Morgunblaðið - 27.06.2009, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009
Eftir Svanbjörgu H. Einarsdóttur
svanbjorg@mbl.is
ÞAÐ hefur verið mikil vinna og verð-
ur áfram,“ segir Gunnar Aðalbjörns-
son, fjármálastjóri fiskvinnslu Sam-
herja á Dalvík. „Við höfum aukið
mikið landvinnsluna því hún er að
gefa meira af sér. Sérstaklega höfum
við aukið vinnsluna á ferskum fiski
sem við snyrtum og pökkum með
hraði og sendum út með flugi.“
Gunnar segir vel hafa gengið að
ráða fólk til starfa undanfarið, enda
skólarnir búnir. Honum sé hins veg-
ar kunnugt um að aðrar fiskvinnslu-
stöðvar á Dalvík hafi ekki náð að full-
manna þrátt fyrir að hafa auglýst
talsvert eftir fólki.
Styttri sumarlokun
Gunnar segir lítið um að fólk bú-
sett annars staðar á landinu hafi sótt
um störf. Hins vegar sé alltaf tölu-
vert um að útlendingar sæki í störfin.
Aðspurður hvort aðstaða sé til að
taka á móti utanbæjarfólki sem hefði
áhuga á að ráða sig tímabundið til
starfa segir hann að gistiheimili með
fimmtán herbergjum sem þeir hafi
til umráða vera fullt. Það hafi ekki
verið nein ástæða til að útvega
stærra húsnæði þar sem ásókn utan-
bæjarfólks hafi ekki verið slík. Gunn-
ar segir að þrátt fyrir gott fiskirí
verði frystihúsinu lokað í þrjár vikur
í sumar í kringum verslunarmanna-
helgi og Fiskidaginn. „Það er hrein-
lega okkar reynsla að það er svo mik-
ið um að vera á þessum tíma að það
er betra að loka. Við ákváðum hve-
nær og hve lengi skyldi loka í apríl sl.
þannig að það kemur ekki neinum á
óvart. Þetta er stutt lokun, í fyrra
lokuðum við frystihúsinu í sex vikur."
Tekist að fullmanna
Þór Vilhjálmsson, starfsmanna-
stjóri Vinnslustöðvarinnar í Vest-
mannaeyjum, segir nóg að gera í
Vestmannaeyjum og að búið sé að
fullmanna fiskvinnsluna. „Þetta
breytist þegar skólakrakkarnir
koma til vinnu. Við réðum inn eina
fjörutíu krakka.“ Þetta er jákvæð
þróun því að í vetur gekk illa að
manna þrátt fyrir að talsvert hafi
verið auglýst eftir fólki. „Við bjugg-
umst svo sem ekki við rífandi við-
brögðum en áttum þó von á að ein-
hverjir sæktu um en sú varð ekki
raunin.“ Hann segir landvinnsluna í
Eyjum alltaf hafa verið kröftuga og
að þaðan séu engir frystitogarar
gerðir út. „Við erum að vinna bolfisk
í salt, frystingu og ferskfisk. Svo
stendur humarvertíðin sem hæst
núna. Þannig að hér er allt í blúss-
andi gangi.“
Kröftug landvinnsla
Morgunblaðið/RAX
Landvinnsla Næg vinna hefur verið við fiskvinnslu á Dalvík og í Vest-
mannaeyjum, raunar svo mikil að um tíma vantaði starfsfólk
Gengið vel að manna störfin eftir að skólarnir kláruðust
Aukin landvinnsla þar sem betra verð fæst fyrir hana
Traustur valkostur
í húsnæðismálum
Kanaríflakkarar 2009
Síðasta Kanaríhátíð í Árnesi Gnúpverjahreppi, 3.-5. júlí
Harmonikkuball föstudagskvöld, húllumhæ.
Hljómsveit Ingvars Hólmgeirssonar, Siggi Hannesar.
Söngvari: Þorvaldur Skaptason.
Laugardagur:
Skoðunarferð um Þjórsárdal kl. 12.00 með leiðsögumanni.
Hátíðarhlaðborð að hætti Begga kl. 19.00.
Hinn frábæri Árni Johnsen skemmtir matargestum.
Leynigestur – Lukkumiðar – Glæsilegir vinningar.
Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar kl. 23.00.
Bókun í síma 861 2645, 894 6167 og 898 5256.
Mætum öll í síðustu Kanaríhátíð í Árnesi.
Kanaríflakkarar
Kvartbuxur
frá
Str. 36-56 • Margar gerðir
Bæjarlind 6 sími 554 7030
Opið í dag 10-16
Eddufelli 2, sími 557 1730
Opið í dag 10-14
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Kjóladagar
15% afsláttur af
öllum kjólum
Seljum og merkjum fatnað,
húfur og töskur.
Vel merkt vara er góð auglýsing
Bróderingar
og silkiprentun
www.batik.is • sími: 557 2200
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@mbl.is
RÍKISENDURSKOÐUN telur ýms-
ar hugmyndir um úttekt á framlögum
til stjórnmálasamtaka og frambjóð-
enda á vegum þeirra sjö ár aftur í tím-
ann vafasamar.
Þetta kemur fram í minnisblaði frá
Ríkisendurskoðun til Ágústs Geirs
Ágústssonar, formanns nefndar for-
sætisráðuneytisins um endurskoðun
á lögum um fjármál stjórnmálaflokk-
anna.
Komið til móts við sjónarmiðin
„Það er ekkert í minnisblaði Rík-
isendurskoðunar sem bendir til þess
að ókleift sé að ráðast í úttekt á fjár-
málum stjórnmálaflokkanna aftur í
tímann. Hins vegar á nefndin enn eft-
ir að taka endanlega afstöðu til þeirra
atriða sem fram komu á minnis-
blaðinu og verður reynt eftir fremsta
megni að koma til móts við þau sjón-
armið sem þar koma fram,“ segir
Ágúst.
Ekki í útgjaldaáætlunum
Í minnisblaði Ríkisendurskoðunar
til Ágústs segir að hugmyndirnar feli í
sér verkefni sem ekki hafi verið gert
ráð fyrir í útgjaldaáætlunum hennar.
Bent er á að það sé margvíslegum
örðugleikum háð að safna áreiðanleg-
um og samanburðarhæfum upplýs-
ingum um fjárreiður frambjóðenda
sjö ár aftur í tímann. „Frambjóðend-
ur voru hvorki bókhaldsskyldir né bar
þeim að gera sérstaka grein eða skila
yfirvöldum eða öðrum uppgjörum um
fjárreiður sínar í tengslum við per-
sónukjör á því tímabili sem til skoð-
unar er,“ segir meðal annars á minn-
isblaðinu. Jafnframt að vafasamt sé
að þeir hafi gert skilmerkilega grein
fyrir óbeinum framlögum eða varð-
veitt gögn og upplýsingar um slík
framlög með skipulegum hætti.
Sveinn Arason ríkisendurskoðandi
segir alveg ljóst að verði stofnun hans
falin úttektin þurfi að breyta lögun-
um. „Á grundvelli laganna frá 2006
um fjármál stjórnmálasamtaka og
frambjóðenda þeirra getum við ekki
farið aftur fyrir árið 2007. En verði
lögum breytt í framhaldi af tillögum
nefndarinnar verðum við að hlíta
þeim. En það er ekki nóg að hafa fög-
ur fyrirheit í lögum. Fjárframlaga til
verkefnanna er þörf,“ segir Sveinn.
Hugmynd um úttekt
aftur í tímann vafasöm
Ríkisendurskoðun telur flókið að skoða fjármál flokkanna
Úttekt Ríkisendurskoðun telur erfitt að skoða fjármálin langt aftur í tímann.
Í HNOTSKURN
»Nefnd á vegum forsæt-isráðuneytisins endur-
skoðar lög um fjármál stjórn-
málaflokkanna.
»Á hún að leiða til lyktahugmyndir forsætisráð-
herra um úttekt á fjárreiðum
flokka sem áttu fulltrúa á Al-
þingi 1999 til 2006.
»Ríkisendurskoðun segir,að breyta þurfi lögum til
að unnt sé að fara aftur fyrir
árið 2007.
Morgunblaðið/Ómar
ATHYGLI hefur vakið að sam-
kvæmt vefriti fjármálaráðuneytisins
hafa meðaltekjur kvenna fyrstu
fjóra mánuði ársins hækkað um
8,2% milli ára meðan meðaltekjur
karla lækkuðu um 6,2%. Byggt er á
tölum í staðgreiðsluskrám.
Kristín Sigurðardóttir, for-
stöðumaður samskipta- og þróun-
arsviðs VR, segir hugsanlegt að kon-
ur hafi notið umsaminnar hækkunar
frekar en karlar þar sem þær séu
frekar á töxtum. „Þó held ég að
skýringin sé sú að konur hafi aukið
atvinnuþátttökuna,“ segir Kristín.
„Fyrirtæki hafa brugðist við ástand-
inu með því að lækka hæstu launin
og draga úr aukagreiðslum, sem
kemur strax niður á körlum. Það er
skýringin á að þeir lækka.“
ylfa@mbl.is
Konur hækka
en karlar lækka