Morgunblaðið - 27.06.2009, Síða 24

Morgunblaðið - 27.06.2009, Síða 24
24 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009 Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is H ÖNNUÐIR og fyr- irtæki hafa valist vel saman. Það skiptir máli að þeir séu með sömu sýn á hlutina og trúi á sömu gildi í lífinu al- mennt,“ segir Þórey Vilhjálms- dóttir, framkvæmdastjóri Hönn- unarmiðstöðvar Íslands. Verkefni Hönnunarmiðstöðvarinnar og Út- flutningsráðs Íslands, „Frá hönnun til útflutnings“, lauk fyrir nokkru með ráðstefnu og sýningu á árangr- inum. Verkefnið hófst sl. haust með því að auglýst var eftir fyrirtækjum til að taka þátt. Sextíu og fimm skráðu sig og voru sjö fyrirtæki valin til þátttöku. Fyrirtæki og hönnuðir voru leidd saman. Markmiðið var að þróa vörur til útflutnings. Fyrirtækin sem þátt tóku eru ólík. „Okkur fannst áhugavert hvað mikill áhugi var hjá fyrirtækjunum að vinna með hönnuðum. Mér heyr- ist fyrirtækin ætla að vinna áfram með hönnuðum og mörg þeirra með þeim sömu. Þau gera sér betur grein fyrir mikilvægi hönnunar- innar í vöruþróunarferlinu. Það er einmitt markmið okkar að fá hana fyrr inn í ferlið,“ segir Þórey. Hún er viss um að góður árangur náist af þessu starfi og vonast til að þetta verði árlegt verkefni. Hún vísar til sambærilegs verkefnis sem staðið hefur yfir í Bretlandi í þrjú ár. Upplýsingar þaðan sýna góðan árangur. Þannig búast 90% fyr- irtækjanna við auknum hagnaði vegna verkefnisins, 97% búast við söluaukningu og 80% segja að það hafi skapað betri aðgang að fjár- magni. „Íslensk fyrirtæki hafa ekki al- veg kveikt á því hvað hægt er að gera. Ég vona að þetta verkefni sýni fyrirtækjunum hvaða mögu- leikar felast í hönnun. Það er margt sem iðnhönnuðir geta lagt til,“ seg- ir Snorri Valdimarsson iðnhönn- uður sem tók þátt í vöruþróun- arverkefninu. Hann hefur unnið í Svíþjóð og Bandaríkjunum og kom heim til Íslands í haust. Hannað til útflutnings Sjö fyrirtæki og jafn margir hönnuðir unnu saman í vöruþróun- arverkefni sem útlit er fyrir að skili góðum ár- angri í framtíðinni. Morgunblaðið/Golli Að veiðum Steingrímur Einarsson framkvæmdastjóri hefur atvinnu af áhugamálinu. Hann framleiðir fluguveiðihjól undir vöruheitinu Wish.  Hönnuðir vinna með fyrirtækjum í vöruþróunarverkefni  Markmiðið að fá hönnunina fyrr inn í ferlið  Stefnt er að því að gera þetta að árlegu verkefni SNORRI Valdimarsson iðnhönn- uður hannaði hulstur fyrir Wish fluguveiðihjólin frá Einarsson, í vöruþróunarverkefni Hönn- unarmiðstöðvar Íslands og Út- flutningsráðs. Hulstrið á að nýtast sem umbúðir um vöruna, útstilling og síðan sem hlíf við geymslu og flutning allan líftíma veiðihjólsins sem selt er með lífstíðarábyrgð. „Okkur hefur helst vantað um- búðir utan um veiðihjólin. Við vild- um að þær endurspegluðu þau gildi sem við stöndum fyrir og væru umhverfisvænar,“ segir Steingrímur Einarsson framkvæmda- stjóri Fossadals á Ísafirði sem framleiðir Wish fluguveiðihjólin. Komin er frumútgáfa af hulstrinu sem Snorri hannaði. Hráefnið er úr plastflöskum og hulstrið er því úr endurunnu efni og endurvinn- anlegt. Vegna fjölþættra nota hulstursins sparast einnig mikill um- búðakostnaður. Enn er eftir að finna leiðir til að framleiða hulstrin hér á landi. Einarsson er með í frumsmíði nýja gerð af fluguveiðihjólum þar sem notuð er bremsutækni sem fyrirtækið hefur fengið einkaleyfi á. „Við förum í markvissa markaðssókn með nýju hjólin í sumar. Það er ekki nóg að koma með enn eitt veiðihjólið, maður verður að hafa eitthvað nýtt fram að færa. Ég tel að við höfum þá vöru,“ segir Stein- grímur. Hulstur sem fylgir veiðihjólinu ævilangt Umbúðir Hægt er að stilla fluguveiðihjólunum út í búðarglugga í um- búðunum og geymsluhulstrinu. Hulstrið fylgir hjólinu alla tíð. Endurnýting Hulstrið fyrir Wish- veiðihjólin verður væntanlega úr notuðum plastflöskum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.