Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2009 Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol 21. maí í 12 nætur. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og njóttu lífs- ins í sumarbyrjun á vinsælasta sumar- leyfisstað Íslendinga. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 69.990 12 nætur Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / stúdíó / íbúð í 12 nætur, m.v. stökktu tilboð. Aukavika kr. 20.000 12 nátta ferð – allra síðustu sætin! Stökktu til Costa del Sol 21. maí – 2. júní frá kr. 69.990 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur sigrunerna@mbl.is SÖGULEG stund átti sér stað á Bessastöðum í gær þegar fyrsta vinstristjórn með þingmeirihluta hér á landi kom saman í fyrsta sinn. Samfylkingin og Vinstrihreyfingin – grænt framboð mynda ríkisstjórn- ina sem í sitja tólf ráðherrar og er hún önnur stjórn Jóhönnu Sigurð- ardóttur forsætisráðherra. Tveir ráðherrar létu af embætti og fjórir bættust í hópinn. Þrátt fyrir að ráð- herrum hafi fjölgað um tvo áætlar ríkisstjórnin að fækka ráðuneytum úr tólf í níu síðar á kjörtímabilinu. Skipti á tveimur stólum Það var blendin stemning á Bessastöðum í gær þegar ein rík- isstjórn lét af störfum og önnur tók við. Fyrri fundurinn var síðasti fundur fráfarandi ríkisstjórnar og mátti merkja þar ákveðinn þunga enda voru tveir ráðherrar að kveðja, þær Ásta Ragnheiður í fé- lags- og tryggingamálaráðuneyti og Kolbrún Halldórsdóttir í umhverf- isráðuneyti. Nýir ráðherrar Óhætt er að segja stemningin hafi verið léttari á síðari fundinum sem var fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar stjórnar Jóhönnu Sigurð- ardóttur. Fjórir nýir ráðherrar höfðu þá bæst við. Árni Páll Árna- son verður félags- og trygginga- málaráðherra í stað Ástu Ragnheið- ar sem verður forseti Alþingis, og Svandís Svavarsdóttir tekur við í umhverfisráðuneyti af Kolbrúnu Halldórsdóttur sem náði ekki kjöri á þing. Nýir ráðherrar Þá verður Jón Bjarnason land- búnaðar- og sjávarútvegsráðherra og Katrín Júlíusdóttir iðnaðar- ráðherra. Gylfi Magnússon og Ragna Árnadóttir sitja áfram sem ráðherrar en þau eiga ekki sæti á Alþingi. Verður Gylfi ráðherra efnahagsmála og Ragna dómsmála- ráðherra. Þeir ráðherrar sem sitja áfram eru auk Jóhönnu þau Stein- grímur J. Sigfússon fjármálaráð- herra, Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra og Kristján L. Möller samgöngu- ráðherra. Ný stjórn í skugga kreppu  Tveir ráðherrar láta af störfum  Fjórir nýir ráðherrar í ríkisstjórn  Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir verður nýr forseti Alþingis  Fyrsta kjörna vinstriflokka-meirihlutastjórn Íslands Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinstristjórn Ný vinstriflokka-meirihlutastjórn hittist á sínum fyrsta ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. JÓN Bjarnason, nýr ráðherra landbúnaðar og sjávar- útvegs, segist sáttur við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar þótt hann geri fyrirvara um Evrópubandalags- aðild. Jón sagði verkefni ríkisstjórnarinnar fyrst og fremst vera að rétta við efnahagslífið og stöðu heim- ilanna. ,,Sóknarfæri íslensku þjóðarinnar liggja ekki hvað síst í íslenskum landbúnaði og sjávarútvegi. Við þurf- um að efla alla innlenda framleiðslu, afla gjaldeyris, spara hann í innflutningi og skapa störf. Í landbúnaði og sjávarútvegi liggja miklir möguleikar til þess,“ seg- ir Jón. Jón er fæddur 1943 og á sex börn með konu sinni, Ingibjörgu Berg- steinsdóttur þroskaþjálfa. Jón er búfræðingur að mennt og var m.a. skólastjóri Bændaskólans að Hólum í Hjaltadal í 18 ár. Hann tók fyrst sæti á Alþingi árið 2003 og hefur gegnt starfi formanns þingflokks Vinstri-grænna. sigrunerna@mbl.is Fyrirvari um aðildarumsókn Jón Bjarnason ÁRNI Páll Árnason, nýr félagsmálaráðherra, sagði það takmark nýrrar stjórnar að verja grundvallarstoðir vel- ferðar og að forðast flatan niðurskurð í þeim viðkvæmu málaflokkum sem heyrðu undir hans ráðuneyti. Það yrði þó að spara líkt og önnur ráðuneyti og gæta hverrar krónu. ,,Við verðum að eyða því takmarkaða skattfé sem við höfum af mikilli ábyrgð og mikilli ráðdeild,“ sagði Árni. Árni Páll segist taka við góðu búi af forverum sínum, þeim Ástu R. Jóhannesdóttur og Jóhönnu Sigurð- ardóttur. Hann sagðist ánægður með þá miklu ábyrgð sem honum væri fólgin og sagðist vona að með Guðs hjálp og góðra manna myndi hann standa undir henni. Árni er 43 ára lögfræðingur og kvæntur Sigrúnu Eyjólfsdóttur flug- freyju. Saman eiga þau þrjú börn. Ekki náðist í Ástu R. Jóhannesdóttur í gær. sigrunerna@mbl.is Munum verja velferðarkerfið Árni Páll Árnason ,,ÉG er farfugl eins og margæsin sem ég sé þarna út um gluggann,“ sagði Kolbrún Halldórsdóttir á Bessastöðum í gær en þar lét hún af embætti umhverfisráðherra. Spurð um framtíðina sagði Kolbrún að hún væri alls óráðin. Hún vildi ekkert gefa út á orðróm þess efnis að hún myndi sækjast eftir stöðu þjóðleikhússtjóra. Hún hefði sótt um þá stöðu fyrir fimm árum og það yrði bara að koma í ljós hvort hún gerði það aftur. Kolbrún sagðist vera þakklát fyrir þann tíma sem hún varði í ráðherraembætti, hann hefði verið líkur meist- aranámi í háskóla og nú væri kominn tími til að útskrifast. sigrunerna@mbl.is ,,Farfugl eins og margæsin“ Kolbrún Halldórsdóttir Ný ríkisstjórn ,,ÉG er hrærð og þakklát yfir því trausti sem mér er sýnt með því að fela mér ráðuneytið. Verkefnin eru í senn spennandi og krefjandi,“ segir Svandís Svav- arsdóttir, nýr umhverfisráðherra. Svandís mun ekki sitja út kjörtímabilið í borgarstjórn eins og hún hafði áð- ur gefið út og mun sömuleiðis víkja úr stjórn Orkuveit- unnar. Hver eftirmaður hennar verður í stjórn OR á eft- ir að koma í ljós. Svandís vildi ekki gefa upp hvernig hennar atkvæði um aðildarviðræður myndi falla. „Það gerir það hver og einn upp við sig í þingflokknum hvernig hann greiðir at- kvæði um þessa tillögu,“ sagði Svandís. Svandís er 45 ára að aldri og á fjögur börn með manni sínum, Torfa Hjartarsyni lektor. Hún hefur MA í íslenskri málfræði frá Háskóla Íslands. sigrunerna@mbl.is Yfirgefur borgarstjórn Svandís Svavarsdóttir SÓLEY Tóm- asdóttir tekur sæti Svandísar Svavarsdóttur í borgarstjórn Reykjavíkur er hún sest í stól umhverfis- ráðherra. „Já, það er frá- gengið, en við eigum eftir að fara yfir hvort ég tek við öllum hennar embættum innan borgarinnar, það verða sjálfsagt einhverjar hrókeringar þar,“ segir Sóley. Svandís á nú m.a. sæti í borg- arráði, skipulagsráði, situr í stjórn- kerfisnefnd borgarinnar og er fulltrúi í stjórn Orkuveitunnar. Sóley hefur verið í 70% starfi sem fyrsti varaborgarfulltrúi VG og í 30% starfi innan borgarstjórn- arflokksins. Hún kveðst ætla að halda áfram að beita sér fyrir stefnumálum flokksins eins og hún hafi gert fram til þessa í borg- arstjórn. Hermann Valsson tekur við stöðu Sóleyjar sem varaborgarfulltrúi. Sóley fær sæti Svandísar Sóley Tómasdóttir Gunnar Helgi Kristinsson, prófess- or í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, telur að sú „óvenjulega“ leið sem ríkisstjórnin fer í Evrópu- málinu setji alla flokka í ákveðinn vanda og geti t.d. reynt töluvert á stjórnarsamstarfið. „Það verður mjög flókið fyrir Framsóknarflokk- inn að greiða atkvæði gegn þings- ályktunartillögu sem gæti orðið nánast samhljóða eigin flokks- samþykkt. Og fyrir Sjálfstæð- isflokkinn gæti það orðið dálítið erfitt að greiða atkvæði gegn þessu. Reyndar er landsfundar- samþykktin þannig en þá er flokkurinn líka fastur í þeirri afstöðu næstu áratugi, í raun. Ég er ekki viss um að hann vilji það.“ Evrópumálið setur alla flokka í nokkurn vanda Gunnar Helgi Kristinsson „ÞETTA leggst vel í mig. Atvinnumálin verða gríð- arlega stórt verkefni á þessu kjörtímabili og þarna er þungamiðja atvinnumálanna,“ segir Katrín Júlíusdóttir, verðandi iðnaðarráðherra. Hún tekur við ráðuneytinu af Össuri Skarphéðinssyni, flokksbróður sínum. Orkumál og stóriðjumál heyra undir iðnaðarráðu- neytið en öll spjót hafa staðið á Samfylkingunni vegna þessara málaflokka. „Það þarf að fara að sætta sjónarmið í þessum efnum. Þess vegna leggjum við mikið kapp á að rammaáætlun um nýtingu og vernd náttúrusvæða verði kláruð sem fyrst. Ég vildi sjá hana kláraða næsta vetur og þá erum við komin með yf- irsýn sem er mikilvæg,“ segir Katrín. Katrín Júlíusdóttir tók fyrst sæti á Alþingi árið 2003 og hefur setið í iðn- aðarnefnd þingsins frá árinu 2005, þar af verið formaður hennar frá árinu 2007. the@mbl.is Þungamiðja atvinnumálanna Katrín Júlíusdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.