Morgunblaðið - 11.05.2009, Side 19

Morgunblaðið - 11.05.2009, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2009 Gimsteinn austursins Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur bauð upp á tælenska menningardagskrá um helgina og voru m.a. sýndir tælenskir dansar. Forsetinn fyrrverandi kunni vel að meta þá. Árni Sæberg Sigurður Sigurðarson | 10. maí 2009 Engir hveitbrauðs- dagar - verkefnin bíða Rétt er og heiðarlegt að óska nýrri ríkisstjórn vel- faranaðar í störfum sín- um. Henni veitir ekki af. Verkefnin sem bíða henn- ar eru meiri og alvarlegri en nokkur önnur rík- isstjórn hefur þurft að glíma við frá upp- hafi lýðveldis hér á landi. Hins vegar bíða hennar öngvir hveitibrauðsdagar. Þeir eru liðnir. Hún þarf strax að taka á mál- um og árangurinn verður að sjást á þessu ári. Þrátt fyrir meira er þriggja mánaða minnihlutastjórn hefur árang- urinn látið á sér standa. Ríkisstjórnin verður dæmd af því hvernig hún leysir verkefnin. Geri hún það ekki hratt og sannfærandi verða lífdagar hennar… Meira: sigsig.blog.is ÞANN 1. maí sl. birt- ist grein hér í blaðinu eftir Sigurð Sverrisson upplýsinga- og kynn- ingarfulltrúa LÍÚ undir fyrirsögninni „[v]illandi og óábyrg umræða um íslenskan sjávarútveg og ESB“. Í greininni er upplýsingafulltrúinn að hnýta í grein Aðalsteins Leifssonar frá því 29. apríl sl. Þar fer Aðalsteinn á mál- efnalegan hátt yfir nokkur atriði sem liggja fyrir varðandi sjáv- arútvegsstefnu ESB en nauðsynlegt er að halda til haga m.a. vegna rang- túlkana og hártogana LÍÚ- forystunnar. Sigurður fellur í þann fúla pytt að saka Aðalstein um „léttúð“ í garð sjávarútvegsins og „óábyrgan“ og „villandi“ málflutning án þess svo mikið sem að benda á eitt atriði í grein Aðalsteins sem gefur tilefni til slíkra gífuryrða. Skilaboðin sem send eru í þessari grein upplýsinga- fulltrúans eru m.ö.o. þau að þeir sem sporðrenna ekki í einu og öllu boð- skap LÍÚ bera ekki hagsmuni sjáv- arútvegsins fyrir brjósti. Hjá LÍÚ er litið á það sem alvarlega villutrú og léttúð „að láta í það skína að hægt sé að tryggja hagsmuni grundvall- aratvinnuvegar landsins innan ESB“! Grænbókin Málflutningur LÍÚ gengur út á það að úr því ekki er hægt að geir- negla og tryggja óumbreytileika til- verunnar til allrar framtíðar þá sé betur heima setið en af stað farið. „Engin trygging er fyrir því að breytingar geti ekki orðið hvenær sem er“ sem „gætu leitt til verulegr- ar skerðingar á réttindum Íslend- inga til veiða við landið“ segir Sig- urður. Hér er verið að ala á þeirri tortryggni að í ESB séu ríkjandi vættir sem bíða þess eins og vargar í varpi að ráðast gegn grundvallarhags- munum Íslands ef til aðildar kæmi. Ljóst er að ann- aðhvort helgar til- gangurinn meðalið, öllum klækjabrögð- um skuli beitt í hræðsluáróðrinum, eða að innan veggja LÍÚ sé verulegur skortur á þekkingu á uppbyggingu og markmiðum ESB. Evrópusambandið snýst um sam- vinnu ríkja á jafnréttisgrundvelli þar sem borin er virðing fyrir sér- hagsmunum ríkja og svæða og markmiðið er, öfugt við það sem LÍÚ virðist halda, að styrkja efna- hagslegan- og félagslegan grunn að- ildarríkjanna. Sigurður telur að svokölluð Græn- bók framkvæmdastjórnarinnar stað- festi að yfirgripsmikil breyting sé yfirvofandi á sjávarútvegsstefnunni, m.a. hvað varðar hinn hlutfallslega stöðugleika. Hér er annaðhvort um að ræða rangfærslu af ásetningi eða vanþekkingu. Grænbókin er í raun vinnuplagg þar sem lagðar eru á borð ýmsar hugmyndir og sjónarmið úr frumvinnu framkvæmdastjórn- arinnar. Nú er bókin lögð fram og markmið hennar er að opna enn frekar fyrir skoðanaskipti úr ýmsum áttum; frá fagaðilum, hags- munahópum og almenningi. Fram- kvæmdastjórnin vinnur síðan úr þessum hugmyndum þar til end- anleg tillaga liggur fyrir sem síðan fer í efnislega meðferð. Óhætt er að fullyrða að enginn hljómgrunnur er fyrir því að kasta hlutfallslega stöð- ugleikanum fyrir róða. Vissulega eru viðraðar hugmyndir um breytingar og það er ekkert nýtt. Slík sjónarmið komu einnig fram þegar fram- kvæmdastjórnin lagði fram Græn- bók fyrir endurskoðun stefnunnar árið 1992 og 2002. Slíkar tillögur fengu ekki hljómgrunn enda almenn sátt um stöðugleikann. Reyndar er það svo að þær tillögur sem nú eru lagðar fram um breytingar á stöð- ugleikanum miða að því að koma betur til móts við svæði og samfélög sem mikið eiga undir í fiskveiðum. Annað sem er athyglisvert í Græn- bókinni núna, og virðist ekki hafa náð eyrum LÍÚ, eru hugmyndir um aukna svæðisbundna stjórnun! Fiskveiðibann Upplýsingafulltrúi LÍÚ hefur áhyggjur af því að í óræðri framtíð geti ESB bannað fiskveiðar og bygg- ir það á hvalveiðibanni ESB. Ljóst er að hvalveiðar yrðu mál sem taka þyrfti á í aðildarviðræðum og óvíst hvort við gætum haldið þeim áfram. Þess ber þó að geta að fordæmi eru fyrir veiðum villtra dýra á skil- greindum svæðum í ESB þrátt fyrir að veiðar á þeim séu almennt bann- aðar. Fiskveiðibannið hugsanlega er hins vegar afar langsóttur mögu- leiki. Ef við gefum okkur samt að slíkt ferli geti farið í gang á vett- vangi ESB tel ég það rök fyrir mik- ilvægi aðildar en ekki gegn. Sem að- ildarþjóð gætum við beitt okkur gegn slíkum hugmyndum með bein- um hætti. Utan sambandsins erum við hins vegar áhrifalaus áhorfandi. Í ofanálag má slá því föstu að fisk- veiðibanni fylgdu afar ströng skil- yrði, ef ekki bann, við verslun með villtan fisk á þessu stærsta markaðs- svæði okkar. Slíkt myndi þýða enda- lok útgerðar í þeirri mynd sem við þekkjum, algerlega óháð aðild að ESB. Óábyrg umræða! Ítrekað hefur verið bent á að sjáv- arútvegsstefna ESB snýst um nýt- ingu á sameiginlegum fiskistofnum. Íslenska fiskveiðilögsagan liggur hvergi að lögsögu ESB og við sitjum ein að staðbundnum stofnum; á því yrði engin breyting við aðild. Um deilistofna á alþjóðahafsvæðum, sem eru LÍÚ hugleiknir, er það að segja að þegar hefur verið samið um skipt- ingu þeirra og yrði til framtíðar byggt á þeim samningum. Eina und- antekningin er makríll sem Íslend- ingar eru nýlega farnir að nýta. Joe Borg, framkvæmdastjóri sjáv- arútvegsmála ESB, hefur oftar en einu sinni gefið skýr skilaboð um að fundin yrði lausn á sérstöðu Íslend- inga ef til aðildarviðræðna kæmi; síðast á blaðamannafundi sem hald- inn var í tilefni útkomu títtnefndrar Grænbókar 22. apríl sl. Orð Borgs enduróma ummæli forvera hans í starfi, Frans Fischler og Emmu Bonino. Eins og áður hefur komið fram í skrifum undirritaðs hér á síðum blaðsins höfum við Íslendingar um tvo kosti að velja: Standa utan ESB og halda í krónuna. Festa gjald- eyris- og innflutningshöft í sessi og takmarka þar með frelsi almennings og fjölbreytni atvinnulífsins. Hinn valkosturinn er að gefa tafarlaust út yfirlýsingu um að við stefnum að fullri aðild að ESB og upptöku evru í fyllingu tímans. Ég held að fáir Ís- lendingar kjósi fyrri kostinn. Nær væri fyrir LÍÚ að leggjast á árarnar og vinna að hagsmunum Íslendinga í aðildarviðræðum við ESB og láta af þeirri iðju að væna þá sem lagt hafa á sig vinnu og fyrirhöfn við að afla sér þekkingar á Evrópusambandinu um villandi og óábyrga umræðu. Eftir Úlfar Hauksson »Málflutningur LÍÚ gengur út á það að úr því ekki er hægt að geirnegla og tryggja óumbreytileika tilver- unnar til allrar fram- tíðar þá sé betur heima setið en af stað farið. Úlfar Hauksson Höfundur er stjórnmálafræðingur við HÍ og togarasjómaður. Óábyrg skrif LÍÚ um Evrópumál BLOG.IS Dögg Pálsdóttir | 10. maí 2009 Góðar óskir til góðra verka VG og Samfylkingunni hefur nú tekist að mynda nýja ríkisstjórn eftir kosn- ingarnar. Stjórnarsáttmáli hefur verið birtur og 100 daga verkáætlun. Vonandi verður þessi 100 daga verkáætlun til þess að verkkvíðinn, sem virðist hafa hrjáð ríkisstjórnina til þessa, renni af henni og hún fari loksins að láta hendur standa fram úr ermum. Ekki veitir af. Í fljótu bragði sýnist verkáætlunin þó heldur rýr: Skipa nefndir, leggja laga- frumvörp fram. Einhvern veginn ekki margt sem hönd er á festandi. Það eru auðvitað ákveðinn söguleg tímamót að til valda komist meirihlutastjórn stjórn- málaflokka sem skilgreindir eru til vinstri í hinu pólitíska litrófi. En þetta er það sem meirihluti kjósenda vildi. Vonandi stendur hin nýja stjórn undir væntingum þeirra kjósenda sem kusu þá stjórn- málaflokka sem að henni standa. Meira: doggpals.blog.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.