Morgunblaðið - 04.06.2009, Síða 24
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2009
MORGUNBLAÐIÐ benti í leiðara á
dögunum á fyrirmynd að þróun-
araðstoð Íslendinga: för átta Íslend-
inga til Gaza að gefa þrjátíu gervi-
fætur! Átakanlegur hugtakarug-
lingur er því miður í þessari
forystugrein sem er öllum ljós sem
eitthvað þekkja til þróunarmála.
Ferðin til Gaza var mannúðarmál,
hjálparstarf af sama meiði og fjöl-
mörg verkefni sem einstaklingar og
fyrirtæki sinna af mikilli gæsku og
breyta örugglega lífi þeirra sem í
hlut eiga. Slíkir styrkir og framlög
streyma stöðugt til fólks sem á um
sárt að binda víða um veröld. Val á
þeim sem njóta fylgir oft ekki nein-
um sérstökum skilgreindum leik-
reglum eða hlutlægu mati og eft-
irfylgni er oft ábótavant ef hún er þá
einhver.
Þróunarsamvinna eða þróunar-
aðstoð er af öðrum toga, ávallt til
lengri tíma og hefur það markmið að
breyta högum stórra hópa/þjóða/
héraða á þann
hátt að umbætur
geti orðið sjálf-
bærar til lengri
tíma litið. Sjúkra-
húsverkefni Þró-
unarsam-
vinnustofnunar í
Monkey Bay í
Malaví er að því
leyti líkt um-
ræddu hjálparstarfi á Gaza að það
hjálpar sjúkum, en verkefninu í
Malaví er ætlað miklu stærra hlut-
verk fyrir fleira fólk til lengri tíma
sem hluta af uppbyggingu landsins í
heild, en ekki bara fyrir útvalda ein-
staklinga.
Ímyndið ykkur ef átta sérfræð-
ingar færu á kostnað skattgreiðenda
til að aðstoða þrjátíu einstaklinga í
þróunarríki – væri það þróun-
araðstoð til fyrirmyndar? Hvað yrði
það stór hluti heildarkostnaðar við
að sjá 30 einstaklingum fyrir gervi-
limum? Og hvað um sjálfbærni verk-
efnisins? Hvað gerist eftir að þessir
átta hverfa á braut? Hver sér um
þjónustu við þá sem fengu gervilim-
ina?
Alltof sjaldan skrifa íslenskir leið-
arahöfundar – eða fjölmiðlar yfirhöf-
uð – um þróunarmál. Því ber auðvit-
að að fagna því að þessi mál séu tekin
til umfjöllunar en hér hefði betur
verið heima setið en af stað farið.
Vert er hins vegar að taka undir
orð leiðarahöfundar þar sem hann
gagnrýnir íslensk stjórvöld fyrir
framlög til þróunarmála. „Þrátt fyrir
ítrekuð fyrirheit er langt frá því að
Íslendingar nái þeim markmiðum
sem Sameinuðu þjóðirnar settu um
framlög efnuðustu ríkja heims í þró-
unaraðstoð og kreppan mun tryggja
að bið verður eftir því að Íslendingar
geti gengið uppréttir í þeim efnum,“
segir leiðarahöfundur Morgunblaðs-
ins.
GUNNAR SALVARSSON,
útgáfu- og kynningarstjóri
Þróunarsamvinnustofnunar
Íslands.
Frá Gunnari Salvarssyni
Gunnar Salvarsson
Gervifætur til Gaza – þróunar-
aðstoð til fyrirmyndar?
SÚ VAR tíðin að nýbakaður formað-
ur Framsóknarflokksins var þátta-
stjórnandi og dagskrárgerðarmaður
á sjónvarpinu. Lét Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson sér þá um mun fara
orðið „helmingaskiptaflokkarnir“.
Sátu þá í ríkisstjórn umræddir
flokkar, sem einnig eru kenndir við
„tví-flokkinn“ og þekktir sem Sjálf-
stæðis- og Framsóknarflokkurinn.
Rifjast þetta upp nú þegar sjálfur
formaður annars „helminga-
skiptaflokkanna“ er fyrsti flutnings-
maður í Alþingi að tillögu um Evr-
ópusambandið (ESB) og samskipti
Íslands við ESB. Þannig er að um-
ræddur Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson telst vera nýkrýndur (og
nýbakaður) formaður Framsókn-
arflokksins, auk þess að vera
splunkunýr á Alþingi fyrir þann
Framsóknarflokk, sem hann sjálfur
leiðir.
Tillaga formannsins um Evr-
ópumál og samskipti Íslands við
ESB er studd af
öllum þingmönn-
um – haldið ykk-
ur fast! – beggja
„helmingaskipta-
flokkanna“ á Al-
þingi Íslendinga
sem nú situr að
störfum. Það er
því ekki einungis
að Sigmundur
Davíð Gunn-
laugsson sé fyrsti flutningsmaður að
tillögunni umræddu, heldur styður
heil hersing helmingaskiptamanna
og -kvenna þá tillögu sem á að færa
Ísland nær aðild að ESB, samkvæmt
ályktun á síðasta flokksþingi Fram-
sóknarflokksins. Öðru máli gegnir
um hinn helmingaskipta-flokkinn,
sem Sigmundur Davíð nefndi svo í
Kastljósi RÚV. Sjálfstæðisflokk-
urinn heyktist á að taka Evrópumál
á dagskrá á sínu flokksþingi. Sá
helmingaskipta-flokkurinn hefur
samkvæmt áreiðanlegum fréttum
haldið fast við bann við að ræða Evr-
ópumál og samskipti Íslands við
ESB.
Helmingaskipti að veruleika í
samskiptum Íslands og ESB
Óhætt er að fullyrða að báðir for-
menn „tví-flokksins“, Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokksins, Bjarni Bene-
diktsson og Sigmundur Davíð, séu
skilgetin afkvæmi helmingaskipta-
reglunnar. En hvað sem því líður má
telja líklegt, að þær tvær tillögur,
sem Össur Skarphéðinsson og téður
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
hafa forystu um í Alþingi, og lúta að
nánari samkiptum Íslands við ESB í
framtíðinni, njóti brautargengis. Al-
ténd er betur af stað farið en heima
setið hvað Evrópumál varðar, enda
mikilvægt að knýja fram þjóð-
aratkvæðagreiðslu um aðildarsamn-
ing Íslands að ESB.
KJARTAN EMIL
SIGURÐSSON
er stjórnmálafræðingur og starf-
andi leiðsögumaður.
Opið bréf til Sigmundar Davíðs
Frá Kjartani Emil Sigurðssyni
Kjartan Emil
Sigurðsson
SVEITARFÉLAG-
IÐ Vogar hefur frá síð-
ustu kosningum boðið
öllum nemendum
Stóru-Vogaskóla upp á
hollan og góðan mat í
hádeginu, þeim að
kostnaðarlausu. Gjald-
frjálsar skólamáltíðir
þýða lækkun á út-
gjöldum heimilisins um
rúmlega 30 þúsund á
hvert barn á ári og hefur það reynst
fjölskyldum vel. Samfélagið í Vogum
hefur vaxið mjög hratt undanfarin ár
og eru íbúar nú rúmlega 1.200. Flestir
foreldrar vinna utan sveitarfélagsins,
enda stutt að fara á höfuðborg-
arsvæðið um upplýsta og tvöfalda
Reykjanesbraut. Í ljósi þessa ein-
kennis á samfélaginu og lengdar
skóladagsins taldi bæjarstjórn mik-
ilvægt að gefa öllum grunn-
skólabörnum tækifæri til að borða
hollan og góðan mat í skólanum, án
tillits til efnahags eða félagslegra að-
stæðna. Vel nærðir nemendur eru ró-
legri og betur móttækilegir fyrir
fræðslunni, og ættu því að vera betur
undir það búnir að taka virkan þátt í
skólastarfinu en ella. Annað markmið
verkefnisins er að draga úr útgjöldum
heimilisins, þannig að foreldrar hafi
meira svigrúm til að gefa börnum
tækifæri til að stunda
íþróttir og tómstundir.
Sem fyrr segir lækka
útgjöld heimilisins um
rúmar 30 þúsund krón-
ur fyrir hvert barn á
heimilinu, sem er ná-
lægt árlegum æf-
ingagjöldum í flestum
íþróttum og tóm-
stundum. Í nokkrum
sveitarfélögum er boðið
upp á svokölluð frí-
stundakort, en í Vogum
var valin sú leið að fella
niður gjald á skólamáltíðir og þar með
skapa svigrúm til aukinna frístunda.
Ungmennafélagið Þróttur í Vogum
ákvað að stíga skrefinu lengra og end-
urskipulagði sína starfsemi til að geta
veitt afslátt af æfingagjöldum með
svokölluðu íþróttakorti Þróttar. Það
er því val foreldra hvernig þeir nýta
þá fjármuni sem sparast fyrir börn
sín. Það er von bæjarstjórnar að for-
eldrar nýti sér þetta tækifæri börnum
sínum til heilla, en íþróttir og tóm-
stundastarf er ein besta forvörn sem
fyrirfinnst.
Eins og áður segir er sveitarfélagið
Vogar eina sveitarfélagið á landinu
sem býður öllum nemendum grunn-
skóla upp á gjaldfrjálsar skóla-
máltíðir. Það er alls ekki sjálfsagt að
fella gjaldið niður og mikilvægt að ár-
angur sé af verkefninu. Nú er hálfnað
þriðja skólaárið sem þessi háttur hef-
ur verið hafður á og reynslan verið
með ágætum. Nánast öll börn á
yngsta stigi og miðstigi nýta sér
gjaldfrjálsar skólamáltíðir á hverjum
degi. Unglingarnir nýta sér máltíð-
irnar í minna mæli, eins og búast
mátti við. Vísbendingar eru þó um að
ekki hafi allir foreldrar nýtt sér það
svigrúm sem gjaldfrjálsar skóla-
máltíðir hafa myndað til þess að bjóða
börnum sínum upp á meira íþrótta- og
tómstundastarf. Ætla má að tilhneig-
ing í þá átt muni aukast í nánustu
framtíð miðað við framtíðarhorfur í
efnahagsmálum. Bæjarstjórn telur að
mikilvægt sé að foreldrar hafi þetta
val og svigrúm. Þrátt fyrir að tóm-
stundir og íþróttastarf gegni veiga-
miklu hlutverki í forvarnarstarfi og
þroska barna, er enn mikilvægara að
öllum börnum sé tryggt heilsu-
samlegt fæði í grunnskólanum þeim
að kostnaðarlausu. Mikilvægi þess
hefur síst minnkað í kjölfar þess efna-
hagsáfalls sem dunið hefur á okkur
síðan í haust. Sveitarfélagið Vogar er
reiðubúið að miðla reynslu sinni til
áhugasamra sveitarfélaga.
Eftir Róbert
Ragnarsson
» Vel nærðir nem-
endur eru rólegri og
betur móttækilegir fyrir
fræðslunni...
Róbert Ragnarsson
Höfundur er bæjarstjóri.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir í Vogum
– meira fyrir áskrifendur
Kraftar
Norðurlands
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
Fólkið og fyrirtækin skoðuð og
dregin upp mynd af möguleikum
og framtíð þessa landshluta
í veglegu sérblaði 25. júní
Nánari upplýsingar veitir
Sigríður Hvönn Karlsdóttir í síma 569-1134/
692-1010 eða sigridurh@mbl.is
Tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 16.00
mánudaginn 22. júní.
Viðskiptablað
Morgunblaðsins tekur
púlsinn á atvinnulífi
Norðurlands
Meðal efnis verður :
• Menntun og rannsóknir
• Hönnun, handverk og saga
• Matur, drykkur og menning
• Landbúnaður, ferðaþjónusta, náttúra og haf
• Framleiðsla, nýsköpun og norðlenskt hugvit