Morgunblaðið - 04.06.2009, Side 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2009
Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur
gag@mbl.is
HÆGST hefur á uppgreiðslum lána
hjá Íbúðalánasjóði það sem af er ári. Í
janúar námu uppgreiðslurnar tæpum
952 milljónum króna en nú í maí voru
þær tæplega 550 milljónum króna
lægri eða 404 milljónir. Þetta er sam-
kvæmt tölum sem Íbúðalánasjóður
vann fyrir lesendur Morgunblaðsins.
Samkvæmt upplýsingum sjóðsins
er erfitt að útskýra af hverju færri
kjósa að greiða upp eða inn á lánin sín
nú en í byrjun árs. Viðskiptavinir
hans gefi ekki ástæðurnar upp.
Sveinn Agnarsson, fræðimaður við
Hagfræðistofnun, segir alltaf gott að
skulda lítið á krepputímum og ákjós-
anlegt að minnka áhættuna af hærra
og síbreytilegu verðlagi sem hafi áhrif
á verðtryggð lán. „Hafi vaxtalækkan-
ir leitt til þess að fólk fái lága ávöxtun
ætti það virkilega að velta því fyrir
sér hvort það geti ekki bætt stöðu
sína með því að nota sparifé sitt í að
borga inn á lán.“
Hann segir ekki endilega ákjósan-
legt að leggja peningana inn á verð-
tryggðan reikning nú. „Þó það sé í
sjálfu sér heppilegt að binda fé og láta
vaxtatekjurnar ganga gegn vaxta-
gjöldum af íbúðalánum getur það
verði óheppilegt vegna bindiskyld-
unnar. Ekki er hægt að bregðast við
ef eitthvað kemur upp á.“
Sveinn bendir á að ábyggilega hafi
margir létt sína skuldabyrði snemma
í kreppunni. Það staðfestist í grafinu
hér til hliðar, því kippur kom í upp-
greiðslu lána hjá Íbúðalánasjóði í
október og nóvember. Í febrúar voru
uppgreiðslurnar tæpar 652 milljónir
króna, rúmar 814 milljónir í mars og
tæpar 714 milljónir króna í apríl.
Uppgreiðslur lána námu tæpum 17,7
milljörðum króna á síðasta ári á móti
21,6 milljörðum á árinu 2007.
Æ færri greiða
upp íbúðalánin
Uppgreiðslur hjá Íbúðalánasjóði 404 milljónir króna í maí en 952 milljónir í janúar
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
NÝJAR upplýsingar Seðlabankans
sýna svart á hvítu að skuldavandi
heimilanna er ekki eins skelfilegur
og látið er í veðri vaka. Þetta kom
fram í máli Jóhönnu Sigurðardóttur
forsætisráðherra við utandagskrár-
umræður á Alþingi í gær um stöðu
heimilanna. Umræðan fór fram að
ósk Sigmundar Davíðs Gunnlaugs-
sonar, formanns Framsóknarflokks-
ins.
Jóhanna vísaði í nýjar og ítarlegar
upplýsingar um stöðu heimilanna.
„Samkvæmt þeim upplýsingum sem
ég hef þegar fengið virðast þessar
nýju upplýsingar staðfesta að
skuldavandi heimilanna sé ekki eins
víðtækur og ýmsir halda fram. Töl-
urnar sýna að ¾ heimila með fast-
eignaveðlán eða um 74% verja innan
við 30% ráðstöfunartekna sinna til
að standa undir fasteignalánum sín-
um og um 80% heimila verja innan
við 20% af ráðstöfunartekjum sínum
í bílalán. Langstærstur hluti heimila
landsins býr því við viðráðanlega
greiðslubyrði vegna fasteigna- og
bílalána, skv. nýjum niðurstöðum
Seðlabankans. Um er að ræða um
60% af húsnæðisskuldum lands-
manna. Helmingur þeirra heimila
sem greiða yfir 30% af ráðstöf-
unartekjum sínum í afborganir af
fasteignaveðlánum er einnig í við-
kvæmri eiginfjárstöðu og um 60%
þeirra eru með minna en 250 þúsund
í ráðstöfunartekjur á mánuði. 12%
heimila greiða hins vegar yfir 50%
af ráðstöfunartekjum sínum í fast-
eignaveðlán og er helmingur þeirra,
um 6%, eða um fimm þúsund heimili
einnig með viðkvæma eiginfjárstöðu
í húsnæði,“ sagði Jóhanna.
Þá kom fram hjá henni að í fyrra
bárust sýslumanni 559 beiðnir um
nauðungarsölur fasteigna í hverjum
mánuði að meðaltali. Á fyrstu fjór-
um mánuðum þessa árs er fjöldinn
547 beiðnir að meðaltali á mánuði.
Fasteignir seldar á uppboðum voru
að meðaltali 62 á mánuði í fyrra en
voru 61 á mánuði á fyrstu fjórum
mánuðum þessa árs.
Sjöföldun alvarlegra vanskila
Sigmundur dró upp svartari
mynd. Vísaði í nýjar upplýsingar
Fjármálaeftirlitsins sem sýndu að
sjöföldun hefði orðið á alvarlegum
vanskilum einstaklinga sem hafa
varað í þrjá mánuði eða lengur, ef
miðað er við sama tíma í fyrra. Frá
því að bankarnir hrundu hafa þessi
alvarlegu vanskil tvöfaldast.
Ástandið er enn svartara meðal fyr-
irtækja. Þar hefur orðið 24-földun á
alvarlegum vanskilum fyrirtækja
hjá bönkunum frá í fyrra. Frá
hruninu er um fimm- til sexföldun
alvarlegra vanskila að ræða. Nýjar
upplýsingar frá Creditinfo sýna að
18.733 einstaklingar eru á van-
skilaskrá.
Morgunblaðið/Eggert
Miklar umræður Þingmenn ræddu skuldavanda heimilanna í gær. Í dag fer fram umræða um stöðu háskólanna.
Ekki eins skelfileg
Greiðslur fasteignaveðlána yfir 50% af ráðstöfunartekjum
12% heimila Afborganirnar eru undir 30% hjá 74% heimila
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
„ÉG óttast að það verði hrikalegar
uppsagnir framundan ef svo heldur
fram sem horfir,“ segir Gylfi Arn-
björnsson, forseti ASÍ.
Vinnuhópar ASÍ héldu áfram
störfum í gær en ekki hefur verið
fundað með Samtökum atvinnulífs-
ins síðan á föstudag þar sem beðið er
m.a. tíðinda um vaxtastefnu Seðla-
bankans.
Að sögn Gylfa var í gær fyrst og
fremst unnið að því að fá yfirlit yfir
framkvæmdastöðu Landsvirkjunar,
hitaveitnanna, Vegagerðarinnar og
sveitarfélaganna.
„Við erum að reyna að átta okkur
á því hvert er umfang fram-
kvæmdastigs og hverjir möguleikar
eru á því að stokka upp, ýta mann-
aflsfrekum framkvæmdum framar
og seinka fjármagnsfrekum. En það
verður að viðurkennast að staðan er
ákaflega dapurleg, það er nánast al-
kul á þeim vettvangi og ber allt að
sama brunni því aðgerðir eru í
stoppi vegna þessarar vaxtastefnu.“
5% vextir sem allra fyrst
Gylfi segist ekki vilja nefna
ákveðna vaxtatölu sem þá einu
ásættanlegu en segir fyrst og fremst
nauðsynlegt að vaxtastefnunni í
heild sé breytt. „Ég held að grein-
argerð Seðlabankans skipti ekki síð-
ur máli en ákvörðunin sjálf. Á hvaða
vegferð erum við? Ef hún felur ekki
í sér að innan fárra mánaða verði
vextir komnir niður í 5% þá eru það
mikil vonbrigði.“
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri SA, talaði á svipuðum
nótum eftir fundahöld gærdagsins.
Ákvörðunar Seðlabankans væri beð-
ið fyrir áframhald umræðna, en það-
an hefðu undanfarið komið ein-
kennileg og misvísandi skilaboð
varðandi vextina og því erfitt að
segja á hverju væri von.
„Óttast hrika-
legar uppsagnir
framundan“
Breytt vaxtastefna nauðsynlegt skref
Morgunblaðið/Golli
Stopp Framkvæmdir eru í frosti
vegna vaxtastefnu, segir Gylfi.
Í HNOTSKURN
»Vaxtaákvörðun peninga-stefnunefndar Seðlabanka
Íslands verður tilkynnt í dag.
»SA segja nauðsynlegt aðvaxtastigið verði lækkað
niður fyrir tveggja stafa tölu.
Orðrétt
frá Alþingi
’Ég tel að það verði ekki hjá þvíkomist að grípa til sértækra að-gerða vegna þeirra sem eiga í veruleg-um vanda.
RAGNHEIÐUR RÍKHARÐSDÓTTIR
’Töfralausnirnar og yfirboðin ogpopúlisminn hjálpar ekki nokkr-um manni nokkurn skapaðan hlutheldur raunhæfar aðgerðir, sem eru ísamræmi við getu þjóðarbúsins.
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
’Í stað hjálpar búa þessi heimili viðsértækar, flóknar og jafnvel lít-illækkandi aðgerðir af hálfu stjórn-arinnar. Teygjulán, bómullargjaldþrotog þvíumlíkt. Þau búa við handstýrða
vísitölu og þau búa við handstýrða ok-
urvexti og þau búa við þá vitneskju að
alþýðu Íslands verður falið að greiða
ekki bara sínar skuldir upp í topp,
heldur líka skuldir verstu óreiðumanna
sem Íslandssagan kann frá að greina.
ÞRÁINN BERTELSSON
’Ég legg því til að hæstvirtur for-sætisráðherra skipi nefnd meðfulltrúum allra hagsmunaaðila til aðfara yfir og ná samkomulagi um leiðirtil þess að leiðrétta óréttlætið sem
skapast hefur af völdum verðtrygging-
arinnar. Slík samráðsnefnd er for-
senda þess að hér náist þjóðarsátt um
endurreisnina.
LILJA MÓSESDÓTTIR
SÍBROTAMAÐUR á sextugsaldri
var í Héraðsdómi Suðurlands
dæmdur í tíu mánaða fangelsi í gær.
Hann var ákærður fyrir húsbrot og
þjófnaðartilraun, en hann braust
inn í hús í Hveragerði í júní á síð-
asta ári og hafði safnað saman
skartgripum þegar komið var að
honum. Kona kom að manninum við
verkið, en hann reyndi þá að varna
henni inngöngu í herbergið. Hún
spurði hann hvað hann væri að gera
þarna inni, en hann sagðist þá vera
að leita að síma til að hringja í
leigubíl.
Maðurinn á að baki langan brota-
feril, allt frá árinu 1969. Hann hefur
þrjátíu og níu sinnum verið dæmdur
fyrir þjófnað og tvisvar fyrir hús-
brot. Þá hefur hann oft fengið dóma
fyrir önnur hegningarlagabrot.
Tíu mánuðir
fyrir húsbrot
í Hveragerði
LANDSVIRKJUN hefur boðað
7,5% hækkun á raforkuverði sínu til
almenningsveitna frá og með 1. júlí
næstkomandi, að því er fram kemur
á vef Orkuveitu Reykjavíkur.
Í kjölfarið mun gjaldskrá Orku-
veitunnar einnig hækka og er sú
skýring gefin að kaup á raforku frá
Landsvirkjun séu umtalsverður
hluti af innkaupum OR fyrir almenn-
an markað og leiði því til kostnaðar-
hækkunar. Áhrifin nema 5,05% en
hækkun OR er 2,5%. Með dreifing-
arkostnaði, flutningsgjaldi og virðis-
aukaskatti fer kílóvattstundin úr
9,15 kr. í 9,38 kr. sem er 2,5% hækk-
un. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar,
upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar,
er um samningsbundna hækkun að
ræða. Hækkunin sé talsvert undir
því sem heimilt væri í raun vegna
verðlagsbreytinga. una@mbl.is
Orkuverð hækkar hjá
Landsvirkjun og OR
Rafmagn Verðið hækkar 1. júlí.