Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2009 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Hart í bak (Stóra sviðið) Creature - gestasýning (Kassinn) Ó, þú aftur - afmælissýning leikhópsins Hugleiks (Smíðaverkstæðið) Í Óðamansgarði - ópera í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík Kardemommubærinn (Stóra sviðið) Fim 14/5 kl. 20:00Aukas. Ö Fim 14/5 kl. 20:00 U Fös 15/5 kl. 20:00 Ö Fös 15/5 kl. 20:00 U Sun 17/5 kl. 20:00 Mið 20/5 kl. 20:00 Fös 22/5 kl. 20:00 Fös 15/5 kl. 20:00 U Lau 16/5 kl. 20:00 Sun 17/5 kl. 20:00 Fös 22/5 kl. 20:00 Sun 24/5 kl. 20:00 Mið 27/5 kl. 20:00 Lau 23/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 18:00 U Lau 30/5 kl. 14:00 U Lau 30/5 kl. 17:00 U Fim 4/6 kl. 18:00 U Fös 5/6 kl. 18:00 U Lau 6/6 kl. 14:00 U Lau 6/6 kl. 17:00 U Lau 16/5 kl. 14:00 U Lau 16/5 kl. 17:00 U Sun 17/5 kl. 14:00 U Sun 17/5 kl. 17:00 U Sun 24/5 kl. 14:00 U Þri 26/5 kl. 18:00 U Mið 27/5kl. 18:00 U Sun 7/6 kl. 14:00 U Sun 7/6 kl. 17:00 U Lau 13/6 kl. 14:00 Ö Lau 13/6 kl. 17:00 Ö Sun 14/6 kl. 14:00 U Sun 14/6 kl. 17:00 U Sun 30/8 kl. 14:00 Sýningar haustsins komnar í sölu Yfir 40 uppseldar sýningar. Sýningum lýkur 15. maí Kolklikkaður leikhúskonsert - aðeins fjórar sýningar Aðeins tvær sýningar Snarpt sýningatímabil - miðaverð aðeins 1.500 kr. 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Söngvaseiður (Stóra sviðið) Einleikjaröð- Sannleikurinn (Litla sviðið) Lau 23/5 kl. 19:00 ný aukaU Lau 23/5 kl. 22:00 ný aukaU Ökutímar (Nýja sviðið) Mið 13/5 kl. 20:00 5kort U Fim 14/5 kl. 20:00 6kort U Fös 15/5 kl. 19:00 U Lau 16/5 kl. 16:00 7kort U Sun 17/5 kl. 19:00 U Mið 20/5 kl. 19:00 8kort U Fim 21/5 kl. 20:00 Ö Fös 22/5 kl. 19:00 aukas Ö Lau 23/5 kl. 19:00 aukas Sun 24/5 kl. 20:00 aukas Mið 27/5 kl. 20:00 9kort U Fim 28/5 kl. 20:00 10kort U Fös 29/5 kl. 19:00 Ö Aðeins sýnt í maí. Söngvaseiður – allt að seljast upp fram á sumar Mið 13/5 kl. 20:00 4kort U Fim 14/5 kl. 20:00 5kort U Fös 15/5 kl. 20:00 6kort U Lau 16/5 kl. 16:00 7kort U Sun 17/5 kl. 16:00 U Sun 17/5 kl. 20:00 8kort U Mið 20/5 kl. 20:00 U Fim 21/5 kl. 16:00 U Fim 21/5 kl. 20:00 9kort U Fös 22/5 kl. 20:00 10kort U Lau 23/5 kl. 20:00 U Sun 24/5 kl. 16:00 U Mið 27/5 kl. 20:00 ný aukasU Fim 28/5 kl. 20:00 U Fös 29/5 kl. 20:00 U Lau 30/5 kl. 20:00 U Mán 1/6 kl. 16:00 ný aukaU Mið 3/6 kl. 20:00 U Fim 4/6 kl. 20:00 U Fös 5/6 kl. 20:00 ný aukasÖ Lau 6/6 kl. 16:00 U Lau 6/6 kl. 20:00 U Sun 7/6 kl. 16:00 U Fim 11/6 kl. 20:00 Ö Fös 12/6 kl. 20:00 ný aukasÖ Lau 13/6 kl. 14:00 Ö Sun 14/6 kl. 16:00 U Frumsýning 8. maí! Leikfélag Akureyrar Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is Fúlar á móti ATH! sýnt í Íslensku Óperunni Sími 511 4200 Aðeins örfáar sýningar Fim 14/5 kl. 20:00 U Fös 15/5 kl. 20:00 U Sun 17/5 kl. 20:00 U Fös 22/5 kl. 20:00 Ný sýn Fim 28/5 kl. 20:00 Ný sýn Fim 4/6 kl. 20:00 Ný sýn Fös 5/6 kl. 20:00 Ný sýn Lau 6/6 kl. 20:00 Ný sýn Sun 7/6 kl. 20:00 Ný sýn Það var sannkölluð hátíð-arstemning í Borgarleikhús-inu á föstudagskvöldið, áfrumsýningu á hinum sí- gilda söngleik Rogers og Hammer- steins, Söngvaseið. Söngleikurinn var frumfluttur í New York 1959 en þetta er í þriðja sinn sem hann er settur upp hér á landi í snilldarlegri þýðingu hins góðkunna Flosa Ólafssonar. Sagan gerist í Austurríki og segir frá hinni glaðværu Maríu sem býr sig undir líf í nunnuklaustri en ræður ekki alveg við þær reglur sem henni eru settar. Hún er send á heimili hins stranga kapteins Von Trapp sem barnfóstra í von um að hún átti sig bet- ur á tilveru sinni. En þrátt fyrir að María vinni hjörtu barnanna sjö, með söng og gleði, verður líf hennar enn flóknara þegar ástin kemur henni á óvart og innrás Þjóðverja yfirvofandi. Með hlutverk Maríu fer söngkonan Valgerður Guðnadóttir. Hér er um að ræða burðarhlutverk sýningarinnar. Í skemmstu máli má segja að Valgerður skilaði hlutverkinu með starkri prýði, hún hefur mjög fagra rödd og mikla útgeislun á sviði. Hlutverk kapteins Von Trapp er ekki eins líflegt og Mar- íu, en Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með hlutverk kapteinsins með ágætum. Jóhannes hefur undanfarið leikið gamanhlutverk og var skemmti- leg tilbreyting að sjá hann í alvarlegri kantinum. Á heimili Von Trapps eru hjú sem leikin eru af Bergi Þór Ing- ólfssyni og Hönnu Maríu Karlsdóttur. Þau eru bæði mjög skemmtileg í hóf- stilltum leik. Jóhann Sigurðarson leik- ur fjölskylduvininn Max með mikilli kómík og Katla Margrét Þorgeirs- dóttir fer vel með hlutverk hinnar ríku Elsu, unnustu Von Trapps. Þau eru ekki síður færir söngvarar en leikarar. Fjölmargir leikarar voru í minni hlutverkum og ekki er rúm að minnast á þau öll en þó verður að geta um frá- bæra frammistöðu Jóhönnu Vigdísar Arnardóttur í hlutverki abbadís- arinnar. Nunnukórinn átti nokkur mögnuð söngatriði og sungu stundum á „nunnumáli“ eins og einn ungur leik- húsáhorfandi orðaði það og átti við lat- nesku textana. Af leikurum skal síðast en ekki síst telja börnin, þau Árna Beintein, Lilju Eivoru, Jakob, Agnesi, Rebekku og Söru sem stóðu sig með miklum sóma í leik, söng og dansi. Elsta dóttirin er leikin af Láru Sveinsdóttur og átti hún skemmtilegan samleik með Guðjóni Davíð Karlssyni sem lék unglingspilt- inn Frans. Tónlist verksins hefur hljómað í eyrum fólks í hálfa öld og þekkja margir þessi sígildu lög. Hljómsveitin var þétt undir styrkri stjórn hljóm- borðsleikarans og tónlistarstjórans Agnars Más Magnússonar og var út- setningin mjög góð. Leikmyndahönnuðurinn Snorri Freyr Hilmarsson málaði fallegar myndir á sviðið og nutu þær lýsingar Þórðar Orra Péturssonar. Leik- myndin var hófstillt en náði vel tíð- arandanum sem og búningar Stefaníu Adolfsdóttur. Dansatriðin eiga veigamikinn sess í sýningunni og voru unnin af fag- mennsku undir stjórn Ástrósar Gunn- arsdóttur. Þórhallur Sigurðsson leikstjóri hef- ur einstakt lag á barnasýningum og er Söngvaseiður enn ein fjöður í hattinn hans. Söngvaseiður er klassískur söng- leikur sem höfðar til allra aldurshópa. Borgarleikhúsið er með stórsýningu í höndunum, vel heppnaða, skemmti- lega og afar vel unna. Borgarleikhúsið Söngvaseiður Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson. Tón- listarstjóri: Agnar Már Magnússon. Bún- ingar: Stefanía Adolfsdóttir. Lýsing: Þórður Orri Pétursson. Hljóð: Sigurvald Ívar Helgason. Dans: Ástrós Gunn- arsdóttir. Þýðing: Flosi Ólafsson. Leik- stjóri: Þórhallur Sigurðsson Leikarar: Valgerður Guðnadóttir, Jóhann- es Haukur Jóhannesson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Jóhann Sigurðarson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Lára Sveinsdóttir, Pétur Ein- arsson, Theodór Júlíusson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Linda Ásgeirsdóttir, Bergur Þór Ingólfs- son, Þórunn Erna Clausen, Árni Bein- teinn Árnason, Lilja Eivor Gunnarsdóttir Cederborg, Jakob Van Oosterhout, Agnes Gísladóttir, Sara Lind Styrm- isdóttir, Rebekka Ósk Svavarsdóttir o.fl. INGIBJÖRG ÞÓRISDÓTTIR LEIKLIST Þar sem gleðin tekur völdin Söngvaseiður „Borgarleikhúsið er með stórsýningu í höndunum, vel heppnaða, skemmtilega og afar vel unna.“ „ÞETTA er orgelverk og innsetning í einu verki,“ segir Hildur Guðnadóttir tónskáld, en 23. maí verð- ur verk hennar og Elínar Hansdóttur myndlistar- manns frumflutt í Riga í Lettlandi. Ljós og skuggi „Elín gerir innsetninguna, og hún samanstendur af ljósum, sem eru beintengd við nótur orgelsins. Þannig hefur hver nóta heiltónaskalans sitt ljós; d hefur til dæmis rautt ljós. Ljósin fara svo í spegl- astrúktúr sem er haldið uppi af risastórum blöðrum sem svífa uppi í lofti í kirkjunni,“ segir Hildur og hlær. „Þetta er búið að standa til í ár, og við erum bún- ar að vera með hugann við verkið síðan þá, en byrj- uðum að vinna það fyrir nokkrum mánuðum. Verkið er eins og risastórt DNA og margar pæl- ingar á bak við það. DNA-inu er svo skipt í lita- skala eftir litahring Newtons. Annars er mig búið að langa lengi til að búa til svona verk, því í þeim stóru hljóðfærainnsetningum sem ég hef verið að gera er ég oft að vinna með tóna, hreyfingu og ljós. Fyrir mér er mjög sterk tenging þar á milli. Ég hef rannsakað þetta mikið síðustu árin, og langaði virki- lega að gera verk þar sem ljósið væri beintengt við hljóðið. Tækifærið kom með þessu verki. Elín er svo algjör snillingur, og í sínum verkum hefur hún mikið unnið með ljós og skugga – á svipaðan hátt og ég hugsa um hljóðið. Það var því fullkomið fyrir okkur að mætast í þessu verki og samstarfið hefur verið yndislegt.“ Það voru skipuleggjendur hátíðarinnar Sound Forest í Riga í Lettlandi sem föluðust eftir verkinu, en Hildur hefur komið fram á hátíðinni nokkrum sinnum áður. begga@mbl.is D er rautt! Morgunblaðið/Ásdís Yndislegar „Það var fullkomið fyrir okkur að mætast í þessu verki og sam- starfið hefur verið yndislegt,“ segir Hildur um samstarfið við Elínu.  Hildur Guðnadóttir og Elín Hansdóttir með risa- stórt DNA í Lettlandi @

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.