Morgunblaðið - 04.06.2009, Page 12

Morgunblaðið - 04.06.2009, Page 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is „FORSVARSMENN sveitarfélaga hafa vitað af erfiðri stöðu þeirra lengi og brugðist við vandanum með margvíslegum hagræðingar- aðgerðum, og kallað eftir frekari að- gerðum, þ.á m. lagabreytingum. Ég get því ekki tekið undir þau orð for- sætisráðherra [Jóhönnu Sigurð- ardóttur, innsk. blm.] að staða sveit- arfélaga komi á óvart,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ. Haft var eftir Jóhönnu í Morgunblaðinu í gær að erfiðleikar hjá ríki og sveit- arfélögum væru meiri en gert hefði verið ráð fyrir og við því þyrfti að bregðast. Fjárhagsstaða sveitarfélaga, eftir hrun bankakerfisins og krónunnar í október í fyrra, hefur á und- anförnum dögum verið að skýrast. Mesta tapið vegna OR Stærstu sveitarfélög landsins, Reykjavíkurborg, Kópavogur og Hafnarfjörður, hafa nýlega tilkynnt stöðuna í árslok. Samtals nemur tap þeirra þriggja rúmlega 85 millj- örðum. Munar þar mest um 71,5 milljarða tap borgarinnar. Kópa- vogsbær tapaði 9,6 milljörðum en Hafnarfjarðarbær 4,2 milljörðum. Að sögn Halldórs er heild- armyndin af stöðu sveitarfélaga enn ekki komin fram þar sem nokkur sveitarfélög eiga enn eftir að skila endanlegum ársreikningum. Ljóst sé þó að tap þeirra á síðasta ári er vel á annað hundrað milljarða. Mun- ar þar mest um gengisfall íslensku krónunnar og áhrif af því á dótt- urfélög, þar helst orkuveitur og hafnarsjóði. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu er Orku- veita Reykjavíkur það fyrirtæki sem hefur farið verst út úr falli krón- unnar. Skuldir fyrirtækisins jukust um 110 milljarða í fyrra, þar sem þær eru að stærstum hluta í erlendri mynt. Aðeins um 20 prósent tekna fyrirtækisins eru hins vegar í er- lendri mynt og því hefur skulda- aukningin komið illa við fyrirtækið. Halldór segir sveitarfélög glíma við mikinn vanda en því megi samt ekki gleyma að sjóðsstreymi þeirra hafi dugað vel til þess að ná endum saman. „Sveitarstjórnir um allt land hafa verið duglegar að bregðast við þeim vandamálum sem fylgt hafa miklum fjármagnskostnaði. Þau hafa ráðið við ástandið og ég sé ekki fyrir mér að það komi upp neitt neyðarástand, þótt vissulega sé staðan slæm,“ segir Halldór. Erlent lánsfé Sveitarfélögin Norðurþing, Fljótsdalshérað, Akureyrarbær, Reykjanesbær og Fjarðabyggð töp- uðu samtals tæplega sautján millj- örðum króna í fyrra. Þar af nam tap Reykjanesbæjar um átta milljörðum og Akureyrarbæjar um fimm millj- örðum. Í tilfellum allra þessara sveitarfé- laga skipti hækkun á skuldum dótt- urfyrirtækja, þar helst orkuveitna, miklu máli. Framkvæmdir á und- anförnum árum hafa verið fjár- magnaðar að miklu leyti með er- lendu lánsfé. Til að mynda jukust lántökur sveitarfélaga um meira en fjórðung, sem hlutfall af landsfram- leiðslu, á árunum 2005 til 2007. Krónufall skilar tapi  Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir stöðu sveitarfélaga ekki óvænta  Sligandi skuldir í erlendri mynt hafa skilað sér í miklu tapi á síðasta ári Sveitarfélög Lán í erlendri mynt, sem sveitarfélög tóku á miklum framkvæmdatímum, eru íþyngjandi fyrir sveitarfélög samhliða gengisfalli krónunnar. Stærstu sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu töpuðu sam- tals um 85 milljörðum í fyrra. Gengisfall krónunnar meg- inástæða tapsins. Morgunblaðið/Samsett mynd      !             ! " "        "    „STJÓRN, eig- endur og starfs- fólk lofar því að engum efnum er bætt í fiskinn okkar,“ segir Guðmundur Smári Guð- mundsson, fram- kvæmdastjóri fiskvinnslufyr- irtækisins Guð- mundar Runólfssonar hf. á Grund- arfirði. Hann segir að allar afurðir þeirra séu hreinar og fríar af við- bættum efnum og hafi alltaf verið. Honum finnst sem of margir noti íblöndunarefni á innlenda mark- aðnum, til að drýgja bæði kjöt og fisk um u.þ.b. 7 til ríflega 30%: „Sem faðir myndi ég ekki vilja gefa börnunum mínum slíkar afurðir,“ segir hann en viðurkennir þó að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi hræðst að það tapaði hugsanlega tekjum af því að feta ekki þá braut. Þeir hafi svo komist að gagnstæðri niðurstöðu. Fyrirtækið ætlar ekki í gegnum vottunarferli heldur hefur hannað merki sem lofar hreinleikann. Upp- lýsingar um stefnuna verða einnig settar á síðu þess á fjórum tungu- málum. Guðmundur stendur í sam- keppni við aðra fiskframleiðendur og segir að þar sem íslenskur fiskur sé ekki lengur seldur um eina sölu- miðstöð geri það þeim kleift að framleiða eigin vöru eftir sannfær- ingu sinni. gag@mbl.is Nei takk, ekki íblöndunarefni í fiskinn minn Guðmundur Smári Guðmundsson ÁRNI Páll Árna- son félagsmála- ráðherra hefur ráðið Önnu Sig- rúnu Baldurs- dóttur sem að- stoðarmann sinn. Anna Sigrún hef- ur starfað á Landspítalanum við fjármála- ráðgjöf frá árinu 2007. Áður starfaði hún við eigin rekstur á sviði heilbrigðisþjónustu, meðal annars öldrunarþjónustu. Anna Sigrún bjó í Stokkhólmi um nokkurra ára skeið og starfaði einnig þar við heilbrigðisþjónustu, jafnt í einkarekstri og hjá ríkis- stofnunum. Hún lauk hjúkrunar- fræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1995 og MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2007. Ráðin til aðstoðar Árna Páli ráðherra Anna Sigrún Baldursdóttir Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ÞRÝST er á Umhverfisstofnun (UST) og Svan- dísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra í máli ORF Líftækni, sem sótt hefur um leyfi til úti- ræktunar á erfðabreyttu byggi í sumar. Neyt- endasamtökin, Matvæla- og veitingafélag Ís- lands, Vottunarstofan Tún, Náttúrulækninga- félag Íslands, Landvernd og samtökin Slow Food berjast gegn leyfinu og hvetja til undir- skrifta og bréfasendinga á netinu. Þá eru átök um málið innan háskólasamfélagsins. Þar virð- ist hið gagnstæða vera upp á teningnum, þar sem þunginn virðist frekar vera í því að mæla með leyfisveitingunni til ORF Líftækni. Háskólamenn takast á um málið Kristín Vala Ragnarsdóttir, forseti verk- fræði- og náttúruvísindasviðs HÍ, reið á vaðið og skrifaði ráðherra og UST opið bréf á dög- unum og lagðist gegn leyfisveitingunni. Gagn- rýndi hún undirbúning ákvörðunarinnar þar harðlega, m.a. stuttan kynningartíma, tak- markað aðgengi að gögnum, öryggi á tilrauna- reitum, úrelta löggjöf og margt fleira. „Vist- kerfi sem fer úr böndunum er ekki unnt að snúa til baka. Slík krísa yrði verri en banka- hrunið 2008,“ skrifaði hún meðal annars. Nátt- úran ætti að njóta vafans. Bréfinu svöruðu Ólafur S. Andrésson prófessor og Zophonías Jónssond dósent, við líf- og umhverfisvís- indadeild, og Eiríkur Steingrímsson, prófessor við læknadeild. Segja þeir að margar rang- færslur og alvarlegur misskilningur um líf- og erfðafræðileg efni séu í bréfi Kristínar Völu. Svara þeir þar mörgum atriðum sem hún viðr- ar við ráðherrann og UST. Kristín svaraði bréfi þremenninganna og sagði það að mestu útúrsnúninga. Þá talaði Áslaug Helgadóttir, forseti auð- lindadeildar Landbúnaðarháskóla Íslands, máli ORF í innsendri grein í Morgunblaðinu í gær. Einnig skrifaði Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir, bréf, þar sem hann lýsti eindregnum stuðningi við umsóknina. „… ekki [er] unnt að finna þeirri hættu stað sem ýmsir vilja vera láta að af [erfðatækni] stafi. Slíkar fullyrðingar virðast því miður oftar byggjast á vangaveltum og jafnvel trúarlegri nálgun fremur en vísindum,“ sagði Sigurður.  Bréfin má lesa í heild sinni á mbl.is Þrýstingur á Umhverfisstofnun  Útiræktun erfðabreytts byggs á sér andstæðinga, en þeir eru sagðir misskilja, rangfæra og nálgast málin trúarlega  Forseti fræðasviðs við HÍ segir gagnrýni prófessora og dósents á sig útúrsnúninga Morgunblaðið/Jim Smart Bygg Próteinin er að finna í korninu sjálfu, deilt er um áhrif þeirra á umhverfi og dýr. Í HNOTSKURN »ORF Líftækni er með ræktunarstöð ígróðurhúsum í Grindavík og hefur á undanförnum árum gert tilraunir með útiræktun. Fyrirtækið hlaut Nýsköp- unarverðlaunin 2008. »Rannsóknir sem gerðar hafa veriðvið LbhÍ benda til að erfðabreytta byggið víxlfrjóvgist ekki og þrífist illa utan ræktunarreita. Mikið hefur verið kallað eftir nýsköpun í atvinnurekstri, hátæknistörfum og þekk- ingariðnaði. Hart er þó barist gegn einu slíku fyrirtæki, sem hyggst rækta erfða- breytt bygg til lyfjagerðar og iðnaðarnota. Mjög er deilt um áhrif ræktunarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.