Morgunblaðið - 04.06.2009, Page 18

Morgunblaðið - 04.06.2009, Page 18
18 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2009 Hitamælirinn á Ráðhústorgi – lygamælirinn, eins og einn vinur minn fyrir sunnan kallar hann jafnan – sýndi 18 gráður klukkan hálftólf í gærmorgun. Mælirinn í bílnum sagði mér að gráðurnar væru 13. Ég get ekki fullyrt hver hitinn var en man ekki til þess að bíllinn hafi nokkru sinni logið að mér …    Rögnvaldur gáfaði segir senn skilið við félaga sína í Hvanndalsbræðrum, ef marka má aug- lýsingar frá hljómsveitinni. Maður veit svo sem aldrei hvað er satt og hvað logið; þeir auglýstu lokatónleika sveitarinnar fyrir stuttu og á sama stað var auglýst „comeback“ degi síðar; þeir vildu hætta og byrja aftur, eins og allir hinir!    Kvenfélagið Baldursbrá verður 90 ára næsta mánudag, 8. júní, og af því tilefni verður um kvöldið afhjúpað söguskilti á steini, í kven- félagsgarðinum við Skarðshlíð í Glerárhverfi.    Baldursbrá fékk landið sem um ræðir leigt ár- ið 1936 hjá Akureyrarbæ til matjurtarækt- unar og sá um garðinn allt til ársins 1972 þeg- ar bærinn tók við honum. Ekki veit ég hvort vangaveltur barna eru öðruvísi á Akureyri en annars staðar. Fjög- urra ára snáði hér í höfuðstaðnum kom móður sinni í opna skjöldu á dögunum þegar hann virti hana fyrir sér og spurði: „Mamma, af hverju er pabbi skotinn í þér? Þú ert ekkert sæt.“ Móðirin, sem sagði mér nota bene frá þessu sjálf, er víst ekki enn búin að svara.    Gærdagurinn kemur alltaf aftur, stundum í örlítið breyttum búningi. Í ga mla daga þénaði einhver úti í heimi á því að ég safnaði leik- aramyndum þar sem Charlton Heston, Roy Rogers og Trigger voru í aðalhlutverki. Nú tröllríða bænum myndir af fótboltahetjum.    Löngu eftir að Roy, Trigger og þeir voru og hétu snerist allt um Michael Jordan en nú prýða myndir af Torres og Ronaldo og Fabr- egas kortin. Við Sara, dóttir mín, erum að safna myndum. Ég fékk að vera með henni í „liði“ með því skilyrði að kaupa myndapakka annað slagið en það gengur illa að safna okk- ar mönnum í Liverpool. Getur verið að myndir af þeim (næstum því) bestu séu sjaldgæfari en aðrar? Geysilega vel heppnaðri AIM-tónlistarhátíð lýkur í kvöld með tónleikum í Akureyr- arkirkju þar sem Mótettukór Hallgríms- kirkju flytur verk eftir Jón Hlöðver Áskels- son. Tilkynnt var í gær að tónlistarveisla kvöldsins yrði til heiðurs Dalai Lama og að- gangur ókeypis.    AIM er nú haldin í fjórða skipti og hefur von- andi fest sig í sessi. Aðsókn var mjög góð og tónleikarnir hverjir öðrum betri. Stórsveit Akureyrar lofaði til dæmis sannarlega góðu á jómfrútónleikunum á Græna hattinum og varla að maður geti beðið eftir næsta kons- ert.    Spánverjinn Alberto Carmona, sem flutti til bæjarins í haust, stjórnar stórsveitinni sem stofnuð var í vetur. Stíft hefur verið æft, oft marga klukkutíma í senn, þannig að blás- ararnir voru sumir orðnir býsna aumir í vör- unum. En þeim fannst það vel þess virði, held ég, vegna þess hve tónleikarnir tókust vel.    Á sýningu sem opnuð var í Minjasafninu á Akureyri um síðustu helgi gefst fólki kostur á því að dusta rykið af gömlum minningum og deila upplifun æskuáranna með afkomendum. Á sýningunni, Allir krakkar, allir krakkar … líf og leikir barna, geta börn á öllum aldri brugðið sér í gervi, leikið sér og sest á skóla- bekk á sama tíma og minningaflóðið rennur um hugann, eins og segir í tilkynningu frá safninu. Opið er alla daga í sumar kl. 11 til 17. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stórsveit Margot Kiis söng með Stórsveit Akureyrar á jómfrútónleikunum á AIM hátíðinni. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is V ið ætlum að tala um náttúruna og jurtirnar í tengslum við ástandið í dag. Við lifum á tímum þar sem öryggis- kenndin hefur verið tekin frá fólki, við vitum ekkert hvað er framundan. En þegar fólk getur tengt sig jörð- inni, þó það sé ekki nema ánægjan af því að vera úti í garðinum sínum, þá bætir það öryggiskenndina. Og því meira sem maður er meðvitaður um hvað maður getur átt mikla ynd- isstund í garðinum, þeim mun betra. Það stendur jú í ágætri bók að mað- urinn eigi að geta lifað eins og fuglar himinsins og liljur vallarins,“ segir Hildur Hákonardóttir, en hún og Kristbjörg Kristmundsdóttir verða saman með helgarnámskeið í Heið- mörk um þarnæstu helgi þar sem þær ætla að kenna fólki ýmislegt um gróður jarðar. Þær segja að allir hafi þörf fyrir snertingu við jörðina. „Þess vegna eru grænir garðar í stórborgum og þess vegna sækir fólk þangað. Hengigarðarnir í Bab- ýlon til forna, sem eru eitt af sjö undrum veraldar, eru gott dæmi um hvernig fólk fann lausnir til að hafa lifandi gróður í kringum sig, þó svo að skortur á rými gerði það að verk- um að ekki væri hægt að rækta gróður á jörðu niðri.“ Kristbjörg leggur áherslu á að náttúran eigi okkur mannfólkið, en ekki öfugt. „Náttúran er sá frum- kraftur sem gefur okkur hreinustu og tærustu orkuna. Um leið og fyrsti sólargeisli sumarsins lætur sjá sig þá sprettur fólk út, af því það er innbyggt í okkur að þurfa að komast í ræturnar okkar, sem er náttúran.“ Hildur segir að þær ætli á nám- skeiðinu að kenna hvernig við getum tengst náttúrunni á ný. „Við ætlum að leiðbeina fólki með hvernig má endurvekja þá tilfinningalegu nær- ingu sem fæst með því að vera í snertingu við náttúruna. Auk þess ætlum við að kenna fólki að nýta sér ýmislegt sem náttúran hefur upp á að bjóða. Ég tíni mér til dæmis ferskar jurtir í te á hverjum einasta morgni næstum allt árið. Þetta er allt hægt. Við getum ekki aðeins sótt okkur hressingar- og lækningajurtir út í náttúruna, heldur getum við líka nýtt til fæðu ýmsar plöntur sem vaxa þar. Margir líta til dæmis á kerfil og fífil sem óvin og illgresi, en þetta eru villtar og góðar matjurtir.“ Eldhúsgarður og sjálfsþurft Hildur ætlar líka að skoða okkur mannfólkið svolítið utanfrá með til- liti til matarmenningarinnar. „Og vita hvort ekki sé hægt að létta hana og einfalda. Við erum búin að gefa matarmenninguna frá okkur með því að þiggja allt tilbúið og inn- pakkað, meira og minna matreitt fyrirfram. Þá erum við komin í óra- fjarlægð frá því að vera í frumsnert- ingu við frumefnin í matnum. Ég ætla líka að skoða hugtakið eldhús- garður. Þegar kreppir að þá getur munað ótrúlega miklu að hafa sinn eldhúsgarð, sína sjálfsþurft. Því fylgir líka svo mikil gleði. Sjálfs- þurftarbúskapur, þó í litlum mæli sé, er hinn eðlilegi lífsmáti. Ég er búin að rækta matjurtir í 30 ár og vil gjarnan miðla af þeirri reynslu minni. Um leið og maður fer að nota ferskara hráefni, beint úr garðinum sínum, þá verður maturinn góður. Ekki af því maður eldi svo flókið eða blandi mörgu saman, heldur af því að hráefnið er svo gott.“ Var bóndi í 20 ár Kristbjörg ræktaði lífrænar mat- jurtir lengi vel og lærði af nátt- úrunni að nýta villtan gróður jarðar til te-, seyða- og smyrslagerðar. Nú er hún meira í lækningajurtum, enda er hún lærður grasagræðari og í dag framleiðir hún blómadropa úr íslenskri náttúru. Hún ætlar meðal annars að kenna fólki á námskeiðinu hvernig best sé að tína, þurrka og geyma jurtir sem og grunnþættina í blöndun jurta til lækninga og hvern- ig gera megi te, seyði, olíur og fleira. Kristbjörg segir að bóndinn sé aftur að vakna í henni, en hún var bóndi í 20 ár í Vallarnesi og ræktaði þar líf- rænt grænmeti. „Ég flutti að Vall- arnesi árið 1979 og þá var ég álitin kexrugluð að vera að rækta lífrænt, fólki fannst þetta fádæma sérviska og jafnvel afturför. Fyrsta árið í ræktuninni lögðust meira að segja kindurnar á móti mér, það var sér- staklega ein sem stökk yfir allar girðingar og át það sem ég var að reyna að rækta,“ segir Kristbjörg og hlær að minningunni. „Ég var með matjurtagarð fyrir fjölskylduna og gleðin yfir því að fá uppskeru var mikil. Það var líka svo gaman að geta gefið öðrum af uppskerunni. Ég ræktaði tómata og gúrkur í köldu gróðurhúsi og krakkarnir sem komu að heimsækja mína krakka sögðust finna þar bestu tómata í heimi.“ Arfinn er fullur af C-vítamíni Kristbjörg segir að í lífrænni ræktun skipti máli að nota ekki tilbúinn áburð, heldur náttúrulegan. „Hvort sem það er safnhaugamold, fiskimjöl, þangmjöl, þari eða góður skítur frá búi þar sem ekki er mikið notað af lyfjum eða tilbúnum áburði. Og ef það sprettur mikill arfi í mat- jurtagörðum, þá er um að gera að borða hann, því hann er svo hollur, fullur af C-vítamíni og steinefnum.“ Hildur segir að þær tvær hafi þekkst lengi, en séu enn að læra hvor af annarri. „Þess vegna ætlum við að gera þetta saman. Á laug- ardeginum ætla ég að læra af Krist- björgu og gera allt sem hún biður mig um og ég ætla að passa að hún detti ekki og mismæli sig ekki. Á sunnudeginum snýst þetta við og Kristbjörg verður til þjónustu reiðubúin fyrir mig.“ Morgunbalðið/RAX Sprellfjörugar Kristbjörg og Hildur eru alltaf til í eitthvert sprell, sérstaklega úti í guðsgrænni náttúrunni. Ræturnar okkar eru í náttúrunni Þær Hildur og Kristbjörg fæddust með græna fingur og segja það veita fólki öryggiskennd á óvissutímum að komast í snertingu við jörðina. Þær ætla að kenna fólki hagnýt og huglæg ráð til að nýta gróður jarðar, bæði villtar jurtir sem og ræktaðar í eldhúsgörðum. 13. júní. Laugardagur kl. 10-16: Jurtatínsla með Kristbjörgu þar sem hún kennir hvernig gott er að tína íslenskar villtar jurtir, þurrka og geyma. Einnig kennir hún um blöndun jurta til lækn- inga og sjálfsstyrkingar, hvern- ig gera má olíur, tinktúrur og smyrsl. 14. júní. Sunnudagur kl. 10-16: Hildur kennir að nota íslensk- ar jurtir í matargerð og fjallar um einföld atriði eldamennsk- unnar. Hún kennir okkur um hin ýmsu brögð og greiningu villtra plantna í lækningajurtir, krydd og matjurtir. Kenningar Goeth- es (og Linnes) verða til umfjöll- unar. Gestir fá leiðbeiningar og uppskriftir hjá báðum kon- unum. Skráning og nánari upp- lýsingar hjá Kristbjörgu í s: 861- 1373 eða hjá Hildi í s: 849-8467. Ódýrt námskeið og börn vel- komin. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Skógræktarfélag Reykjavíkur. Jurtaveisla með Hildi og Kristbjörgu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.