Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2009 Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband líðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is Ó ! · 1 2 5 9 5 Fyrirtækjaráðgjöf Saga Capital | Skógarhlíð 22 | 105 Reykjavík | sími 545 2600 | sagacapital. is Fyrirtækjaráðgjöf Saga Capital veitir fyrirtækjum, eignarhaldsfélögum og öðrum fjárfestum óháða og faglega ráðgjöf. • Fjárhagsleg endurskipulagning • Kaup, sala og sameining • Vöktun kaup- og sölutækifæra • Stöðumat og verðmat • Samningaviðræður og samningsgerð • Umsjón með áreiðanleikakönnunum Starfsmenn Fyrirtækjaráðgjafar Saga Capital hafa sjálfir umfangsmikla reynslu af stjórnun fyrirtækja og þekkingu á viðskiptum með fyrirtæki. HREIN SNILLD Drjúgt, fjölhæft og þægilegt... Gott á: gler plast teppi flísar stein ryðfrítt stál fatnað áklæði tölvuskjái omfl. ATH. frábært á rauðvínsbletti og tússtöflur S. 544 5466 • www.kemi.is • kemi@kemi.is Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is ÞRÁTT fyrir að krabbameinsleit hjá konum hafi verið hætt á föstu- dögum eins og á fimmtudögum er nú tekið á móti fleiri konum en áður þá þrjá daga sem leitarstöðin er opin í viku hverri. Það er vegna nýrra tækja og tækni Krabba- meinsfélags Íslands (KÍ). Tekið er á móti pöntunum fimm daga vik- unnar. Skoðunarstöðvum úti á landi hefur verið fækkað úr 42 í 30 og er ástæðan að hluta til sú að nýju tækin eru viðkvæm fyrir flutningi og hitastigsbreytingum. Legháls- skoðunum á konum eftir fertugt, með ákveðinn fjölda eðlilegra frumustrokna, er nú einnig fækk- að og þær boðaðar á fjögurra ára fresti í stað tveggja. Yfir 40 milljóna sparnaður Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri KÍ, segir að lengi hafi verið skoð- að að fækka komum þessara kvenna eftir fertugt. Horft hafi verið til rannsóknarniðurstaðna hérlendis og til Norðurlandanna þar sem konur séu ekki skoðaðar reglulega eftir 65 ára aldur og að- eins fimmta hvert ár eftir fimm- tugt. Þrátt fyrir fækkunina nú verði eftirlitið því öflugra hér en þar og sjötugum konum og eldri enn frjálst að mæta reglulega í skoðun. Guðrún segir félaginu gert að hagræða eins og öðrum í þessu ár- ferði. Það hafi tekist án þess að slá af gæða- og öryggiskröfum. Ekki sé búið að reikna nákvæm- lega saman hversu mikill sparn- aðurinn verði en búast megi við að hann sé á fimmta tug milljóna króna. „Við munum standa vörð um þjónustuna og reyna að spjara okkur eins og við mögulega get- um. En það kann að vera að kraf- ist verði meiri sparnaðar síðar og þá þarf að reyna að mæta því.“ Spurð um starfsfólkið, segir hún breytingarnar hafa áhrif á vinnu þess þar sem ýmsir vinni nú ekki lengur á föstudögum. „Það er kannski enginn ánægður, en starfsfólkið hefur almennt verið mjög jákvætt í þessu mikla breyt- ingaferli og staðið sig vel. Ég vona að okkur takist að standa saman um það að halda þessari þjónustu úti þannig að allir séu sáttir.“ Breytingarnar tóku gildi 1. maí og segir Guðrún nú ljóst að bið- tími í skoðanirnar hafi ekki lengst frá því sem áður var. Færri dagar - fleiri skoðanir  Biðtími í krabbameinsskoðanir hefur ekki lengst þrátt fyrir róttækar breytingar  Krabbameinsfélagið sparar tugmilljónir Morgunblaðið/Heiddi Nýtt tæki Þrýstingurinn á brjóstin er minni í nýju leitartækjunum á Leit- arstöðinni en var í þeim gömlu. JAKE Siewert, sem lengi var yf- irmaður upplýs- ingamála hjá Al- coa, hefur verið ráðinn aðstoðar- maður fjármála- ráðherra Banda- ríkjanna, Tims Geithners, í stjórn Baracks Obama forseta. Siewert var aðaltals- maður Alcoa þegar fyrirtækið gekk frá samningum um byggingu álvers á Íslandi og er vel hnútum kunnugur hér eftir fjölda sendiferða til lands- ins. Hann þekkir einnig vel til í Hvíta húsinu því áður en hann kom til Al- coa starfaði hann þar um átta ára skeið, síðast sem blaðafulltrúi Bills Clintons Bandaríkjaforseta. Þá var hann meðal ráðgjafa Johns Kerrys sem árið 2004 sóttist eftir útnefningu demókrata til forsetakjörs. Íslandsvinur í stjórn Obama Jake Siewert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.