Morgunblaðið - 02.05.2009, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 02.05.2009, Qupperneq 43
Menning 43FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2009 OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 10 - 18 VERIÐ VELKOMIN OG NJÓTIÐ FRÁBÆRS ÚTSÝNIS OG GÓÐRA VEITINGA Í VEITINGASAL PERLUNNAR Sími: 561-4114 Frá 9. apríl til 3. maí G Í F U R L E G T Ú R VA L A F Ö L L U M T E G U N D U M T Ó N L I S TA R R O K K - P O P P - K L A S S Í K - B L Ú S - K Á N T R Ý - S LÖ K U N A R T Ó N L I S T- Þ Ý S K , S K A N D I N AV Í S K O G Í R S K T Ó N L I S T O G A Ð S J Á L F S Ö G Ð U A L L I R N Ý J U S T U T I T L A R N I R Á B ET R A V E R Ð I E N Þ Ú ÁT T A Ð V E N J A S T NÚ FER HVER AÐ VERÐA SÍÐASTUR STYRKUR TIL TÓNLISTARNÁMS Minningarsjóður um Jean Pierre Jacquillat mun á þessu ári veita tónlistarfólki styrk til framhaldsnáms erlendis á næsta skólaári 2009-2010. Veittur er styrkur að upphæð kr. 600 000. Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform, sendist fyrir 10. júní 2009 til formanns sjóðsins: Arnar Jóhannssonar, pósthólf 8620, 128 Reykjavík. Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frumsaminna verka og/eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjenda. Góður trompetleikur í vorsól á kosningadegi kippir manni um stund í kjörklefa þar sem x er sett við aðeins einn lista og það X verð- ur stórt ef kjörhljómur og kjör- tónar hafa kætt og glatt mann í slíku eins lista kjöri. Að vísu fá Vil- hjálmur Ingi og Helga Bryndís ekki tryggt sæti á þjóðþingi að þessu sinni, en þau fengu öruggt sæti hjá mér sem framúrskarandi flytjendur í mínu hjartaþingi. Sú mikla tækni sem Vilhjálmur Ingi ræður yfir, ásamt næmri tónvísi, lýstu af flutn- ingi tónverkanna frá upphafi til loka. Þar fór saman mikið öryggi í hröðum hlaupum og einstök mýkt í lagrænum og rólegri tónhend- ingum. Þessi ótvíræðu snilldartök hans voru hvað áhrifamest í hinum mikla trompetgjörningi Aruturians, en túlkun á konserti hans í lok tón- leikanna má hver trompetleikari hafa verið hreykinn af. Konsertinn var á sínum tíma saminn fyrir þann sem kallaður var „Paganini tromp- etsins“ í Rússlandi, Timofei Doksc- hitzer, og hygg ég að margur snjall trompetleikarinn hafa mátað sig við þennan skrautlega tónabúning. Samleikur Helgu Bryndísar og Vil- hjálms Inga var hrífandi. Bras- skvintettinn fannst mér skorta lit- ríkari blæbrigði og sér í lagi veikari og mýkri leik. Ég veit að þessi kvintett hefur alla burði til að leika enn betur. Ég tel að slíkan auð sem fólginn er í upplagi þessa kvintetts þurfi að ávaxta mun betur og leggja rækt við hann sem skili enn ríku- legri uppskeru. Þetta voru samt tónleikar sem skilja eftir í brjósti birtu hækkandi sólar og aukinnar trúar á land og þjóð. Kjörhljómur á kjördegi TÓNLIST Trompettónleikar í Laugar- borgbbbbn Á efnisskrá: Legend eftir G. Enesco, Fantasietta eftir M. Bitsch, Caprice eftir J. Turin, Etýða eftir Theo Charlier, lokaþáttur úr Kvin- tett nr. 3 eftir V. Ewald og trompetkons- ert eftir A. Arutunian. Flytjendur: Vil- hjálmur Ingi Sigurðsson á trompet og Helga Bryndís Magnúsdóttir á píanó, ásamt Blásarakvintett Norðurlands, sem auk Vilhjálms er skipaður: trompet Hjálmar Sigurbjörnsson, básúna Kaldo Kiis, horn Kjartan Ólafsson og túba Helgi Þ. Svavarsson (í verki V. Ewald). Laugardaginn 25. apríl kl. 15.00. JÓN HLÖÐVER ÁSKELSSON TÓNLIST Nafnið er grípandi, Lennon og Baktus. Óvenjulegt par, eins og skrifað er í sýningarskrá. Í Lista- sal Mosfellsbæjar má nú til 24. maí sjá samsýningu sjö lista- manna. Sum þeirra eiga að baki listnám á háskólastigi, önnur hafa farið á námskeið eða eru sjálf- menntuð í faginu. Þegar sýningin er skoðuð renna myndir þeirra þó áreynslulaust saman í lifandi og litríka heild. Mér sýnist lista- mennirnir hér vera valdir saman vegna þess að verk þeirra eiga snertifleti, í vinnuaðferðum, lita- meðferð og viðfangsefni, en ekki síður í spuna hugmyndaflugs. Þrír listamannanna sýna verk unnin í tré, stillt upp umhverfis siglutré með segli í salnum miðjum, líkt og fley fyrir þöndum seglum. Þetta eru þeir Gauti Ás- geirsson sem sker eftirminnileg andlit úr tré og hefur næmt auga fyrir möguleikum viðarins, kvist- um og greinastubbum sem öðlast nýtt hlutverk. Aron Eysteinn Hall- dórsson sýnir farartæki, bíla og lestir sem hvert og eitt hefur sín persónulegu sérkenni, annað en stöðluð leikfangaframleiðsla sam- tímans. Baldur Geir Bragason smíðar steinaldarmannslega lurka og lakkar með dökku lakki, í þeim kallast á notagildi og nýtt sam- hengi. Þau Sigga Björg Sigurðardóttir, Ísak Óli Sævarsson, Sigrún Huld Hrafnsdóttir og Davíð Örn Hall- dórsson eru öll teiknarar og mál- arar og vinna verk sýn á tvívíðum fleti. Hér vinna vel saman litrík verk og teikningar, þar sem sam- vinna á sér stað í framsetningu verka og á myndfletinum sjálfum þar sem mér sýnist Davíð Örn og Sigrún Huld hafa sameinað krafta sína. Samvinna af þessum toga, þar sem verk listamanna líkt og renna saman í eina heild hefur verið of- arlega á baugi í myndlistinni síð- astliðin ár. Í þessu tilfelli er sam- vinnan innan ákveðins ramma, en gengur ekkert síður ágætlega upp. Titill sýningarinnar vekur spurn- ingar og er um leið áminning; þetta eru óvenjuleg pör, í sam- félagi sem byggist á öruggri að- greiningu; karla og kvenna, full- orðinna og barna, sjúkra og heilbrigðra, fátækra og ríkra, fatl- aðra og ófatlaðra og svo mætti áfram telja. En hér gerist það ber- sýnilega að öll fyrirfram ákveðin aðgreining verður að engu og listamennirnir sameinast á grund- velli verka sinna, í áhuga sínum á teikningunni, litum, formum eða möguleikum efniviðar síns. Nið- urstaðan er falleg sýning þar sem listaverkin vinna saman og hug- myndaflugið blæs byr í seglin, á endanum spyr maður sig að því hvað sé óvenjulegt við þetta par. Listasalur Mosfellsbæjar Lennon og Baktus, samsýning, List án landamæra bbbmn Til 24. maí. Opið mán.-fös. 12-19, lau. 12-15, lokað á sunnudögum. Aðgangur ókeypis. RAGNA SIGURÐARDÓTTIR MYNDLIST Farsæl samvinna AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.