Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 36
MÁNUDAGUR 11. MAÍ 131. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Ný ríkisstjórn  Fyrsta tveggja flokka vinstristjórn með þingmeirihluta hér á landi tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessa- stöðum í gær. Samfylkingin og Vinstrihreyfingin – grænt framboð mynda ríkisstjórnina sem í sitja tólf ráðherrar og er hún önnur stjórn Jó- hönnu Sigurðardóttur forsætisráð- herra. Tveir ráðherrar létu af emb- ætti og fjórir bættust í hópinn. »Forsíða og 2-8 Greiða atkvæði um ESB  Meginmarkmið nýrrar ríkis- stjórnar er að endurreisa íslenskt efnahagsslíf. Evrópumálin eru líka í forgrunni og segir ríkisstjórnin að ákvörðun um aðild Íslands að Evr- ópusambandinu verði í höndum þjóð- arinnar. Fram kemur í samstarfs- yfirlýsingu flokkanna, sem var kynnt í gær, að Íslendingar muni greiða at- kvæði um samning í þjóðaratkvæða- greiðslu að loknum aðildarviðræðum. »4-5 Vill endurskoðun frá grunni  William K. Black, dósent í hag- fræði við Missouri-háskóla í Banda- ríkjunum, segir að annað hrun muni líta dagsins ljós verði fjármálakerfin ekki endurskoðuð frá grunni. Að hans mati eru fjársvik meginorsök fjár- málahrunsins í Bandaríkjunum. »14 Uppbygging í Kabúl  ISAF, fjölþjóðaher undir forystu Atlantshafsbandalagsins, NATO, vinnur nú ásamt ýmsum hjálpar- samtökum og Sameinuðu þjóðunum að uppbyggingunni í Kabúl sem er erfið og torsótt í landi þar sem ekkert er til að byggja á og nær engar grunnstoðir eru fyrir hendi. »15 SKOÐANIR» Staksteinar: Samfélagssáttmáli í uppnámi Forystugrein: Vandanum vaxin? Pistill: Þjóðstjórnin sem ekki varð Ljósvakinn: Sárt saknað UMRÆÐAN» Þarf frekari vitna við? Íslenskar lífslindir og lífsstíll Með hræðsluna að vopni Svínarí í Leifsstöð Heitast 15°C | Kaldast 8°C Suðlæg átt 13-20 m/s og rigning V-til en sums staðar hvassara í vindstrengjum NV-til. Skýjað og þurrt A-lands. »10 Hljómsveitin Tyft túrar um heiminn í kjölfar nýrrar plötu. Tyft skipa þrír fé- lagar sem kynntust í Brooklyn. »31 TÓNLIST» Lífi blásið í tríóið Tyft KVIKMYNDIR» Star Trek er vel lukkuð og kraftmikil. »33 Ný íslensk heimild- armynd um Alfreð Elíasson og Loftleið- ir er ævintýri líkust og firnaskemmtileg mynd áhorfs. »30 KVIKMYNDIR» Firnagóð mynd áhorfs FRÁ CANNES» Verða bara senjorítur og rósavín á Cannes? »32 EVRÓVISJÓN» Syngur á ABBA- afmælishátíð í kvöld. »33 Menning VEÐUR» 1. Rihanna nakin á netinu? 2. Fundu sjö lík á fjalli 3. Ný ríkisstjórn 4. Óbreytt stjórnskipan »MEST LESIÐ Á mbl.is Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is „ÞETTA er ekki bara tannheilbrigðismál, þetta er barnaverndarmál,“ segir Sigfús Þór Elíasson, pró- fessor við tannlæknadeild Háskóla Íslands. 61 barn fékk tannlæknaþjónustu hjá Hjálparvakt tannlækna á laugardaginn og þurftu fleiri frá að hverfa vegna anna. Mörg barnanna höfðu ekki far- ið til tannlæknis í mörg ár og voru dæmi um 5-6 ára börn sem aldrei höfðu farið til tannlæknis. „Hér eru börn sem sofna ekki án þess að fá panó- díl fyrir svefninn vegna tannverkja. Slíkt myndi aldrei líðast ef barnið væri með beinbrot eða aðra sjúkdóma,“ bætir Sigfús við. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndar- stofu, segir fjöldann sem þurfi á aðstoðinni að halda, sem og ástandið á tönnunum, óviðunandi. „Það þarf engan sérfræðing til að sjá það,“ segir Bragi og bætir við að ekki sé hægt að fría stjórn- völd af ábyrgð vegna þessa. „Við myndum aldrei sætta okkur við svona ástand á öðrum sviðum [innan heilbrigðisgeirans]. Þetta snýst um rétt barnsins til að þroskast og dafna eðlilega.“ Samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var árið 2005 eru íslensk börn að meðaltali með tvöfalt fleiri skemmdar tennur en börn annars staðar á Norðurlöndum. Um 17% barna á aldrinum 4-18 ára mæta ekki í reglubundið eftirlit hjá tannlækni. Tannlæknaþjónustan verður næst veitt í Lækna- garði 23. maí. „Svo viljum við gefa stjórnvöldum tíma til að hugsa málið yfir sumarið, um hvernig skuli bregðast við ástandinu,“ segir Inga B. Árna- dóttir, forseti tannlæknadeildar HÍ.| 16 Sofna ekki án verkjalyfja  Mikil aðsókn í fría tannlæknaþjónustu á laugardaginn  Mörg barnanna höfðu ekki farið til tannlæknis í mörg ár  „Barnaverndarmál,“ segir prófessor við HÍ Morgunblaðið/Árni Sæberg Brýnt Færri komust að en vildu og margir óku langan veg til að nýta sér þjónustuna. Í HNOTSKURN »Tannheilsa barna og unglinga hefurfarið versnandi undanfarinn áratug, þrátt fyrir svokallað góðæri. » Ísland er í sjötta neðsta sæti meðalOECD-landanna í þessum málaflokki. »Hjálparvaktin er samstarfsverkefniTannlæknafélags Íslands og tann- læknadeildar Háskóla Íslands. Hún á ekki síður að vekja athygli á ástandinu. ÍSLANDSMÓTIÐ í knattspyrnu karla hófst í gær með fimm leikjum en mótið ber nafnið Pepsi-deild. Morgunblaðið mun eins og áður gera mótinu skil með myndarlegum hætti. Nýliðar Stjörnunnar komu á óvart í gær en Íslandsmeistarar FH hefja titilvörn- ina í Keflavík í kvöld. | Íþróttir Morgunblaðið/Eggert GARÐBÆINGAR FÓRU BEINT Í TOPPSÆTIÐ TINNA Gunn- laugsdóttir þjóð- leikhússtjóri ætl- ar að sækja um að fá að gegna embættinu áfram frá og með næstu áramótum. Starf þjóðleik- hússtjóra var auglýst laust til umsóknar um helgina en samkvæmt lögum skal það auglýst á fimm ára fresti. „Ég mun að sjálfsögðu sækja aft- ur um,“ segir Tinna, spurð hvort hún ætli að sækja um starfið sem hún hefur nú gegnt síðan í ársbyrjun 2005. | 27 Sækir um Tinna Gunnlaugsdóttir „ÞETTA verður stórt myndverk. Að skapa það er eins og að éta fíl. Það er gert úr flekum sem hver um sig er 120x120 cm. Það eru um 16.800 hausar á hverjum fleka þannig að þetta verða að lokum all- margir flekar. Þetta er mikil vinna en ef ég get gert þetta þá held ég að þjóðin geti allt,“ segir Hulda Hákon listakona sem vinnur nú að andlits- mynd af allri þjóðinni, 294.989 tals- ins. | 27 Mynd af þjóðinni Hulda Hákon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.