Morgunblaðið - 04.06.2009, Page 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2009
AÐ LÆRA að veiða sér til matar er fyrirferðar-
mikill þáttur í uppeldi tjaldsins líkt og annarra
fugla. Þegar litlu krílin skríða úr eggi ætlast þau
til að fá aðstoð en fljótlega dregur mamman sig í
hlé eftir kennslustund í ormatínslu. Eftirlætis
fæða tjaldsins er þó kræklingur og annar skel-
fiskur enda hefur hann gott verkfæri til að éta
slíkt, sterklegan og hvassan gogg sem hann not-
ar til að ná fiskinum úr skelinni. En stundum
verða ormar að duga. Feitir og pattaralegir ána-
maðkar eru enda seðjandi í litla ungamaga.
sunna@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
„SVONA FERÐU AÐ, ELSKAN“
FRÉTTASKÝRING
Eftir Bergþóru Njálu
Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
MATVÖRUVERÐ hefur hækkað
um fjórðung til þriðjung undanfarið
ár, skv. verðmælingum ASÍ á vöru-
körfu lágverðsverslana frá apríl í
fyrra. Dregið hefur saman með lág-
verðs- og þjónustuverslunum að
undanförnu.
ASÍ birti í gær samanburð á verð-
könnun sem gerð var í síðustu viku í
lágverðsverslunum við verðkönnun
frá í febrúar. Þar kom m.a. fram að
verð á ungnautahakki hafði hækkað
um allt að 67% á þessu tímabili. Hins
vegar lækkuðu vörur á borð við
ávexti, grænmeti og fisk.
Ester Sveinbjarnardóttir, verk-
efnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, seg-
ir ekki einfalt að draga ályktanir af
þessari þróun. „Markaðurinn er svo-
lítið kvikur. Það geta t.d. hafa verið
tilboð á ungnautahakkinu þegar
fyrri könnunin var gerð. Á hinn bóg-
inn eru árstíðarvörur, eins og ávext-
ir og grænmeti, ódýrari á sumrin og
fiskurinn er greinilega að lækka því
við vorum með verðkönnun á fiski í
vetur sem sýndi það sama og nú.“
Ýmsar ástæður geti verið fyrir
þeirri þróun. Bæði hafi fiskverð er-
lendis lækkað auk þess sem sam-
keppni hafi aukist í fisksölu innan-
lands.
Sama fákeppnin og áður
En þótt einstaka vörutegundir
lækki í verði segir Ester mat-
vælaverð hafa hækkað verulega síð-
astliðið ár. „Þegar við lítum á vöru-
körfumælingarnar okkar sést að í
einhverjum tilfellum hefur verð
lækkað lítilsháttar frá því í janúar.
Aftur á móti hefur það hækkað gríð-
arlega frá því í maí í fyrra.“ Þetta á
ekki síst við um lágverðsverslanir
þar sem vöruverð hefur hækkað um
20%-31% á þessu tímabili. Verð í
þjónustuverslunum hafi hækkað
minna.
Innt eftir því hvort samkeppni
hafi aukist eða minnkað undanfarið
segir Ester lítinn verðmun á mörg-
um vörum milli verslana. „Þetta ber
mikil merki fákeppnismarkaðar og
það er alveg sama mynstur og áður.“
Fyrir utan verðsveiflur í kjöti,
fiski, grænmeti og ávöxtum segir
Ester nokkrar hækkanir hafa orðið
á öðrum vöruflokkum. „Þetta á t.d.
við um ýmiss konar pakkavöru og
hreinlætisvörur, þ.e. innfluttar
vörur. Eins hefur orðið nokkur
hækkun á gosi og drykkjarvörum.“
Þórunn Anna Árnadóttir, sviðs-
stjóri hjá Neytendastofu, segir gríð-
arlega fjölgun ábendinga um verð-
hækkanir síðastliðið ár. „Þar getur
tvennt komið til. Annars vegar að
verð hefur hækkað meira en áður og
hins vegar að fólk er orðið meðvit-
aðra en áður. Það hefur klárlega
áhrif að fólk fylgist nú betur með því
hvað hlutirnir kosta.“
Matarverðið leitar upp
Árstíðabundnar vörur lækka milli mánaða Dregur saman með lágverðs-
og þjónustuverslunum Neytendur mun meðvitaðri um matvöruverð en áður
Þótt einstaka vörutegundir hafi
lækkað að undanförnu var heild-
arhækkun matvöruverðs stór-
felld á síðasta ári. Óhagstæð
gengisþróun er helsta orsök þess
að maturinn er dýrari en áður.
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna, segir óhag-
stæða gengisþróun meginorsök
hækkana á matvöruverði und-
anfarið ár. „Mér sýnist fljótt á litið
að þær fari meira og minna beint
út í verðlagið þannig að þær koma
sem högg á neytendur.“
Hann segir mismikla hækkun
vörutegunda m.a. mega skýra
með mismunandi þróun ólíkra
gjaldmiðla. „Mér sýnist fljótt á lit-
ið að þetta fari eftir því í hvaða
gjaldmiðli verið er að flytja inn
vöruna eða, ef um er að ræða inn-
lendan framleiðanda, í hvaða
gjaldmiðli hann flytur inn hráefnið
sem vegur mest í viðkomandi
vöru.“
Jóhannes bætir því við að al-
menningur megi vart við frekari
hækkunum, ofan á annað sem
hann hafi þurft að taka á sig. „Það
skiptir því verulegu máli fyrir al-
menning að gengi krónunnar fari
að styrkjast frá því sem nú er.“
Mikilvægt að gengið fari að styrkjast
ÞÓRHALLA Björnsdóttir, einn af
forvígismönnum þess að fá Dalai
Lama í heimsókn til Íslands, er afar
ánægð með hvernig til tókst. „Við
erum mjög ánægð með þessa heim-
sókn og það sem er meira um vert,
hann var mjög ánægður með hana
líka,“ sagði hún. Dalai Lama fór af
landi brott í gær til Amsterdam.
Töluvert hefur verið fjallað um
að hvorki forseti, forsætisráðherra
né utanríkisráðherra hittu Dalai
Lama meðan á dvöl hans hér á landi
stóð. Fram kom að forsetinn var á
smáþjóðaleikunum á Kýpur og ut-
anríkisráðherra á Möltu. Aðspurð
sagði Þórhalla að sendifulltrú Dalai
Lama hefði tilkynnt ráðherrunum
tveimur að Dalai Lama væri vænt-
anlegur og ef þeir óskuðu yrði allt
gert til að koma á fundi milli þeirra.
Forsetaembættið hefði sömuleiðis
vitað af komu hans, líkt og aðrir.
Þórhalla var spurð hvort henni
þætti slæmt að ekki tókust fundir
með þeim. „Að sjálfsögðu sem mik-
ill Tíbetsvinur, þá hefði mér þótt
það mjög yndislegt ef það hefði ver-
ið. En þú veist hvernig það er þegar
maður býður gestum að þá er öllum
heimilt að koma eða koma ekki.“
Þórhalla hefur upplýsingar um
að um 1.200 manns hafi komið á
samtrúarlega bænasamkomu í
Hallgrímskirkju með þátttöku
Dalai Lama og um 2.700 hafi komið
í Laugardalshöll. Þá hlýddi mikill
fjöldi á hann í Háskóla Íslands.
Mjög ánægð
með heimsókn
Dalai Lama
Þekkjast Dalai Lama og Þórhalla
Björnsdóttir í bænum McCleod Ganj.
JÓHANNA Sigurðardóttir for-
sætisráðherra hefur skipað Ragn-
hildi Arnljótsdóttur ráðuneyt-
isstjóra í forsætisráðuneytinu frá 1.
júní til fimm ára. Bolli Þór Bolla-
son, sem var ráðuneytisstjóri í for-
sætisráðuneytinu, hefur verið skip-
aður ráðuneytisstjóri í félags- og
tryggingamálaráðuneytinu frá
sama tíma. Ragnhildur gegndi
embætti ráðuneytisstjóra í félags-
og tryggingamálaráðuneytinu frá
árinu 2004 og var sett ráðuneyt-
isstjóri í forsætisráðuneytinu frá 1.
febrúar sl. þegar Jóhanna tók við
embætti. Á sama tíma fékk Bolli
Þór tímabundið leyfi frá störfum og
einnig Baldur Guðlaugsson, ráðu-
neytisstjóri fjármálaráðuneytisins.
Ragnhildur fæddist á Húsavík 20.
júní árið 1961. Hún útskrifaðist frá
lagadeild Háskóla Íslands árið
1991. Hún starfaði áður í nefnda-
deild Alþingis og í heilbrigðisráðu-
neytinu og var fulltrúi tveggja
ráðuneyta í sendiráði Íslands í
Brussel.
Bolli Þór fæddist í Reykjavík árið
1947. Hann lauk námi í þjóð-
hagfræði við háskólana í Manchest-
er og Kaupmannahöfn. Hann var
hagfræðingur á Þjóðhagsstofnun
frá árinu 1975, skipaður skrif-
stofustjóri í fjármálaráðuneytinu
árið 1987 og ráðuneytisstjóri í for-
sætisráðuneytinu árið 2004.
Ragnhildur og Bolli
skipta um stóla
Ragnhildur
Arnljótsdóttir
Bolli Þór
Bollason
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
„VIÐ höfum stundum verið
gagnrýnd fyrir að leggja ekki
nógu mikla áherslu á tækni- og
iðnmenntun en hér er kominn
frábærlega skýr valkostur fyr-
ir þá sem vilja sérhæfa sig fyrr
inn í verknámið,“ segir Kjart-
an Magnússon, formaður
menntaráðs Reykjavíkur.
Í gær var félaginu Nýja skólakerfið ehf. veitt
leyfi til stofnunar nýs einkarekins tæknigrunn-
skóla. Yfirlýst markmið með stofnun skólans er
m.a. að efla hjá nemendum verklega og tæknilega
hugsun ásamt frumkvöðlahugsun.
Leitast verður við að leggja áherslu á iðn- og
tæknigreinar á tíu starfssviðum en nemendur
munu ljúka grunneiningum í bóknámsgreinum.
„Þessi skóli verður með skýra sérstöðu af skól-
um í Reykjavík þar sem þeir verða með allt aðrar
áherslur. En þótt nemendur sem velja þennan
skóla vilji samt fara á bóknámsbraut í framhalds-
skóla þá er það ekkert útilokað, þeir brenna engar
brýr að baki sér,“ segir Kjartan. Í náminu verður
sóst eftir að veita nemendum undirstöðumenntun
sem verði grunnur að framhaldssnámi.
Gert er ráð fyrir 40 nemendum í árgangi og
verður byrjað með 8. bekk fyrsta árið og síðan
bætt við einum árgangi árlega upp í 10. bekk.
Verið að leita að heppilegu húsnæði
Að sögn Kjartans er nú unnið að því að finna
húsnæði fyrir skólann, en ekki er gert ráð fyrir að
reisa nýtt. Reiknað er með því að starfsemi skól-
ans geti hafist sem fyrst, hugsanlega strax í haust
að sögn Kjartans.
„Ég held að þetta sé mjög gott skref, þetta er
gott og metnaðarfullt þróunarverkefni sem borg-
aryfirvöld eiga að ýta undir. Það var mikil um-
ræða í menntaráði um þetta og allir fulltrúar voru
á því að hugmyndin væri mjög góð.“
Forsvarsmenn Nýju menntastefnunnar eru
Hallur Jónsson og Grétar Marínósson.
Tæknigrunnskóli stofnaður
Nýr einkarekinn grunnskóli í bígerð í Reykjavík með tækni- og iðnmenntun
Gæti hafið starfsemi strax í haust ef undirbúningur gengur vel
Í HNOTSKURN
»Nýi tæknigrunnskólinn mun einungisstarfa á unglingastigi fyrir 8.-10. bekk.
»Verklegur hluti námsins fer fram íframhaldsskólum sem bjóða verk- og
tæknigreinar og í fyrirtækjum á viðkom-
andi starfssviðum.
Kjartan
Magnússon