Morgunblaðið - 27.06.2009, Síða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
TIL ÁLITA koma ýmsar breytingar
á virðisaukaskatti frá því sem nú er,
samkvæmt nýrri skýrslu sem Stein-
grímur J. Sigfússon fjármálaráð-
herra lagði fyrir Alþingi í gær. Lík-
legt er að dregið verði úr mun á
lægra og efra þrepi virðisaukaskatts
með því að hækka lægra þrepið. Þá
segir að unnt sé að hækka áfengis-
gjald og tóbaksgjald um 30-40% á
næstu árum. Einnig kemur til álita
að hækka bensíngjald frekar.
Erfitt er að átta sig á beinum
áhrifum af þeim aðgerðum sem
kynntar eru í skýrslu fjármálaráð-
herra enda ekki um eiginlegar
ákvarðanir að ræða og tölur á reiki,
að sögn Gunnars Egils Egilssonar,
lögfræðings á skatta- og lögfræði-
sviði Deloitte. Hann segir þó ljóst að
hækkanir á virðisaukaskatti og öðr-
um neyslusköttum skili sér í hækk-
andi vöruverði og þar með hækkandi
vísitölu. Það leiði aftur til að lán
hækka.
Aðhaldsþörfin 179 ma. kr.
Í skýrslunni segir m.a.: „Hvort
sem er frá skattafræðilegu eða fram-
kvæmdalegu sjónarmiði er æskilegt
að draga úr mismun á skatt-
hlutföllum.“ Í kjölfarið er bent á að
helstu annmarkar við hækkun á
lægra skattþrepi séu að hún kynni
að leiða til verðhækkana á matvörum
sem leggjast myndu þungt á tekju-
lága. Hins vegar sé álitamál hvort
lækkun á lægra þrepinu hafi skilað
sér í vöruverði eða ekki.
Hækkun á lægra skatthlufallinu
úr 7% í 12% „eins og algengt er hjá
þjóðum sem hafa tvö skattþrep“
gæti leitt til um sjö milljarða tekju-
hækkunar fyri ríkið. Einnig er tekið
fram að hækkun upp í 14% myndi
gefa af sér um tíu milljarða hækkun
tekna.
Þá segir að hækkun á almenna
hlutfallinu 24,5% um 0,5% gæfi um
tvo milljarða aukalega. Ókostirnir
séu verðlagsáhrif „en þau eru þó
óviss við þær aðstæður sem nú eru.“
Áætlunin sem byggt er á í skýrsl-
unni miðar að því að stöðva skulda-
söfnun ríkissjóðs og að afgangur
verði á rekstri hans á árinu 2013.
Auðséð er á þeim tillögum sem þar
eru birtar, að það verður íslensku
þjóðinni stór biti að kyngja.
Til að ná niðurstöðunni þarf að
grípa til hækkunar á tekjum og
lækkunar ríkisútgjalda. Aðhalds-
þörfin nemur 179 milljörðum króna á
tímabilinu til 2013.
Hækkun tekjuskatts um áramót
Stefnt er að því að endurskoðun á
tekjuskattskerfi einstaklinga – eða
áfangi hennar – öðlist gildi um næstu
áramót. Í skýrslunni segir að unnt sé
að auka skattlagningu tekna ein-
staklinga um rúmlega 2% af vergri
landsframleiðslu án þess að fara yfir
þau mörk sem áður hafa þekkst og
verið talin viðunandi. Tekjur af slíkri
hækkun gætu gefið á milli 30-35
milljarða í tekjur. Með því að draga
úr misræmi vegna fjármagnstekna
og einkahlutafélaga – og fella niður
frádráttarliði – gætu allt að fimm
milljarðar til viðbótar skapast.
Einnig eru viðraðar hugmyndir
um skattheimtu á hagnaði og arði.
Segir að Ísland skattleggi hagnað af
atvinnurekstri miklu vægar en sam-
bærileg lönd og að til athugunar sé
að hækka skatthlutfallið í átt að því
sem gerist í flestum Evrópulöndum.
Þá mætti auka tekjur ríkisins af
stóriðju og annarri starfsemi er-
lendra aðila hér á landi verulega með
því að hækka skatthlutfall afdrátt-
arskatta til samræmis.
Allt á að hækka
Athugað að hækka lægra stig virðisaukaskatts í 12-14%
Unnt að hækka áfengisgjald um 30-40% á næstu árum
JÓN Ísberg, fyrrver-
andi sýslumaður Hún-
vetninga og heiðurs-
borgari Blönduóss, lést
á Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri s.l. mið-
vikudag, 85 ára að
aldri.
Jón Ísberg var
fæddur á Möðrufelli í
Eyjafirði 24. apríl 1924,
sonur Árnínu Hólm-
fríðar Ísberg hús-
móður og Guðbrands
Ísberg sýslumanns.
Hann lauk stúdents-
prófi frá MA 1946 og
lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands
1950. Hann varð fulltrúi sýslumanns
Húnavatnssýslu á Blönduósi 1951
og var sýslumaður Húnvetninga ár-
in 1960 til 1994.
Jón Ísberg gegndi fjölmörgum
trúnaðarstörfum um ævina fyrir
Húnvetninga og íbúa Blönduóss.
Hann sat í hreppsnefnd Blönduóss-
hrepps í áratugi og var oddviti í 9
ár. Þá sat hann í bygginganefndum
vegna heilbrigðisstofnana, félags-
heimilis, skóla og bók-
hlöðu, svo fátt eitt sé
nefnt. Á námsárunum
sat hann í stjórn Vöku
og var formaður Órat-
ors og síðar varð hann
formaður Sýslumanna-
félags Íslands.
Í heimabyggð sinni
var hann m.a. formað-
ur Skógræktarfélags
A-Húnvetninga,
Lionsklúbbs Blöndu-
óss og Veiðifélags
Laxár á Ásum og var
skátaforingi og safn-
aðarfulltrúi. Þá sat
hann í stjórnum fjölmargra fyr-
irtækja. Hann var í framboði fyrir
Sjálfstæðisflokkinn og settist á Al-
þingi sem varamaður árið 1967.
Eftirlifandi eiginkona Jóns er
Þórhildur Guðjónsdóttir fyrrverandi
héraðsskjalavörður. Þau eignuðust
sex börn: Arngrím héraðsdómara,
Eggert Þór framkvæmdastjóra,
Guðbrand Magnús, prentara, Guð-
jón hagfræðing, Jón Ólaf sagnfræð-
ing og Nínu Ósk mannfræðing.
Andlát
Jón Ísberg sýslumaður
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
STJÓRNARLIÐAR kölluðu eftir
samstöðu og ábyrgð stjórnarand-
stöðuflokka og þá sér í lagi Sjálf-
stæðisflokksins í umræðu um ný-
gerðan stöðugleikasáttmála á
Alþingi í gær. Þingmenn Sjálfstæð-
isflokksins sögðu aðila vinnumarkað-
arins hafa sýnt ríkisstjórninni ótrú-
legt langlundargeð.
Guðbjartur Hannesson, þingmað-
ur Samfylkingar, kallaði eftir stuðn-
ingi Sjálfstæðisflokksins við stöðug-
leikasáttmálann. Ekki væri síður
þörf á samstöðu inni á Alþingi en á
vinnumarkaðinum.
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði að aðilar
vinnumarkaðarins hefðu sýnt ríkis-
stjórninni ótrúlegt langlundargeð.
Öll stóru málin væru enn óuppgerð.
T.a.m. hefði verið kallað eftir lækkun
stýrivaxta allt árið. Stöðugleikinn
snerist hins vegar um hækkun
skatta og að krónan héldist áfram
veik.
Guðbjartur sagði afstöðu Sjálf-
stæðismanna „aumingjalega“ og
minnti á að þeir hefðu setið við
stjórnartaumana meðan á góðærinu
stóð. Hann gagnrýndi það „þegar
menn nota öll úrræðin sem við áttum
að nota í góðærinu og bjuggu til
þensluna, bjuggu til froðuna, bjuggu
til allt það sem við erum að glíma við
að leiðrétta núna og ætla svo að fría
sig ábyrgð þegar þarf að fara að taka
á þessu í framhaldinu.“
Bjarni sagðist í svari myndu
áskilja sér allan rétt til að hafa sína
skoðun á áætlun ríkisstjórnarinnar.
„Ég er þeirrar skoðunar að þær
miklu skattahækkanir sem nú er
verið að boða geti orðið til þess að at-
vinnuleysi aukist,“ sagði hann og að
aukið tryggingagjald drægi úr getu
fyrirtækjanna til að skapa ný störf.
Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, tók undir þetta og
sagði að skattaleiðin myndi ekki
leysa þann vanda sem uppi væri.
„Menn skatta sig ekki út úr kreppu.“
„Einkabisness“
á sjúkraganginum
Þá tók Ragnheiður Elín Árnadótt-
ir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, upp
málefni heilsutengdrar ferðaþjón-
ustu á Suðurnesjum þar sem óskað
er eftir að nýta skurðstofur Suður-
nesja í þeim tilgangi á þeim tíma þar
sem þær standa ónotaðar. Hún gagn-
rýndi seinagang Ögmundar Jónas-
sonar heilbrigðisráðherra í málinu og
lagði áherslu á að á málinu lægi, ekki
síst þar sem brýn þörf væri fyrir ný
störf á Suðurnesjum, þar sem 1800
manns væru atvinnulausir.
Ögmundur sagði að á fundi með
Hollvinasamtökum heilbrigðisstofn-
unar Suðurnesja hafi þau varað við
því að hleypa „einkabisness“ inn á
sjúkraganginn á spítalanum. Hann
hafi hins vegar ekki viljað loka nein-
um dyrum heldur taka ákvörðun út
frá almannahagsmunum.
Deilt um ábyrgð og
samstöðu inni á Alþingi
Eftir Bergþóru Njálu
Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
HALLAREKSTUR ríkissjóðs nem-
ur 500 milljónum á hverjum einasta
degi vikunnar, sagði Helgi Hjörvar,
formaður efnahags- og skatta-
nefndar, á Alþingi í gær. Þetta
þýddi að á hverju ári þyrfti hvert
heimili í landinu að leggja til nálega
tvær milljónir til að loka þessu gati.
Helgi mælti fyrir meirihlutaáliti
efnahags- og skattanefndar á frum-
varpi ríkisstjórnarinnar um ráð-
stafanir í ríkisfjármálum og sagði
að með hinum mikla hallarekstri
væru álögur lagðar á kynslóðir
framtíðarinnar. Því yrði ekki undan
því vikist að bregðast við með að-
gerðum sem margar yrðu þung-
bærar.
Hann bætti því við að hallinn
næmi tæpum 200 milljörðum króna
árlega. „Heildarútgjöld til rekstrar
allra stofnana ríkisins: mennta-,
heilbrigðis-, utanríkisþjónustu, fé-
lagskerfis og hvað það nú er eru
rétt rúmlega 200 milljarðar. Það er
eiginlega bara allur ríkisreksturinn
sem hér er undir.“
Aðeins 8% með sparnaði
hins opinbera
Tryggvi Þór Herbertsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, mælti fyr-
ir nefndaráliti minnihluta og benti
á að aðgerðum nú væri m.a. ætlað
að taka á yfir 20 milljarða króna
yfirkeyrslu á fjárlögum sem sam-
þykkt voru með 153 milljarða
króna halla. Ekki væri þá talinn
með um 20 milljarða kostnaður
vegna verðbóta í tengslum við upp-
gjör bankabréfanna svonefndu.
Vandinn næmi því samtals 193
milljörðum.
Bein áhrif frumvarpsins væru að
afkoma ríkissjóðs batnaði um rúm-
lega 23 milljarða á þessu ári, þar af
næmu skattahækkanir 13,7 millj-
örðum og sparnaður um 9,4 millj-
örðum.
Tryggvi sundurliðaði þetta enn
frekar og benti á að 6,2 milljarðar
af skattahækkununum myndu
lenda á heimilum og 7 milljarðar á
atvinnulífinu auk þess sem hertu
skattaeftirliti væri ætlað að skila
um 500 milljónum króna. Hvað
sparnaðarhliðina varðaði væri áætl-
að að spara 1,8 milljarða með að-
haldi í stjórnsýslu, 3,1 milljarð með
tilfærslum, s.s. í sjúkratryggingum,
fæðingarorlofi og elli- og örorkulíf-
eyri, og 4,4 milljarða í framkvæmd-
um. Þannig kæmu aðeins tæp 8%
betri afkomu á þessu ári frá sparn-
aði í opinberum rekstri. „Það er öll
ábyrgðin,“ sagði hann.
Hallinn 500
milljónir á dag
Gatið á við allan rekstur ríkissjóðs
Hvert heimili leggi til 2 milljónir á ári
Í HNOTSKURN
»8% tímabundinn viðbót-arskattur verður lagður á
tekjur einstaklings yfir 700
þúsund.
»5% tímabundinn viðbót-arskattur verður lagður á
fjármagnstekjur umfram 250
þúsund krónur.
»Svokallaður „sykur-skattur“, 24,5% í stað 7%,
verður lagður á ákveðnar
neysluvörur.
»Skv. frumvarpinu verðurtryggingagjald hækkað í
2,21% og gjald í ábyrgðarsjóð
launa hækkar í 0,2%
Morgunblaðið/Ómar
Alþingi Það verður ærið verk fyrir
þingheim að loka fjárlagagatinu.
Ætla má að ekki náist mikill árang-
ur við að lækka rekstrarútgjöld rík-
isstofnana án þess að félagsleg
þjónusta, svo sem í trygginga-
málum og heilbrigðismálum,
skerðist umtalsvert, dregið verði
úr menntunarframboði og starfs-
fólki á vegum ríkisins fækki.
Ráðuneytum og stofnunum
þeirra verður að mestu falið að
framfylgja áformum um samdrátt í
rekstrargjöldum, en til að auð-
velda framkvæmdina hefur rík-
isstjórnin sent ráðuneytum og
stofnunum tilmæli undir heitinu:
„Leiðarljós aðhaldsaðgerða.“
Meðal tilmæla eru að ráða ekki í
störf sem losna eða stofna til
nýrra starfa nema brýna nauðsyn
beri til.
Utanaðkomandi ráðgjafa á ekki
að ráða í verkefni hjá ráðuneytum
eða stofnunum.
Endurmeta á öll verkefni og
starfsemi stofnana með hliðsjón
af því hvort jafn mikilvægt er að
ríkið hafi þau með höndum og önn-
ur verkefni sem teljast til grunn-
þjónustu. Markmiðið er að draga
úr eða falla frá verkefnum sem
teljast neðar í forgangsröðinni.
Þá á að stöðva allar greiðslur,
a.m.k. tímabundið, úr sjóðum til
afmarkaðra verkefna, sem stofnað
hefur verið til, og leggja þá alfarið
niður þar sem það telst kleift.
Allir samningar sem fela í sér
sjálfvirkar hækkanir miðað við
vísitölu eða gengi verða ennfremur
teknir til endurskoðunar.
Leiðarljós ríkisstjórnar í aðhaldsaðgerðum