Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2009 ✝ Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN JÓHANN HARALDSSON, Barrholti 11, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 11. maí kl. 15.00. Edda Dagbjartsdóttir, Hrannar Jónsson, Kristín Þórðardóttir, Helga Jónsdóttir, Sigurjón Jónsson, Jón Þór Hrannarsson, Kolbrún Sif Hrannarsdóttir, Jón Otti Sigurjónsson, Axel Óli Sigurjónsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HELGA HJARTARDÓTTIR, Seljahlíð, Hjallaseli 55, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 12. maí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarsjóð Blindrabókasafns Íslands. Guðborg Jónsdóttir, Þórarinn Lárusson, Örn Jónsson, Elín Jóhanna Elíasdóttir, Ólafur Jónsson, Guðbjörg Árnadóttir, Bjarni Jónsson, Lilja Steinunn Svavarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. saman hlið við hlið uppi á líkn- ardeild hjá mömmu og horfðum á sjónvarpið, mamma var svo glöð að hafa alla hjá sér, og pabbi hafði á orði að þetta væri alveg eins og þegar við vorum lítil. Elsku Ottó minn, þannig mun ég minnast þín og ég veit að mamma tekur vel á móti þér og ég veit að þér líður loksins vel. Elsku pabbi, Ómar, Lína, Svan- dís og aðrir aðstandendur, guð gefi ykkur styrk í þessari miklu sorg, blessuð sé minningin um góðan, góðhjartaðan dreng. Þín systir, Ásdís. Elsku Ottó bróðir, ég trúi því eiginlega ekki að þú sért látinn. Þegar pabbi hringdi í mig til New York og sagði mér fréttirnar fannst mér þetta svo óraunveru- legt og óréttlátt. Þú varst…þú ert stóri bróðir minn sem ég leit upp til þegar ég var lítil. En minn- isstæðast er mér þegar þú og Ás- dís systir voruð að kenna mér nýj- ar æfingar í fimleikum heima í stofunni í Klapparbergi. En við vorum öll að æfa fimleika í Ár- manni og vorum þekkt sem fim- leikasystkinin. Eitt bros – getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. (Einar Benediktsson.) Elsku pabbi, Ásdís, Ómar og Lína, ég votta ykkur mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning fallega bróð- ur míns, Svandís H. Danzer. Þegar Ottó systursonur minn fæddist árið 1974 var mikil gleði í fjölskyldunni. Hann fékk gott at- læti ásamt systrum sínum tveimur sem fæddust síðar. Honum gekk vel í íþróttum og stundaði það í nokkur ár. Um 14 ára aldur fórum við saman í veiðitúra og hafði hann mjög gaman að því að veiða og naut sín vel við veiðiskap og úti- veru. Nokkrum sinnum fór hann með ömmu sinni og stjúpafa í göngu- túra um Þórsmörk, þar sem þau löbbuðu „Laugaveginn“. Eftir ung- lingsárin fer hann að vinna við raf- virkjun og þótti hann mjög glúrinn viðgerðarmaður á heimilistæki og starfaði hann við það. Ottó var hjálpsamur þegar leitað var til hans með biluð heimilistæki. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson.) Við vottum föður hans, systrum og syni og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð og biðjum guð að styrkja þau í sinni miklu sorg. Hvíl í friði, elsku Ottó frændi. Guðmundur frændi, Anna, Vil- helmína, Grétar og fjölskylda. Margar minningar sitja eftir í huga mínum um hann kæra Ottó frænda sem er skyndilega tekinn í burtu frá okkur og er hugur manns á fullu að hugsa um allar þær yndislegu stundir sem hann hefur veitt öllum í kringum sig. Ein af mínum síðustu minningum um hann Ottó er þegar ég hitti hann á Olís og við byrjuðum á því að fíflast og sögðumst þurfa að fara að hætta að hittast svona og þá alltaf á Olís í Mjódd. Hann var svo ánægður hvað mér leið vel með minn kúlubúa eins og hann sagði og sagði mér einnig hvað þetta væri spennandi tími framundan hjá mér að verða mamma. Svo sagði ég honum frá því að ég þyrfti nú hugsanlega bara að bjóða honum fljótlega í grill til mín þar sem ég ætlaði nú að kynna hann fyrir manninum mínum og Ottó fannst það nú ekki leiðinlegt. Alltaf var hægt að spjalla á skemmtilegum nótum við hann og það var alltaf stutt í brosið hjá honum. En hvað geri ég núna þeg- ar ég hitti engan Ottó á Olís? Mig langar að kveðja Ottó frænda með þessum sálmi Ég ferðast um dauðans dapurleg lönd, og dimmt er á brautum þeim, en Guð, faðir minn, lét sitt ljós mér í hönd að lýsa mér veginn heim. (M.G.) Elsku Ottó, hvíl þú í friði, og ég veit að mamma þín tekur vel á móti þér. Elsku Bói frændi og fjölskylda, megi Guð styðja ykkur og styrkja í þessari erfiðu sorg. G. Ragnheiður og fjölskylda. Elsku fallegi frændi minn. Mig langar að kveðja þig með þessu fallega ljóði. Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum.) Elsku Ómar Andrés, Bói, Ásdís og Svandís og fjölskyldur. Ég sendi ykkur allar mínar bænir og styrk og bið algóðan drottin að blessa ykkur í þessari sorg. Ykkar frænka, Þórunn Helga. Elsku Ottó minn, ég varð afar dapur þegar ég frétti að þú værir farinn úr þessum heimi. Því átti ég engan veginn von á og góðar og skemmtilegar minningar um þig birtust mér í huganum, enda varstu góður vinur. Við höfðum þekkst lengi og átt margar frá- bærar stundir saman, ásamt vina- hópnum. Þú varst svo opinn og hress og það var ávallt auðvelt að leita til þín. Þú varst mjög duglegur og ég geri ráð fyrir að ég tali fyrir munn margra þegar ég segi að nafn þitt hafi oft komið upp í hugann þegar þvottavélar og þurrkarar áttu það til að bila. Það var sárt að frétta af fráfalli móður þinnar og ég veit að það hefur verið erfitt fyrir ykkur fjölskylduna að takast á við það. Þegar ég hugsa tilbaka hefði ég viljað hafa átt fleiri stundir með þér og verið enn frekar til staðar fyrir þig. En ég verð að hugga mig við þær góðu minningar sem ég á um þig. Hugur minn er einnig hjá Hreini, Ásdísi og Svandísi, sem og hjá Ómari litla, sem er svo skemmtilegur drengur. Guð veiti þeim styrk á þessum erfiðu tímum. Megir þú hvíla í friði, elsku vinur. Ívar Elsku amma mín. Það er voðalega skrítið að vera að skrifa minning- arorð um þig enda finnst manni þetta allt svo óraunverulegt. Ég er alveg einstaklega þakklát fyrir að þú fékkst að fara, enda hafðirðu þráð það í allnokkurn tíma. Það er líka voðalega vont að vera svona langt í burtu á svona tímum en ég er svo sátt að hafa komið heim og fengið að hitta þig aftur og náð að kveðja. Kveðjustundin okkar var falleg og fundum við báðar hversu vænt okkur þótti um hvor aðra. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra máli ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.) Maður kom aldrei tómhentur úr Barmahlíðinni og alls ekki svang- ur. Þú varst með svo létta lund og var alltaf stutt í húmorinn, jafnvel fram á síðustu stundu gastu gert grín aðsjálfri þér. Ég minnist þess aldrei að hafa séð þig reiða, enda kona með jafnaðargeð. Mér þykir alveg óskaplega vænt um stundina sem ég átti með þér um jólin þegar ég var að kveðja þig. Við höfðum ekki talað svona opinskátt saman áður og mun þessi minning standa upp úr hjá mér. Ég veit að það verður vel tekið á móti þér, enda vel liðin kona. Það er rosalega skrítið að hugsa til þess að maður muni ekki eiga leið í Barmahlíðina til að heilsa upp á þig aftur. Í lokin vil ég þakka þér fyrir allan hlýhug og stuðning í gegnum tíðina. Guð passi þig og verndi, þangað til við hittumst aftur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elísa Björk Þorsteinsdóttir. Elsku amma, loks hefur þú feng- ið hina langþráðu hvíld. Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, Guðríður Þorsteinsdóttir ✝ Guðríður Þor-steinsdóttir fædd- ist í Holtsmúla í Land- sveit í Rangárvallasýslu 14. nóvember 1920. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala 24. apríl síðastliðinn og fer útför hennar fram frá Háteigskirkju 7. maí. sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Prestshólum) Þessa kvöldbæn fórstu alltaf með fyr- ir mig áður en ég fór að sofa þegar þú varst að passa mig eða ef ég gisti hjá ykkur afa. Núna fer ég með hana fyrir þig í hinsta sinn. Við höfum átt nok- uð margar góðar stundir saman, amma mín, sem eru mér afar kær- ar. Alltaf var gaman að skottast í kringum ykkur afa í Hlíðunum sem krakki. Af hlutum sem við gerðum sam- an eru árlegu bæjarferðirnar okk- ar mér efstar í huga, á hverju sumri fórum við saman niður Laugaveginn og enduðum í heitu kakói á Nýja kökuhúsinu. Pick- nikkin okkar á Klambratúnið með kúlur í kramhúsi og appelsín í flösku eru mér líka mjög minn- isstæð. Þegar ég varð eldri fannst mér líka afskaplega gaman að kíkja til þín í vinnuna hjá Eimskip og spjalla við ykkur vinkonurnar þar. Undanfarin ár höfum við átt góðar samverustundir í Barmahlíð- inni saman og rætt allt á milli him- ins og jarðar. Eftir að ég átti börnin mín tvö þótti þér alltaf gaman að fá okkur í heimsókn og fátt þótti þér skemmtilegra en að gefa þeim sleikjó að heimsókn lokinni, þú sást alltaf til þess að til væri sleikjó á þínu heimili. Nú þegar þú hefur lagst til hinstu hvíldar langar mig að kveðja þig með sálminum sem þú söngst alltaf fyrir mig sem barn og svo síðar fyrir börnin mín. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái’ að spilla. Það ætíð sé mín iðja að elska þig og biðja, þín lífsins orð að læra og lofgjörð þér að færa. Þín umsjón æ mér hlífi í öllu mínu lífi, þín líknarhönd mig leiði og lífsins veginn greiði. Mig styrk í stríði nauða, æ styrk þú mig í dauða. Þitt lífsins ljósið bjarta þá ljómi’ í mínu hjarta. Með blíðum barnarómi mitt bænakvak svo hljómi: Þitt gott barn gef ég veri og góðan ávöxt beri. (Páll Jónsson.) Takk fyrir samveruna, amma mín, sjáumst síðar. Hvíl þú í friði. Hildur Jóna Þorsteinsdóttir. Við þökkum fyrir ástúð alla, indæl minning lifir kær. Nú mátt þú vina höfði halla, við herrans brjóst er hvíldin vær. Í sölum himins sólin skín við sendum kveðju upp til þín. (H.J.) Kær frænka hefur kvatt þetta tilverustig. Barmahlíð 36 hefur lengi verið fastur punktur í okkar fjölskyldu. Heimilið stóð alltaf opið fyrir frændfólkið að austan til dvalar og gistingar. Það breyttist ekki þó flutt væri úr sveitinni og nýir bættust í fjölskylduna. Öllum var tekið opnum örmum hjá Gauju og manni hennar Elís sem lést 1998. Móttökur voru glaðværar og rausnarlegar, best fannst hús- freyju að eiga nýbakaðar pönnu- kökur, sem hún vissi að voru okkar uppáhald. Nærvera Gauju var einstök. Hún laðaði að sér fólk á öllum aldri með hlýju og glaðværu viðmóti, hafði góða frásagnargáfu og var unun að hlýða á sögur frá liðnum árum, dillandi hlátur hennar smitaði við- stadda og létti öllum lund. Hún var jákvæð, réttsýn og ein- staklega frændrækin og hjálpsöm. Það verður aldrei fullþakkað hvernig hún létti Siggu og Ingvari síðustu æviárin með heimsóknum og símtölum. Gauja tókst með æðruleysi á við einveruna eftir lát Elísar. Bjó áfram í sinni íbúð, naut þess að lesa og fylgjast með landsmálum í fjölmiðlum og hafði stálminni til hins síðasta. Samverustundir í Há- teigskirkju voru tilhlökkunarefni. Henni varð að ósk sinni að geta búið í Barmahlíðinni þar til sjúkra- húsvist tók við í febrúar sl. en þá greindist illkynja mein. Brást við þeim tíðindum á einstakan hátt. Kvaðst sátt við lífið og kviði engu, hlakkaði frekar til. Þegar við vorum á leið til út- landa kvaddi hún okkur ævinlega með ósk um guðs blessun, góða ferð og góða heimkomu. Nú óskum við henni þess sama þegar hún hef- ur nýja vegferð. Kveðjum kæra frænku með virðingu og þakklæti fyrir allar ánægjustundirnar. Þín verður sárt saknað hér í Birki- grund. Af lifandi gleði var lund þín hlaðin, svo loftið í kringum þig hló, en þegar síðast á banabeði brosið á vörum þér dó, þá sóttu skuggar að sálu minni og sviptu hana gleði og ró. En seinna skildi ég: Hér áttirðu ekki að eiga langa töf. Frá drottni allsherjar ómaði kallið yfir hin miklu höf: Hann þurfti bros þín sem birtugjafa bak við dauða og gröf. (Grétar Ó. Fells.) Elsku Viðar, Gunna, Steini og fjölskyldur, við vottum ykkur inni- lega samúð. Blessuð sé minning Gauju frænku. Guðný Margrét og Elías, Ólöf Jóna og Sigríður Birna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.