Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 25
Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Dagbók 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2009 Sudoku Frumstig 4 2 9 9 5 1 8 3 2 1 7 8 1 2 1 9 3 3 6 1 2 4 8 5 6 1 8 3 9 9 8 4 3 8 3 9 7 2 4 1 4 2 7 8 8 6 3 5 6 5 9 2 3 1 5 8 4 6 9 6 9 1 4 5 1 7 2 6 2 4 3 7 6 9 5 2 1 4 8 3 4 1 3 9 8 6 2 5 7 5 2 8 4 7 3 1 9 6 9 4 1 7 6 2 8 3 5 8 7 6 3 4 5 9 1 2 3 5 2 1 9 8 6 7 4 2 8 5 6 1 7 3 4 9 1 3 4 2 5 9 7 6 8 6 9 7 8 3 4 5 2 1 7 9 3 4 2 8 5 1 6 8 6 2 1 5 9 4 7 3 4 1 5 7 3 6 9 8 2 5 2 7 6 9 3 1 4 8 1 3 4 8 7 2 6 5 9 9 8 6 5 4 1 3 2 7 2 5 9 3 8 4 7 6 1 3 7 1 2 6 5 8 9 4 6 4 8 9 1 7 2 3 5 6 1 8 2 9 4 3 5 7 4 3 9 5 1 7 6 2 8 2 7 5 6 8 3 9 4 1 3 8 7 4 2 9 5 1 6 9 4 1 3 5 6 7 8 2 5 2 6 1 7 8 4 3 9 1 6 3 9 4 2 8 7 5 8 9 2 7 3 5 1 6 4 7 5 4 8 6 1 2 9 3 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist töl- urnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er mánudagur 11. maí, 131. dag- ur ársins 2009 Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. (Matt. 6, 14.) Víkverji er, eins og lesendur vita,algerlega ópólitískur og kýs ávallt alla flokka í kosningum. Hann er samt mjög áhugasamur um nýju ríkisstjórnina og eiginlega aðeins eitt sem hann skilur alls ekki: hvernig getur nokkur Íslendingur viljað taka að sér ráðherraembætti við þessar aðstæður? Víkverji á það til að sýna fórnarlund en aldrei myndi hann vilja dreypa á svona beiskum bikar. Von- andi veit fólkið hvað það er að gera. x x x Að allt öðru. Tannlæknar hafanefnilega líka sýnt fórnarlund á undanförnum vikum og gert við tenn- ur í börnunum okkar endurgjalds- laust. Og Víkverji sér ekki betur en þörfin sé brýn. Hann heyrði reyndar sagt frá því að kona á Austurlandi hefði drifið sig af stað með nokkur börn sín þegar þessi gjaldfrjálsi dag- ur var síðast fyrir um tveim vikum, keyrt suður til að bjarga málunum. Bensínið kostar að vísu sitt en hún hefur áreiðanlega reiknað þetta rétt. x x x Tannviðgerðir eru fljótar að verðarándýrar og ekki verra að grípa inn áður en í óefni er komið. Það er til háborinnar skammar að tannheilsa íslenskra barna skuli vera verri en hjá langflestum þjóðum OECD. Ekki getum við skellt skuldinni á krepp- una, hún byrjaði ekki fyrr en 2008 og augljóst að ástandið var slæmt löngu fyrir hana. En framtakið er frábært. x x x Sumir halda víst að gert sé viðtennurnar í grunnskólunum en svo er ekki. En Víkverji veltir fyrir sér hvernig það sé með tannheilsu á vistheimilum aldraðra, er henni sinnt nógu vel? Fyrir nokkrum áratugum var mál- ið einfalt, gamla fólkið var annað- hvort með þokkalegar tennur eða bú- ið að fá sér falskar. Fölsku tennurnar eru að hverfa og spurning hvort ekki þarf að hafa virkara eftirlit en áður með öldruðum. Ekki er víst að þeir passi nógu vel upp á þessa hluti, við verðum mörg gleymin á elliárunum. Og tannpína spyr ekki um aldur. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 draugagang- ur, 8 viljugan, 9 gallinn, 10 askur, 11 búi til, 13 synji, 15 málms, 18 nurla saman, 21 ætt, 22 sjáv- armál, 23 þjálfun, 24 ein- læga. Lóðrétt | 2 tungumál, 3 op, 4 aldursskeiðið, 5 gladdi, 6 eldstæðis, 7 iðjusemi, 12 spaða, 14 rengja, 15 róa, 16 skatt- ur, 17 kvenvargur, 18 borða, 19 ærslahlátur, 20 ilmi. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 rúbín, 4 sópur, 7 múkki, 8 endur, 9 nær, 11 al- in, 13 barr, 14 ýsuna, 15 kurr, 17 klár, 20 hak, 22 neyða, 23 risti, 24 ræddi, 25 ranga. Lóðrétt: 1 rúmba, 2 bakki, 3 náin, 4 sver, 5 padda, 6 rýr- ar, 10 æruna, 12 nýr, 13 bak, 15 konur, 16 reynd, 18 lús- in, 19 reisa, 20 hani, 21 krár. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. f3 e5 7. Rb3 Be6 8. Be3 Be7 9. Dd2 O-O 10. O-O-O Rbd7 11. g4 b5 12. g5 b4 13. Re2 Re8 14. f4 a5 15. f5 Bxb3 16. cxb3 a4 17. bxa4 Hxa4 18. b3 Ha5 19. Kb1 d5 20. exd5 Bc5 21. Bxc5 Rxc5 22. Dxb4 Rd6 23. f6 Da8 24. Rc1 Hb8 25. Dc3 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Kaupmanna- höfn í Danmörku. Natalia Zdebskaja (2438) frá Úkraínu hafði svart gegn frá Nils Grandelius (2491) frá Sví- þjóð. 25… Hxa2! 26. Dxc5 Re4 27. De3 Da7! 28. Dh3 hvítur hefði orðið mát eftir 28. Dxa7 Rc3#. 28… Rf2 29. Rxa2 Rxh3 30. Bxh3 Hxb3+ 31. Ka1 Df2 og hvítur gafst upp enda fátt til varna. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Déja vu. Norður ♠K74 ♥4 ♦Á10875 ♣D873 Vestur Austur ♠Á965 ♠3 ♥ÁK98 ♥D752 ♦G43 ♦K62 ♣104 ♣ÁKG92 Suður ♠DG1082 ♥G1063 ♦D9 ♣63 (7) Sagnbaráttan. Það er enginn á hættu. Austur vekur á 1♣ og suður – aðdáandi þeirra Rob- sons & Segals – stekkur í 2♠. Vestur doblar neikvætt. Fyrir norður er þetta endurtekin saga frá því í gær. Þá sagði hann 4♠ og makker hans tók tíu létta slagi. Ef hann segir aftur 4♠, dobla A-V og fá alla vega 800-kall fyrir fjóra niður. Þeir freistast ekki upp á fimmta þrep. Hvað er í gangi? Það sem var rétt í gær er kolvitlaust í dag. Munurinn er þessi: Þröngt skil- greindar sagnir gera makker að hús- bónda framvindunnar. Það var í gær. Vítt skilgreindar sagnir gera makker að óvirkum áhorfenda. Eins og í dag. Samkvæmt Robson-stílnum má norður í mesta lagi lyfta í 3♠, en líklega myndi Robson mæla með passi. Skrítið, en svona eru þessi fræði Bretanna. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Hrósaðu þeim sem eiga það skilið, ekki síst ef það ert þú sjálfur sem átt í hlut. Fjöldi hugmynda er að brjótast um í þér þótt sumar séu ekki sérlega hag- nýtar. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú hefur lengi velt fyrir þér hvern- ig hægt sé að bæta andrúmsloftið á vinnustað. Jákvæð orka þín kemur þar til góða. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Mundu að það er vel hægt að halda sínum málstað án þess að setja öðrum úrslitakosti, eða beita öðrum þvingunum. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú nýtur þess að fá huggulega sendingu í pósti, en þegar upp er staðið eru bestu pakkarnir þeir sem maður pantar sér sjálfur. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Lokaðu þig ekki af frá umheiminum þótt þú sért ekki upp á þitt besta. Hlust- aðu vandlega á það sem fólk hefur að segja við þig. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Vinum og fjölskyldu gætu fundist þú vera að yfirgefa þau þegar þú ferð einn að sinna ýmsum iðjum. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Jafnvel metnaðarfyllsta markmiðið getur verið innan seilingar, ef maður sleppir takinu af öflum sem vinna gegn því. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þér er yfirleitt óhætt að treysta tilfinningum þínum, þegar um viðskipti er að ræða. Mættu erfiðleikum með bros á vör. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú munt bæta samskipti við þína nánustu á árinu með ánægjulegum hætti. Gefðu því tíma til þess að sýna þinn innri mann. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Reyndu að finna þér stund í einrúmi svo þú getir slakað á. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Ný tækifæri draga styrk þinn fram í dagsljósið en vertu ekki svona harður við sjálfan þig. Þú hefur verið of upptekinn til að gefa þeim gaum sem næst þér standa. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það er sjálfsagt að njóta þess sem maður hefur vel gert. Gefðu þér tíma til að skoða þær breytingar sem eru að verða í lífi þínu. Stjörnuspá Þetta gerðist… 11. maí 1661 Ragnheiður Brynjólfsdóttir biskupsdóttir í Skálholti sór op- inberan eið um hreinlífi sitt. Níu mánuðum síðar, 15. febrúar 1662, eignaðist hún son, Þórð, með séra Daða Halldórssyni. Leikritið Skálholt eftir Guð- mund Kamban fjallar um sam- band Ragnheiðar og Daða. 11. maí 1721 Kötlugos hófst. Gosmökkur sást víða að og miklar drunur heyrðust norður í Eyjafjörð. Gosinu fylgdi hlaup „sem bar svo marga jaka á sjó út að ekki sást út fyrir ísinn af hæstu fjöll- um,“ sagði í ritinu Land- skjálftar á Íslandi. 11. maí 1911 Knattspyrnufélagið Valur var stofnað í Reykjavík. Stofnendur voru fjórtán strákar úr KFUM. 11. maí 1921 Vökulögin voru samþykkt á Al- þingi. Samkvæmt þeim áttu há- setar á togurum að hafa „að minnsta kosti 6 klst. óslitna hvíld í sólarhring hverjum,“ en áður höfðu sjómenn þurft að standa vaktir í tvo til þrjá sólar- hringa. Hvíldartíminn var lengdur í 8 klst. árið 1928 og í 12 klst. árið 1955. 11. maí 1952 Tómstundaþáttur barna og unglinga í umsjá Jóns Páls- sonar hóf göngu sína í Útvarp- inu. Hann var á dagskrá í meira en áratug, yfirleitt síðdegis á laugardögum, og var mjög vin- sæll. 11. maí 1955 Kópavogur fékk kaupstað- arréttindi en Kópavogshreppur hafði verið skilinn frá Seltjarn- arneshreppi sjö árum áður. Nú búa um 30.000 manns í Kópa- vogi en íbúar voru um 3.300 ár- ið 1955. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. „VIÐ bjóðum kannski fjölskyldunni út að borða eða fáum hana heim til okkar, það kemur í ljós,“ segir Dagný Hildisdóttir, ritari í Gerðaskóla í Garðinum, sem í dag fagnar 54 ára afmæli sínu. Ekki telst það vera stórafmæli en þegar við bætist eig- inmaðurinn, Arnór G. Ragnarsson, eiga þau hjónakornin samanlagt 115 ára af- mæli í dag. Arnór á semsagt einnig af- mæli 11. maí, verður „aðeins“ 61 árs. Þau eiga eina dóttur og þrjú barnabörn. Dótturinni fannst það sjálfsagt fyrstu árin sín að foreldr- arnir ættu afmæli sama dag og varð að sögn Dagnýjar undrandi þegar hún uppgötvaði að þannig væri það ekki á öllum heimilum! „Ég held hann hafi sótt fastar á eftir mér þegar hann uppgötvaði að við ættum sama afmælisdag, hefur áreiðanlega séð einhvern sparnað í því,“ segir Dagný en þau Arnór kynntust fyrir um 35 árum. En fyrir nákvæmlega 40 árum, 11. maí 1969, urðu önnur tímamót í lífi Dagnýj- ar. Hún fermdist þann dag í Garðinum og fermingarsystkinin héldu einmitt upp á tímamótin í gær, 40 árum eldri. Komið var saman á svo- nefndum Útskáladegi, sem er árviss menningarviðburður í Garði. Að messu lokinni hittist hópurinn á Flösinni. bjb@mbl.is 115 ára afmæli hjónanna Dagnýjar og Arnórs Sótti fastar á eftir mér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.