Morgunblaðið - 26.06.2009, Page 2

Morgunblaðið - 26.06.2009, Page 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is AÐGERÐIR gegn svartri atvinnu- starfsemi og bótasvikum verða stór- hertar á næstunni. Í því skyni hafa Ríkisskattstjóri og Vinnumálastofn- un sett á laggirnar sérstakt teymi, sem mun fara í vinnustaðaheimsókn- ir og kanna stöðuna. Er gert ráð fyr- ir að þetta teymi hefji störf eftir helgina. Þá verður fljótlega hleypt af stokkunum auglýsingaherferð gegn slíkum svikum. Með stórauknu atvinnuleysi hafa bótasvik aukist og hafa nokkur mál verið upplýst, þar sem fólk á at- vinnuleysisbótum hefur verið staðið að því að vera í fullri vinnu. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumála- stofnunar, segir algengt að þetta fólk hafi ekki gefið laun sín upp til skatts og þannig einnig verið að brjóta lög um skattskil. Gissur segir að það hafi hamlað eftirlitsstarfi Vinnumálastofnunar, að hún hafi haft takmarkaðar heim- ildir til að fara inn í fyrirtæki til að afla upplýsinga. Ríkisskattstjóri hef- ur mun rýmri heimildir og því var brugðið á það ráð að sameina krafta þessara tveggja stofnana. Í teyminu verða tveir starfsmenn Ríkisskattstjóra og aðrir tveir frá Vinnumálastofnun. Teymið mun vinna með tvenns konar hætti. Ann- ars vegar verða vinnustaðir valdir af handahófi og hins vegar verður farið eftir ábendingum, sem berast nafn- laust inn á heimasíðu Vinnumála- stofnunar. Gissur segir að margar slíkar ábendingar berist dag hvern og hafa sumar þeirra leitt til þess að fólk hefur verið staðið að verki og það svipt bótunum. Í lögum um atvinnuleysistrygg- ingar er heimild til að krefja brota- menn um endurgreiðslur á bótunum með 15% álagi. Að sögn Gissurar er allur gangur á því hvort brotamenn- irnir eru borgunarmenn fyrir þeirri upphæð, sem þeir hafa svikið út í formi atvinnuleysisbóta. Er nú til skoðunar, í samráði við innheimtumann ríkissjóðs, að skuldajafna út á aðrar bætur sem ríkið er að greiða þessu fólki, svo sem barnabætur og vaxtabætur. Er unnið að því í samráði við viðkom- andi ráðuneyti að útvega innheimtu- manni ríkissjóðs, sem er sýslumað- urinn á Blönduósi, slíkar heimildir. Harðar tekið á svikum  Ríkisskattstjóri og Vinnumálastofnun setja á laggirnar teymi sem fer í vinnu- staðaheimsóknir  Vinnumálastofnun fær margar nafnlausar ábendingar um svik » Bótasvik stóraukist með auknu atvinnuleysi » Mál upplýst eftir ábendingar almennings » Í skoðun að taka aðrar bætur af fólki » Auglýsingaherferð hleypt af stokkunum KRAKKARNIR sem í gær tóku þátt í fyrsta degi Ís- landsmóts barna, unglinga og ungmenna í hestaíþrótt- um á Varmárbökkum gefa þeim fullorðnu ekkert eftir þegar komið er inn á keppnisvöllinn og fara á kostum á gæðingunum sem eru hver öðrum glæsilegri. Þessi ungi knapi fór mikinn í fjórgangskeppni. UNGIR KNAPAR REYNA SIG Morgunblaðið/Ómar Eftir Andra Karl andri@mbl.is BYRJAÐ er að setja upp glerhjúp Ólafs Elíassonar sem umlykja mun tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík. Um þrjátíu kínverskir verkamenn eru þegar komnir hing- að til lands en von er á fleiri á næstu mánuðum. Vinna við glerhjúpinn hófst reyndar fyrir nokkru eða öllu held- ur vinna við undirstöður hans. Setja þurfti upp stálprófíla sem bera glerveggina. Þessi dægrin er hins vegar farið að glitta í fyrsta glerið. Verkið tekur langan tíma og ekki er áætlað að því ljúki fyrr en seint á næsta ári. Efnið er því sent hing- að til lands í smáum skömmtum, og verkamönnum smáfjölgar á meðan verkinu vindur fram. Íslenskir verktakar koma ekki nærri gleruppsetningunni og er ein- ing meðal þeirra sem sjá um bygg- ingu tónlistarhússins að framleið- andi glersins sjái alfarið um hana. Er það fyrst og fremst vegna ábyrgðar en einnig eru miklar tæknikröfur gerðar, engu má muna að allt passi enda verkið gríðar- umfangsmikið. Kínverjarnir eru hér á vegum Ís- lenskra aðalverktaka. Þeir dveljast í húsnæði á Ásbrú í Reykjanesbæ og er þeim ekið á milli kvölds og morgna. Uppsetning á glerhjúpi tónlistarhússins er hafin Glervirki Tónlistar- og ráðstefnu- húsið verður glæsilegt fullklárað. Glerið og verkamenn flutt til landsins í smáum skömmtum N1 ÁKVAÐ í gær að lækka verð á bensíni um þrjár krónur. Uppgefin ástæða er sú að heimsmarkaðsverð á bensíni hafi lækkað síðustu daga. Í kjölfar lækkunarinnar lækkuðu önnur olíufélög um sömu krónu- tölu. Eftir lækkanir gærdagsins er al- gengt verð í sjálfsafgreiðslu 176,80 krónur. Ódýrasta verðið má þó finna hjá Orkunni, 173,20 krónur. Bensínverð lækkaði um þrjár krónur Það vakti mikla athygli á dög- unum þegar Vinnumálastofn- unin afhjúpaði 15 járnabind- ingamenn frá Litháen sem voru í fullri vinnu í grunni tónlistarhússins við Reykja- víkurhöfn jafnframt því að vera á fullum atvinnuleysis- bótum. Mennirnir störfuðu hjá er- lendu fyrirtæki, sem var und- irverktaki við verkið. Nú hefur náðst sátt í mál- inu sem felst í því að verktak- inn hefur fallist á að greiða til baka upphæð sem nemur 2,7 milljónum króna. Gissur segir að verktakinn og launþegarnir hafi borið fyr- ir sig misskilning þegar tekn- ar voru af þeim skýrslur. Hann segir að verktakinn hafi tekið að sér að greiða upphæðina, þótt strangt til tekið hafi launþegarnir verið brotamenn í málinu en ekki verktakinn. Greiddi til baka RANNSÓKNARNEFND Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu, að Sigríður Benediktsdóttir, einn nefndarmannanna, hafi ekki gert sig vanhæfa með því að tjá sig um orsakir íslenska bankahrunsins í viðtali við skólablað Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Þetta er niðurstaða hinna tveggja nefndarmannanna, þeirra Páls Hreinssonar og Tryggva Gunnarssonar. Þeir segja, að þó hluti ummælanna feli í sér hug- lægt mat séu þau almenns eðlis. Ekki sé skírskotað til nafn- greindra einstaklinga eða til- greindra stofnana eða einka- fyrirtækja. Þegar litið sé til þessa, efnis erindis Jónasar og það virt hversu almenn ummæli Sigríðar séu, verði ekki talið að hún hafi gert sig vanhæfa til að fara með afmarkaða þætti í rannsókn nefnd- arinnar. Sigríður gerði sig ekki vanhæfa GAMLA Hótel Akureyri hefur tekið á sig nýja og skemmtilega mynd eftir að gluggar hússins voru skreyttir með gömlum mynd- um frá Akureyri. Tilgangurinn er að bæta ásýnd hússins og fegra götumyndina. Á gluggunum má meðal annars sjá Sundlaug Akur- eyrar um miðjan fjórða áratug 20. aldar og Ráðhústorgið upp úr 1940. Aðrar framkvæmdir við hús- ið eru í biðstöðu vegna efnahags- aðstæðna. Skreytt með myndum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.