Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2009 ✝ Elskuleg eiginkona mín og amma okkar, BJARNDÍS FRIÐRIKSDÓTTIR, Dísa frá Eilífsdal í Kjós, Bugðulæk 20, Reykjavík, andaðist á heimili sínu mánudaginn 4. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Karl Kristinsson, Perla Dís Kristinsdóttir, Birta Líf Kristinsdóttir. ✝ Fanney Oddgeirs-dóttir fæddist á Grenivík 14. sept- ember 1917. Hún lést á hjúkrunar- og dval- arheimilinu Hlíð á Ak- ureyri laugardaginn 4. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Aðalheiður Kristjánsdóttir og Oddgeir Jóhannsson, útvegsbóndi á Hlöð- um. Fyrsta barn þeirra Hlaðahjóna lést á fyrsta ári, en 11 lifðu til fullorðinsára; Agnes, Alma, Aðalheiður, Jóhann Adolf, Kristján Vernharð og Fanney, sem öll eru látin. Eftir lifa Hlaðgerður, Mar- grét, Hákon, Sigríður og Björgvin. Fanney giftist Jóhanni Konráðs- syni söngvara. Hann lést 27. desem- ber 1982. Börn þeirra eru: 1) Heiða Hrönn, gift Birgi Stefánssyni, þau eiga fimm börn; Örn Viðar, Stefán, Svanfríði, Þorbjörgu og Jóhann Konráð. 2) Anna María, gift Birgi Marinóssyni. Hún á dæturnar Fann- eyju og Ingu Björk með fyrri manni sínum, Herði Kristinssyni. 3) Kon- ráð Oddgeir, f. 9. apríl 1943, d. 6. september 2000. Ekkja hans er Lilja Fanney ólst upp á fjölmennu heimili á Hlöðum, þar sem allir þurftu að taka til hendinni. Skepnu- hald var til að skapa fæði og klæði fyrir heimilið, en sjávarafurðirnar gáfu aðaltekjurnar. Fanney var ekki nema níu ára þegar hún var farin að taka til hendinni við beitn- inguna. Þá þurfti að skjóta undir hana kassa til þess að hún næði upp í boruna með línustokkinn. Hlaða- fólkið söng margraddað við beitn- inguna og þegar frændfólk og vinir á Miðgörðum bættust við var þetta orðinn álitlegur og áheyrilegur kór. Þegar árin liðu fór Fanney í Kvennaskólann í Reykjavík, en tók síðan að starfa á Hótel Gullfossi á Akureyri. Fyrsta heimili hennar og Jóhanns var í Gránufélagsgötu 41, í sambýli við foreldra Jóhanns, Kon- ráð Jóhannsson og Svövu Jósteins- dóttur. Lengst af bjuggu Fanney og Jóhann í Spítalavegi 11. Samhliða heimilisstörfum og barnauppeldi starfaði Fanney í áratugi að umönn- um geðsjúkra á Akureyri, ásamt manni sínum. Undanfarin ár hefur Fanney notið umönnunar á hjúkr- unar- og dvalarheimilinu Hlíð. Það er einlæg ósk afkomenda Fanneyjar til þeirra sem vilja minnast hennar að láta heimilið í Hlíð njóta þess. Útför Fanneyjar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 11. maí, kl. 13.30. Meira: mbl.is/minningar Helgadóttir, börn þeirra fimm; Svan- hildur, Hrafnkell, Jó- hann Helgi, Að- alheiður og Sindri. Sindri lést í bílslysi 1996. 4) Jóhann Már, kvæntur Þóreyju Jónsdóttur. Börn þeirra eru Jón Axel, Stella Hrönn og Jó- hann Oddgeir. Jó- hann átti fyrir hjóna- band Ólaf Finn og Halldóru Elínu með Dórótheu Valgarðs- dóttur. 5) Svavar Hákon, kvæntur Sigurbjörgu Jónsdóttur, systur Þóreyjar, konu Jóhanns. Börn Svav- ars og Sigurbjargar eru Jóna Fann- ey, Hákon Þór og Finnur Bessi. 6) Kristján Ingvar, kvæntur Sigurjónu Sverrisdóttur. Börn þeirra eru Sverrir, Víkingur og Rannveig. Börn Kristjáns og fyrstu konu hans, Áslaugar Kristjánsdóttur, eru Ingv- ar Jóhann og Barbara Kristín. Kristján kvæntist Dorriet Kavanna söngkonu, sem lést 1983. 7) Björg- vin Haukur, kvæntur Ragnheiði Haraldsdóttur, börn þeirra eru þrjú; Harpa, Vala og Haukur Heið- ar. Þegar maður röltir meðfram vatninu hér í Desenzano blasir Sirmione-tanginn við. Þarna er einn af mörgum heillandi miðaldastöðum við Gardavatnið og undurfagurt um að litast. Þann stað heimsóttu Fanney og Jói Konn í fyrstu Ítal- íuferð sinni og hún sagði mér frá því þegar við vorum hér saman seinna að það að fara með ferjunni yfir til Sirmione væri að heimsækja róm- antíska staðinn þeirra Jóhanns. Við hjónin vorum þá með Fanneyju ásamt fleirum úr fjölskyldu og vina- hópi Kristjáns og Jónu dóttur okkar hér í Desenzano til að vera viðstödd debút Kristjáns í Arenunni í Ver- óna. Þetta varð yndislegur og eft- irminnilegur tími. Við bjuggum öll í Villa María sem var algjör sum- arparadís en þar höfðu Jóna og Kristján aðsetur á þessum tíma. Þarna kynntumst við Fanneyju, Heiðu, Önnu Maríu og Hauki best. Fanney naut sín til fulls eins og í öll hin skiptin sem við vorum saman á erlendri grund. Í New York, í Míl- anó, í Veróna og alltaf var tilefnið sonur hennar í aðalhlutverki í helstu óperuhúsum heims. Það er bara hægt að ímynda sér hvaða til- finningar hafa hrært móðurhjartað á þessum stóru stundum. Hún þekkti verkin, hún kunni músíkina og vissi um kröfurnar sem í sýning- unni fólust. Fanney fór ung í Kvennaskólann í Reykjavík, sem ekki var algengt með stúlkur af landsbyggðinni á þeim tíma. Svo giftist hún Jóhanni Konráðssyni. Jói Konn var elskaður af öllum fyrir hugljúfan söng sinn. Hún og Jói Konn, börnin, vinnan og söngurinn var samtvinnað í lífi Fanneyjar, en þau Jói unnu saman við umönnun geðsjúkra á Akureyri um árabil. Hún hafði mikla þekk- ingu á tónlist og fallega söngrödd. Mér finnst það mjög sérstakt að þau hjónin sungu inn á plötu með börnum sínum en nær öll börn þeirra hafa sérlega góða söngrödd. Á plötunni syngja Fanney og Jó- hann saman dúettlagið Hin ljúfa sönglist, sem mér finnst mjög tákn- rænt. Fanney hafði einstakan áhuga á íslensku máli og fylgdist með þátt- um ríkisútvarpsins um tungumálið og skrifaði þættinum með ábend- ingar þegar hún hafði þekkingu á því sem spurt var um. Hún var víð- lesin, hafði óvenju góða tungumála- kunnáttu og var á allan hátt merk- iskona. Samverustundir okkar Sverris með Fanneyju eru allar tengdar eft- irminnilegum tímum. Ömmudreng- irnir okkar komu til Íslands á sumr- in. Þá var alltaf farið í ferðalag um landið og komið við á Akureyri hjá ömmu Fanneyju. Og svo stóru stundirnar í lífi sonar hennar. Síð- asta stóra stundin var þegar Krist- ján heiðraði mömmu sína níræða með tónleikunum Til mömmu á Ak- ureyri. Nú hefur hún kvatt sátt eftir viðburðaríka ævi. Við hjónin erum hjá sameiginleg- um ömmubörnum á Ítalíu. Þaðan sendum við allri fjölskyldunni hlýj- ar kveðjur um leið og við vottum þessari mætu konu virðingu okkar. Sverrir, Víkingur og Veiga biðja líka fyrir innilegar kveðjur. Þau þakka ömmu sinni góðar samveru- stundir liðinna ára. Blessuð sé minning Fanneyjar Oddgeirsdóttur. Rannveig og Sverrir. Fanney Oddgeirsdóttir var ekki há í loftinu þegar hún fór að taka til hendinni við heimilishald og útgerð foreldra sinna að Hlöðum á Greni- vík. Hún varð reyndar aldrei hávax- in, en hún var engu að síður stór kona. Hún fór ekki með látum, hafði skapgerð haföldunnar; reis hægt með vaxandi vindi, en ef vindurinn gaf sig ekki var hún líka tilbúin til átaka. Og þá gat skollið á hleinum. En hún gat líka lægt rísandi öldur með því einu að vera til. Með því að sýna sig á staðnum. Þannig fólki er gaman að kynnast. Einn daginn þegar Hlaðafólkið stóð við beitningu birtist ungur maður frá Akureyri í skúrnum. Hann var glaðlegur, snyrtilegur, nýgreiddur og vel til hafður. Hann var öðruvísi en þeir ungu menn, sem Fanney þekkti. Hann var „gæjalegur“, eins og það er orðað nú til dags, sagði Fanney síðar. Þarna var Jóhann Konráðsson kom- inn. Ástin kviknaði milli hans og Fanneyjar við fyrstu sýn. Þau fengu að eigast. Ég læddist oft í kjallarann í Spít- alavegi 11, þar sem Fanney og Jói byggðu sitt bú lengst af. Ég sótti í leiki við drengina þeirra. Mér fannst þetta ógnarleið. Fyrst var það forstofan, þar opnaði ég dyrnar til hægri inn í kyndiklefann, þar sem olíukyndingin malaði eins og stór köttur. Þarna var hlýtt og nota- legt. Þaðan fór ég um dyr til hægri inn í geymslu og enn þurfti ég að opna dyr, nú inn í búr, þar sem allt var í röð og reglu í heimasmíðuðum hillum frá lofti til gólfs. Þá loksins var ég kominn að eldhúsdyrum og þar var venjan að banka. Ég var kominn að hjarta hússins, eldhús- inu, sem í þá daga var ríki húsfreyj- unnar. Hún opnaði oftast sjálf og tók mér alltaf glaðlega. Og þegar opnaðist inn í eldhúsið fannst mér opnast stórir salir, hvílíkar víddir! – Viltu ekki volga kleinu og mjólkurglas, Gísli minn, sagði hús- freyjan, ef ég var svo heppinn að hitta á kleinusteikingu. Nú er þetta hús mitt skjól, gamla eldhúsið hennar Fanneyjar er vinnuhornið mitt. En þótt ég hafi lamið niður milliveggi til að stækka herbergin þá eru þau samt lítil! Mikið gerir barnsminnið veröldina stóra. Þótt ég gerði mér grein fyrir því með aldrinum að kjallarinn í Spít- alavegi 11 er frekar lítill þá stækk- aði Fanney í mínum huga. Ég kynntist henni og Jóa betur eftir því sem árin liðu og þau kynni hafa gef- ið mér mikið. Þegar ég heimsótti Fanneyju síðast var hún komin með suðandi súrefniskút við rúmstokk- inn. – Æ, Gísli minn, getur þú ekki slökkt á þessu tæki, mér leiðist þetta, sagði sú gamla og reif slöng- una úr nefinu. – Þeir sögðu mig súr- efnislausa og þannig er víst ekki hægt að lifa, bætti hún svo við sposk á svip. – Þetta er líka orðið nóg; af- komendur mínir spjara sig vel og þá get ég gengið ánægð frá verki. Fáum dögum síðar sofnaði sú gamla svefninum langa. Við höfða- lagið var mynd af „Jóa mínum“ með hlýjuna í augunum og bros á vör. Það var komin meiri gleði í svip hans og brosið hafði breikkað er ég kvaddi Fanneyju í hinsta sinn. Það er einhvers staðar sungið marg- raddað við beitningu í dag. Gísli Sigurgeirsson. Fanney Oddgeirsdóttir ✝ Ottó BergvinHreinsson fædd- ist í Reykjavík, 27. október 1974. Hann lést í Kópavogi 4. maí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Hreins Óm- ars Sigtryggssonar, f. 9.5. 1952, faðir hans var Sigtryggur Runólfsson, f. 11.7. 1921, d. 7.9. 1988, móðir Guðbjörg Sig- urpálsdóttir, f. 9.11. 1926, og Ólafíu Guð- rúnar Ottósdóttur, f. 13.8. 1952, d. 29.9. 2008, faðir hennar var Hösk- uldur Ottó Guðmundsson, f. 9.10. 1910, d. 23.8. 1993, móðir Guð- björg Jósefsdóttir, f. 13.9. 1916, d. 16.2. 2000, gift Páli Eyjólfssyni, f. 14.7. 1928, d. 20.10. 1997. Ottó var elstur í hópi þriggja systkina, en hin eru a) Ásdís Hreinsdóttir Sno- ots, f. 1.12. 1977, eiginmaður Ke- vin Brian Snoots, f. 6.10. 1976. Börn, Kevin Jr., f. 30.9. 2000, Krista Sóley, f. 28.10. 2004, Krist- ófer Óli, f. 1.9. 2006 b) Svandís Hreins- dóttir Danzer, f. 10.4. 1984, eignmað- ur Jeffrey Charles Danzer, f. 8.3. 1982. Ottó var í sambúð með Sigurlínu Andr- ésdóttur, f. 11.1. 1974, þau slitu sam- vistum. Sonur þeirra er Ómar Andrés, f. 22.7. 2001. Ottó bjó með Fa- ridu Sif Obaid, f. 25.10. 1977. Ottó ólst upp í Breiðholti í Reykjavík og gekk í Hólabrekku- skóla. Hann útskrifaðist með sveinspróf í rafvirkjun frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti og vann lengst af fyrir fyrirtæki föð- ur síns, Raf-Inn. Útför Ottós fer fram frá Graf- arvogskirkju, í dag, 11. maí, og hefst athöfnin kl. 13. Meira: mbl.is/minningar Elsku Ottó. Það er svo óraun- verulegt og skrýtið að sitja hérna að skrifa til þín eins og þú sért ekki hér. Ég er held ég ekki alveg búin að meðtaka þetta allt saman, þetta gerðist svo snögglega. Síð- ustu daga hefur allt einhvern veg- inn verið að rifjast upp fyrir mér, hvernig við kynntumst og hvað við vorum einu sinni hamingjusöm og leið vel saman. Við eignuðumst yndislegan dreng og ég gleymi aldrei hvað þú varst glaður daginn sem hann Ómar fæddist, þú gekkst ekki á jörðinni. Ég hef aldrei fyrr né síðar séð þig svona glaðan. Okkar leiðir skildi og hefur ýmislegt gengið á í okkar sam- skiptum en vináttan og tengslin á milli voru sterk. Þessi síðustu ár hafa verið barátta hjá þér og hefur þér oft liðið mjög illa. Þú reyndir mikið að finna lausn í þínu lífi og alltaf stóðu mamma þín, pabbi og fjölskylda á bak við þig. Ég veit að það var mikið áfall fyrir þig þegar mamma þín dó, þið voruð svo náin og þetta var erfiður tími. Ómar spyr mikið um þig og skil- ur þetta ekki alveg, þið voruð svo miklir félagar og þér þótti óend- anlega vænt um hann þó að að- stæður og veikindi þín kæmu stundum í veg fyrir samverustund- ir. Þið áttuð margar góðar stundir saman sem við höfum verið að rifja upp. Hann hafði líka pínu áhyggj- ur af að þú myndir ekki sjá hann fá gula beltið í karate eins og þú ætlaðir en svo sagði hann: „Pabbi horfir bara á mig af himnunum með ömmum mínum.“ Hann á eftir að sakna þín mikið en hann er ótrúlega duglegur og sterkur strákur. Elsku Ottó, við Ómar munum sakna þín mikið en nú hefur þú fengið frið og líður vel. Ég mun passa strákinn okkar vel og ég veit þú fylgist með honum og passar upp á hann. Elsku Bói, Ásdís, Svandís og Farida, Guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorgina. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr) Blessuð sé minning þín, elsku Ottó. Sigurlína og Ómar. Elsku fallegi bróðir minn, ekki gat ég ímyndað mér fyrir stuttu að ég mundi skrifa mína aðra minn- ingargrein á 7. mánuðum. Fyrst um mömmu, síðan um þig. Það er margt sem kemur upp í huga mér. Ég á svo margar góðar minningar um þig frá því þegar við vorum lít- il. Þegar við vorum yngri töldu margir ókunnugir að við værum tvíburar, ég elti þig á röndum og sá ekki sólina fyrir stóra bróður. Ég man svo vel eftir hvað þú gast dúllað þér tímum saman með Playmobile dótið þitt og raðaðir öllu svo flott upp og enginn mátti snerta það, og auðvitað gerði ég í því að fá að leika með það líka, við misgóðar undirtektir. Þú áttir mörg áhugamál, safnaðir frímerkj- um og áttir bíómyndasafn. Þú varst einnig einstaklega góður fim- leikamaður, varst í meistaraflokki hjá fimleikadeild Ármanns. Ég man þegar þú komst fyrst í heim- sókn til mín og Kevins og við fór- um á ströndina og Kevin fór að setja út á „strákafimleika“, þá fórst þú upp á hendurnar og labb- aðir á höndunum meðfram allri strandlengjunni og sagðir svo hlæjandi: „Hvað segir þú nú um stráka fimleika?!“ Þú varst þessi lífsglaði, myndarlegi ungi piltur sem allar stelpurnar voru skotnar í og ég var alltaf voðalega stolt að segja „Ottó er bróðir minn“. Þú varst svo duglegur, vannst sem unglingur á svalasta veitingastað bæjarins ásamt því að vinna með pabba. En allt í einu fórstu smátt og smátt að breytast og þú lentir í klóm vímuefna og öll áhugamál fuku í burtu og samband okkar breyttist. Margsinnis reyndir þú að fá hjálp, en allt kom fyrir ekki. Mamma og pabbi stóðu alltaf þétt með þér og reyndu eftir bestu getu að veita þér þá aðstoð sem þú þurftir. Þú varst sem tveir menn, stund- um eins og bróðir minn úr æsku sem ég elskaði og dáði svo mikið og stundum eins og ókunnugur maður, og þú vissir það, og þegar þú áttir góða daga þá talaðir þú mikið um erfiðleikana sem þú varst að glíma við og varst oft mjög ósáttur með að fá ekki þá að- stoð sem þú leitaðir svo mikið eft- ir. Árið 2000 kynntist þú henni Línu og Ómar Andrés kom inn í líf þitt eins og sólargeisli árið 2001. Þú varst svo stoltur þegar hann fæddist. Ómar er heppinn að eiga einstaklega góða mömmu sem ger- ir allt fyrir hann og á hún eftir að hugsa vel um hann. Ómar er líka heppinn að eiga góðan afa og við systurnar munum hlúa vel að hon- um og ég mun segja honum góðar sögur af þér eins og þú varst og hefðir átt að vera. Þú kynntist Faridu Sif eftir að mamma dó og ég er því að hitta hana núna í fyrsta sinn undir þess- um sorglegu kringumstæðum, en þú hafðir skrifað mér tölvupóst og sagðir mér hvað þú værir ham- ingjusamur með henni og þið vær- uð byrjuð að búa saman. Svona er þetta nú skrítið. Elsku bróðir, mín síðasta minn- ing með þér er þegar við lágum Ottó Bergvin Hreinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.