Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2009 Brown rú- inn fylgi VERKAMANNAFLOKKUR Gord- ons Browns í Bretlandi er með 23% fylgi og hefur það ekki verið minna frá því kannanir hófust 1943. Bæði Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndir demókratar mæl- ast nú stærri. Brown á mjög í vök að verjast vegna krepp- unnar og ýmissa hneykslismála. Segja fjölmiðlar að svo geti farið að flokkur hans bíði gríðarlegan ósigur í næstu kosningum sem verða í síð- asta lagi 2010. Upplýsingum um kostn- aðargreiðslur til ráðherra og þing- manna árin 2004-2008 var nýlega lekið. Brown greiddi bróður sínum fyrir ræstingar og lét þingið borga brúsann, þá rukkaði hann tvívegis sama pípulagningareikninginn. Fleiri ráðherrar þurfa að svara óþægilegum spurningum vegna und- arlegra reikninga sem þeir fengu greidda. Fréttir af þessari sóun og fégræðgi þingmanna og ráðherra hafa vakið mikla reiði almennings. kjon@mbl.is Gordon Brown Flokkur hans með aðeins 23% fylgi Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is TALIÐ er að minnst 378 óbreyttir borgarar hafi týnt lífi og um 1100 særst er beitt var stórskotaliði í bardögum stjórnarherliðs og liðsmanna upp- reisnarsveita Tamíl-Tígra á norðanverðu Srí Lanka aðfaranótt sunnudags, að sögn læknis sem starfar fyrir stjórnvöld. Læknirinn, V. Shanmug- arajah, sagði að mannfallið gæti verið mun meira þar sem mörg lík hafi áreiðanlega verið grafin þar sem fólkið dó í stað þess að farið væri með þau á bráðabirgðasjúkrahús. Tígrarnir, sem hafa í 25 ár barist fyrir sjálf- stæði þjóðarbrots Tamíla á Srí Lanka, verjast nú af örvæntingu á nokkurra ferkílómetra svæði sem þeir ráða enn yfir. Þeir segja að stjórnarherinn hafi fellt yfir 2.000 óbreytta borgara síðustu daga. Talsmaður hersins, Udaya Nanayakkara, vísaði því á bug og sagði herinn eingöngu nota léttvopn í baráttunni gegn skæruliðum. „Það er alls ekki verið að skjóta neinum sprengjukúlum,“ sagði hann. Stjórnvöld segja að skæruliðar hafi sjálfir beitt sprengjuvörpum í bardögunum „til þess að sverta ímynd hersins í augum almennings í landinu og utanlands“. Ráðamenn á Srí Lanka meina fréttamönnum og starfsmönnum hjálparsamtaka aðgang að svæð- inu og því er mjög erfitt að sannreyna hvað hæft er í yfirlýsingum deiluaðila. Herinn segist hafa fundið furðulegan búnað í skóginum, um 110 metra langan járnbrautarvagn, sem ætlunin hafi verið að aka út í sjó og nota þar sem eins konar neðansjávarbyrgi fyrir leiðtoga Tígranna, Velupillai Prabhakaran. Hann er 54 ára og segja ráðamenn á Srí Lanka að hann stýri enn liði sínu en Prabhakaran hefur ekki sést op- inberlega í 18 mánuði. Hafa verið vangaveltur um að hann sé fallinn eða flúinn úr landi. Mikið mannfall á Srí Lanka  Deiluaðilar saka hvorir aðra um að beita þungavopnum gegn saklausu fólki  Hundruð og jafnvel þúsundir óbreyttra borgara hafa látið lífið síðustu daga Reuters Bardagar Brennandi rúta á svæði Tamíla-Tígra á Srí Lanka. HARÐIR bardagar geisuðu í gær milli stjórnarhers Pakistans og tal- ibana í norðvesturhéruðum landsins þar sam talibanar hafa fært sig mjög upp á skaftið að undanförnu. Talið er að um 100.000 óbreyttir borgarar hafi flúið frá Swat-dal í gær en þar býr um hálf önnur milljón manna. Stjórnvöld afléttu útgöngubanni um stundarsakir til að fólk gæti flúið átökin en sumir náðu ekki að komast í skjól áður en bannið tók gildi á ný. Margir flótta- menn hafast því nú við á þjóðvegi skammt frá Mingora, sem er stærsta borgin í Swat. Talsmaður pakistanska hersins segir að um 200 talibanar hafi verið felldir síðustu daga. „Þetta er stríð um framtíð landsins okkar,“ sagði forsætisráðherra Pakistans, Yusuf Raza Gilani. David H. Petraeus, hershöfðingi og yfirmaður Banda- ríkjahers í Miðausturlöndum, sagð- ist í gær telja að eining hefði nú skapast meðal ráðamanna og hers- höfðingja í Pakistan um að berjast af krafti gegn talibönum. Heimildarmenn fullyrða að nú haldi margir herskáir múslímar frá arabalöndum og Evrópu til átaka- svæðanna til að berjast með talib- önum. kjon@mbl.is Herða sókn gegn talib- önum STARFSMAÐUR árlegrar kraftakeppni, „Orrustu drottninganna“, milli kúa í Aproz í Valais-kantónu Sviss heldur í hornin á Herens-kú í gær. Kýrnar keppa um forystuhlutverkið áður en farið er með þær í græna Alpahagana, sú vinnur sem tekst að hrekja hinar á brott. Þá er hentugt að vera með öflug horn. Reuters „Orrusta drottninganna“ Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur í Kabúl. MOLDARVEGIR, hús að hruni komin, vopnaðir menn og konur í búrkum er það sem mætir þeim sem leggja leið sína til Kabúl í Afganist- an. Það hljómar vissulega klisju- kennt en er engu að síður staðreynd. Það sem má hins vegar líka sjá eru valhoppandi skólabörn, fólk að selja ávexti, karla í fótbolta, konur á spjalli á götuhornum, ósköp venjulegt fólk sem lifir sínu daglega lífi á vordögum í Kabúl þrátt fyrir gríðarlega fátækt og viðvarandi stríðsástand. Búðir opnaðar og vegir lagfærðir Ferðafélagar mínir sem margir hverjir hafa verið nokkrum sinnum áður í borginni segjast í fljótu bragði sjá miklar framfarir frá því fyrir nokkrum árum, því búðir hafi nú ver- ið opnaðar og vegir verið lagfærðir. En hafi margt lagast þá er ljóst að ástandið hefur verið með ólíkindum. Enn er það svo að aðeins um 40% borgarbúa hafa aðgang að rennandi vatni og aðstæður eru mun verri á landsbyggðinni. Sturtan á glæsihót- elinu sem ég bý á ásamt litlum hópi evrópskra blaðamanna virkar reynd- ar með miklum ágætum. Það gera víst einnig sturturnar hjá banda- ríska sendiráðinu en þetta er önnur saga sem vissulega vekur sam- viskubit. Uppbyggingin er rétt að hefjast og hefur Bandaríkjastjórn verið gagnrýnd fyrir að ekki hafi strax verið stutt við samfélagið og hugað að uppbyggingu fyrir um átta árum þegar talibanar voru hraktir frá völdum. ISAF, fjölþjóðaher undir forystu Atlantshafsbandalagsins, NATO, vinnur nú ásamt ýmsum hjálp- arsamtökum og Sameinuðu þjóð- unum að uppbyggingunni sem er erfið og torsótt í landi þar sem ekk- ert til að byggja á og nær engar grunnstoðir eru fyrir hendi. Jim Dutton, aðstoðaryfirmaður ISAF-sveitanna, vill þó hvorki líta um öxl né viðurkenna að NATO hafi vanmetið erfiðleikana. „Við höfum aðeins verið hér í þrjú ár. Okkur hefur kannski ekki orðið eins ágengt og við hefðum viljað,“ sagði hann í viðtali við Morgun- blaðið. „En svo ekki sé dvalið í fortíð- inni heldur horft fram á veginn er ég sannfærður um að við áttum okkur mun betur á ástandinu nú en árið 2006 og höfum gert betri áætlanir.“ Moldarvegir og framfarir í Kabúl Morgunblaðið/Jóhanna Harðjaxlar Víða sjást vopnaðir menn á götum Kabúl í Afganistan. Þrátt fyrir gríðarlega fátækt og stöðug átök reyna Afganar að lifa eðlilegu lífi og á götum höfuðborgarinnar sjást valhoppandi skólabörn að leik MEXÍKÓAR hafa orðið fyrir áfalli vegna þess að upptök svínaflens- unnar eru talin hafa verið í landinu; orðspor þjóðarinnar hefur beðið hnekki. Nógu slæmt er að verða vitni að því að tugir mexíkóskra ferðalanga séu settir í sóttkví í Hong Kong. En nú hefur meðferð ríkja Suður-Ameríku á fótbolta- félögum frá Mexíkó virkað eins og salt í sárin, að sögn The New York Times. Ætlunin var að tvö félög, Chivas Guadalajara og Santos Luis, lékju alls 16 leiki við brasilísk og úrú- gvæsk félög í Mexíkó. En gestirnir hættu við, þeir voru smeykir við að smitast og bera veiruna heim með sér. Mexíkóum finnst að þeir séu með- höndlaðir eins og úrhrök. Mexíkó á aðild að Concacaf, sambandi knatt- spyrnufélaga í N- og S-Ameríku auk Karíbahafsríkjanna, og hefur tekið þátt í þrem keppnum með liðum frá S-Ameríku. En forseti mexíkóska sambandsins hefur nú ákveðið að draga landið úr áðurnefndum þrem keppnum. kjon@mbl.is Mexíkóar illa særðir S-amerísk félög neita að spila fót- bolta í landinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.