Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirVIÐSKIPTI/ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2009 Tilboðin gilda hjá Einari Farestveit og umboðsaðilum um land allt. FRÁBÆR VORTILBOÐ KitchenAid og Einar Farestveit leggjast á eitt og lækka verð á KitchenAid hrærivélum og blöndurum! Tilboðin gilda aðeins í stuttan tíma! Ekki missa af þessu! FULLT VERÐ69.900 59.900 TILBOÐSVERÐ Artisan KSM150 LITUR: HVÍT FULLT VERÐ29.900 24.900 TILBOÐSVERÐ Artisan KSB52 LITUR: HVÍTUR Artisan KSM150 FULLT VERÐ72.900 61.900 TILBOÐSVERÐ LITUR: STEINGRÁ FULLT VERÐ31.900 25.900 TILBOÐSVERÐ Artisan KSB52 LITUR: Í LIT MARGIR LITIR Í BOÐI Eftir Bjarna Ólafson bjarni@mbl.is Á SÍÐUSTU fimmtíu árum hefur magn peninga í umferð í Bandaríkj- unum aukist um 2.800%. Á sama tíma hefur íbúum í Bandaríkjunum fjölgað um 72,2% og almennt verð- lag hefur hækkað um 631%. Í viðtali við Morgunblaðið fyrir skömmu lýsti breski hagfræðipró- fessorinn Kevin Dowd yfir áhyggj- um sínum vegna þeirra aðferða, sem ríkisstjórnir stærstu ríkja heims virðast ætla að beita til að takast á við efnahagsvandann. „Prentvélarn- ar í Washington og London hafa verið settar í fimmta gír og virðast ríkisstjórnirnar halda að með því að búa til nógu mikið af peningum sé hægt að leysa vandann, sem við stöndum frammi fyrir nú. Allt útlit er því fyrir endurupprisu verðbólgu- draugsins,“ sagði Dowd. Peningamagn er mælt á mismun- andi vegu. Í Bandaríkjunum var, þar til fyrir stuttu, fylgst með fjór- um mælikvörðum, hver öðrum víð- feðmari. Grunnurinn að peninga- magni er, eins og gefur að skilja, magn prentaðra seðla og sleginna mynta að viðbættum innstæðum í seðlabanka Bandaríkjanna. Er þessi flokkur nefndur M0. Í næsta flokki, M1, er peningur á óbundnum tékk- areikningum í bönkum að viðbættu því sem fellur undir M0. Í M2 bæt- ast við bundnar innstæður og inn- stæður í peningamarkaðssjóðum. Enn víðtækari skilgreining á pen- ingamagni var kölluð M3, en hún er ekki lengur mæld af bandarískum stjórnvöldum. Afnám gullfótarins Á skýringarmyndinni sem hér fylgir má sjá aukningu peninga- magns samkvæmt M2 skilgreining- unni. Tölur frá bandaríska seðla- bankanum ná aðeins aftur til ársins 1959, en sjá má að um umtalsverða aukningu er að ræða á ekki lengri tíma. Þegar haft er í huga að seðla- bankinn er stofnaður árið 1913 má ljóst vera að magn peninga í umferð fer ekki að aukast af neinum telj- andi krafti fyrr en upp úr árinu 1970. Það vill svo til að árið 1971 tók þá- verandi Bandaríkjaforseti, Richard Nixon, þá ákvörðun að afnema gull- fótinn á Bandaríkjadal. Fram að þeim tíma hafði, fræðilega a.m.k., verið hægt að fá Bandaríkjadölum skipt fyrir gull í banka. Slíkur fótur á gjaldmiðli gerir rík- isstjórn erfiðara fyrir að prenta pen- inga, enda verður kenningunni sam- kvæmt að vera inneign í gulli fyrir hverjum prentuðum seðli. Í upphafi áttunda áratugarins var fjárhagsstaða ríkissjóðs Bandaríkj- anna hins vegar mjög slök. Kostn- aður við uppbyggingu velferðarkerf- is forvera Nixons í embætti að viðbættu stríðinu í Víetnam var mik- ill. Var það ein ástæða þess að Nix- on afnam gullfótinn. Eins og sjá má á myndinni hefur magn peninga í umferð aukist gríðarlega frá þeim tíma. Mörg Vesturlönd gengu í gegnum mikið verðbólgutímabil á áttunda og upphafi níunda áratugar síðustu ald- ar. Verðbólga er, eins og nafnið gef- ur til kynna, almenn hækkun verð- lags á ákveðnu tímabili. Mælitækið á verðbólgu er svokölluð neyslu- verðsvísitala. Margar ástæður geta valdið hækkun verðlags, einkum á einstökum vörum. Mikil hækkun á olíuverði í heiminum í fyrra hafði t.d. áhrif á vísitölu neysluverðs hér á landi. Þá geta gengisbreytingar haft áhrif á neysluverðsvísitölu, eins og við Íslendingar höfum orðið óþægi- lega vör við að undanförnu. Ef peningamagn í umferð eykst hins vegar umfram stækkun hag- kerfisins leiðir það, að öllu óbreyttu, til aukinnar verðbólgu. Á tímabilinu frá 1959 til 2008 jókst verg lands- framleiðsla í Bandaríkjunum um 377,3% að raunvirði. Bandaríski peningagrunnurinn, þ.e. peningamagn samkvæmt M0 skilgreiningunni, var um 870 millj- arðar dala í ágúst 2008. Síðan þá hefur hann hins vegar nær tvöfald- ast og samkvæmt nýjustu tölum er hann nær 1.580 milljörðum. Þetta er gríðarleg aukning á ekki lengri tíma.                      ! " #  !$ % &   ' !#  % # (  %  ! )    !  % )!    !  %   ! ' &     * ! Að prenta verðbólgu Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is FJÁRSVIK eru meginorsök fjármálahrunsins í Bandaríkjunum, að mati Williams K. Blacks, dósents í hagfræði við Missouri-háskóla í Bandaríkjunum, sem segir öll viðvörunarljós hafa verið hundsuð vestanhafs. Bandaríska al- ríkislögreglan (FBI) hafi í septembermánuði 2004 varað við „faraldri fasteignalánasvika“. „Síðan er langur tími liðinn. Það hefði vel ver- ið hægt að grípa til ráðstafana. Það var hins veg- ar látið hjá líða að bregðast markvisst við vand- anum. Bandaríska alríkislögreglan hefur gefið út að 80% þess taps sem hlaust af fasteigna- lánasvikum hafi tengst innherjum á vegum lán- veitenda. Fasteignalánasvikin leiða fljótt til bók- haldssvika af því að þau ýkja tekjumyndunina um leið og þau skapa þörf fyrir að fela tapið sem safnast upp,“ segir Black. Inntur eftir því hvað hefði verið hægt að gera til að koma í veg fyrir þessa þróun segir Black FBI hafa á sínum snærum sérfræðinga sem hægt sé að senda inn í bankastofnanir til að rannsaka misferli. Þessir sérfræðingar geti greint mynstur í fasteignalánasvikum. Í fyrsta lagi verði vöxturinn ævintýralega hraður. Í öðru lagi sé lánað til fólks sem ekki geti staðið í skilum, örvæntingarfulls hóps sem hægt sé að innheimta hærri gjöld af. Þetta sé fólk sem hafi litla þekkingu á fjármálum. „Leiðin til örs vaxtar er að finna viðskiptavini sem enginn annar vill lána,“ segir hann. Black víkur því næst að þriðja atriðinu sem sé óvenjuleg skuldsetning. Það sjáist af því að tekjur af eigin fé, sem gjarnan sé lítið, verði gríðarlegar, líkt og skuldirnar sem hlaðist upp. Beri á þessum þremur einkennum sé það vísir að fjármagnsbólu, en Black telur því sem næst stærðfræðilega fullvissu fyrir því að fyrirtæki gefi upp stjarnfræðilegan hagnað fylgi þau eftir þessari vafasömu aðferðafræði. Hagsmunaárekstrar önnur meinsemd Black segir hagsmunaárekstra annað ein- kenni óheilbrigðs fjármálalífs þegar bera fari á óeðlilegum lánum til stjórna fyrirtækja til að gera þeim kleift að kaupa hlutabréf. Með þessu móti sé verið að tryggja að stjórnir geti stórefn- ast gegn því að sýna forstjóranum hollustu. Slíkt komi í veg fyrir eðlileg störf stjórnanna. Black er jafnframt þeirrar hyggju að fjár- málabólur séu reglubundin fyrirbæri sem séu afleiðingar þess að horfið sé frá eðlilegum við- skiptaháttum hvort sem horft sé til Rússlands, Austur-Evrópu, Íslands eða Chile. Líkindi séu með bankakreppunni á Íslandi og hruninu í Chile á níunda áratugnum þegar fjármálamenn skildu eftir sig miklar erlendar skuldir eftir að hafa sótt hagnað í gjaldeyrisviðskipti. Inntur eftir því hvers vegna ekki sé varað við sviksemi af þessu tagi og að hún sé jafn augljós og hafi svo miklar afleiðingar í för með sér bend- ir Black á að ekki sé gert ráð fyrir fjársvikum í kenningasmíðinni að baki nútímahagfræði. Í nútímahagfræði sé gengið út frá þeirri for- sendu að markaðir séu skilvirkir og að ekki geti verið á ferð kerfisbundin skekkja í verðmyndun á hlutabréfum. Samkvæmt kenningunni geti verð á hlutabréfum því ekki verið of hátt eða lágt, aðeins geti verið um tilviljanakenndar skekkjur að ræða. Þeim sem þessu haldi fram yfirsjáist að bókhaldssvik séu ekki framkvæmd af handahófi. Vandinn sé umfangsmikill. Í nýlegri könnun KPMG hafi komið fram að 60% Bandaríkja- manna hafi orðið vitni að sviksemi á vinnustað sínum en þori ekki að tilkynna um hana af ótta við afleiðingarnar, því þeir líti svo á að svikin séu framkvæmd með vilja yfirmanna sinna. Áformin fara nærri brjálsemi Spurður um það sjónarmið að markaðirnir muni að endingu leita jafnvægis og sú hagfræði sem ráðandi hafi verið í efnahagsmálum halda velli segir Black þá Larry Summers, efnahags- ráðgjafa Obama forseta, og Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hafa lýst yfir vilja sínum til að endurreisa fjármálakerfið á sama grunni. Hér séu á ferð áform sem fari nærri brjálsemi, enda muni efnahagshrun að óbreyttu endurtaka sig. Þörf sé á ítarlegri rann- sókn á því sem aflaga fór í bandarísku fjármála- lífi, rannsókn sem Black telur demókrata ekki munu eiga frumkvæði að, því að niðurstaðan gæti orðið vandræðaleg fyrir háttsetta demó- krata. Fyrirbyggjanlegt efnahagshrun Annað hrun mun líta dagsins ljós verði fjár- málakerfin ekki endur- skoðuð frá grunni Ljósmynd/Árni Sæberg Fræðimaður William K. Black gagnrýnir harðlega afstöðu stjórnar George W. Bush til reglu- verksins um fjármálamarkaðina. Á sama tíma gagnrýnir hann endurreisnaráætlun demókrata. William K. Black er einna þekktastur fyrir bók sína The Best Way to Rob a Bank Is to Own One, þar sem rak- ið er hvernig stórfor- stjórar og stjórn- málamenn gerðust sekir um sviksemi í bandarísku banka- kreppunni á níunda og tíunda áratugnum. Gríðarlegir fjármunir töpuðust, ásamt því sem kreppan átti beinan þátt í lækkun fasteignaverðs, líkt og nú. Black er dósent í hagfræði og lögfræði við University of Missouri – Kansas City (UMKC) og hefur í störfum sínum rann- sakað fjársvik og afleiðingar þeirra. Bók hans um bankakreppuna þykir sígild. Höfundur þekktrar bókar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.