Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 1. M A Í 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 126. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «FLUGAN FÓR Á STJÁ FÚLAR KONUR OG ÍSLENSK HÖNNUN «SÖNGVASEIÐUR FRUMSÝNDUR HÁTÍÐARSTEMNING Í BORGARLEIKHÚSINU Össur Skarphéðinsson smellti einum kossi á kinn flokkssystur sinnar Katrínar Júlíusdóttur um leið og hann afhenti henni lyklana að iðn- aðarráðuneytinu í gærkvöldi. „Þetta leggst vel í mig,“ sagði Katrín nýskipuð iðnaðarráðherra. Árni Páll Árnason, nýr félagsmálaráðherra, er ánægður með þá miklu ábyrgð sem honum er fólgin. Ásta R. Jóhannesdóttir, fráfarandi fé- lagsmálaráðherra, virðist leggja honum lín- urnar um leið og hún færir honum lyklavöldin. Svandís Svavarsdóttir er þakklát fyrir það traust sem henni er sýnt með því að fá um- hverfisráðuneytið. Hún tók við ráðuneytislykl- unum í gærkvöldi úr hendi Kolbrúnar Hall- dórsdóttur sem víkur nú af Alþingi. Ráðherrum fjölgar um tvo  Katrín Júlíusdóttir tekur við iðnaðarráðuneytinu  Árni Páll Árnason er nýr félagsmálaráðherra  Svandís Svavarsdóttir sest í stól umhverfisráðherra Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/Árni Sæberg Jón Bjarnason, nýr ráðherra landbúnaðar og sjávarútvegs, segir sóknarfæri íslensku þjóð- arinnar liggja ekki hvað síst í íslenskum land- búnaði og sjávarútvegi. Steingrímur J. Sigfús- son, formaður VG, afhenti Jóni lyklavöldin.  Jón Bjarnason ráðherra landbúnaðar og sjávarútvegs Eftir Jón Pétur Jónsson og Skapta Hallgrímsson „ÞAÐ verður lögð fyrir Alþingi til- laga um að ríkisstjórnin hefji við- ræður um aðild að Evrópusam- bandinu fljótlega eftir að þing kemur saman, sem við vonumst til að ljúka á þessu þingi,“ sagði Jó- hanna Sigurðardóttir, forsætisráð- herra og formaður Samfylking- arinnar, þegar hún kynnti sam- starfsyfirlýsingu Samfylkingar- innar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs síðdegis í gær. Ný ríkisstjórn tók síðan við völdum á Bessastöðum um kvöldmat- arleytið. „Hér er orðin til á Íslandi fyrsta hreina vinstristjórnin,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG. Þrátt fyrir ólíka afstöðu í Evr- ópumálum hafa flokkarnir samið um að halda áfram stjórnarsam- starfi og hafa ákveðið að ákvörðun um aðild Íslands að ESB verði í höndum þjóðarinnar. „Eftir langar umræður varð um það mjög breið samstaða í flokksráðinu að við gengjum til þessa samstarfs,“ sagði Steingrímur. ESB-málið er hins vegar mjög umdeilt innan raða VG og skv. heimildum Morgunblaðsins lýstu þingmennirnir Atli Gíslason, Jón Bjarnason, Þuríður Backman, Ás- mundur Einar Daðason og Lilja Rafney Magnúsdóttir yfir and- stöðu sinni á fundi flokksráðsins og sögðust áskilja sér rétt til að greiða atkvæði á móti ESB-tillögunni á Alþingi. Stjórnmálafræðingar segja að flókin staða sé komin upp. „Maður dregur eðlilega þá ályktun að stjórnarflokkarnir muni tryggja að þessi þingsályktunartillaga nái fram að ganga,“ segir Aðalsteinn Leifsson, lektor við HR. Gunnar Helgi Kristinsson, pró- fessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir Evrópumálið setja alla flokka í nokkurn vanda. Formaður Sjálf- stæðisflokksins segir ekki mikið hafa komið á óvart í nýjum stjórn- arsáttmála. „Það virðist taktík þessarar ríkisstjórnar að teysta á stjórnarandstöðuna,“ segir Bjarni Benediktsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Fram- sóknarflokksins, segir að það sé einsdæmi að ríkisstjórnarflokk- arnir ætli að treysta því að stjórn- arandstaðan leysi ESB-málið. Ný ríkisstjórn hefji við- ræður um aðild að ESB  Fyrsta hreina vinstristjórnin tekin við völdum  Nokkrir þingmenn VG á móti ESB-ályktun  Stjórnarandstaðan furðar sig á ákvörðunum stjórnarinnar Í HNOTSKURN » Fyrsti fundur nýrrarríkisstjórnar verður haldinn á Akureyri á morg- un. » Vorþing tekur til starfaá föstudag. » Fjórir ráðherrar ríkis-stjórnarinnar eru nýir.  Ný ríkisstjórn/2-8,12-13, 18 „MÉR líst afar illa á þær fyrirætlanir að gera aflaheimildir upptækar,“ sagði Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Lands- sambands íslenskra útvegsmanna við Morgunblaðið, um fyrningarleiðina svoköll- uðu sem ríkisstjórnin hyggst fara við end- urskoðun laga um stjórn fiskveiða. „Það hafa aldrei verið talin mikil búhyggindi að slátra mjólkurkúnni.“ Innkalla á aflaheim- ildir og endurráðstafa á 20 ára tímabili og stefnt er að því að áætlun þar að lútandi taki gildi við upphaf nýs fiskveiðiárs, 1. september 2010. Örn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands smábátaeig- enda, segir sambandið einnig alfarið á móti fyrningarleiðinni. Þeir sem nú vinni við veiðar séu best til þess fallnir; þeir hafi unnið samkvæmt gildandi lögum, margir keypt veiðiheimildir fyrir háar fjárhæðir, skuldi þar af leiðandi mikið og staðan sé þannig að lítið megi koma upp á til þess að allt fari á annan endann. „Það á ekki að hvarfla að nokkrum manni að fara út í svona aðgerðir,“ sagði Örn Pálsson.|7 „Ekki mikil búhyggindi að slátra mjólkurkúnni“  Framkvæmdastjórar Landssambands íslenskra útvegsmanna og Landssambands smábátaeigenda andvígir fyrningarleið ríkisstjórnarinnar  Ráðuneytum verði fækkað úr 12 í 9 og m.a. verði stofnuð at- vinnuráðuneyti og innanríkis- ráðuneyti.  Peningastefna Seðlabankans verði endurskoðuð og mat lagt á hvernig best verði dregið úr vægi verðtryggingar.  Grunnur verði lagður að inn- köllun og endurráðstöfun aflaheimilda á tuttugu ára tímabili.  Verðleggja beri losunarheim- ildir gróðurhúsalofttegunda og gera viðskipti með þær möguleg.  Samráð verði haft við aðila vinnumarkaðarins um gerð stöðugleikasáttmála.  Frjálsar handfæraveiðar yfir sumarmánuðina verði heimilaðar.  Kynjuð hagstjórn verði höfð að leiðarljósi við fjárlagagerð og efnahagsstjórn.  Jafnvægi náist í ríkisfjármálin fyrir 2013 og ýtrasta aðhalds verði gætt í rekstri ríkisins.  Forgangsröðun verkefna hjá ríkinu verði í þágu mann- aflsfrekra framkvæmda. Stjórnin stefnir að því að …

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.