Morgunblaðið - 27.06.2009, Side 28
28 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009
Í VIÐTALI við
Christian Schoen sem
birtist í Morg-
unblaðinu þann 24.
júní sem mótsvar við
gagnrýni minni á val
til Feneyjatvíærings-
ins í ár fást engin rök
né svör um verk Ragn-
ars Kjartanssonar
„The End“ frekar en
fyrri daginn.
Hvorki listamaðurinn Ragnar
Kjartansson, sýningarstjórinn
Markús Þór Andrésson né for-
stöðumaður kynningarmiðstöðvar
íslenskrar myndlistar Christian
Schoen getur sumsé gefið rökfærðar
útskýringar á því hvað Ragnar er að
gera þarna úti utan þess að mála
mann í Speedo, drekka bjór og
reykja sígarettur. Listamaðurinn
segist sjálfur ekki vita hver hann sé
sbr. Kastljósviðtal, annar sýning-
arstjórinn segir að verkið sé „Homo
erotic“ sbr. sama Kastljósviðtal,
herra Schoen segir ekki neitt og
restin skilur ekki neitt (en þorir ekki
að segja að keisarinn sé nakinn).
Verkið „The End“ virðist nefni-
lega fyrir mér líta meira og meira út
eins og Nýju fötin keisarans því að
engin (og þá meinar undirritaður
engin) gagnrýnin umfjöllun hefur
átt sér stað um verkið, allir virðast
halda að það sé ódauðleg snilld og
enginn þorir að gagnrýna það af
hræðslu við að virðast ekki skilja
meiningar verksins. En er eitthvað
að skilja?
Allir dást að hinum skrautlegu
klæðum keisarans og enginn þorir
að viðurkenna að verkið er eins nak-
ið og maðurinn sem stendur í
Speedo-skýlu einni fata og lætur
mála sig.
Eða þá að verkið er einfaldlega
„gay“.
Í Kastljósviðtali þann 11. júní
2009 talar Markús Þór Andrésson,
annar sýningarstjóra verksins
ásamt Dorothée Kirch, um það að
listaheimurinn sé svo „gay“ að hann
gæti litið á verkið sem ákveðna
„homo erotic“ eða skírskotun í
Brokeback Mountain (sem er bíó-
mynd um homma í fjöllum Banda-
ríkjanna eftir Ang Lee). Ragnar
Kjartansson hló mikið
að vana þegar honum
var tjáð þessi útskýr-
ing.
Ég get fyllilega tekið
undir það hjá Schoen
að „skýring listamanns
á eigin verki eigi ekki
að vera mikilvægari en
verkið sjálft“, en á hún
ekki rétt á sér? Er það
til of mikils mælst að
gefin sé útskýring á
verkinu „okkar“ önnur
en einhver torskilin vit-
leysa sem fáir botna í? Nema Ragn-
ar Kjartansson sé bara að „djóka“
sem virðist vera rauði þráðurinn í
tilveru hans? Kannski herra Schoen
sé bara of greindur til að fatta djók-
ið?
Eftirfarandi setningu lét Ragnar
Kjartansson hafa eftir sér um verkið
við hið virta dagblað New York Tim-
es þann 3. júní síðastliðinn. „I just
had this image of this guy, smoking,
drinking, by the water, looking out
at the Prosecco Venetian light“, og
„I thought of him as this man witho-
ut fate – which is all what we’re liv-
ing back home, in a way.“ Þessi
óræða kreppusetning Ragnars um
líf Íslendinga á Fróni er ekki ein-
ungis fullyrðing um lífsstíl og gæði
okkar heldur stendur hún einnig á
skjön við það sem Christian Schoen
er að segja. Meiningar Ragnars eru
kreppukenndar en á móti koma
meiningar Christians Schoens sem
eru lýrískar, huglægar, róm-
antískar, um endurtekningu og list-
ræna viðleitni til að gefa lífinu merk-
ingu. Ég velti því fyrir mér hversu
mörgum fallegum ljóðrænum orðum
er eytt í að lýsa manni að mála sund-
kappa með bjór og sígó og íslensk-
um kúrekum að glamra á gítar í
Kanada. Nema að efnahagshrun og
volæði sé Schoen hversdagslegt? En
þá er nú farið að teygja lopann út
fyrir eðlileg mörk.
Ef Ragnar Kjartansson ætlar að
gefa sig út fyrir að vera einhvers-
konar „konsept“-listamaður, er þá
ekki eins gott að hann hafi konseptið
á hreinu í stað þess að hlæja sig og
bulla í gegnum öll viðtöl um verkið?
Þarf ekki að vera gegnheil hugmynd
á bak við konseptið? – ekki bara
„Fall karlmannsins, samverustund
vina og efnahagshrun Íslands“. Það
getur og er ekki nægileg röksemda-
færsla fyrir verki sem hefur gríð-
arlegan ríkisstyrk á bak við sig.
Áhugavert væri ef að Kynning-
armiðstöð íslenskrar myndlistar
myndi nú gefa upp í hvað þessar 23
milljónir (samkvæmt Gunnari Erni
Jónssyni á visir.is ) fara. Ííbúð í
Feneyjum? Blæjubíl? Áfengi og síg-
arettur? Vasapening? Ég tek það
fram að ég gat ekki fundið neinar
upplýsingar um þessa upphæð,
hvorki á heimasíðu CIA né mennta-
málaráðuneytisins.
Ég tek það aftur fram að ég hef
persónulega ekkert á móti Ragnari
Kjartanssyni og finnst hann hafa
gert ágætis hluti á sínum listferli
þrátt fyrir að hafa engin sérstök tök
á því að útskýra sína listsköpun. En
ef verk Ragnars á Feneyjatvíær-
ingnum er allt saman djók og hann
sjálfur snillingurinn á bak við djók-
ið, hvar stendur þá Kynning-
armiðstöð íslenskrar myndlistar?
Hvar stendur þá Christian Schoen
sem finnur sig knúinn til að réttlæta
tilveru verksins í viðtali við Morg-
unblaðið?
Réttlætingu sem felst aðallega í
því að útlendingar séu svo hrifnir af
verkinu „The End“. Slíkt er reyndar
alveg dæmigert fyrir Ísland, ef ein-
hver í útlöndum segir að það sé flott
þá er það náttúrulega hreinn og
beinn sannleikur sem enginn fær
haggað.
Eigum við ekki bara að hætta
þessari tilgerð?
Ég veit ekki hvernig fyr-
irkomulagið er á vali listamanna á
Feneyjatvíæringinn og býst við að
það sé eins góð aðferð og önnur að
valið sé af hópi fagráðs um myndlist.
Það væri þó áhugavert að fá meiri
upplýsingar um hvernig að valinu er
staðið því að hinn sótsvarti almúgi
hlýtur að mega vita og skilja af
hverju viðkomandi einstaklingar
fara til Feneyja fyrir hönd Íslands,
styrktir af Íslendingum.
Nýju fötin keisarans
Eftir Þórð
Grímsson » Að gagnrýna
Christian Schoen er
eins og að spyrja klæð-
skera keisarans hvar
hann keypti efnið sitt.
Þórður Grímsson
Höfundur er myndlistarmaður.
SÚ KENNING nefndar um
hæfi umsækjenda um starf
seðlabankastjóra, að þeim einum
sé treystandi til verksins, sem
geta a.m.k. sannað (með) höf-
undarrétt á peningamálastefnu,
sem hefur kollvarpað fjármála-
legum stöðugleika heils hag-
kerfis, eða starfað mögl-
unarlaust í mörg ár að því að
keyra seðlabanka í þrot – hlýtur
að teljast í besta falli nýstárleg
og í þeim skilningi sérkennilegt
framlag til fræðanna.
Venjulegu fólki, sem kallast
svo, af því að það telst vera með
óbrjálaða dómgreind og hefur
orðið fyrir barðinu á afleiðingum
ofangreindrar kenningar, finnst
þvert á móti, að þeir einir komi
ekki til álita til að stýra Seðla-
banka Íslands, sem bera ábyrgð
á því, hvernig komið er fyrir
orðspori bankans og örlögum
þjóðarinnar.
Sú kenning sömu nefndar, að
hagfræðingar með akademískan
feril, sem helst er að líkja við
feril Bernanke, núverandi seðla-
bankastjóra Bandaríkjanna –
sem tók þar við svipuðu hug-
myndalegu þrotabúi og hér húk-
ir undir Svörtuloftum – komi
ekki til álita við að marka seðla-
banka nýja stefnu, hlýtur að
vekja alvarlegar spurningar um
hæfi nefndarmanna til að kveða
upp slíka dóma.
Forsætisráðherra, sem lögum
samkvæmt á að velja hæfasta
manninn úr hópi umsækjenda til
að reisa Seðlabanka Íslands úr
rústum, hlýtur að vera nokkur
vandi á höndum að komast að
skynsamlegri niðurstöðu með
ráðgjafa af þessu tagi sér við
hlið. Mér dettur helst í hug að
minna hana á, að það hefur
löngum þótt vera þjóðaríþrótt
Íslendinga að kveða öf-
ugmælavísur. Ráðgjöf nefnd-
arinnar hlýtur að flokkast undir
öfugmæli af þeim skóla og for-
sætisráðherra á að taka sínar
ákvarðanir í samræmi við það.
Hér kemur lítið sýnishorn af
þjóðlegum öfugmælum:
Gott er að láta salt í sár
og seila fisk með grjóti.
Best er að róa einni ár
í ofsaveðri á móti.
Jón Baldvin Hannibalsson
Öfugmæli
Höfundur gerir tilkall til höfund-
arréttar á orðaleppunum „blýants-
nagarar undir Svörtuloftum“.
UM DAGINN
heyrði ég sögu af
manni sem hugnaðist
ekki að standa við
samning sem hann
hafði gert í nafni um-
bjóðenda sinna. Þegar
á hann var gengið af-
sakaði hann sig með
því að hann að hann
hefði aldrei lesið
samninginn bara skrif-
að undir.
Mál Lífeyrissjóðs starfsmanna
Kópavogsbæjar rifjar þessa sögu
upp þar sem nokkrir stjórnarmenn
ætla að reyna að hvítþvo sjálfa sig
með því að varpa ábyrgð á sameig-
inlegum ákvörðunum á aðra og
segja þá hafa logið að sér. Ætlast
þeir virkilega til þess að fólk trúi
þessu? Þeir höfðu viðurkennt að
hafa tekið ákvarðanirnar og vitað að
þær voru ekki samkvæmt lögum og
allir skrifað undir sameiginlega yf-
irlýsingu stjórnarinnar þess efnis
eftir að málið kom upp. Samt virð-
ast þeir að eigin sögn ekki hafa
kynnt sér gögnin sem stjórnarmenn
fengu allir. Þeir sáu, heyrðu og
segja bara það sem hentar hags-
munum þeirra eins og aparnir þrír.
Flosi Eiríksson sakar Gunnar I.
Birgisson reglulega um eiginhags-
munapot og spillingu og hefur gert
árum saman. Það gæti vel orðið það
sem hans verður helst minnst fyrir í
stjórnmálasögu Kópavogs. Það er
reyndar erfitt að koma auga á
ástæðu fyrir Gunnar til að ljúga að
Flosa og villa um fyrir honum í
þessu máli þar sem þeir voru aldrei
þessu vant sammála um hvað rétt
væri að gera. En Flosi hefði samt í
visku sinni miðað við álit sitt á
Gunnari átt að hafa gert ráð fyrir
því að Gunnar mundi gera eitthvað
af sér, þó ekki væri nema til þess að
uppfylla væntingar Flosa. Aðeins
rétt si svona, að bæta smá spillingu
inn í dæmið jafnvel þó allir væru
sammála og engin ástæða væri til.
Ef Flosi og hinir sakleysingjarnir í
stjórninni, þeir Ómar Stefánsson og
Jón Júlíusson, hefðu verið snjallir
hefðu þeir sennilega lesið gögnin
sem þeir fengu afhent og reynt að
vita eitthvað um það sem þeir fengu
greitt fyrir að stjórna. En þeim er
vorkunn, þeir hafa
sennilega ekki gert ráð
fyrir að þurfa að taka
afleiðingum gerða
sinna. Enda kemur
hugarfar þessara
manna kristaltært í
ljós eftir því hvernig
þeir bregðast við lög-
reglurannsókn á störf-
um þeirra. Gunnar
ákveður að stíga til
hliðar úr bæjarstjórn
meðan á rannsókn
stendur en hinir bæjarfulltrúarnir
kenna bara Gunnari um allt saman
og sitja sem fastast. Snjöll lausn og
stórmannleg, sérstaklega af því að
svo heppilega vildi til að Gunnar var
búinn að fá að kenna á því frá þess-
um sömu aðilum eða vinum þeirra
vikum saman og því hæg heimatök-
in að klína á hann aðeins meiri skít.
Siðferði hefur verið mikið til um-
ræðu undanfarna mánuði og margir
andstæðingar Sjálfstæðisflokksins
brigslað honum um siðferðisbrest
og óheiðarleika. Þegar á reynir er
það hins vegar Gunnar I. Birgisson,
sjálfstæðismaður, sem tekur af all-
an vafa og axlar ábyrgð. Spurningin
er, hvað ætla aðrir stjórnarmenn
LSK sem sitja í bæjarstjórn í um-
boði Kópavogsbúa að gera? Þeir
eru í sömu stöðu og Gunnar jafnvel
þótt þeir bendi fingrum og beri fyr-
ir sig að vondi kallinn hafi logið að
sér. Það hefði verði talsvert meiri
manndómur í að standa keikir við
ákvarðanir sínar og gjörðir sem all-
ir eru sammála um að hafi verið
réttar og skiljanlegar í því neyðar-
ástandi sem ríkti á fjármálamörk-
uðum.
Siðferðisvíkingar
Nýja Íslands
Eftir Jóhann Ísberg
» Gunnar ákveður að
stíga til hliðar úr
bæjarstjórn meðan á
rannsókn stendur en
hinir bæjarfulltrúarnir
kenna bara Gunnari um
allt saman og sitja sem
fastast.
Jóhann Ísberg
Höfundur er formaður
Sjálfstæðisfélags Kópavogs.
ÉG SÉ ástæðu til
að koma að ábend-
ingu varðandi svar
bæjarstjórans á
Álftanesi í Morg-
unblaðinu sl. mánu-
dag, en hann var víst
að svara grein minni
frá því 19. júní sl.
Bæjarstjórinn
skautar yfir alvarleg-
ustu efnisatriðin í
grein minni með
skætingi, m.a. með skrípalegum
túlkunum á mínum skrifum. Hann
gerir ámátlega tilraun til þess að
draga fjöður yfir þá staðreynd að
„útrás“ bæjarstjórans á yfirstand-
andi kjörtímabili klikkaði. Það
blasti við, að loknum kosningum
2006, einstakt tækifæri til þess að
búa svo um hnútana á Álftanesi að
hagsæld íbúa og þjónusta við þá
myndi aukast. Þessu frábæra
tækifæri klúðruðu fulltrúar Á-
listans svo eftirminnilega. Það
þarf einungis að bera
saman ársreikninga
2005, 2006, 2007 og
2008 til þess að átta
sig mjög vel á þróun
mála á Álftanesi. Það
einkennilegasta í til-
skrifum bæjarstjórans
er að hann hafnar því
að Á-listi beri ábyrgð
á alvarlegri stöðu bæj-
arsjóðs. Hann segist
einungis hafa verið að
hreinsa upp eftir fyrri
bæjarstjórn! Ha, hvað
– í heil þrjú ár? Bæjarstjóri segir
vegna Bessans: „Eru bæjaryf-
irvöld að leysa úr gömlu deilumáli
frá stjórnartíð Guðmundar, þegar
hann seldi verslunarlóð Bessans
til annarra aðila og hugðist þannig
með vafasamri stjórnsýslu fara
fram með valdhroka gegn eig-
endum Bessans.“ Ja hérna, hvað í
ósköpunum á maðurinn við? Er
hann að meina að lóð Bessans hafi
verið seld öðrum? Tæplega getur
bæjarfélagið selt lóð sem það á
ekki! Eða er hann að meina að
lóð, sem Bessinn ætlaði sér annars
staðar á miðsvæðinu, hafi verið
seld öðrum? Þetta er fráleitt og
alger tilbúningur.
Það var ekkert „gamalt deilu-
mál“ í gangi varðandi Bessann á
síðasta kjörtímabili. Eigandi Bess-
ans hélt því fram með aðstoð lög-
manns að hann væri órétti beittur,
það voru engar deilur. Hins vegar
er það býsna ógeðfellt að bæj-
arstjóri beiti sér fyrir samningum
við eiganda Bessans á grundvelli
ósvífinna tilburða og „aðstoðar“
eigandans í kosningabaráttu Á-
listans vorið 2006. Það kalla ég
siðblindu og spillingu. Þetta mál
liggur ljóst fyrir og er enginn
„arfur frá stjórnartíð Guð-
mundar“. Hér er á ferðinni purk-
unarlaust óþverramál, þar sem
bæjarstjóri fer býsna frjálslega
með almannafé á fölskum for-
sendum.
Lokaorð greinar bæjarstjóra
eru því miður ekki svara verð.
Bæjarstjórinn hefur gjarnan
þennan háttinn á í áróðri sínum,
til að villa um fyrir íbúum. Það er
ekki gott.
Útrásarvíkingur-
inn á Álftanesi
Eftir Guðmund G.
Gunnarsson
Guðmundur G.
Gunnarsson
» Bæjarstjórinn gerir
ámátlega tilraun til
þess að draga fjöður yfir
að „útrás“ bæjarstjór-
ans á yfirstandandi
kjörtímabili klikkaði.
Höfundur er bæjarfulltrúi
D-lista á Álftanesi.
www.veggfodur.is