Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Óvenjulegamargorðurstjórn- arsáttmáli hinnar nýju vinstri stjórnar er furðufáorður um hvernig stjórnin hyggst takast á við ýmis stærstu verkefnin, sem við henni blasa. Við fáum að vita hvenær stjórnin ætlar t.d. að leggja fram áætlun um ríkisfjár- málin, taka ákvörðun um eig- endastefnu og eignarhald bankanna og endurmeta að- gerðir sínar vegna skulda- vanda heimilanna, en hvað hún ætlar að gera verður okk- ur ekki sagt fyrr en seinna. Þetta er ekki styrkleikamerki á hinni nýju stjórn. Fyrir kosningar gátu stjórnarflokkarnir ekki sagt kjósendum til hvaða aðgerða þeir hygðust grípa í ríkisfjár- málum; hvar ætti að skera nið- ur eða hvaða skatta ætti að hækka. Nú hafa þeir setið við í tvær vikur. Fréttir hafa borizt af ýmsum hugmyndum, ekki sízt um hærri skatta. Nú lítur nýr stjórnarsáttmáli dagsins ljós og kjósendur eru engu nær um hvernig eigi að leysa vandann í ríkisfjármálum. Erfitt er að draga aðra álykt- un af þessum vandræðagangi en að ríkisstjórnin hafi enn ekki náð neinum tökum á þessu brýna verkefni sínu. Í stjórnarsáttmálanum er hins vegar talsvert af hugmyndum sem munu útheimta aukin rík- isútgjöld. Þeir, sem bjuggust við að skýrt yrði kveðið að orði um aðgerðir til hjálpar heim- ilunum í greiðsluvanda þeirra, hljóta líka að hafa orðið fyrir vonbrigðum. Um þau efni segja stjórnarsáttmálinn og 100 daga aðgerðaáætlunin af- ar fátt. Þá vekur það óneitanlega athygli að ríkisstjórnin, sem ætlar að gæta „ýtrasta að- halds í rekstri ríkisins“ skuli nú fjölga ráðherrum á ný. Sennilega er það til marks um að forystumenn stjórnarflokk- anna hafi átt í vandræðum með að standa gegn kröfum eigin þingmanna um ráðherra- stóla. Áformin um uppstokkun og fækkun ráðuneyta þegar líður á kjörtímabilið eru hins vegar að mörgu leyti skynsamleg. Sameining ýmissa verkefna, sem varða stjórn efnahags- mála og fjármálamarkaðinn í einu ráðuneyti er í samræmi við það, sem ýmsir hafa ráð- lagt. Bent hefur verið á að skortur á samráði og sam- starfi ráðuneyta hafi átt sinn þátt í að efnahagshrunið varð eins alvarlegt og raun bar vitni. Ráðherra utan þings, Gylfa Magnússyni, sem verður efnahags- málaráðherra, hafa verið færð mikil völd. Hann er vandanum vaxinn, en athygli vekur að stjórnarflokkarnir skuli ekki sjálfir telja að þeir eigi mann, sem veldur þessum mikilvæga málaflokki. Stjórnin er klofin í afstöð- unni til Evrópusambandsins. Utanríkisráðherra mun leggja fram tillögu til þingsályktunar á sumarþingi, um að sótt verði um aðild að ESB. Ekki mun Samfylkingin geta reitt sig á stuðning allra þingmanna Vinstri grænna við þá tillögu. Hún þarf því augljóslega að semja við stjórnarandstöðuna, og það er út af fyrir sig ágætt að í stjórnarsáttmálanum kemur fram að stjórnin horfist í augu við þá stöðu. Stjórn- arandstaðan mun geta haft mikil áhrif á hvernig samn- ingsmarkmið og fyrirvarar Ís- lands um aðildarsamning verða orðaðir. Æskilegast er að þetta mikilvæga mál verði unnið og afgreitt í eins víð- tækri sátt og kostur er. Sú áherzla, sem í stjórn- arsáttmálanum er lögð á sam- ráð við aðila vinnumarkaðar- ins, er jákvæð. Hún stangast hins vegar á við önnur mark- mið, eins og þau að hefja inn- köllun aflaheimilda strax á næsta ári. Þá niðurstöðu virð- ist stjórnin hafa gefið sér fyr- irfram, þrátt fyrir að hún hyggist efna til samráðs við hagsmunaaðila um breytingar á fiskveiðistjórnuninni. Fleiri hugmyndir stjórn- arinnar í sjávarútvegsmálum orka tvímælis. Reynslan sýnir til dæmis að tillagan um frjáls- ar handfæraveiðar smábáta að sumarlagi mun vinna gegn öðru markmiði stjórnarsátt- málans um vernd fiskistofna og ábyrga veiðistjórnun. Marga ljósa punkta er að finna í einstökum köflum stjórnarsáttmálans. Stjórnin vill til dæmis jafna vægi at- kvæða við þingkosningar, bæta aðgang almennings og fjölmiðla að upplýsingum og setja ein hjúskaparlög, sem gildi fyrir jafnt gagnkyn- hneigða sem samkynhneigða. Það er full ástæða til að óska hinni nýju ríkisstjórn velfarnaðar í glímunni við ein- hvern mesta vanda, sem Ís- lendingar hafa staðið frammi fyrir um áratugaskeið. Nýr stjórnarsáttmáli dugir hins vegar ekki til að sannfæra kjósendur um að stjórn- arflokkarnir nái utan um verk- efni sitt. Enn vitum við of lít- ið um hvað stjórnin ætlar að gera í stærstu málunum} Vandanum vaxin? Þ að hefur einu sinni verið mynduð þjóðstjórn á Íslandi, nánar til- greint vorið 1939, sem hafði að vísu ekki breiðari skírskotun en svo að hún var mynduð gegn kommúnistum. Áður hafði slitnað upp úr sam- starfi stjórnar „hinna vinnandi stétta“ vegna kröfu Alþýðuflokksins um að þjóðnýta tog- araflotann. Segja má að sú krafa endurómi nú í kröfu vinstri flokkanna um þjóðnýtingu afla- heimilda. En Framsókn hefur ekki áhuga á slíkri þjóðnýtingu og hafði það ekki heldur þá, heldur vildi með orðum Eysteins Jónssonar „einstaklingsframtak sem flestra, en fé- lagsskap um sameiginleg verkefni …“ Eftir að upp úr samstarfinu slitnaði var mynduð þjóðstjórn Framsóknar, Sjálfstæð- isflokks og Alþýðuflokks. Ástæðan var sú að erfið verkefni blöstu við, sem líkleg voru til að baka rík- isstjórninni óvinsældir, og aðeins rúm tvö ár til kosninga. Hermann Jónasson vildi því breiðari sátt í þinginu og færri að kljást við. Aðstæðurnar voru svipaðar og nú, því ef sótt verður um aðild að ESB, er líklegt að efnt verði til þingkosninga innan tveggja ára. Og ekkert vantar upp á að vandamálin séu botnlaus, engu síður en þá. Í ævisögu Ólafs Thors, eftir Matthías Johannessen, er vitnað í minnisblöð, þar sem Ólafur lýsir afstöðu Her- manns á þeim tíma. Sú afstaða fólst í því að gera yrði ráð fyrir, „að Alþýðuflokkurinn yrði, ef hann væri utan við stjórnina, alveg kommúnistískur og samskipa Héðni og hans flokki, og hér gæti því vel komið til lík- amlegra átaka, o.s.frv.“ Það er því ljóst að undiraldan í þjóðfélag- inu var mikil árið 1939 eftir langvarandi kreppu, enda voru brýnust „fátækramálin, útvegsmálin og atvinnubótavinnan“. Það kemur fram í minnisblöðum Ólafs að efna- hagsmálin hafi þótt „erfiðust til samninga“ og nefnd eru „gjaldeyrisvandræðin og innflutn- ingshöftin“, auk þess sem bönkunum hafi lið- ist „að vaða uppi“ og þeir sem lifað hafi á út- gerð hafi „tapað öllu sínu“. Allt eru þetta kunnugleg stef. En svo vitnað sé til orða Matthíasar voru sættirnar 1939 „mikilvæg þáttaskil, þjóð- arnauðsyn, eins og málum var þá háttað í heiminum. Þjóðin mun ávallt búa að því, hvernig þá tókst að verja fjöregg hennar, frelsi og sjálfstæði“. Og spurning vaknar, hvort ekki hefði verið skyn- samlegra í erfiðleikunum og óvissunni núna að mynda þjóðstjórn. Það hefði raunar átt að gera fyrir löngu; lík- lega voru mestu mistök ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að mynda ekki þjóðstjórn í haust. En í stað þess að fara að dæmi Hermanns, var farin sú leið að efna til kosninga og mynda ríkisstjórn til vinstri. Stjórnmálaflokkum fjölgaði ekki í ríkisstjórninni, þó að ráðherrum fjölgaði að vísu aftur. Auðvitað er það ákvörðun sem ný ríkisstjórn lifir með; hún axlar ábyrgð eftir því. pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Þjóðstjórnin sem ekki varð Boða róttæka upp- stokkun ráðuneyta FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is T ÖLUVERÐAR breyt- ingar verða gerðar á stjórnarráðinu á næstu misserum í annað sinn á stuttum tíma. Ný ríkisstjórn ætlar strax að sameina ýmis verkefni í efnahagsmálum í nýju efnahags- og viðskiptaráðu- neyti. Nýtt atvinnuráðuneyti verði til fyrir mitt kjörtímabilið og ráðu- neytum fækkað úr 12 í 9 á kjör- tímabilinu. Fyrir lok kjörtímabils- ins er gert ráð fyrir því að lögfest verði sameining samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og mannréttinda- og dómsmálaráðu- neytis í nýju innanríkisráðuneyti. Uppstokkanir, sameining og fækkun ráðuneyta eru fátíðar í stjórnkerfinu. Einu strúktúr- breytingarnar sem gerðar hafa verið á síðustu 40 árum, eða frá því lögin um Stjórnarráð Íslands voru sett, eru annars vegar stofn- un umhverfisráðuneytisins árið 1990 og umtalsverðar breytingar sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar stóð fyrir 2007. Þá voru stórir málaflokka fluttir milli ráðuneyta og ráðuneyti land- búnaðar- og sjávarútvegs voru sameinuð í eitt í ársbyrjun 2008. Einnig var gerð sú breyting að iðnaðar- og viðskiptaráðuneytin voru ekki lengur á hendi eins og sama ráðherrans. Reglulega hafa átt sér stað miklar umræður um hvort skyn- samlegt sé að sameina atvinnuveg- aráðuneytin. „Það mæla töluvert sterk fagleg rök með því að sam- eina þessi ráðuneyti,“ sagði Gunn- ar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, um áformin um atvinnuveg- aráðuneyti. „Þau glíma við mjög hliðstæð viðfangsefni og það hefur mörgum þótt loða við sérstaklega landbúnaðar- og sjávarútvegsráðu- neytið að þau væru veik gagnvart sínum atvinnugreinum og væru kannski of nátengd þeim. Sam- einað ráðuneytið ætti að hafa burði til að vera faglega sterkara og með meiri möguleika á sérhæf- ingu og sérþekkingu, en þetta er líka pólitísk spurning,“ bendir hann á. Annars vegar hafi ásóknin í ráðherrastóla alltaf verið sterk og unnið gegn sameiningu ráðu- neyta hér á landi. Hins vegar snýst þetta um aðgang viðkomandi atvinnugreinar eða hópa, sem störf ráðuneytisins snerta, að ráðuneyti. Hópar sem hafa haft aðgang að sérstöku ráðuneyti sem sinnir hagsmunum þeirra hafa að sumu leyti betri aðgang að stjórn- kerfinu. Þeir séu því ekki ánægðir með að sjá á bak þeim aðgangi. Þegar boðuð var sameining landbúnaðar- og sjávarútvegsráðu- neytanna árið 2007 var gagnrýnt að ríkisstjórnin tæki ekki stærra skref og setti iðnaðar- og við- skiptaráðuneytin einnig undir þann sama hatt í einu atvinnuveg- aráðuneyti. Geir H. Haarde, þá- verandi forsætisráðherra, þótti ekki hyggilegt að búa til stórt at- vinnuvegaráðuneyti. „Slíkt ráðu- neyti væri einfaldlega of risavax- ið,“ sagði hann á þeim tíma. Í samanburði við önnur lönd eru ráðuneyti á Íslandi fremur fá. Lengst af voru ráðuneyti formlega 14 talsins og Hagstofan talin sér- stakt ráðuneyti. Síðar fækkaði þeim í 12 og nú er stefnt að fækk- un þeirra í níu. Stjórnin mynduð Undirbúningur að efnahagsráðuneyti hefst strax. Sameina á samgöngu- og dómsmál í innanríkisráðuneyti fyrir lok kjörtímabilsins. Ríkisstjórnin ætlar að fækka ráðuneytum úr 12 í 9 á kjör- tímabilinu og flytja til stóra málaflokka. Viðskiptaráðuneytið verður strax að sérstöku ráðu- neyti efnahagsmála. SÉRSTÖK efnahagsráðuneyti þekkjast víða og fer vart á milli mála að slík ráðuneyti eru meðal voldugustu ráðuneyta stjórnkerfa. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor segir þetta góða hugmynd við nú- verandi aðstæður. ,,Ég held að í ljósi reynslunnar sé full ástæða til að huga að því að einhverjir meg- inþættir efnahagsstjórnarinnar og þ.á m. Seðlabankinn, Fjármálaeft- irlitið og yfirstjórn bankamálanna tengist í sæmilega öflugu ráðu- neyti, sem gæti þá líka verið stjórn- völdum til ráðuneytis um stefnu- mótun á þessu sviði á miklu sterkari hátt en áður. Ég geri fast- lega ráð fyrir að þegar menn líta til baka til aðdraganda bankahrunsins megi sjá að sundurlaus stjórnsýsla á þessu sviði hafi borið þar nokkra sök. Ég held að á þessum óvissutím- um sé ástæða til að halda vel utan um þennan málaflokk.“ ÖFLUGT OG EFTIRSÓTT›› Efnahagsráðuneyti Seðlabankinn færist til viðskiptaráðuneytisins. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.