Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2009 Ný ríkisstjórn Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is NÝ ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs vill að ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum þjóðarinnar. Fram kemur í samstarfsyfirlýsingu flokkanna, sem var kynnt í gær, að Íslendingar muni greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum. „Utanríkis- ráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um aðildarumsókn að Evr- ópusambandinu á vorþingi,“ segir í yfirlýsingunni. „Við leggjum áherslu á að aðild- arumsókn fari í júlímánuði, ekki síð- ar,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Sam- fylkingarinnar, er hún kynnti sam- starfsyfirlýsinguna í gær. Ólíkar áherslur virtar Steingrímur J. Sigfússon, fjár- málaráðherra og formaður VG, segir hins vegar að aðild að ESB sé ekki stærsta verkefni íslenskra stjórn- valda í augnablikinu. „Stóra verk- efnið er hér heima. Það er okkar samfélag, okkar atvinnulíf, okkar fjölskyldur og aðalglíma næstu misseri verður þar,“ segir hann. „Þá er það vissulega málamiðlun sem við gerum og er mörgum okkar erfið. Á það skal ekki draga dul,“ segir Steingrímur varðandi ESB- tillöguna. Hann tekur hins vegar fram að VG hafi ekki hvikað frá stefnu sinni. „Flokkarnir eru sam- mála um að virða ólíkar áherslur hvors um sig og þar með talið rétt til málflutnings og baráttu í samræmi við það.“ Í samstarfsyfirlýsingunni segir jafnframt að flokkarnir leggi áherslu á að leita þjóðarsamstöðu um leið Ís- lands til endurreisnar – nýjan stöð- ugleikasáttmála. Meginmarkmið nýrrar ríkisstjórnar sé hins vegar að endurreisa íslenskt efnahagslíf. „Það er skýr áhersla á að endurreisa á Íslandi norrænt velferðarsamfélag í besta anda,“ segir Steingrímur og bætir við að á Íslandi sé orðin til „fyrsta hreina vinstri græna rík- isstjórnin og það er sérstakt fagn- aðarefni“. Jóhanna segist binda miklar vonir við stjórnina. „Ég er mjög stolt á þessum degi. Að þetta skuli vera fyrsta ríkisstjórn félagshyggju- og jafnaðarmanna.“ Erfið verkefni framundan Jóhanna benti á að ríkisstjórnin stæði frammi fyrir erfiðum verk- efnum, sérstaklega í ríkisfjármál- unum. Áfram yrði unnið að því að endurreisa bankakerfið og koma efnahags- og atvinnulífinu betur á fót. Hún kynnti jafnframt 100 daga áætlun þar sem tilgreint er hvernig ríkisstjórnin hyggist hrinda í fram- kvæmd mikilvægustu verkefnunum. Ráðuneytunum verður m.a. fækkað úr 12 í 9 á þessu kjörtímabili og má því búast við ráðherrabreytingum á tímabilinu. Stefnt er að því að koma á einu at- vinnumálaráðuneyti, sem verður hleypt af stokkunum um mitt kjör- tímabil, innanríkisráðuneyti auk þess sem stofnað verði efnahags- ráðuneyti þegar í stað. Jóhanna benti á að Seðlabanki Íslands og Hagstofan mundu heyra undir efna- hagsráðuneytið. Þá leggur ríkisstjórnin til að lög um fiskveiðar verði endurskoðuð í heild í samræmi við stefnumörkun stjórnarflokkanna, sem þýði inn- köllun á aflaheimildum í áföngum og endurúthlutun. Endurskoðunin verði unnin í samráði við hags- munaaðila í sjávarútvegi og miðað við að áætlun um innköllun og end- urráðstöfun taki gildi í upphafi fisk- veiðiárs, 1. september 2010. Þjóðin kjósi um aðild að ESB Morgunblaðið/Árni Sæberg Samstarfsyfirlýsing Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kynntu nýja samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna í Norræna húsinu í gær.  Áhersla lögð á að aðildarumsókn fari í júlí  Meginverkefni nýrrar stjórnar að endurreisa íslenskt atvinnulíf  Lagt til að endurskoða lög um fiskveiðar  Ráðuneytum fækkað úr 12 í 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.