Morgunblaðið - 04.06.2009, Síða 27
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2009
Guðný G.
Ólafsdóttir
✝ Guðný GróaÓlafsdóttir (Lóa)
fæddist á Efri-
Brúnavöllum á Skeið-
um hinn 7. febrúar
1921. Hún lést á
Landspítalanum 7.
maí síðastliðinn.
Útför Lóu fór fram frá Bústaðakirkju
14. maí sl.
Meira: mbl.is/minningar
Árni Ragnar
Árnason
✝ Árni RagnarÁrnason fæddist
í Vestmannaeyjum 7.
september 1972.
Hann lést af slysför-
um 21. maí síðastlið-
inn.
Útför Árna fór fram
frá Neskirkju 2. júní sl.
Meira: mbl.is/minningar
Snorri Páll var á
margan hátt einstakur
maður, bæði sem lækn-
ir og ekki síður sem
manneskja. Í blóma lífsins veiktist
hann af mænuveiki og lamaðist að
hluta og bar þess merki alla tíð. Hann
lét þó ekki bugast en hélt áfram námi
sínu í læknisfræði og síðar fram-
haldsnámi í hjartasjúkdómum við
hinar virtustu menntastofnanir bæði
austan hafs og vestan. Óhætt er að
segja að hann hafi verið meðal best
menntuðu lækna í sinni sérgrein á
sjötta og sjöunda áratug síðustu ald-
ar.
Ég kynntist Snorra á námsárum
mínum í læknadeild og sem kandidat
á lyflækningadeild Landspítalans
1954-1965. Ég minnist þess hversu
mikla þekkingu Snorri hafði í sínu
fagi, sem hann var óspar að miðla
okkur kandidötum og öðru sam-
starfsfólki á deildinni sem varð til
✝ Snorri PállSnorrason læknir
fæddist á Rauðavík á
Árskógsströnd 22.
maí 1919. Hann lést á
Droplaugarstöðum
laugardaginn 16. maí
síðastliðinn. Snorri
var jarðsunginn frá
Dómkirkjunni 26. maí
síðastliðinn.
þess að ég ákvað að
leggja stund á fram-
haldsnám í hjartasjúk-
dómum.
Ég minnist þó ekki
síður framkomu
Snorra við sjúklinga
sína, sem hann um-
gekkst af stakri nær-
gætni og virðingu og
gaf sér ætíð góðan
tíma til að hlusta á
kvartanir, en sú hlið
læknislistarinnar hef-
ur vafalítið mótast af
hans eigin reynslu í
baráttu hans við alvarlegan sjúkdóm.
Frá árinu 1971 var ég samstarfs-
maður Snorra á hjartadeild Land-
spítalans allt þar til hann lét af störf-
um 1989. Hann var yfirlæknir
deildarinnar en á þessum árum varð
mjög hröð þróun í meðferð hjarta-
sjúkdóma á Íslandi og hjartadeild
Landspítalans þar í fararbroddi og
rekstur hennar og starfsemi til fyr-
irmyndar á öllum sviðum. Ég minnist
Snorra Páls á þessu tímabili fyrir það
hversu vel hann fylgdist með öllum
nýjungum og vísindarannsóknum og
hve mikinn áhuga og ánægju hann
hafði af starfi sínu. Hann lagði mikla
rækt við kennslu læknastúdenta á
deildinni og fór með þá á sérstakan
„kennslustofugang“. Þeir eru margir
yngri læknar í dag sem minnast með
þakklæti þessara kennslustunda.
Ég hitti Snorra Pál síðast nú í vet-
ur á hjúkrunarheimilinu Droplaugar-
stöðum þar sem hann dvaldi síðustu
æviár sín ásamt eiginkonu sinni Kar-
ólínu Jónsdóttur hjúkrunarkonu sem
var hans stoð og stytta alla tíð. Hann
var þá kominn í rafknúinn hjólastól
og fór allra sinna ferða á stólnum inn-
anhúss. Þótt líkaminn hefði hrörnað
var hugurinn óbreyttur. Við ræddum
lengi saman um framfarir og nýjung-
ar í lækningum hjartasjúkdóma og sá
áhugi á þekkingu og framförum sem
einkennt höfðu Snorra Pál í sínu lífs-
starfi hann var sá sami og verið hafði
alla tíð.
Ég kveð Snorra Pál með þakklæti
og virðingu í huga og við Ingibjörg
vottum eftirlifandi eiginkonu hans,
börnum og barnabörnum samúð okk-
ar.
Magnús Karl Pétursson.
Við kveðjum nú Snorra Pál
Snorrason eftir langa samfylgd og
góða vináttu, en upphaf hennar var
að hann og Erling voru samstúdentar
frá MA 1940. Snorri Páll hefði orðið
níræður þ. 22. maí sl. og er það mjög
hár aldur miðað við þá erfiðu sjúk-
dóma sem hann þurfti að ganga í
gegnum um ævina; hann, sem hafði
það ævistarf að lækna og líkna öðr-
um. Við þekktum til þess, að með
sinni góðu nærveru og einlægni
myndaði hann traust samband við
sjúklinga sína, sem eflaust hefur flýtt
fyrir góðum árangri meðferðar.
Fyrsta áfallið, sem hann varð fyrir,
var lömunarveikin, sem hann fékk, þá
læknanemi á Vífilsstöðum, en afleið-
ingar hennar settu mark sitt á hann
upp frá því og heftu hreyfigetu hans.
Áfram var samt haldið til að afla sér
sem bestrar menntunar, en sérgrein
hans var hjartalækningar, og fór
hann tvívegis til námsdvalar í Boston
auk annars. En hann fór ekki einn,
þau Karólína voru þá þegar gift og
var hún á allan hátt hans hjálparhella,
meðan henni entist heilsa til. Hún er
hjúkrunarkona og vann m.a. lengi
með Snorra á lækningastofu hans.
Síðustu árin hefur Alzheimers-sjúk-
dómurinn sótt fast að Karólínu, en á
Droplaugarstöðum fær hún þá bestu
ummönnun, sem hugsast getur. Hug-
ur okkar og samúð er nú hjá henni að
þurfa að sjá á bak Snorra sínum.
Snorri Páll ólst upp á Breiðaból-
stað, A.-Skaft., en þar var faðir hans
héraðslæknir þá, og var hann alla tíð
bundinn Síðunni sterkum böndum og
fór þangað helst á hverju sumri. Við
hjónin fórum þangað með Snorra og
Karó sumarið 1958. Var gaman að
ferðast þar með þeim og finna hvað
Snorra Páli var vel fagnað af vinum
hans þar.
Kæru Kristín, Snorri Páll og fjöl-
skyldur ykkar, við sendum innilegar
samúðarkveðjur til ykkar allra. Bless-
uð sé minning Snorra Páls.
Jóhanna og Erling Edwald.
Snorri Páll Snorrason
✝ Guðrún Sveins-dóttir fæddist á
Hryggstekk í Skrið-
dal 18.10. 1928. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu Víði-
hlíð í Grindavík
27.5. 2009. Foreldrar
hennar voru Sveinn
Guðbrandsson, f. í
Suður-Múlasýslu 3.9.
1896, d. 15.9. 1981
og Steinunn Gunn-
laugsdóttir, f. í Suð-
ur-Múlasýslu 11.11.
1895, d. 28.10. 1993.
Systur Guðrúnar eru Oddný, f.
20.7. 1920, Guðlaug, f. 11.8. 1924,
Ásdís, f. 10.8. 1932, og Hjördís, f.
3.11. 1935.
Guðrún giftist 18.1. 1964, Gísla
Hirti Gíslasyni frá Eskifirði, f. 18.
júlí 1918, d. 30. okt. 1975. Þau
eignuðust þrjá syni, þeir eru: 1)
Heimir Lárus, f. 25.1. 1958,
kvæntur Kristbjörgu Gunnbjörns-
dóttir, f. 12.3. 1961. Foreldrar
Kristbjargar voru Gunnbjörn
Sveinbjörnsson, f. 19.8. 1953 og
Ragnheiður G. Þorsteinsdóttir, f.
22.1. 1955. Synir Nonna og Gígju
eru Daníel Kári, f. 30.1. 2002 og
Kormákur Nói, f. 1.4. 2004. 3)
Steinar Gísli, f. 7.3. 1970. Sonur
hans er Hjörtur Sölvi, f. 6.9.
1999. Barnsmóðir Maríanna Sig-
tryggsdóttir, f. 29.6. 1976. Þau
slitu samvistum. Fyrir á Marí-
anna soninn Hreiðar Inga, f. 15.5.
1992.
Guðrún ólst upp á Hryggstekk í
Skriðdal við bústörf á býli for-
eldra sinna og við skógrækt í
Hallormstaðarskógi á sumrin.
Hún lauk landsprófi frá Eiðaskóla
1949. Var kennari við Helgastað-
arskóla við Eskifjörð í 1 ár. Guð-
rún fluttist suður og vann í
Hreðavatnsskála í Borgarfirði og
á Þórskaffi í Reykjavík þar til að
hún flutti til Keflavíkur árið 1952
þá á 24. aldursári, þar sem hún
vann við þjónustu og versl-
unarstörf. Lengst af starfaði hún
í versluninni Navy Exchange hjá
varnarliðinu.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 4. júní, kl.
13.
Meira: mbl.is/minningar
Jónsson, f. 13.3.
1931, d. 2.11. 2005
og Guðbjörg María
Sigfúsdóttir, f. 5.6.
1929, d. 13.1. 2004.
Dætur Heimis og
Kristbjargar eru
Steinunn Eva, f. 4.3.
1991, og Anna Guð-
rún, f. 3.11. 1992.
Fyrir átti Kristbjörg
a) Sverri Ómar Inga-
son, f. 11.8. 1979, í
sambúð með Sigrúnu
Ástu Marinósdóttir,
f. 3.4. 1981. Börn
þeirra eru Kristófer Hörður, f.
12.2. 2004 og Signý Emelía, f. 7.7.
2006. b) Þórdísi Rúnarsdóttur, f.
12.11. 1983, í sambúð með Eyþóri
Haukssyni, f. 28.2. 1964, sonur
þeirra er Haukur Freyr, f. 19.7.
2008. Fyrir átti Eyþór dæturnar
Steinunni Ósk, f. 7.8. 1991 og El-
ínu Margréti, f. 26.8. 1993. 2) Jón
Björgvin, f. 24.11. 1965, kvæntur
Gígju Grétarsdóttir, f. 26.5. 1975.
Foreldrar hennar eru Grétar Óli
Þú gafst mér líf, þú gafst mér
góða æsku. Þú gafst mér fallegt og
gott heimili, þú gafst mér ást og
umhyggju. Þú hjúkraðir mér þegar
ég var veikur. Þú hafðir visku og
deildir henni með mér.
Þú styrktist þegar pabbi dó, þá
með okkur bræðurna þrjá unga.
Þú treystir mér til að vaka yfir
bræðrum mínum þegar þú varst í
vinnu.
Þér fannst frábært að fá tengda-
dætur þínar í heimsókn með barna-
börnin. Vildir allt fyrir þau gera. Þú
varst örlát, fróð og það var gaman
að hlusta á sögur frá æsku þinni og
uppvaxtarárum.
Þú elskaðir gróður og varst mjög
fróð um hann. Þú vildir alltaf gefa
okkur afleggjara, blóm og/eða tré til
að taka með heim. Þú varst ákveðin
og hlustaðir ekki á þá sem sögðu að
það þýddi ekki að koma hinu og
þessu til „það lifir ekkert á Suð-
urnesjum“. Þú fékkst verðlauna-
skjal frá heimabæ þínum fyrir fjöl-
breytileika vegna þess að þér tókst
að koma öllu til í garðinum þínum.
Ég vil að þú vitir að ég mun gera
mitt besta til að passa upp á garð-
inn þinn. Það er allt í blóma í dag.
Það er hellingur af minningum
sem koma upp í huga mér þegar ég
hugsa til baka. Ferðin okkar til
Kaliforníu til systur þinnar þegar
þú varst sjötug. Ferðin okkar í
sumarbústað til Egilsstaða 1991 þar
sem 4 ættliðir náðust á myndband,
amma, þú, ég og Steinunn Eva.
Þegar þú plataðir mig til að borða
rúgbrauðið þegar ég var 7 eða 8 ára
gamall. Nú ert þú komin í faðm
Guðs og örugglega búin að finna
pabba, afa og ömmu.
Elsku mamma. Ég kveð í bili, við
sjáumst síðar. Þakka þér fyrir allt.
Þinn sonur,
Heimir.
Nú er tími vorsins og nýtt líf að
hefjast. Vorið sem er tími birtu og
blóma var uppáhaldsárstíð tengda-
móður minnar. Guðrún byrjaði að
rækta garðinn sinn við Hringbraut-
ina í Keflavík þegar allir töldu að
ekki væri hægt að rækta neitt á
Suðurnesjum vegna vinda og sjó-
seltu, hún hló bara að því. Í garð-
inum sínum undi hún sér vel við að
sýsla við blóm, tré og runna. Þó að
vor og sumar hafi verið hennar
uppáhaldstími var hún svo sem að
huga að ræktun plantna allan ársins
hring. Hún tíndi fræ og hreinsaði og
þurrkaði, setti fræin í potta og jóg-
úrtdósir sem hún var með í öllum
gluggum á heimili sínu og fylgdist
vel með þegar sprotar fóru að gægj-
ast upp. En best fannst henni ef
hún gat miðlað visku sinni og þekk-
ingu á gróðri og því sem hún rækt-
aði til vina og vandamanna og blóm
frá henni prýða marga fallega garða
landsmanna. Ef enginn hafði þörf
fyrir plönturnar hennar í garðinum
sínum, þá tók hún sér flag í fóstur
eins og við Fitjar í Njarðvík þar
sem hún gróðursetti plöntur sem
hún hafði ræktað sjálf með sínum
grænu fingrum.
Guðrún var staðföst kona, hafði
skoðanir á þjóðarsálinni, lét sér
annt um allt og alla. Líf hennar var
ekki dans á rósum. Ekkja 1975 með
þrjá syni, stundum vinnandi á
þremur stöðum í einu til að fæða og
klæða sig og strákana sína. Hún var
bóngóð, vildi allt fyrir alla gera.
Alltaf að, gróðursetja, taka upp,
setja niður, slá grasið, klippa, sækj-
andi mold, sand og lífrænan áburð
um allar trissur á bílnum sínum,
saumaði út og skar út í við á sínum
yngri árum og eftir hana liggur fal-
legt handverk. Á síðkvöldum las
hún bækur um blóm og garðrækt
og spennusögur eftir Agöthu Chris-
tie. Ein af bestu samverustundum
okkar var þegar við fórum í garða-
skoðanir hjá Garðyrkjufélagi Ís-
lands, tvær kellur að skoða fegurstu
garðana, enduðum svo á kaffihúsi
og fórum yfir hvaða plöntur voru
áhugaverðar. Hún mundi öll nöfn á
latínu og íslensku. Ræddum hvaða
plöntur hana vantaði, sem voru svo
sem engar, hún var með svo margar
tegundir í garðinum sínum að henni
voru veitt verðlaunin „fjölbreytt
plöntuval“ í vali garðs ársins í
Reykjanesbæ 1992.
Það er með söknuði í huga sem
ég kveð tengdamóður mína en með
gleði í hjarta yfir að hún skuli vera
komin í garð guðs.
Kristbjörg.
Elsku Guðrún amma.
Við munum ávallt sakna þín og
góðmennsku þinnar, elsku amma.
Við munum sakna þess að hjóla
heim til þín í góðu veðri og hlaupa
sem litlar stelpur í garðinum þínum
og klifra í trjánum. Að hlaupa í
kringum stóra tréð í garðinum þín-
um og hanga í snúrustaurunum,
fara svo inn og fá bestu kleinur sem
við höfum smakkað og allt það góð-
gæti sem við gátum ímyndað okkur.
Þú leyfðir okkur aldrei að fara án
þess að borða eitthvað eða hafa eitt-
hvað með okkur heim. Svo liðu árin
og heimsóknum fækkaði en þegar
við komum var alltaf eins og við
værum orðnar litlar stelpur aftur,
horfðum á sjónvarpið og borðuðum
kökur og góðgæti og þú varst alltaf
jafn ljúf við okkur.
Ég aldrei hef lofað að brautin sé
bein,
né blómstígar gullskrýddir alla leið
heim.
Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar,
á göngu til himinsins helgu borgar.
En ég hefi lofað þér aðstoð og styrk,
og alltaf þér birtu þó leiðin sér myrk.
Mitt ljúfasta barn ég lofað þér hef,
að leiða þig sjálfur hvert einasta
skref.
(Staðf. Hjálmar Jónsson.)
Hvíldu í friði, amma, við munum
aldrei gleyma þér.
Steinunn Eva og Anna Guðrún.
Guðrún Sveinsdóttir
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur,
bróðir og frændi,
ÞÓRÐUR VIÐAR VIÐARSSON,
Breiðvangi 57,
Hafnarfirði,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut
fimmtudaginn 28. maí.
Útför hans verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 9. júní kl. 15.00.
Sigurlína Ellertsdóttir,
Viðar, Elísa Hildur og Arnar,
Viðar Þórðarson, Erla Gestsdóttir,
Birgir Viðarsson og fjölskylda,
Guðrún Ruth Viðarsdóttir og fjölskylda.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐMUNDA GUNNARSDÓTTIR
frá Vestmannaeyjum,
Bröttuhlíð 22,
Hveragerði,
verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn
6. júní kl. 11.00.
Róbert Viðar Hafsteinsson,
Hilmar Þór Hafsteinsson, Sigríður Aðalbergsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.