Morgunblaðið - 27.06.2009, Síða 2

Morgunblaðið - 27.06.2009, Síða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009 Komdu og njóttu góðra veitinga Ekta danskt smurbrauð. Rækjubrauð og kaffi 499,- laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 s: 522 4500 www.ILVA.is ~tyy| Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is FRUMVÖRP dómsmálaráðherra um persónukjör í alþingis- og sveit- arstjórnarkosningum voru sam- þykkt á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Persónukjörskerfi það sem lagt er til er að írskri fyrirmynd og byggir á óröðuðum framboðslistum þar sem kjósendur geta raðað fram- bjóðendum þess lista sem þeir kjósa í þá röð sem þeir vilja á svipaðan hátt og tíðkast í prófkjörum. Lagt er til að persónukjör verði mögulegt fyrir jafnmörg sæti og eru í boði í hverju kjördæmi. Því skuli framboðslisti vera tvískiptur. Á efri hluta hans verða nöfn þeirra sem boðnir eru fram til persónukjörs og skal fjöldi þeirra vera sá sami og fjöldi þingsæta í kjördæminu. Það er svo flokkanna að velja, t.d. með próf- kjöri, hvaða frambjóðendur skipa þann hluta listans sem verður per- sónukjörinn og mun skipa efstu sæt- in. Ekki hróflað við listakosningu Neðri hluta listans skipa fram- bjóðendur sem boðnir eru fram með hefðbundnum, röðuðum hætti í „heiðurssæti“ listanna sem aldrei ná að verða þingsæti en gætu í und- antekningartilvikum orðið vara- mannssæti. Þorkell Helgason stærðfræðingur hafði umsjón með gerð frumvarp- anna. Með þessum breytingum er hvorki hróflað við listakosningu né hlutfallskosningu hér á landi, að því er segir í tilkynningu. Persónukjörið hefur einvörðungu áhrif á hvaða frambjóðendur hreppa þau sæti sem listinn fær í viðkom- andi kjördæmi eða sveitarstjórn samkvæmt niðurstöðu kosninganna. Flokkarnir velja þá sem má kjósa persónukjöri  Kerfi að írskri fyrirmynd  Tvískiptir framboðslistar við kosningar Í HNOTSKURN »Í frumvarpinu er lagt til aðpersónukjör verði mögu- legt fyrir jafnmörg sæti og eru í boði í hverju kjördæmi. „Heiðurssætin“ svonefndu eru undanskilin persónukjörinu. »Framboðslistar verða tví-skiptir. Á efri hlutanum verða nöfn þeirra sem boðnir eru fram til persónukjörs og á fjöldi þeirra vera sá sami og fjöldi þingsæta í kjördæminu. GARÐYRKJU- og blómasýningin Blóm í bæ er haldin um helgina í Hveragerði. Aldrei áður hafa öll fagfélögin innan „græna geirans“ á Ís- landi sameinað krafta sína með þessum hætti og dagskráin er vegleg. Aldís Hafsteinsdóttir bæj- arstjóri segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á sýningunni. „Sýningin er um allan Hvera- gerðisbæ og hér verður líf og fjör frá upphafi til enda.“ | 18 BLÓM Í BÆ Í HVERAGERÐI UM HELGINA Morgunblaðið/Heiddi Eftir Andra Karl andri@mbl.is TVÆR rússneskar herflugvélar flugu um íslenskt loft- rýmiseftirlitssvæði í 24-30.000 feta hæð hinn 16. júní síð- astliðinn. Þetta var í fimmta skipti á þessu ári sem Rúss- ar fljúga inn í lofthelgina. Þetta voru tvær sprengjuflugvélar, svokallaðir Birnir, af gerðinni Tu-95. Rússarnir gerðu ekki vart við sig fremur en áður og voru flugvélarnar fylgdarlausar á meðan þær flugu um svæð- ið. Vélarnar geta borið kjarnorkuvopn en staðfestar upp- lýsingar liggja ekki fyrir um búnað þeirra í þessari för, að því er segir á vef Varnarmálastofnunar. Starfsmenn Varnarmálastofnunar í vaktstöð loft- varnakerfisins á Keflavíkurflugvelli fylgdust með flugi vélanna og liðu um áttatíu mínútur frá því að þær komu inn á svæðið í norðri þar til þær flugu inn á svæði sem vaktað er af ratsjárstöðvum NATO í Noregi og Bret- landi. Allt frá því vélarnar birtust var eftirlitinu stjórnað frá stjórnstöð NATO í Finderup í Danmörku. Í samræmi við verklagsreglur var Flugstoðum og Flugmálastjórn gert viðvart um ferðir Bjarnanna, s.s. til að tryggja öryggi borgaralegs flugs á meðan á flugi þeirra stóð. Auk þess var Landhelgisgæsla Íslands látin vita. Frá því að bandaríska varnarliðið fór af landi brott hafa 54 rússneskar sprengjuvélar flogið um loftrýmiseft- irlitssvæðið í 23 ferðum. Rússneskar sprengju- flugvélar á ferð 16. júní Birnir Myndin var tekin 9. júní þegar franskar orrustu- þotur flugu til móts við Birni. Í fimmta skipti á árinu sem Rússar fljúga inn í lofthelgina EINS og við var að búast var gífur- legt annríki hjá Fiskistofu í gær þegar opnað var fyrir umsóknir um leyfi til frjálsra handfæraveiða, svo- kallaðra strandveiða. Alls bárust rúmlega 200 umsóknir fyrsta daginn. Umsóknirnar voru af- greiddar í þeirri röð sem þær bárust og tókst að afgreiða um 60 leyfi í gær, að sögn Helgu Sigurrósar Val- geirsdóttur hjá Fiskistofu. Að sögn Helgu Sigurrósar hafa aldrei í sögu stofnunarinnar verið aðrar eins annir. „Við höfum aldrei áður fengið yfir 200 umsóknir sama daginn. Þetta var eins og á vertíð og allir á dekki,“ segir hún. En þótt trillukarlarnir hafi fengið leyfin í hendur mega þeir ekki hefja veiðar fyrr en þau eru komin um borð í bátinn. Að auki eru strandveiðarnar bannaðar á föstudögum og laugar- dögum, svo að fyrstu bátarnir munu væntanlega sigla á miðin á morgun. Heimilt er að veiða 800 kíló í hverri veiðiferð. sisi@mbl.is Yfir 200 umsóknir um strandveiðar Gríðarlegt annríki var hjá Fiskistofu MIKIL umferð var frá höfuðborgar- svæðinu í allan gærdag og fram á kvöld. Víðast á þjóðvegum var um- ferðin þung. Lítið var um óhöpp að sögn lög- reglu. Einn bíll fór þó út af veginum á Heiðdalsvegi, á Skógarströnd, og var hann óökufær á eftir. Ferða- menn voru í bílnum sem var bíla- leigubíll en meiddust ekki. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í kvöld í eitt útkall vegna bruna. Er á staðinn var komið reyndist hafa kviknað í grilli og var eigandinn bú- inn að slökkva eldinn. Þétt og þung umferð Morgunblaðið/Ómar Stappa Bíll var við bíl á helstu um- ferðaræðum út úr borginni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.