Morgunblaðið - 27.06.2009, Page 22

Morgunblaðið - 27.06.2009, Page 22
22 Daglegt lífVIÐTALIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009 H víta bókin er heiti á nýrri bók eftir Einar Má Guðmundsson. Bókin er safn greina og ritgerða um þjóð- félagsmál. Einar Már byggir þar á greinum sem hann skrifaði í Morg- unblaðið en hefur aukið mjög við þær, endurskrifað og gefið efninu nýjan heildarsvip. Af hverju ákvaðstu að endur- vinna greinarnar og setja í bók? „Um leið og ég byrjaði að skrifa þessar greinar vöknuðu alls konar hugsanir og eitt og annað sem ég hafði skrifað á öðrum stöðum í öðru samhengi rifjaðist upp fyrir mér. Ef mín viðhorf hafa verið eins og ótal lækjarsprænur þá renna þær þarna í einn farveg. Svona lagað gerist stundum. Að baki þessari bók liggja ákveðin átök við lífsviðhorf. Greinar sem ég skrifaði í Morgunblaðið birt- ust líka í erlendum blöðum og ég fékk nokkur símtöl frá útlendingum sem bentu mér á að skrifa bók um þetta efni. Þeir litu svo á að ég væri að lýsa kreppunni og hagkerfinu í hnotskurn. Ég væri að lýsa heimi sem væri á leið til þeirra. Þá kviknar hugmyndin um Ísland sem þennan suðupott þess sem er að gerast. Við erum einhvers konar tilraunastöð – og líklega afar viðráðanleg sem slík.“ Leit að heildarmynd Þetta eru beittar greinar, mjög vel skrifaðar og oft fyndnar. Þar koma fram sterkar pólitískar skoð- anir. Er þér mikið í mun að sann- færa lesandann? „Það frjóasta við ritgerðarsmíð hefur mér alltaf fundist vera það að fá lesandann með í pælingarnar. Ég skrifa ekki til að einhverjir séu ná- kvæmlega sammála mér. Ég er heldur ekki að boða einhverja eina stefnu. Ég leyfi mér að vera í mót- sögn við sjálfan mig. Ég er mjög oft í átökum við tungumál annarra, eins og til dæmis stjórnmálamanna sem tala oft eins og leikarar í sinni rullu og fengu á góðærisskeiðinu að tala eins og lög- fræðingar. Þegar svona mikill hama- gangur verður, eins og við banka- hrunið, þá missir tungumál stjórnmálastéttarinnar innihaldið. Menn standa allt í einu þyljandi ein- hverja rullu, sem er eins og segir hjá Shakespeare „full af mögli og muldri og merkir ekki neitt“. Sama gæti maður sagt um hagfræðingana. Mjög margir þeirra skrifa eins og embættismenn. Þjóðfélagið er heilt hús en hagfræðingarnir eru bara inni í einu herbergi meðan segja má að skáldið sé í loftbelg fyrir utan. Ég er að leita að heildarmynd, samhengi, og til þess beiti ég marg- víslegum aðferðum, frásagnarlist, pólitík, vangaveltum, bröndurum, ljóðlist. Í góðu ljóði býr heil speki sem hægt er að beita á þjóðfélags- veruleikann. Þá má heldur ekki gleyma tónlistinni. Til dæmis getur textabrot frá Bob Dylan eða ein- hverjum leitt mig áfram í pæling- unni, nú eða einhver frétt eða saga sem ég heyri. Þetta á sér allt langan aðdraganda en er blandað á staðnum eins og sagt var um malbikið í gamla daga.“ Partí kapítalistanna Þú varst á lista Vinstri grænna fyrir síðustu kosningar. Þú segir í bókinni að Vinstri græn séu eini heiðarlegi stjórnmálaflokkurinn. Nú hefur ýmislegt gerst síðan þú skrifaðir bókina og Vinstri græn komin í ríkisstjórn með Samfylk- ingunni. Ertu flokkspólitískur? „Maður þarf alltaf að halda gagn- rýninni á lofti. Ég trúi á spurning- armerkið. Ég var róttækur sem ung- lingur og gekk í Fylkinguna en gafst upp á vinstrihreyfingunni þegar hún var öll komin út í deilur um keis- arans skegg. Allur kraftur hennar fór í innbyrðis átök. Þá var ekkert annað að gera en að þroska sjálfan sig og láta gott af sér leiða utan dyra. Ég hóf mitt one-man-show og gerði skáldskapinn að mínum leið- sögumanni. Ég hef ekki starfað í stjórnmálaflokkum af neinni sann- færingu síðan þá, þótt ég hafi alltaf verið pólitískur. Þegar ég ákvað að styðja Vinstri græn var það af þeirri ástæðu sem ég segi í bókinni; þeir virtust vera eini heiðarlegi stjórnmálaflokkurinn og þar var fólk sem sagðist vera tilbúið í félagslegar lausnir. Þar er margt frábært fólk og auðvitað er fólk sammála um ýmsar lausnir þvert á alla flokka. Ég vildi gefa Vinstri grænum tækifæri en það hefur aldrei verið markmið mitt að ganga í stjórn- málaflokk sem ég er ánægður með. Eflaust væri sá flokkur mjög skrýt- inn. Ég gæti aldrei stutt ríkisstjórn sem slíka. Maður verður bara að skoða aðgerðirnar, hvað stjórnin gerir. Ég studdi eitt sinn R-listann en hann átti eftir að valda von- brigðum, í lóðapólitík, einkavæðingu og ýmsu öðru. R-listinn var stofn- aður gegn stirðnuðu valdi og spill- ingu en varð strax þetta sama vald, bara í öðrum fötum. Ég hef það á til- finningunni að í tíð R-listans hafi hið hamingjusama hjónaband viðskipta- lífs og stjórnmála fengið á sig nýja mynd. En aftur að kosningunum. Ég sá það strax í kosningabaráttunni og benti mínum mönnum á að allir flokkar væru að hlaupa frá því að láta auðmennina taka á sig ábyrgð á hruninu. Allir flokkar ræddu málin á þeim grundvalli hvernig ætti að velta skuldum auðmanna yfir á al- menning. Nú er ljóst að ríkisstjórnin ætlar að láta almenning bera byrð- arnar og það er ekki hægt að styðja það. Vinstriflokkar hafa oft fengið þetta hlutverk í kreppu að taka til eftir partí kapítalistanna. Svo snúa kapítalistarnir aftur og byrja upp á nýtt og vinstrimennirnir sitja upp með óvinsældir kerfisins. Þetta hlut- skipti vinstrimanna er aumk- unarvert og stafar af því að þessir flokkar hafa brugðist í því að virkja almenning. Það er ekkert lýðræði í þessum stjórnmálaflokkum. Flokks- þing þeirra og landsfundir snúast bara um að velja sér forystu. Þessar samkomur eru í raun dýr umgjörð um forystuna. Á milli landsfunda vill forystan fá að vera í friði fyrir félög- unum.“ Þér líka? „Já, algjörlega. Það sem þarf við núverandi aðstæður eru róttækar umbætur og núverandi ríkisstjórn ætlar ekki að fara í þær. Ekki í stóru málin. Ekki í grundvallaratriðin. Og það eru enn sömu misvísandi upplýs- ingarnar. Samanber eignir Lands- bankans. Kjarni málsins er að það á að velta kreppunni yfir á almenning. Þetta sést í Icesave-málinu og öllu klúðrinu í kringum það. Þegar ég og fleiri bentum Vinstri grænum á þennan sérkennilega mál- flutning, að varpa allri ábyrgðinni yfir á almenning og líta á vinstri- menn sem einhverja hreingern- ingamenn til að þrífa eftir frjáls- hyggjuballið, þá fengum við að vita að kosningabaráttan væri rekin samkvæmt málefnakönnunum. Það er þessi tilhneiging hjá flokkum að byggja stefnu sína á því sem þeir halda að fólkið vilji heyra. Þetta er hrein og klár hentistefna og á lítið skylt við vinstristefnu eins og ég hef skilið hana. Ef menn vilja stjórna sínum flokki svona þá gera þeir það og ég fer bara að gera eitthvað ann- að. Í rauninni á betur við mig að vinna að málaflokkum en með stjórn- málaflokkum. Ég reyni að nálgast verkefnin út frá gamla dæminu: Vertu raunsær og framkvæmdu hið ómögulega. Ég geri mér líka grein fyrir því að þetta er erfitt dæmi. Það er á vissan hátt auðvelt að standa EINAR MÁR GUÐMUNDSSON RITHÖFUNDUR Leikrit í smíðum „Í byrjun síðasta árs hóf ég að skrifa leikrit, þjóðfélagslega kómedíu, sem fjallar um fjármálaheiminn. “ Ég trúi á spurningarme Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.