Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2009 Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó ....ERTU NÓGU MIKILL MAÐUR TIL AÐ SEGJA ÞAÐ? ÓTRÚLEGA FYNDIN MYND Í ANDA KNOCKED UP OG FORGETTING SARAH MARSHALL SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Sími 551 9000 750kr. 750 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA STÆ RST A OP NU NIN Á Á RIN U UNCUT - S.V. MBL EMPIRE TOTAL FILM HÖRKUSPENNANDI MYND FRÁ LEIKSTJÓRA THE LAST KING OF SCOTLAND 750k r. 750k r. State of Play kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára I love you man kl. 5:40-8-10:15 B.i. 12 ára Fast and Furious kl. 5:40-8-10:15 B.i. 12 ára Crank 2: High Voltage kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára Draumalandið kl. 6 - 8 -10 LEYFÐ I love you man kl. 5:40 - 8 - 10:15 B.i.12 ára Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga “ÞESSI MYND HÉLT MÉR ANNAÐ HVORT GLOTTANDI EÐA SKELLI- HLÆJANDI ÚT ALLA LENGDINA. MÆLI VEL MEÐ HENNI.” “ÞESSI MYND HÉLT MÉR ANNAÐ HVORT GLOTTANDI EÐA SKELLI- HLÆJANDI ÚT ALLA LENGDINA. MÆLI VEL MEÐ HENNI.” TOMMI - KVIKMYNDIR.IS ÓTRÚLEGA FYNDIN MYND Í ANDA KNOCKED UP OG FORGETTING SARAH MARSHALL 750k r. HÖRKU HASAR! GEÐVEIKIN STOPPAR ALDREI, OG VIRÐIST ÞEIM FÉLÖGUM, LEIKSTJÓRUNUM NEVELDINE OG TAYLOR FÁTT VERA ÓMÖGULEGT. - V.J.V., - TOPP5.IS JASON STATHAM ER MÆTTUR AFTUR Í HLUTVERKI HINS ÓDREPANLEGA CHEV CHELIOS 750k r. Boat that rocked kl. 6 - 9 B.i.12 ára X Men Origins: Wolverine kl. 6:30 - 9 B.i.14 ára JASON STATHAM ER MÆTTUR AFTUR Í HLUTVERKI HINS ÓDREPANLEGA CHEV CHELIOS GEÐVEIKIN STOPPAR ALDREI, OG VIRÐIST ÞEIM FÉLÖGUM, LEIKSTJÓRUNUM NEVELDINE OG TAYLOR FÁTT VERA ÓMÖGULEGT. - V.J.V., - TOPP5.IS SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI HÖRKU HASAR! SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI VINSÆLASTA MYNDIN Í HEIMINUM Í DAG! SÝND Í SMÁRABÍÓI Nú eru Múminálfarnir komnir með sína fyrstu bíómynd sem segir frá stærsta ævintýrinu sem þeir hafa nokkurn tíma lent í. Bráðskemmtileg mynd fyrir alla fjölskylduna 650 kr. VINSÆL ASTA MY NDIN Í HEIMIN UM Í DA G! X Men Origins: Wolverine kl. 8 - 10 B.i.14 ára Boat That Rocked kl. 8 - 10:10 B.i.14 ára Draumalandið (Aukasýning) kl. 6 LEYFÐ Múmínálfarnir kl. 6 LEYFÐ Tilurð og uppgangur Loft-leiða er með stærstu við-skiptaævintýrum í Íslands-sögunni og það sem er hvað mest heillandi, baðað ljóma dugn- aðar, áræðis og hæfileika. Félagið varð einnig illilega fyrir barðinu á pólitíkusum og var innlimað langt undir gengi þegar flugfélögin tvö voru sameinuð undir einn hatt, Flug- leiðir. Það er a.m.k. skoðun allra við- mælenda í Alfreð Elíasson og Loft- leiðir, vandaðri og einkar áhugaverðri heimildarmynd Sig- urgeirs Orra, sem rekur stórbrotna og ævintýralega sögu „óskabarns einkaframtaksins“, ef svo má að orði komast. Eins og nafnið bendir til er kast- ljósinu talsvert beint að þætti Alfreðs heitins Elíassonar og konunnar sem stóð eins og klettur að baki bónda sínum, Kristjönu Millu Thor- steinsson. Myndin er að nokkru leyti byggð á ævisögu Alfreðs sem Jakob F. Ásgeirsson skráði. Alfreð var lengst af forstjóri og einn af frum- kvöðlunum sem komu Loftleiðum á laggirnar og var, að öðrum ólöst- uðum, prímusmótorinn, hugmynda- smiðurinn sem stjórnaði félaginu í gegnum súrt og sætt á meðan heilsan leyfði. Framsýnn og framsækinn maður, sem að hætti viðskiptajöfra sá jafnan úrræði og nýja möguleika þegar kreppti að fyrirtækinu og var frumherji á mörgum sviðum, ekki síst á sviði lágfargjalda þar sem Loft- leiðir voru brautryðjendur í flugsög- unni. Sagan um Alfreð Elíasson og Loft- leiðir er ævintýri líkust allt til dap- urlegra loka, þegar ríkisafskipti og sameining kemur til sögunnar. Hlut- ur Loftleiða var hrikalega vanmetinn að dómi viðmælenda og rökin blasa við áhorfendum. Fram til þeirra ör- lagatíma er sagan stórfengleg, reyf- arakennd á köflum, mörkuð sigrum, erfiðleikum, áföllum, uppgangi og þrautseigju manna sem börðust eins og afkomendum víkinganna sæmir. Loftleiðir byrjuðu smátt með þriggja manna Stinson, eftir að hafa numið flug í Kanada. Alfreð, sem áð- ur hafði nokkra viðskiptareynslu af leigubílarekstri, var hinn sjálfkjörni foringi með þá Ólsen-bræður, Magn- ús Guðmundsson, Dagfinn Stef- ánsson, Kristján í Kassagerðinni og fleiri úrvalsmenn með sér í barátt- unni. Víðsýna atorkumenn sem eru goðsagnir í íslenskri flugsögu. Rakn- ir sigrar og áföll í umfangsmikilli at- vinnusögu sem teygði anga sína um allan heim, utan Ástralíu. Sigurgeir styðst við ný og eldri viðtöl, hagnýtir það mikla efni sem til er á filmu og fléttar við það auglýs- ingum, blaðagreinum og -fyr- irsögnum, af nógu er að taka. Út- koman er ekki aðeins fræðandi heldur firna skemmtileg mynd áhorfs, það er vel haldið á viðfangs- efninu, þessu hrífandi öskubusku- ævintýri með mikla sjarmöra í aðal- hlutverkum. Maður minnist þess hversu þjóðin hreifst af atorku þeirra í slagnum við IATA og hákarlana, hugmyndaflæði þeirra, sem var drif- krafturinn í baráttu við erlenda og síðar íslenska áhrifamenn. Myndin mun hjálpa til að halda nafni Alfreðs og félaga hans á loft um leið og hún er merk heimild um einstakan útrás- arkafla í atvinnusögunni (áður en óorði var komið á hugtakið). Þau sitja í minninu lokaorð Alfreðs þegar andstæðingar hans voru búnir að bola honum út úr fyrirtækinu sem hann byggði frá grunni upp í stór- veldi: „Hvar er félagið mitt?“ segir hann, sem vekur aðra spurningu: Hver á það í dag og hvar er frægðarljóminn? saebjorn@heimsnet.is Kringlubíó Alfreð Elíasson og Loftleiðir bbbbn Íslensk heimildarmynd. Leikstjórn, handrit, klipping og framleiðsla: Sig- urgeir Orri Sigurgeirsson. Þulur: Arnar Jónsson. Viðmælendur: Alfreð Elíasson, Alfred Olsen, Arngrímur Jóhannsson, Björn Theodórsson, Dagfinnur Stef- ánsson, Erna Hjaltalín, Geir R. And- ersen, Guðni Þórðarson, Jakob F. Ás- geirsson, Jóhannes Einarsson, Kristinn Olsen, Kristjana Milla Thorsteinsson, Magnús Guðmundsson, Sigurður Helga- son o.fl. Kvikmyndataka: Jón Viðar Edg- arsson o.fl. Hljóðsetning: Nick Cath- cart-Jones. 120/131 mín. Heimildarmyndir ehf. Ísland 2009. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND Heimildarmynd Myndin mun hjálpa til að halda nafni Alfreðs og félaga hans á lofti um leið og hún er merk heimild um einstakan útrásarkafla í atvinnusögunni (áður en óorði var komið á hugtakið). Ljóminn yfir Loftleiðum Gerð efnismikilla heimildar- mynda á borð við Alfreð Elíasson og Loftleiðir, er tímafrek og krefst óhemju heimildarvinnu. Umfjöllunarefnið er litrík saga fyrirtækis og einstaklinga sem settu svip sinn á 20. öldina. Það var því af miklu að taka og fróð- legt að sjá hversu víða Sigurgeir leitaði hófanna. Listinn er þó ekki fyllilega tæmandi: Kvik- myndasafn Íslands: Agnar Kofo- ed Hansen – Jökull lendir í Reykjavík; Gunnar Ásgeirsson – Grumman á sundunum og Vest- firðir; Hans-Ernst Weitzel – Summer in Iceland; Loftur Guð- mundsson – Ísland í lifandi myndum; Magnús Jóhannsson – Björgun Jökuls; Samuel Kadori- an – Stríðsárin í Reykavík; Svipmyndir frá Ísafirði; Vigfús Sigurgeirsson – Hekla kemur 1947; Ríkisútvarpið: Loftleiðir í New York 1968; Flug á Íslandi í 50 ár 1969; Biðin langa; Fréttamyndir. Landkynningarmyndir Loftleiða. Mikil heimildavinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.