Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 16
16 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2009 Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is SKEMMDIRNAR sem við sjáum hér komu ekki með bankahruninu, svona tekur mörg ár að myndast,“ segir Inga B. Árnadóttir forseti Tannlæknadeildar Háskóla Íslands. Inga er ein þeirra tannlækna sem hafa verið í forsvari fyrir Hjálp- arvakt tannlækna, samstarf Tann- læknafélags Íslands og Tann- læknadeildar Háskóla Íslands. Hjálparvaktin bauð börnum og unglingum fría tannlæknaþjónustu í þriðja sinn á laugardaginn. Gríð- arleg aðsókn hefur verið í öll skipt- in, en á laugardaginn sinntu tutt- ugu tannlæknar í sjálfboðavinnu 61 sjúklingi og komust færri að en vildu. Mörg þeirra barna og unglinga sem nutu tannlæknaþjónustu í þetta skiptið hafa ekki farið til tannlæknis í mörg ár. Dæmi voru um ung börn, 5-6 ára, sem aldrei höfðu farið til tannlæknis. Panódíl fyrir svefninn „Þetta er ekki bara tannheil- brigðismál, þetta er barnavernd- armál,“ segir Sigfús Þór Elíasson prófessor við Tannlæknadeild HÍ. „Hér eru börn sem sofna ekki án þess að fá panódíl fyrir svefninn vegna tannverkja. Slíkt myndi aldr- ei líðast ef barnið væri með bein- brot eða aðra sjúkdóma.“ Rannsóknir Sigfúsar hafa leitt í ljós að tannheilsa barna var komin í svipað horf og á öðrum Norð- urlöndum árið 1996. Samkvæmt MUNNÍS-rannsókninni, sem fram- kvæmd var árið 2005, eru íslensk börn hins vegar með tvöfalt fleiri skemmdar tennur en börn annars staðar á Norðurlöndum. Sigfús seg- ir að tannlæknar hafi ítrekað bent á vaxandi vandamál í tannheilsu barna undanfarin ár. Margir sérfróðir álíta að fram- ferði stjórnvalda á þessu sviði hafi verið gjörsamlega úr takti við þess- ar niðurstöður akademískra rann- sókna. Endurgreiðsla hafi t.a.m. ekki fylgt verðlagsþróun og hinn aukni kostnaður vegna tann- læknaþjónustu hvetji því ekki for- eldra til að sjá til þess að börnin fái nauðsynlegar viðgerðir og eftirlit. „Það er ekki hægt að þvinga for- eldra til að nýta læknisþjónustu sem þeir þurfa að borga fyrir,“ segir Ingibjörg S. Benediktsdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands. Tannlæknaþjónusta eigi að sitja við sama borð og önnur læknisþjón- usta, ekki síst þar sem sýkingar vegna tannskemmda geti auðveld- lega breiðst út til nærliggjandi líf- færa. Áhyggjuefni en ekki óvænt Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir félagsmálaráðherra heimsótti Hjálparvaktina og sagði ástandið mikið áhyggjuefni en því miður væri það ekki óvænt. „Það voru mistök hjá stjórnvöld- um undanfarin ár að draga úr þátt- töku í tannvernd barna. Ég benti ítrekað á það og það var vitað mál að þetta hefði afleiðingar.“ Ásta segir ljóst að það þurfi að bregðast við og ræða við heilbrigðisráðherra. Ögmundur Jónasson leit inn á Hjálparvaktina fyrir rúmum tveim- ur vikum, ásamt Svandísi Svav- arsdóttur. Stjórnvöld íhugi stöðuna Inga B. Árnadóttir segir stjórn- málamenn vissulega hafa fengið áfall við að sjá ástandið og verið sammála um að það verði að gera eitthvað. „Við í Tannlæknafélaginu og Tannlæknadeild Háskóla Íslands höfum ákveðið að veita þessa þjón- ustu nú í apríl og maí. Svo viljum við gefa stjórnvöldum tíma til að hugsa málið yfir sumarið, um hvernig skuli bregðast við ástand- inu,“ segir Inga að lokum. Tennurnar eftir góðærið  Hjálparvakt tannlækna sinnti 61 barni á laugardag  Sum þeirra höfðu aldrei áður farið til tann- læknis  Tannheilsu barna hefur hrakað undanfarinn áratug  Barnaverndarmál, segir prófessor Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjálparvaktin Auk þess að bjóða þeim sem mest þurfa upp á þjónustuna vilja tannlæknar vekja athygli á slæmri tannheilsu íslenskra barna og unglinga. Í HNOTSKURN »Um 17% barna og ung-linga á aldrinum 4-18 ára mæta ekki í reglubundið eft- irlit hjá tannlækni, skv. MUNNÍS-rannsókninni sem framkvæmd var árið 2005. »Tannheilsa íslenskrabarna er í 6. neðsta sæti af OECD-löndunum. »Hjálparvakt tannlæknaverður aftur hinn 23. maí nk. í Læknagarði. „ÞETTA er óásættanlegt, bæði sá fjöldi sem þarf á að- stoðinni að halda og ástandið á tönnunum, það þarf eng- an sérfræðing til að sjá það,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. „Þetta er stórkostlegt framtak hjá tannlæknum að veita þessa hjálp og um leið opna augu okkar sem störfum að málefnum barna. Hér eru greinilega börn sem fara í háttinn grátandi af verkj- um.“ Bragi segir að ekki sé hægt að fría stjórnvöld frá ábyrgð vegna þessa. „Við myndum aldrei sætta okkur við svona ástand á öðrum sviðum [innan heilbrigðisgeirans]. Þetta snýst um rétt barnsins til að þroska og dafna eðlilega, að það þurfi ekki að stríða við heilsubrest sem fylgi því til fullorðinsára. Svo virðist sem menn hafi haldið að sér höndum, ef til vill ekki gert sér grein fyrir hvernig staðan væri.“ Bragi segist ekki vilja trúa öðru en að viðbragða sé að vænta hjá stjórn- völdum. Barnaverndarstofa muni bregðast við með einhverjum hætti, sem þurfi þó að kanna nánar. Ætla má þó, að Barnaverndarstofa beini því til viðeigandi aðila að vera vakandi yfir þessum þætti, með fjárstuðningi ef með þarf. Bragi segir nauðsynlegt að skoða fleiri en eina leið í þessu máli. Til dæmis má kanna að koma á fót frekari forvörnum og eftirliti með tann- heilsu í skólum, í tengslum við tilvísanakerfi. Í háttinn grátandi af verkjum ERFITT er að gera við tennur sem hafa fengið að skemmast í friði árum saman. Hjálparvakt tann- lækna hefur á laugardagsvöktum sínum aðeins haft takmarkaðan tíma til að sinna þeim sem þangað koma. Ingibjörg S. Benediktsdóttir segir að áherslan sé lögð á að sinna því nauðsynlegasta. Þegar um mikl- ar skemmdir er að ræða er reynt að koma í veg fyr- ir að þær dafni enn frekar. Langflest íslensk börn bursta tennur bæði kvölds og morgna þó notkun á tannþræði sé heldur ábóta- vant. Of mörg börn og unglingar eru hins vegar án eftirlits tannlækna. Ingibjörg bendir á að í grunn- skólum fylgist skólahjúkrunarfræðingur með hæð, þyngd og sjón barna en enginn sérfróður skoði tennurnar. Jafnvel þótt í ljós komi að eitthvað sé að tönnunum, þá skorti eftirfylgni, þ.e. að séð verði til þess að barnið fái þá tannlæknaþjónustu sem það þarf á að halda. Jafnvel hefur borið við að foreldrar haldi að í skólunum sé tannlæknaþjónusta og komi af fjöllum þegar í ljós kemur, að svo er yfirleitt ekki. Enginn sem fylg- ist með tönnunum Viðgerð Tannáta hreinsuð og lokuð en meðferð ekki lokið. Inga B. Árnadóttir, tannlæknir Skemmdir Hér er17 ára piltur sem man ekki hvenær hann fór síðast til tannlæknis, mikil tannsýkla og tannáta. „Þessi þjónusta mætti líka vera í boði á landsbyggðinni, rétt eins og Blóðbankabíllinn.“ Móðir sem lagði af stað kl. 7 að morgni og var kom- in í Læknagarð rúmlega níu. Hjálp- arvaktin opnaði kl.10. ----- „Maður hefur auðvitað ekki ráð á þessu [tannlæknaþjónustu], hvað þá með nokkur börn.“ Móðir tveggja unglinga á meðan annar þeirra var hjá tannlækninum. ----- „Tannlæknafélag Íslands og tannlæknadeild Háskóla Íslands bjóða nú á laugardaginn, 9. maí, barnafjölskyldum sem búa við kröpp kjör upp á fría tann- læknaþjónustu í þriðja sinn.“ Fréttatilkynning frá Hjálparvakt tannlækna. ----- „Hér er engum vísað frá vegna peninga, við skoðum ekki skatt- framtöl foreldra.“ Ingibjörg S. Benediktsdóttir, formaður Tann- læknafélags Íslands. ----- „Þetta er svakalega gott fram- tak hjá tannlæknunum. En mér finnst að grunnskólabörn eigi að fá fría tannlæknaþjónustu.“ Móðir sem mætti með son sinn rúmlega níu, áður en Hjálparvaktin var opn- uð. ----- „Ég man að árið 1996 borgaði ég undir þrjú þúsund krónum fyrir skoðun. Nú síðast borgaði ég hátt í tólf þúsund krónur.“ Móðir með son sinn á unglingsaldri, sem ætl- aði að koma eftir tvær vikur með yngri börnin. ----- „Þau eru mjög almennileg, tann- læknarnir, og bjóða mann velkom- inn. Ég kann vel að meta það.“ Þriggja barna móðir sem flutti til Íslands fyrir rúmum áratug. ----- „Við vorum eiginlega alveg mið- ur okkar eftir síðustu vakt, ástand- ið var alveg skelfilegt á sumum börnunum og okkar þjóð ekki sæm- andi.“ Ingibjörg S. Benediktsdóttir. ----- „Ég er ekki alveg viss hvenær hann fór síðast til tannlæknis, því miður. Það hefur mikið gengið á.“ Tveggja barna móðir á meðan hún beið eftir syni sínum sem sat í tannlæknastólnum. „Ástandið ekki sæmandi okkar þjóð“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.