komast inn í Guðs ríki. Auðveldara
er úlfalda að fara gegnum nálarauga
en auðmanni að komast inn í Guðs
ríki.“ (Mark.10. 17-27).
Gildir þessi fullyrðing enn í dag?
Kristur sýndi samhyggju í verki
sem orðum; hann mettaði þúsundir
svangra, líknaði og læknaði. Hann
predikaði mikilvægi fjölskyldunnar
og bauð börnunum til sín. Hann
bauð einnig breyskum og afvega-
leiddum í sinn faðm og áminnti
menn um að enginn væri án breysk-
leika eða synda. Sagan um bersynd-
ugu konuna segir okkur frá um-
burðarlyndi, fyrirgefningu og
mannúð kristninnar. Guðspjöllin
segja meira að segja frá því að
Kristur hafi reist látna frá dauðum.
Þessar táknsögur tek ég með raun-
sæjum fyrirvara en engu að síður
endurspegla þær hugsun og vilja
kristninnar.
Kristnin breiddist hratt út. Hún
varð til á tímum kúgunar og þreng-
inga og lagði loks sjálft Rómarríki
undir sig sem síðan hefur verið há-
sæti kristinnar kirkju. Og aftöku-
tækið, krossinn hefur verið tákn
kristninnar. Þannig varð tákn þján-
ingar og dauða að tákni frelsis og
náðar.
Ég kalla mig kristinn mann eink-
um vegna boðskapar Krists. Ég
kalla mig einnig jafnaðarmann
vegna sömu ástæðu. Hægri sinnuð
öfl hafa stundum kastað eign sinni á
trúna og kristnina. Þetta er mesti
kjánaskapur og þversögn. Ef eitt-
hvað er, þá er hugmyndafræði
þeirra, stefna og breytni fjarri hug-
myndafræði Jesú Krists nema í
undntekningartilvikum. Sama verð-
ur ekki sagt um markmið jafn-
aðarstefnunnar. Í öllum helstu und-
irstöðuatriðum eru Kristur og
jafnaðarmenn sammála í hug-
myndafræði sinni. Með jafn-
aðarstefnu á ég vissulega ekki við
einræðiskommúnismann sem mjög
er óskyldur kristinni hugsun. Nei,
ég á við nútímalega, frjálslynda
jafnaðarstefnu sem leggur áherslu á
jafnrétti, frelsi og bræðralag.
Líkt og Kristur gerði.
Kristni og jafnaðarstefna
Eftir Ingólf
Margeirsson ȃg kalla mig
kristinn mann
einkum vegna boð-
skapar Krists. Ég kalla
mig einnig jafnaðar-
mann vegna sömu
ástæðu.
Ingólfur
Margeirsson
Höfundur er rithöfundur og
sagnfræðingur.