Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 5
5 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2009 Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti samstarfsyfirlýsingu nýrrar rík- isstjórnar Samfylkingar og Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboðs á flokksráðsfundi VG í gær, sem um 150 manns sóttu. Fundurinn stóð yfir í um sjö klukkustundir og voru um 50 manns á mælendaskrá. Í yfirlýsingunni kemur fram að flokkarnir séu sammála um að rétt sé að utanríkisráðherra leggi fram til- lögu á Alþingi um að Ísland sækist eftir aðild þegar á vorþingi. End- anleg ákvörðun verði svo í höndum þjóðarinnar. Ekki eru allir á eitt sáttir um þetta innan raða VG, bæði þingmenn og ráðherrar, enda er aðild að ESB hafnað í stefnuyfirlýsingu flokksins. Í samstarfsyfirlýsingu flokkanna kemur jafnframt fram að flokkarnir áskilji sér rétt til að halda fast í sín sjónarmið í þeirri umræðu sem fram fer í kjölfarið innan þings og utan. Margir hafa sagt að með þessu hafi flokkarnir ákveðið að vera sammála um að vera ósammála. Málið er umdeilt innan flokksins og var tekist á um málið á flokksráðs- fundinum. Flokksmenn sem rætt var við í gær segja hins vegar að þetta hafi verið málamiðlun sem VG hafi orðið að gera svo að félagshyggju- stjórn gæti litið dagsins ljós. „Ég sætti mig við þetta af því að fulltrúalýðræðið fær að ráða þessu,“ segir Atli Gíslason, þingmaður VG, sem hefur talað gegn aðild að ESB. Hann segir að hver þingmaður flokksins muni fylgja sinni sannfær- ingu í málinu. „Okkur greinir á um þessa máls- meðferð, en stefna flokksins er al- gjörlega klár í ESB-málum. Við leggjumst gegn ESB-aðild. Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið orrusta um málsmeðferð en ekki stríðið um ESB. Þetta er millileikur og það verður að miðla málum í rík- isstjórn,“ segir Atli. „Mér fannst menn vera að horfa á breiddina í málinu. Það eru gríðarleg verkefni sem bíða þessarar rík- isstjórnar,“ segir Sjöfn Ingólfsdóttir, formaður svæðisfélags VG í Reykja- vík, sem var viðstödd flokksráðs- fundinn í gær. „Það eru aðilar sem eru mjög andvígir því [aðild að ESB] og telja að einhverjar aðrar aðferðir hefðu verið betri, en engu að síður af- greiðir fundurinn þetta með yf- irgnæfandi niðurstöðu.“ Ísland í ESB með VG? Morgunblaðið/Árni Sæberg VG Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fundaði um sam- starfsyfirlýsinguna í gær og sátu um 150 manns hinn sjö tíma langa fund. Morgunblaðið/Árni Sæberg ESB Flokksstjórn Samfylkingarinnar fundaði um yfirlýsinguna kl. 13 í gær. Ákveðið hefur verið að Alþingi kveði upp um aðildarumsókn að ESB. Aðild að ESB er hafnað í stefnu- yfirlýsingu Vinstri grænna. Flokkurinn hefur hins vegar myndað nýja ríkisstjórn með Samfylkingunni þar sem Evrópumál eru í brennidepli. „MAÐUR dregur eðlilega þá álykt- un að stjórnar- flokkarnir muni tryggja að þessi þingsályktunar- tillaga nái fram að ganga,“ segir Aðalsteinn Leifs- son, lektor við Háskólann í Reykjavík, varð- andi það að stjórnarflokkarnir muni leggja fram á Alþingi tillögu um aðildarumsókn að ESB. „Það er erfitt að sjá að Samfylk- ingunni sé sætt í ríkisstjórn ef þetta grundvallaratriði í efnahags- og ut- anríkisstefnu flokksins fær ekki framgang. Ég sé það ekki fyrir mér að stjórnarflokkarnir láti örlög stjórnarinnar í hendurnar á stjórn- arandstöðunni strax á fyrstu dög- unum. Það finnst manni ákaflega ósennilegt og ótrúlegt að það verð- ur niðurstaðan.“ ESB-tillagan nái fram að ganga Aðalsteinn Leifsson BJÖRN Bjarna- son, fv. ráðherra, segir í pistli á amx.is að Jó- hanna Sigurð- ardóttir virðist treysta á stuðn- ing stjórnarand- stöðu við tillögu um aðildarvið- ræður að ESB. „Staðfestir það enn á hve veikum grunni ríkis- stjórnin er reist, ef annar flokkur- inn treystir á stuðning þingmanna stjórnarandstöðunnar við helsta stefnumál sitt …“ „Á veikum grunni“ Björn Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.