Morgunblaðið - 11.05.2009, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 11.05.2009, Qupperneq 20
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2009 NÚ HEFUR árs- reikningur Reykjanes- bæjar litið dagsins ljós, með skrautlegri tölum en áður hafa sést í ársreikningi bæjarins og erum við þó ýmsu vön eftir stjórnartíð sjálfstæð- ismanna undir forystu Árna Sigfússonar frá árinu 2002. Í fréttatilkynningu sem bæj- arstjóri hefur sent frá sér skortir ekki skýringar á hallarekstrinum. Það eru reiknaðir liðir eins og tap Hitaveitu Suðurnesja ásamt geng- istapi sem eru ástæður þessa mikla hallareksturs. Og bæj- arstjórinn fer svo sem ekkert með neitt fleipur þegar hann heldur þessu fram, en við skulum þá halda því til haga að umræddir reiknaðir liðir hafa verið nýttir til þess að fegra reksturinn síðustu ár. Hitaveitan hefur mörg und- anfarin ár verið rekin með góðum hagnaði og því hafa reiknaðar hlutdeildartekjur af henni gert það að verkum að hægt hefur verið að sýna jákvæða niðurstöðu í ársreikningi þrátt fyrir að raunin sé önnur þegar rekstur Reykjanesbæjar er skoðaður. Þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum mesta góð- æri Íslandssögunnar stendur Reykjanes- bær svo tæpt að hann er kominn á hnén við fyrsta högg. Ef við notum aðferð bæjarstjór- ans sem hentar honum núna að viðhafa, (þ.e sleppum öllum þess- um vondu liðum eins og Hitaveit- unni og vaxtagjöldunum) þá kem- ur út eftirfarandi niðurstaða: (Sjá töflu) Rekstur bæjarsjóðs síðasta árið er með þeim hætti að gjöld um- fram tekjur eru tólf hundruð millj- ónir króna, sem segir okkur að við þurfum að ráðast í lántöku til þess að eiga fyrir rekstri sveitarfé- lagsins, við eigum heldur ekkert upp í afborganir af lánum og til greiðslu vaxta og við eigum heldur ekkert til nýfjárfestinga. Eigið fé hefur rýrnað um meira en helming og núvirtar skuldbind- ingar vegna húsaleigusamninga nema nú 12 milljörðum króna til viðbótar við aðrar skuldir sem nú nema rúmum 16 milljörðum hjá samstæðu Reykjanesbæjar. Nú er ekkert lengur til að fela sig á bak við, hvorki hagnaður af Hitaveitu Suðurnesja né söluhagn- aður af fasteignum. Þarf einhver frekari vitna við? Þarf frekari vitna við? Eftir Guðbrand Einarsson »Rekstur bæjarsjóðs sl. ár er með þeim hætti að gjöld umfram tekjur eru tólf hundruð milljónir króna, sem segir okkur að við þurf- um að ráðast í lántöku til þess að eiga fyrir rekstri sveitarfélagsins Guðbrandur Einarsson Höfundur er formaður Versl- unarfélags Suðurnesja og oddviti A- listans í bæjarstjórn Reykjanesbæjar 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 Tekjur 3 025 741 3 169 974 3 560 277 4 131 031 4 968 726 5 684 765 6 580 638 Gjöld 3 326 463 4 035 966 4 070 780 4 350 458 5 300 863 5 952 966 7 776 609 Hagn/tap fyrir fjármagnsliði -300 722 -865 992 -510 503 -219 427 -332 137 -268 201 -1 195 971 Reykjanesbær (bæjarsjóður) Samtals tap frá 2002-2008 -3 692 953 HVARVETNA í heiminum í dag er vax- andi eftirspurn eftir eftirfarandi gæðum, sem eru meg- ingrundvöllur mann- lífs: Mat, ferskvatni, orku og rækt- unarlandi. Á mörgum stöðum er nú þegar skortur á þessum lífs- nauðsynjum. Lönd, þar sem þéttbýli er mikið og skortur er á þessum þáttum auk landrýmis, hafa m.a. tekið upp á því að leigja rækt- anleg landsvæði í öðrum löndum til að framleiða matvörur fyrir eigin heima- markað til að anna þörfinni þar. Dæmi um það er Suður-Kórea sem leigt hefur stór landsvæði á Mada- gaskar til langs tíma til ræktunar. Ísland á ofgnótt lífsnauðsynja Ísland er aftur á móti afar vel sett að þessu leyti og í mörgu öðru tilliti. Þar er til ofgnótt ferskvatns, raforku og ónýttra möguleika til raforkuöfl- unar. Þar er fyrirliggjandi þekking og afkastageta fyrir framleiðslu á miklu meira magni af matvörum en þjóðin getur torgað, bæði í landbún- aði og sjávarútvegi. Ræktanlegt land og landrými er ríkulegt og pláss er fyrir miklu fleiri íbúa en núverandi fjölda. Þar að auki hefur stjórnarfarið almennt verið stöðugt, séð í al- þjóðlegu samhengi, og öryggi þegn- anna hefur sömuleiðis verið gott fé- lagslega séð og með því besta í heimi. Þá eru ótalin ýmis önnur gæði lands- ins, eins og t.d. tiltölulega hreint loft, ýmsir einstæðir kostir fyrir ferða- þjónustu og margt fleira. Ísland þarf ekki að biðla til umheimsins Þegar öll þessi grundvallaratriði eru skoðuð í heild og í samanburði við aðstæður annarra landa, bæði í Evr- ópu og Ameríku, að ekki sé talað um Afríku og Asíu, blasir eftirfarandi staða við: Ísland á yfir að ráða ofgnótt náttúruauðlinda á þeim sviðum sem lífsnauðsynleg eru íbúum jarðar til daglegs lífs, þ.e. drykkjarvatn, mat- vörur og orku, auk möguleika á að auka framleiðslu á þess- um vörum margfalt frá því sem nú er til útflutn- ings. Til lengri tíma litið getur heimsmark- aðsverð á þessum afurð- um aðeins farið hækk- andi vegna vaxandi eftirspurnar erlendis, til bóta fyrir viðskiptakjör landsins og þar með hagsbóta fyrir þjóðina. Það er því ekki furða, eins og nú er ástatt, að lönd í t.d. Evrópu fýsi að fá Ísland í félag við sig til að komast í nánara samband við lífslindir þess. Heimanmundur og undirlægjuháttur Þegar staða landsins er að styrkj- ast stórkostlega hvað þessi atriði varðar má spyrja sig hvort einmitt þá sé viturlegast að kasta þessum auði eins og heimanmundi og í und- irlægjuhætti upp í gráðugt ginið á soltnum og þyrstum og óprúttnum viðskiptablokkum sem á móti bjóða eitthvað allt annað en ómengaðar lífs- lindir; allt vegna misskilnings Íslend- inga á aðstæðum og samningsstöðu sinni! Íslendingar þurfa ekki, til lengri tíma litið, að óttast skort á innflutn- ingsvörum, eins og olíu fyrir fiskiskip sín og landbúnaðartæki né aðra tengda hluti til að halda fram- leiðslukerfi sínu og samgönguneti gangandi. Útflutningsverðmæti landsins mun fyllilega standa undir slíkum grundvallarvörum og þjón- ustu erlendis frá. Útlönd verða háðari Íslandi en Ísland þeim og samnings- staða landsins því sterk og batnandi. Þá eru ótaldar hugsanlegar olíu- auðlindir við landið og vinnsla þeirra í náinni framtíð, sem væru bara bónus við það sem framar er talið. Spurning um lifnaðarhætti og lífsstíl Háð því hvernig mál þróast og hvaða stefna verður tekin af Íslend- ingum á þessum sviðum þá munu lifn- aðarhættir og lífsstíll landsmanna í framtíðinni vissulega mótast af því. Ætlum við að láta það ráðast af um- hverfinu og hagsmunum annarra þjóða, eða ætlum við að ráða vegferð okkar og framtíðarhag sjálf, t.d. með meiri áherslu á sjálfbærni við nýtingu landsins gæða en hingað til? Áður en við hugsanlega óskum eft- ir inngöngu í viðskiptablokkir skulum við að minnsta kosti gera okkur grein fyrir raunverulegu verðmæti auð- linda og möguleika okkar í framtíð- inni og vega og meta mismunandi val- kosti varðandi lifnaðarhætti og lífsstíl og stöðu okkar í samfélagi þjóðanna í því ljósi. Íslenskar lífslindir og lífsstíll Eftir Kristin Snæv- ar Jónsson »Umheiminn skortir lífsnauðsynjar sem Ísland á ofgnótt af. Þurfum við samt að biðla til umheimsins um björgun? Hvernig vilj- um við lifa? Kristinn Snævar Jónsson Höfundur er cand.merc. og guð- fræðinemi. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ of- arlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.