Morgunblaðið - 27.06.2009, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 27.06.2009, Qupperneq 25
Daglegt líf 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009 Rúnar Kristjánsson brá sér áfjöruhlaðborðið á Vatnsnesi á laugardagskvöldið en það er liður í héraðshátíðinni „Bjartar nætur“. Hann var himinlifandi með hvernig til tókst og orti eftir ferðina: Veglegt þótti veisluhald Vatnsnesdætra í öllu. Gleðin hóf þar háan fald, hringt var inn með bjöllu. Þar við flóans miðju mar mátti kostum hæla. Allt á borðum íslenskt var, ó, sú blessuð sæla. Best við þessa Vatnsnesvist vökvast landans rætur. Ýta vel þar undir lyst Íslands „Björtu nætur“. Fundu allir föngin við flest sem magann gladdi. Hamarsbúðar hlaðborðið hann að fullu saddi. Forðans neyttu fljóð og menn fjarri öllu hangsi. Kraftaverk sín kynna enn konurnar og Bangsi. Hallmundur Kristinsson bregður á leik með limruna: Nokkuð drjúgur í djammi var doktor Pálmi frá Hvammi. Hann konum var kær og kláraði þær meðan bændurnir biðu frammi. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Bjartar nætur Strandamenn láta sér ekki leiðast á sumrin frekar en á öðrum árstímum, enda einkennir það samfélög sem þetta hér að menn þurfa að vera sjálfum sér nógir um afþreyingu, auk þess sem við fáum reglulega lista- menn og aðra góða gesti í heimsókn til að lífga upp á mannlífið. Það sem af er sumri hefur margt verið í boði auk þess sem fyrirtækjum í ferða- þjónustu er alltaf að fjölga svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.    Um síðustu helgi fór fram Skákhátíð í Árneshreppi. Mikið fjölmenni var á hátíðinni sem hófst í Djúpavík á föstu- dagskvöld en á laugardaginn var há- punktur hátíðarinnar, minningarmót um Guðmund í Stóru-Ávík, en hann lést nú á vordögum. Fór mótið fram í Síldarverksmiðjunni í Djúpavík og sigurvegari var Helgi Ólafsson. Tæp- lega 50 manns tóku þátt, þ. á m. nokkrir stórmeistarar. Á sunnudag- inn var svo tefld hraðskák í Kaffi Norðurfirði og var þátttakan þar einnig mjög góð. Umgjörð mótsins, sem Hrafn Jökulsson hafði veg og vanda af, var hin glæsilegasta. Bæjarhátíðin Hamingjudagar á Hólmavík verður haldin í fimmta sinn dagana 2.-5. júlí næstkomandi. Á Hamingjudögum er lögð áhersla á fjölskylduvæna afþreyingu í fallegu umhverfi í Strandabyggð. Tónlist hefur frá upphafi sett mikinn svip á hátíðina. Að þessu sinni verða m.a. þrennir tónleikar, með Svavari Knúti, Árstíðum og Helga Val á fimmtu- dagskvöldi, Gunnari Þórðarsyni á föstudagskvöldi og KK og Magga Ei- ríks á laugardagskvöldi. Hamingju- dansleikurinn í ár verður með hljóm- sveitinni Von frá Sauðárkróki. Þá verður útiskemmtun þar sem heima- menn standa fyrir veglegri dagskrá ásamt Felix Bergssyni sem kynnir dagskrána og skemmtir börnum á öll- um aldri. Einnig munu kraftakeppnin Vestfjarðavíkingurinn, Furðuleikar í Sævangi, Tómas Ponzi teiknari og Hrönn spámiðill setja svip á hátíðina. Á Hamingjudögum er líka ávallt fjöl- breytt afþreying í boði, svo sem laser- tag, sjóstangveiði, golf, mótorkross, gönguferðir, hestaferðir og árlegt kassabílarallí.    Í framhaldi af velheppnuðum súpu- fundum á Café Riis sl. vetur hefur verið ákveðið að kveikja aftur undir pottunum! Þróunarsetrið á Hólmavík í samstarfi við Vaxtarsamning Vest- fjarða og Menningarráð Vestfjarða hefur ákveðið að efna til atvinnu- og menningarmálasýningar á Ströndum 29. ágúst nk. Sýningin verður haldin í félagsheimilinu á Hólmavík og þar á að leiða saman hefðbundna og óhefð- bundna starfsemi og miðla fjölbreytni atvinnu- og menningarlífs Stranda- manna út á við. Fyrirtækið AssA, þekking & þjálfun í Trékyllisvík sér um framkvæmd sýningarinnar. Minningarmót Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson að tafli. HÓLMAVÍK Kristín Sigurrós Einarsdóttir, fréttaritari úr bæjarlífinu LUMMUDAGAR verða haldnir há- tíðlegir í Skagafirði um helgina. Um er að ræða fjölbreytta skemmtidagskrá á Sauðárkróki, Hólum og Varmahlíð, sem stendur til sunnudagskvölds. Hófust Lummudagar í gær með lummu- kaffi á leikskólum í Skagafirði en formleg dagskrá var svo í gær- kvöldi með opnunarhátíð, kvöld- vöku og varðeldi við nýja Suð- urgarðinn á Sauðárkróki. Í dag bjóða skagfirsk fyrirtæki og Skag- firðingar upp á lummusmakk, karnivalstemmning verður á Sauð- árkróki og sérstök lummukeppni verður háð kl. 12 fyrir framan Sauðárkróksbakarí. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hólar Þar verða líka Lummudagar. Fjölbreyttir Lummudagar YFIRTÖKUTILBOÐ TIL HLUTHAFA ALFESCA HF. Lur Berri Iceland ehf. gerir hluthöfum Alfesca hf. tilboð um að kaupa hluti þeirra í félaginu Þann 28. maí 2009 gerðu Lur Berri Holding SAS, Kjalar Invest B.V., Alta Food Holding B.V., Kaupthing Singer & Friedlander Ltd. (í greiðslustöðvun) og tilteknir stjórnendur Alfesca hf. (hér eftir nefndir „samstarfsaðilarnir“) með sér samninga um stjórn og rekstur Alfesca hf. (hér eftir nefnt „Alfesca“ eða „félagið“). Samstarfsaðilarnir eiga samtals 68,34% af útgefnu hlutafé félagsins og fara með 68,73% af atkvæðisrétti. Samningar samstarfsaðilanna og kaup Lur Berri Iceland ehf. á hlutum í Alfesca hafa gert það að verkum að skylt er að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð, þ.e. að bjóðast til að kaupa hluti þeirra í Alfesca, í samræmi við 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 („VVL“), samanber X. og XI. kafla laganna. Lur Berri Iceland ehf., sem er íslenskt einkahlutafélag í eigu Lur Berri Holding SAS, gerir yfirtökutilboð byggt á skilmál- um og skilyrðum sem sett eru fram í opinberu tilboðsyfirliti sem dagsett er 25. júní 2009 („tilboðsyfirlitið“). Tilboðshafar Tilboðið nær til allra hluta í Alfesca sem ekki eru í eigu samstarfsaðilanna eða Alfesca á þeim degi sem tilboðið er gert. Hluthöfum sem skráðir eru í hluthafaskrá Alfesca í byrjun dags 25. júní 2009 mun verða sent tilboðs- yfirlitið, samþykkiseyðublað og svarumslag. Framangreind skjöl eru einnig aðgengileg hjá fyrirtækjaráðgjöf Nýja Kaupþings banka hf., Borgartúni 19 í Reykjavík. Jafnframt er hægt að nálgast tilboðsyfirlitið á heimasíðu Nýja Kaupþings banka hf., www.kaupthing.is. Ráðgjafar og umsjónaraðili Ráðgjafar Lur Berri Iceland ehf. og Lur Berri Holding SAS eru MPE Finances og DragonKnight Advisors. Fyrir- tækjaráðgjöf Nýja Kaupþings banka hf. (hér eftir nefndur „bankinn”) hefur verið ráðin umsjónaraðili með yfirtökutilboðinu fyrir hönd tilboðsgjafa. Nánari upplýsingar veita verðbréfaráðgjafar bankans í síma 444 7000. Tilboðsverð og greiðsla Tilboðsverðið er 4,5 krónur fyrir hvern hlut í Alfesca, kvaða- og veðbandalausan. Greiðslur fyrir hluti þeirra sem samþykkja tilboðið verða greiddar í íslenskum krónum inn á bankareikning viðkomandi hluthafa sem tilgreindur er á samþykkiseyðublaðinu. Greiðsla verður innt af hendi eigi síðar en fimm viðskiptadögum eftir að gildistími yfirtökutilboðsins rennur út. Tilboðstímabil Gildistími yfirtökutilboðsins er frá kl. 9:00 þann 2. júlí 2009 til kl. 16:00 þann 30. júlí 2009. Samþykki við yfirtöku- tilboðinu verður að hafa borist fyrirtækjaráðgjöf Nýja Kaupþings banka hf. eigi síðar en kl. 16:00 þann 30. júlí 2009. Hluthafar bera sjálfir ábyrgð á að samþykkiseyðublaðið hafi borist umsjónaraðila. Lur Berri Iceland ehf. áskilur sér einhliða rétt til að ákveða hvort samþykkiseyðublöð sem berast eftir að gildistími tilboðsins rennur út verði tekin gild. Yfirtökutilboðið getur verið framlengt að því marki sem heimilt er samkvæmt VVL. Afskráning af markaði Ef (i) samstarfsaðilarnir eiga 90% eða meira af útgefnu hlutafé og atkvæðisrétti í Alfesca í kjölfar tilboðsins; eða (ii) Alfesca uppfyllir ekki lengur skilyrði til að vera með hluti sína skráða í viðskiptum á aðallista NASDAQ OMX Iceland, munu Lur Berri Iceland ehf. og samstarfsaðilarnir beita sér fyrir því að hlutir Alfesca verði teknir úr viðskiptum á aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland. Reykjavík, 25. júní 2009 Fyrir hönd Lur Berri Iceland ehf. Fyrirtækjaráðgjöf Nýja Kaupþings banka hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.