Morgunblaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
ÞAÐ hefur ekki farið fram hjá nokkrum
manni að alaskalúpínan hefur hægt og
rólega verið að breiða úr sér í borg-
arlandinu. Fjólubláar lúpínubreiðurnar
gleðja marga en þær eru einnig mörg-
um til ama.
„Ég held að flestum þyki lúpínan fal-
leg en það sem fólk hefur sett fyrir sig
er að hún sé of útbreidd og á svæðum
þar sem hún ætti ekki að vera,“ segir
Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri
Reykjavíkurborgar.
Þórólfur segir að lúpínunni hafi verið
plantað til landbóta fyrir mörgum árum
á heiðunum fyrir ofan borgina. Þarna
var gróðurþekjan léleg eftir uppblástur
og nauðbeit búpenings. Aftur á móti fer
lúpínan ekki inn á fullgróið land. Segja
má að plantan malli áfram, að sögn Þór-
ólfs. Hún hendir frá sér fræjunum, 1-2
metra, og síðan eru fræplönturnar 3-4
ár að verða blómstrandi og verða að
fræberandi plöntum. Langoftast víkur
lúpínan fyrir öðrum gróðri þegar hann
hefur náð sér á strik. Þetta ferli getur
tekið áratugi og að sögn Þórólfs eru
menn farnir að sjá lúpínuna hörfa þar
sem henni var fyrst sáð, t.d. í Heiðmörk.
Þórólfur segir að lúpínan sé orðin svo
útbreidd í borgarlandinu að það yrði
gríðarlegt verkefni að hefta útbreiðslu
hennar. Borgin hafi ekki bolmagn í slíkt
verkefni. Áhrifaríkast væri að slá lúp-
ínuna í jaðrinum og hefta þannig fram-
rásina. Það hefur verið gert á nokkrum
stöðum, t.d. í Laugarási, sem er nátt-
úruvætti, og við Rauðhóla. Að rífa lúp-
ínubreiðurnar upp með rótum væri al-
gerlega óraunhæft verkefni, að sögn
Þórólfs.
Á sumum stöðum í borgarlandinu hef-
ur lúpínan gerst ágeng við gróna garða,
þótt hún fari ekki inn í þá. „Við höfum
sagt fólki að það sé okkur að meinalausu
þótt það slái lúpínuna,“ segir Þórólfur.
Morgunblaðið/Heiddi
Blómabreiður Alaskalúpín hefur breitt úr sér víða í borgarlandinu, bæði í byggð og á heiðum fyrir ofan borgina. Myndin er tekin í Árbæjarhverfinu.
Lúpínan lifir góðu lífi
Lúpínan breiðir úr sér í borgarlandinu með hraða snigilsins Óvinnandi
verk að hefta útbreiðsluna Er byrjuð að hörfa þar sem henni var fyrst sáð
Á ÁRUNUM
2000 til 2005 lá
við að nem-
endafjöldi við
Háskólann á
Akureyri þre-
faldaðist. Á
sama tíma
drógust hlut-
fallslegar fjár-
veitingar sam-
an, en á
árunum 2003 og 2004 voru þær
þriðjungi lægri á hvern nemenda en
árið 2000, að því er segir í tilkynn-
ingu frá skólanum vegna úttektar
Ríkisendurskoðunar á fjárhag rík-
isstofnana.
Þetta varð til þess að upp safn-
aðist halli sem nemur rúmum 330
milljónum króna. Hagræðing árin
2005 og 2006 varð til þess að und-
anfarin tvö ár var rekstur HA innan
marka fjárlaga. Í fyrra greiddi skól-
inn 200 milljónir af hinum uppsafn-
aða rekstrarhalla. Þrátt fyrir fyrir-
hugaðan niðurskurð er reiknað með
að rekstur skólans muni skila af-
gangi í ár. skulias@mbl.is
HA skili
rekstraraf-
gangi í ár
Hefur greitt niður 200
milljóna rekstrarhalla
Nemendafjöldi HA
þrefaldaðist
KATRÍN Jakobs-
dóttir mennta-
málaráðherra hef-
ur samþykkt
framfærslulán
Lánasjóðs ís-
lenskra náms-
manna, LÍN, sem
hækka ekkert.
Einhleypur
námsmaður í
leiguhúsnæði mun
fá 100.600 krónur að meðaltali án
tekjuskerðingar. Námsmaður í sam-
búð með eitt barn á framfæri fær að
meðaltali 125 þúsund krónur á mán-
uði en einstætt foreldri með eitt
barn á framfæri fær að meðaltali 145
þúsund krónur á mánuði án tekju-
skerðingar. Námsmenn hafa lýst yf-
ir óánægju með óbreytt fram-
færslulán. Ráðherra hefur sagt
tilfærslu milli sjóða til skoðunar.
ingibjorg@mbl.is
Óbreytt
úthlutun
samþykkt
Katrín
Jakobsdóttir
Alaskalúpínan er 30 til 90 sentimetra há
fjölær jurt af ertublómaætt. Hún ber blá
eða fjólublá blóm. Hún hefur lengi verið
notuð í landgræðslu á Íslandi en er upp-
runalega frá Alaska. Alaskalúpína skilur
eftir sig mjög næringarríkan jarðveg og
getur stundum hörfað undan öðrum teg-
undum, t.d. eftir 30 ár. Á 18. öld komu
lúpínur fyrst til Evrópu og árið 1795 var
hún fyrst notuð sem garðplanta í Englandi.
Elstu heimildir um lúpínu á Íslandi eru frá 1885 þar sem
hún var notuð við plöntutilraunir hjá Georg Schierbeck,
landlækni í Reykjavík. Náði hún engri útbreiðslu í það
skiptið. Þá eru til heimildir um ræktun hennar í garð-
yrkjustöð í Reykjavík árið 1911 og sem fyrr náði hún ekki
að skapa sér vinsældir.
Árið 1945 safnaði Hákon Bjarnason, þáverandi skóg-
ræktarstjóri, fræjum af alaskalúpinu við College-fjörð á
vesturströnd Alaska og flutti til Íslands. Sá Hákon að þar
væri komin tilvalin landgræðslutegund. Var hún prófuð á
ólíkum svæðum og við ólík skilyrði áður en hún var tekin
upp sem ein af aðaltegundum Landgræðslunnar.
Heimildir um lúpínu á Íslandi 1885
ÞRÖSTUR Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Cosamajo, ráðgjafar-
fyrirtækis í Hong Kong, gerir at-
hugasemd við yfirlýsingu skilanefnd-
ar Glitnis, sem nefndin sendi frá sér í
gær.
Morgunblaðið hefur undir höndum
tölvupósta, útfærða valkosti, sem
Cosomajo bendir bankanum á, að
hægt sé að nota til þess að fá aukin
verðmæti fyrir fasteignina Turn IV í
One Central Residences í Macau.
Tölvusamskiptin eru frá því í byrjun
maímánaðar.
Yfirlýsing Cosomajo er svohljóð-
andi:
„Í framhaldi af athugasemd skila-
nefndar Glitnis þann 25. júní þar sem
skilanefnd tekur fram að undirritað-
ur, Cosamajo ráðgjafafyrirtækið og/
eða samstarfsaðilar mínir hafi ekki
lagt fram erindi eða gögn til skila-
nefndar varðandi One Central Resi-
dences, vil ég koma eftirfarandi á
framfæri:
Mikilvægt er að það komi fram að
hvorki undirritaður, samstarfsmað-
ur minn, Óli Anton Bieltvedt, né
nokkur frá Cosamajo hafa sent er-
indi eða gögn beint á skilanefnd
Glitnis. Enda hafa engar yfirlýsingar
í þá veru verið gefnar af okkar hálfu.
Hafi frásögn mín í Morgunblaðinu
þann 25. júní, valdið misskilningi þar
um, harma ég það.
Tillögur okkar frá Cosamajo voru
sendar til þeirra starfsmanna Ís-
landsbanka, sem okkur hafði verið
tjáð að sæju fyrir bankans hönd um
mál tengd fasteigninni One Central
Residences i Macau.
Ég er reiðubúinn að afhenda skila-
nefnd Glitnis þær tillögur sem áður
höfðu verið sendar til Íslandsbanka
ef þess er óskað.
Cosamajo hafði þær upplýsingar
undir höndum að Turn IV í One
Central Residences væri skráður
undir hlutafélagið Dragensberg In-
vestment Ltd sem er eignarhalds-
félag skráð á British Virgin Islands
(Jómfrúreyjum) en ekki hjá Fjár-
festingarfélaginu SJ Fasteignir eins
og skilanefnd nefnir í athugasemd
sinni.
Þær upplýsingar sem ég kom á
framfæri í viðtali við Morgunblaðið
varðandi núverandi markaðsverð á
öðrum íbúðum í One Central Resi-
dences eru réttar. Hægt er að fá það
staðfest með því að skoða söluverð á
öðrum íbúðum í One Central Resi-
dences. Einnig vil ég nefna að mat
Goldman Sachs á þessari eign er í
kringum 4.500 til 5.000 HK$ fyrir
ferfetið. Það mat kom fram á Dow
Jones Newswire þann 23. júní sl. í
framhaldi af fréttaflutningi varðandi
kaupslitin á milli Sjóvár og Shun Tak
Holdings og HK Land.
Sökum þess að töluverður verð-
munur virðist vera á þeim verðum
sem eignin var endurseld á til Shun
Tak og HK Landing og markaðs-
verði, þótti mér eðlilegt að veita
Morgunblaðinu viðtal um þetta mál.
Ég vonast til þess að þær upplýsing-
ar sem þar komu fram leiði til þess að
auka megi gegnsæi á söluferli verð-
mætra eigna ásamt því að bæta sölu-
ferli þar sem það er hægt á öðrum
verðmætum eignum í framtíðinni.
Virðingarfyllst,
Þröstur Jóhannsson,
framkvæmdastjóri Cosamajo“.
Býðst til þess að afhenda
skilanefnd Glitnis gögnin
Framkvæmdastjóri Cosomajo segir að Turn IV í Macau hafi
verið skráður í Dragensberg Investments á Jómfrúreyjum
Turnarnir Macau var fyrsta og síðasta nýlenda Evrópumanna í Kína.