Morgunblaðið - 27.06.2009, Síða 19
Fréttir 19INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
ÁÐUR en Íslandsbanki og Lands-
bankinn leystu til sín hlutabréf í
Icelandair Group á genginu 4,5 í
maí síðastliðnum hafði erlendur
fjárfestir samband við eigendur
Icelandair og lýsti yfir áhuga á að
kaupa ráðandi hlut í félaginu. Var
gengið 20-25 nefnt í því sambandi,
að sögn Gunnlaugs Sigmunds-
sonar, stjórnarformanns Ice-
landair Group.
Hinn 18. maí síðastliðinn leysti
Íslandsbanki til sín 42 prósent
hlutaffjár í félaginu, en gengið 4,5
var síðasta skráða viðskiptagengi
með bréf Icelandair. Fyrir átti
bankinn 5 prósent hlut.
Megnið af fyrrgreindum 42%
hlut var áður í eigu fjárfesting-
arfélaganna Máttar og Nausts.
Benedikt og Einar Sveinssynir eru
stærstu eigendur Nausts og áttu
einnig stóran hlut í Mætti. Stærsti
hluthafi Máttar var hins vegar
Milestone.
Viku síðar leysti síðan skila-
nefnd Landsbankans til sín 23,84
prósent hlut Langflugs, sem er í
eigu Finns Ingólfssonar og Giftar
eignarhaldsfélags.
Þjóðhollir íhaldsmenn
„Það var mjög einfalt. Menn-
irnir sem eiga þessi bréf eru þjóð-
hollir hægfara íhaldsmenn sem
vildu frekar tapa peningum sjálfir
en að vera þeir sem seldu Ice-
landair úr landi. Það var ekkert
fjárhagslegt vit í því,“ segir Gunn-
laugur þegar hann er spurður
hvers vegna stjórnin hafi ekki selt
félagið til útlendinga úr því áhugi
var fyrir því að kaupa á þessu
verði.
Íslandsbanki var upplýstur um
áhuga erlendra aðila á Icelandair
áður en bankinn leysti til sín bréf-
in. Aðspurður hvort ekki hefði
verið æskilegt af hálfu bankans að
sýna tilslakanir ef fyrir lá vilji um
kaup á mun hærra gengi segir
Gunnlaugur að stjórn Icelandair
hafi ekki getað sýnt nein skrifleg
gögn um kauptilboð. Hann segist
samt almennt ekki skilja þessa að-
gerð bankans.
Íslandsbanki hafði unnið með
eigendum Máttar og Nausts mán-
uðum saman áður en hann leysti
bréfin til sín. „Þrátt fyrir að bank-
inn hafi unnið að úrlausnum mála
með eigendum félagins sá bankinn
sig að lokum knúinn til þess að yf-
irtaka eignarhlut þeirra í Ice-
landair,“ segir Már Másson, upp-
lýsingafulltrúi Íslandsbanka.
Alltof hátt verð
Haraldur Yngvi Pétursson, sér-
fræðingur hjá IFS greiningu, seg-
ir 20-25 fyrir hlutabréf í Ice-
landair mjög hátt verð. „Ég veit
ekki hvað þessi tiltekni aðili var að
spá,“ segir Haraldur. „Skuldir fé-
lagsins eru alltof háar og töldum
við óljóst hversu mikils virði hluta-
féð væri.“ Hann segir að í raun
hafi komið á óvart að Íslandsbanki
hafi innleyst bréfin á genginu 4,5.
„Að okkar mati hefði ekki komið á
óvart ef hlutabréfin hefðu verið
metin lægra,“ segir hann.
Selt eins fljótt og hægt er
Það er ætlun Íslandsbanka að
selja eignarhlut sinn í Icelandair í
opnu og gagnsæju söluferli eins
fljótt og unnt er, að sögn Más
Mássonar. Bankinn hefur, eins og
Kaupþing og Landsbankinn, stofn-
að sérstakt eignaumsýslufélag til
að hámarka virði eigna sem bank-
inn tekur yfir vegna erfiðleika
skuldara
„Þjóðhollir íhaldsmenn“
vildu ekki selja Icelandair
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Icelandair Skuldir félagsins eru „allt of háar“ og virði hlutafjár óljóst.
Í HNOTSKURN
»Erlendur fjárfestir lýstiyfir áhuga á Icelandair áð-
ur en bankarnir leystu félagið
til sín.
»Það er ætlun Íslandsbankaað selja eignarhlut sinn í
Icelandair í opnu og gagnsæju
söluferli eins fljótt og unnt er.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
FYRIRHUGUÐ kaup Geysis Green
Energy (GGE) á 34,7 prósent hlut
Reykjanesbæjar í HS Orku verða
fjármögnuð með erlendu fjármagni.
Eftir þau viðskipti mun GGE eiga um
66 prósent í HS Orku. Samningar við
fyrirtæki, sem starfar á sviði end-
urnýjanlegrar orku, um að koma að
kaupunum eru mjög langt komnir og
málið verður kynnt opinberlega á
allra næstu dögum. Heimildir Morg-
unblaðsins herma að um sé að ræða
kanadíska fyrirtækið Magma
Energy, en fulltrúar þess eru á land-
inu um þessar mundir. GGE mun síð-
an selja Magma 10,8 prósent af hlut
sínum í HS Orku.
Magma er líka talið hafa áhuga á
að eignast hlut Orkuveitu Reykjavík-
ur (OR) og Hafnarfjarðar í HS Orku,
en þeir aðilar eiga samtals um 32 pró-
senta hlut. Umsjón með sölu á þeim
hlut hefur verið hjá íslenska ráðgjaf-
arfyrirtækinu Arctica Finance. Bæði
innlendir og erlendir aðilar hafa sýnt
áhuga á að bjóða í hlutinn og sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
stendur til að opna óbindandi tilboð í
hann á mánudaginn kemur. Erlendu
fjárfestarnir gætu síðan eignast enn
stærri hlut í HS Orku, sem er fram-
leiðslu- og söluhluti þess sem áður
var Hitaveita Suðurnesja. Það myndi
væntanlega gerast með hlutafjár-
aukningu. Ef áætlunin gengur eftir
verða orkuver, sölukerfi og þekking
starfsmanna HS Orku vera að lang-
mestu leyti í eigu einkaaðila.
Kostar 13 milljarða króna
Samkvæmt drögum að sam-
komlagi sem kynnt voru á bæj-
arráðsfundi Reykjanesbæjar á
fimmtudag mun GGE kaupa hlut
bæjarins í HS-Orku fyrir 13 milljarða
króna. Stefnt er að því að klára málið
á næstu vikum. Tæpir þrír milljarðar
króna verða greiddir í reiðufé, sex
milljarðar með skuldabréfi sem
greiðist á sjö árum auk þess sem
Reykjanesbær fær hlut GGE í HS
Veitum, en hann er metin á rúma
fjóra milljarða króna. GGE greiðir
m.a. fyrir með söluandvirði 10,8 pró-
sent hlutarins sem félagið ætlar að
selja til erlendu fjárfestanna.
Vegna yfirstandandi efnahags-
þrenginga var ljóst að ekki væri
hægt að nálgast fjármagn til viðlíka
fjárfestinga innanlands. Því hefur
GGE leitað markvisst að erlendum
fjárfestum undanfarna mánuði.
Morgunblaðið sagði til dæmis frá því
í byrjun maí að erlendir fjárfestar
hefðu áhuga á að kaupa hlut í GGE.
Um er að ræða sömu fjárfesta og
stefna að því að eignast hlut í HS
Orku nú. Fulltrúar þeirra hafa komið
hingað nokkrum sinnum til að kynna
sér aðstæður á vegum Capacent Gla-
cier-ráðgjafar, sem sérhæfir sig í
ráðgjöf á sviði orkumála.
Fjallið Þorbjörn er undir
Í samkomulaginu sem var kynnt á
fimmtudag kemur einnig fram að
Reykjanesbær muni kaupa auðlindir
og landssvæði HS Orku á 840 millj-
ónir króna. Á móti muni bærinn fá
auðlindagjald sem gæti numið um 55
til 65 milljónum króna á ári. Því
munu auðlindir sem áður tilheyrðu
hitaveitunni áfram vera í opinberri
eigu.
Þegar sambærileg tillaga var lögð
fram í stjórn HS Orku í desember
sköpuðust hins vegar deilur um hana.
Aðrir eigendur, sérstaklega sveit-
arfélögin Grindavík og Vogar, gátu
illa sætt sig við að Reykjanesbær
eignaðist allt landssvæði hitaveit-
unnar. Sérstaklega kom það illa við
Grindvíkinga, enda liggur það lands-
svæði alveg upp að bænum. Innan
þess er meðal annars fjallið Þor-
bjarnarfell, oftast nefnt Þorbjörn,
sem er eitt frægasta kennileiti
Grindavíkur. Heimildir Morg-
unblaðsins herma að þessi mál hafi
enn ekki verið leyst og að þar sé uppi
pattstaða. Árni Sigfússon, bæj-
arstjóri Reykjanesbæjar, segist þó
opinn fyrir því að hin sveitarfélögin á
Suðurnesjum komi að eignarhaldi á
því landi sem um ræðir, sem sé fyrst
og fremst löndin undir Svartsengis-
og Reykjanesvirkjun. Hann segir
það líka vera eftirsóknarvert ef sveit-
arfélögin á svæðinu komi aftur að
eignarhaldi í HS-veitum, en þau
seldu þorrann af sínum hluta til GGE
og Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á
sínum tíma.
Kanadamenn að kaupa í HS Orku
Stærsti eigandi Geysis Green
Energy (GGE) er Atorka, með 41
prósent eignarhlut, en Atorka er
sem stendur í greiðslustöðvun.
Heimildir Morgunblaðsins herma
að samkvæmt endurskipulagning-
aráætlun muni kröfuhafar þess
eignast það félag að fullu. Stærstu
kröfuhafarnir eru skilanefndir
Glitnis og Landsbankans. Hinn að-
aleigandi GGE er Glacier Renew-
able Energy Fund (GREF), sjóður í
umsjón Íslandsbanka. Bankinn á
sjálfur 47 prósent hlut í GREF en
Stoðir, sem áður hétu FL Group,
eiga 37,5 prósent hlut. Stoðir luku
nýverið við nauðasamninga við
kröfuhafa sína sem fela í sér að
þeir muni eignast félagið að fullu.
Stærsti kröfuhafi þess félags er
skilanefnd Glitnis. Landsbankinn á
einnig hlut í GREF. Íslandsbanki á
auk þess handveð í öllum eign-
arhlut GGE í HS Veitum og HS
Orku.
Hitaveitu Suðurnesja var skipt
upp í tvö félög 1. desember 2008.
HS Veitur, sem sjá um orkudreif-
ingu og HS Orku, sér um sölu og
framleiðslu.
Flókið eignarhald Geysis Green Energy
Geysir Green Energy ætlar að selja Magma Energy frá Kanada 10,8 prósent hlut í HS Orku
Magma líka með áhuga á 32 prósenta hlut OR og Hafnarfjarðar Tilboð í þann hlut opnuð á mánudag
AUKAKRÓNUR
92 golfboltará ári
fyrirAukakrónur
A-kortin
Kreditkort sem safna Aukakrónum fyrir þig
Þú getur keypt þér 92 Callaway golfbolta á ári hjá Hole in One fyrir Aukakrónurnar
sem safnast þegar þú notar A-kortið þitt – eða eitthvað annað sem þig langar í hjá
samstarfsaðilum Aukakróna.
Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is
* M.v. 150 þúsund kr. innlenda verslun á mánuði, þ.a. 1/3 hjá samstarfsaðilum. Sjá nánar á www.aukakronur.is.
*
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
8
4
2
0
N
B
I
h
f.
(L
a
n
d
s
b
a
n
k
in
n
),
k
t.
4
7
10
0
8
-2
0
8
0
.