Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 27
Verkið 294.989 er sérstaklega gert fyrir sýninguna List og ást og list í Norræna húsinu. Fjórir hlutar verksins verða sýndir á fjórum stöðum: í Norræna húsinu, Listasafninu á Akureyri, á veitingahúsinu Gráa kettinum á Hverfisgötu og í sýningarglugga vikublaðsins Frétta á Strandvegi í Vestmannaeyjum. Menning 27FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2009 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið í Galleríi Fold á Rauðarárstíg virka daga 10–18, laugard. 11–16 og sunnud. 14–16 Listmunauppboð í Galleríi Fold Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu fer fram mánudaginn 11. maí, kl. 18.15 í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg Kristján Davíðsson Á uppboðinu er úrval góðra verka, meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna Verkin verða sýnd í dag kl.12–17 MOONBOY & the Sun- beams heldur tónleika á Ró- senberg við Klapparstíg í kvöld kl. 21. Bandið skipar hópur lista- manna með ólgandi tónlist- arblóð í æðum sem leika milda, myrka, djúpa frum- samda tónlist eftir Moon- boy. Meðlimir eru: Einar Hrafnsson á gítar, Anna Kristín píanó/söngur, Sigga Elliðadóttir söng- ur, Guðmundur Jónas Haraldsson, sem kallar sig Moonboy, er á gítar og syngur, Darren bassi og Birgir Baldursson slagverk. Lofað er magnaðri upplifun á tónleikunum, myrkri en ljúfri og djúpri kynngi með óvænt- um endi. Tónlist Með ólgandi tón- listarblóð í æðum Guðmundur Jónas Haraldsson LISTMUNAUPPBOÐ fer fram í Gallerí Fold við Rauðarárstíg kl. 18.15 í dag. Að venju verða boðin upp fjölmörg verk eftir gömlu meistarana, þar á meðal verk eftir Guð- mundu Andrésdóttur, Svavar Guðnason, Ásgrím Jónsson og Hring Jó- hannesson. Að þessu sinni eru einnig mörg verk eftir yngri listamenn og má þar nefna Karólínu Lárusdóttur, Harald Bilson, Húbert Nóa og Daða Guð- björnsson. Verkin má sjá á heimasíðu gallerísins, www.myndlist.is. Einnig er hægt að nálgast uppboðsskrána þar. Allir velkomnir. Myndlist Yngri og eldri verk á uppboði Ásgrímur Jónsson listmálari. PORTRETTMYNDIR eft- ir Þórhildi Jónsdóttur frá Lambey eru nú til sýnis í Gallerí Ormi í Sögusetrinu Hvolsvelli. Þórhildur er fædd á Breiðabólstað í Fljótshlíð en býr á Seltjarnarnesi. Hún vinnur við grafíska hönnun og rekur eigin aug- lýsingastofu. Myndirnar eru unnar með vatnslitum, pastel, olíu og bleki og flestar þeirra eru portrett- og mannlífsmyndir úr Fljótshlíðinni. Þetta er fyrsta einkasýning Þórhildar en hún hafði opna vinnustofu sína á Menning- arhátíð Seltjarnarness 2007. Sýningunni í Gallerí Ormi lýkur 21. júní. Myndlist Mannlífsmyndir úr Fljótshlíðinni Breiðabólstaðar- kirkja. Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is SÝNING á verkum Huldu Hákon verður opnuð laugardaginn 16. maí í Listasafninu á Akureyri og er sýningin hluti af dagskrá Listahá- tíðar í Reykjavík. Sýningin sam- anstendur af verkum í eigu lista- konunnar og verkum sem eru í eign Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur. Eins og að éta fíl Meðal þeirra verka sem sýnd verða er hluti af stóru verki sem Hulda Hákon vinnur nú að og nefn- ist 294.989. Þetta verk er mynd af allri þjóðinni. „Það er alltaf talað um að Íslendingar séu tæp 320.000 en íslenskir ríkisborgarar 1. janúar 2009 eru 294.989. Ég er að gera þessi andlit,“ segir Hulda Hákon. „Þetta verður stórt myndverk. Að skapa það er eins og að éta fíl. Það er gert úr flekum sem hver um sig er 120x120 sm. Það eru um 16.800 hausar á hverjum fleka þannig að þetta verða að lokum allmargir flekar. Þetta er mikil vinna en ef ég get gert þetta þá held ég að þjóðin geti allt.“ Leitað til fuglanna Spurð hvort hún haldi að hún muni gera öðruvísi verk nú þegar kreppa er skollin á svarar Hulda Hákon: „Þegar kreppan skall á gat ég ekki hugsað mér að gera verk sem tækju beint á þessu stóra vandamáli. Ég einhenti mér í það að gera myndir af svönum og hröfnum. Ég held að ég hafi leitað til fuglanna vegna þess að þar finn ég vissa staðfestu. Þeir halda bara áfram og þar gerist ekkert drama- tískt, ekki frekar en í ytri umgerð landsins og miðanna. Fyrstu við- brögðin voru því að reyna að gera eitthvað fallegt sem innihéldi vissan varanleika. Annað sem hefur breyst er að nú nenni ég ekki lengur að fara eftir óskrifuðum reglum samfélagsins um það hvað má og hvað má ekki. Ég hef alltaf látið þetta fyrirbæri fara létt í taugarnar á mér en sem góður borgari hef ég umborið það og reynt að fara eftir þessum óskrifuðu reglum.“ Opnar yrðingar Hulda Hákon er ekki síst þekkt fyrir lágmyndir sínar með fígúrum og texta. „Frá því ég var krakki hef ég verið hrifin af lágmyndum, þrí- víddin sem kemur fram í þeim finnst mér falleg og skemmtileg. Þetta form hentar mér mjög vel af því mér finnst gaman að móta og horfa á flötinn, mála og skrifa texta,“ segir hún. Dýr eru mjög áberandi í verkum hennar. „Þegar ég var að byrja á listabrautinni var ég nýkomin út úr Íslandi jafnréttisbaráttunnar. Ég var svo meðvituð um það að ef ég væri með konu í verki þá væri það yfirlýsing og ef ég væri með karl þá væri það líka yfirlýsing. Kannski þess vegna læddust dýrin inn í verk mín og ég fór að manngera þau. Annars er ég lítið fyrir að analý- sera verk mín. Ég vil í verkum mín- um kasta fram opnum yrðingum og svarið þarf ekkert frekar að vera hjá mér heldur alveg eins þeim sem horfir á verkin. Ég vil ekki fylgja verkunum úr hlaði pökkuðum inn í analýsu.“ Mynd af allri þjóðinni Morgunblaðið/Heiddi Hulda Vinnur nú að mynd af allri þjóðinni. „Þetta er mikil vinna en ef ég get gert þetta þá held ég að þjóð- in geti allt,“ segir Hulda.  Sýning á verkum Huldu Hákon í Listasafninu á Akureyri  Listakonan vinnur að verki af allri þjóðinni SÓLARLJÓÐ voru nýverið endurútgefin af Bók- menntafræðistofnun en þau hafa verið ófáanleg um langt skeið. Sólarljóð eru kaþólskt helgikvæði eftir ókunnan 13. aldar höfund. Þetta er eitt stórbrotnasta trúarljóð sem ort hefur ver- ið á íslenska tungu. Með útgáfu ljóðanna í þessari bók er reynt að gera nútímalesendum kleift að skilja þetta merkilega kvæði og benda á helstu hugmynda- og rittengsl sem sýna menntun og þekkingu höfundarins. Útgáfa og umfjöllun í bókinni er í höndum Njarðar P. Njarðvík sem einnig sér um rit- stjórn bókarinnar ásamt Davíð Erlingssyni. Endurútgáfa á Sólarljóðum Njörður P. Njarðvík Bókmenntir 294.989 „ÉG mun að sjálfsögðu sækja aftur um,“ segir Tinna Gunnlaugsdóttir, spurð hvort hún ætli að sækja um að gegna starfi þjóðleikhússtjóra fimm ár í viðbót. Embætti þjóðleikhússtjóra var auglýst laust til umsóknar um helgina en samkvæmt leiklist- arlögum skal auglýsa embættið laust til umsóknar í lok hvers skip- unartímabils. Skipað er í starfið til fimm ára í senn. Tinna hefur gegnt starfi þjóð- leikhússtjóra síðan í ársbyrjun 2005 en hún tók við starfinu af Stefáni Baldurssyni. Í starfslýsingu segir að þjóðleik- hússtjóri sé forstöðumaður Þjóð- leikhússins og stjórnandi þess. Hann markar listræna stefnu leik- hússins í samráði við Þjóðleik- húsráð, stýrir leikhúsinu sam- kvæmt samþykktri starfs- og fjárhagsáætlun og ber ábyrgð á listrænum og fjárhagslegum rekstri þess. Það er mennta- málaráðherra sem skipar þjóð- leikhússtjóra í embætti til fimm ára í senn, frá og með 1. janúar 2010. Í embættið skal skipaður einstaklingur með menntun á sviði lista og staðgóða þekkingu á starfi leikhúsa. Umsóknir um stöðuna þurfa að hafa borist ráðuneytinu fyrir föstu- daginn 26. júní. ingveldur@mbl.is Tinna sækir um að vera áfram Tinna Gunn- laugsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.