Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 7
7 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2009 Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is HAFA á samráð við aðila vinnu- markaðarins um gerð svokallaðs stöðugleikasáttmála, að því er segir í yfirlýsingu stjórnarflokkanna. Í því felst m.a. að ná samstöðu um sköpun skilyrða fyrir lækkun vaxta og afnámi gjaldeyrishafta og að skapa fyrirtækjum hagstæð rekstr- arskilyrði. Ekki munu þó áætlanir ríkisstjórnarinnar falla öllum í geð. Er í yfirlýsingunni talað um að örva beri innlendar fjárfestingar í atvinnulífinu og stuðla að beinum erlendum fjárfestingum hér á landi. Enn er margt á huldu um hvernig ná eigi þessum markmiðum, en í 100 daga áætlun ríkisstjórnarinnar segir að ræða eigi m.a. við lífeyr- issjóði um að koma að eflingu at- vinnulífs með hinu opinbera. Ekk- ert er þó sagt um hvernig samstarfi lífeyrissjóða og ríkis yrði háttað. Frekar aðhald en eyðsla Í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins frá því í desember síðastliðnum segir að vegna efnahagsaðstæðna hér á landi geti bein innspýting fjár frá hinu opinbera í atvinnulífið haft minni áhrif en annars staðar. Því leggur sjóðurinn meiri áherslu á að jafnvægi verði komið á rekstur rík- issjóðs en að opinbert fé verði sett með beinum hætti í atvinnulífið. Ekki er sagt í yfirlýsingunni að ausa eigi atvinnulífið opinberu fjár- magni, en þó er gert ráð fyrir tölu- verðum útgjöldum, einkum varð- andi endurfjármögnun banka og sparisjóða auk stofnunar eignaum- sýslufélags. Bankarnir eigi sjálfir að sjá um úrlausn vanda skuldsettra fyr- irtækja, en hins vegar á að stofna opinbert eignaumsýslufélag, sem kaupa muni og endurskipuleggja þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki, sem bankarnir hafi tekið yfir. Ekki er enn vitað hvar mörkin eiga að liggja milli athafnasvæða bankanna annars vegar og þessa eignarhalds- félags hins vegar. Innköllun aflaheimilda Áform stjórnarinnar í málefnum fiskveiða verða væntanlega tilefni harkalegra deilna, en leggja á grunn að innköllun og end- urráðstöfun aflaheimilda á næstu 20 árum. Auk þessa á að bæta við ákvæði í stjórnarskrá þess efnis að fiskistofnar landsins séu sameign þjóðarinnar og að úthlutun afla- heimilda sé tímabundin og myndi ekki eignarrétt. Þá er nefnt að hugsanlega verði sett útflutn- ingsálag á óunninn afla til að knýja á um frekari fullvinnslu hér á landi. Einnig að framsal á aflaheimildum verði takmarkað og veiðiskylda aukin. Ekki er ofsagt að hér sé um að ræða algera umbyltingu á þeirri stefnu, sem ríkt hefur í sjáv- arútvegsmálum hérlendis í rúm tuttugu ár og því kerfi sem sjávar- útvegurinn hefur verið skipulagður í kringum. Hafa talsmenn útvegs- manna sagt að hér sé um eign- arnám að ræða og að með aðgerð- unum sé framtíð sjávarútvegsfyrirtækja stefnt í voða. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjávarútvegsráðherra Jón Bjarnason mætti glaðbeittur á Bessastaði í gær. Lækka á vexti, afnema gjald- eyrishöft og örva fjárfestingu „MÉR líst afar illa á þær fyrirætlanir að gera aflaheimildir upptækar,“ sagði Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmda- stjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, við Morg- unblaðið eftir að hann kynnti sér stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. „Það hafa aldrei verið talin mikil búhyggindi að slátra mjólkurkúnni,“ sagði Friðrik. Hann segir að í sátt- málanum stangist hvað á annars horn í kaflanum um sjáv- arútvegsmál „því þar stendur að íslenskur sjávarútvegur muni gegna lykilhlutverki við þá endurreisn atvinnulífsins sem framundan er og afar mikilvægt sé að skapa greininni bestu rekstrarskilyrði – en síðan er valin sú versta leið sem hugsast getur án þess að búið sé að meta áhrif hennar á rekstrargrundvöll fyrirtækjanna.“ Friðrik sagði að það yrði verk- efni LÍÚ á næstunni að sannfæra stjórnvöld um að leiðin sem þau hyggist fara verði ekki neinum til hagsbóta. „Þetta má ekki gerast. Það yrði miklu betra að stjórnvöld þjóðnýttu bara fyrirtækin í stað þess að eyðileggja þau.“ Stangast hvað á annars horn „ÞAÐ er margt ágætt í þessu plaggi og fyrir okkur í Sam- tökum atvinnulífsins er sérstök ástæða til þess að fagna miklum samstarfsvilja við okkur, varðandi vinnumark- aðsmál og ýmis önnur hagsmunamál atvinnulífsins,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. Vissulega væru nokkur mál sem samtökin væru ekki sammála stjórninni um og þar blasi tvennt við: áform um eignarhaldsfélag á vegum ríkisins og fyrningarleiðina í sjávarútvegsmálum. Við fyrstu sýn virtist þó dregið úr mikilvægi eign- arhaldsfélags á vegum ríkisins miðað við það sem áður hefði komið fram og flokkarnir nálguðust það sjónarmið sem SA hefði haldið fram; að bank- arnir yrðu í lykilhlutverki í uppbyggingu atvinnulífsins og stofnuðu á sín- um vegum eignarhaldsfélög sem héldu utan um þau fyrirtæki sem lentu hjá bönkunum en skilið yrði á milli bankanna sem þjónustuaðila annars vegar og eiganda hins vegar. Fagna miklum samstarfsvilja „MÉR líst vel á upplegg ríkisstjórnarinnar og er vongóð- ur um að fyrir miðjan júní verði hægt að koma í gegn ákvörðunum sem geta dugað til þess að keyra hér niður vexti eins hratt og frekast er unnt. Jafnframt að ákvarð- anirnar leiði til þess að fyrirtækin hér fái þrótt og horfi til framtíðar með jákvæðari augum, uppsögnum linni og fyr- irtækin geti farið að ráða til sín fólk á ný. Þá fagna ég því að nú er aðild að Evrópusambandinu loksins komin á dag- skrá. ASÍ hefur lagt áherslu á það sem mikilvægan þátt í aðgerðaáætlun, þannig megi ná trúverðugleika inn á okkar fjármálamarkaði og í gegnum það minnka þrýsting á krónuna,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Hann fagnar því að kallað sé eftir auknu samráði við aðila vinnumarkaðar- ins í ákvarðanatöku um aðgerðir. Það sé enda mikilvægt, því mikill nið- urskurður sé framundan og aukin skattheimta sé óhjákvæmileg. Jákvæður í garð nýrrar ríkisstjórnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.