Morgunblaðið - 27.06.2009, Síða 30
30 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009
FORSENDAN fyrir
því að Íslendingar
vinni sig út úr efna-
hagserfiðleikum næstu
ára er samkeppnishæft
atvinnulíf sem stendur
undir öflugri verð-
mætasköpun. Fram-
sækin fyrirtæki byggja
tilvist sína á vel mennt-
uðu fólki. Sum mennt-
un er líklegri til að
standa undir öflugu at-
vinnulífi en önnur. Framundan eru
niðurskurðartímar en um leið eykst
þörf fyrir aukna innlenda fram-
leiðni. Marka þarf stefnu í sparnaði í
menntakerfinu sem tekur tillit til
þessa. Ekki má skera niður framlög
til þeirra menntunar sem líklegust
er til að skapa verðmæti til lengri
tíma. Ábyrgð þeirra sem spara
skulu í menntakerfinu er því mikil.
Of margir með litla menntun
Hvergi á Norðurlöndum er hlut-
fallslega færra ungt fólk í fram-
haldsskólanámi, þ.m.t. iðn- og
starfsnámi, en á Íslandi. Um 75%
18-24 ára hafa lokið prófi úr fram-
haldsskóla hér á landi en um 90%
annars staðar á Norðurlöndum.
Þetta seinkar því að fólk komi út á
vinnumarkaðinn með verðmæta
þekkingu og færni sem atvinnulífið
hefur þörf fyrir. Þetta felur í sér að
hlutfall ófaglærðra er of hátt og það
dregur úr samkeppnishæfni fyr-
irtækja og fólks á vinnumarkaði.
Hin hliðin á sama peningi sést ef
rýnt er í atvinnuleysistölur.
Af um 14.000 at-
vinnulausum í maí hef-
ur rúmlega helmingur
aðeins lokið grunn-
skólaprófi. Þeir sem
litla menntun hafa eru
valtir á vinnumarkaði.
Iðn- og verknám er
góður kostur fyrir
þetta fólk til að treysta
stöðu sína til fram-
búðar. Freistandi er að
skera niður fé til iðn-
náms og annars verk-
náms vegna þess að
hver brautskráður
nemandi þar er talsvert dýrari en sá
sem lýkur almennu bóknámi. Slíkt
væri hins vegar skammgóður vermir
því að iðnnám er dýrmætt nám. Um-
fram almennt menntaðan fram-
haldsskólanema býr brautskráður
iðnsveinn yfir skilgreindri, verð-
mætri þekkingu og færni sem at-
vinnulífið þarfnast.
Stjórnvöld þurfa að gera verk-
menntaskólum kleift að viðhalda
framboði iðn- og starfsnáms, og
helst að efla það.
Háskólamenntun
til nýsköpunar
Tæknimenntun á háskólastigi,
verkfræði, tæknifræði og skyldar
greinar, hefur undanfarin ár eflst til
muna. Framboð hefur aukist, m.a.
með stofnun tækni- og verk-
fræðideildar við Háskólann í
Reykjavík. Tryggja verður stöðugt
framboð verk- og tæknináms á há-
skólastigi þrátt fyrir erfiða stöðu
þjóðarbúsins. Kjölfestan í sprota- og
nýsköpunarfyrirtækjum sem og rót-
grónum fyrirtækjum sem greiða góð
laun er einmitt tæknimenntað fólk.
Enduruppbygging atvinnulífsins
mun hvíla á fólki með þessa mennt-
un.
CEDEFOP, evrópsk rannsókna-
stofnun í starfsmenntun, spáir því
að á árunum 2006-2015 muni þörf
fyrir verkfræðinga, tæknifræðinga,
efnafræðinga, eðlisfræðinga og
stærðfræðinga í Evrópu aukast um
15%. Ef Ísland ætlar að fylgja sam-
anburðar- og samkeppnislöndum
sínum í Evrópu þarf að bregðast
rétt við þessari spá og tryggja nægi-
legt námsframboð í þessum grein-
um.
Um þessar mundir er rætt um
sameiningu nokkurra háskóla.
Skynsamlegt er að gaumgæfa sam-
einingarmöguleika með það í huga
að ná fram aukinni hagræðingu en
um leið auknum gæðum og fjöl-
breytni háskólanáms. Sameining há-
skóla má ekki verða á kostnað náms-
framboðs sem stendur undir aukinni
verðmætasköpun í atvinnulífinu.
Sameining háskóla má ekki trufla
framþróun í verk- og tækni-
fræðinámi.
Forgangsröðun nauðsynleg
Margar erfiðar ákvarðanir þarf að
taka þessa dagana. Nauðsynlegt er
að stjórnvöld missi ekki sjónar á því
sem máli skiptir. Nú er tími til að
forgangsraða í menntakerfinu með
hliðsjón af því hvaða menntun er lík-
leg til að efla verðmætasköpun sem
standa skal undir auknum ríkisút-
gjöldum á næstu árum. Nú er réttur
tími til að fjárfesta í menntun sem
skilar þjóðarbúinu verðmætri þekk-
ingu.
Gegn niðurskurði
í iðn- og tækninámi
Eftir Ingi Boga
Bogason »Hvergi á Norð-
urlöndum er hlut-
fallslega færra ungt fólk
í framhaldsskólanámi,
þ.m.t. iðn- og starfs-
námi, en á Íslandi.
Ingi Bogi
Bogason
Höfundur er forstöðumaður
menntunar og mannauðs hjá
Samtökum iðnaðarins.
ER EKKI allt í
lagi með fólk í Kópa-
vogi? Hef verið að
hlusta á fréttir úr
bænum og viðtöl við
bæjarbúa og mér er
nær að halda að heili
margra bæjarbúa sé
kominn í sumarfrí.
Fólki finnst bara allt
vera þar í himnalagi.
Steininn tók þó úr
þegar ég las grein
eftir Höllu Halldórsdóttur í
Morgunblaðinu laugardaginn 20.
júní. Ég verð að segja að mig set-
ur hljóðan. Ég vil ekki trúa því að
fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópa-
vogi sé virkilega á þeirri skoðun
að fyrst það sé aðeins verið að
tala um viðskipti þessa eina fyr-
irtækis, þ.e. Frjálsrar miðlunar,
við Kópavogsbæ þá megi Gunnar
alveg vera áfram.
Halló, er ekki allt í lagi hjá
fólki? Hún reynir að hamra á því
að Gunnar hafi hvergi komið ná-
lægt þessum viðskiptum. Það má
vel vera en hvernig veit hún það?
Manni finnst nú skrítið ef emb-
ættismenn í Kópavogi leita ekki
eftir hagstæðustu verðum. Og
eins bendi ég þessari góðu konu
á, að ef þetta er álitið vera eðli-
legt – hvernig heldur hún að
svona mundi enda? Það er nær
ómögulegt að sanna eða afsanna í
slíkum málum hvort Gunnar hafi
gefið dóttur sinni upplýsingar
sem gerðu henni kleift að bjóða
hagstæðast í verk, frétta af vænt-
anlegum verkum og geta boðið
þjónustu á undan öðrum.
Svona náin tengsl fyrirtækis við
forseta bæjarstjórnar og síðar
bæjarstjóra bjóða upp á svindl og
skv . endurskoðunarskrifstofu
sem fór yfir málið virðast þarna
hafa verið vafasöm viðskipti í
gangi. Og þó svo væri ekki, þá
átti Gunnar sem sveitarstjórn-
armaður til margra ára að gera
sér grein fyrir því að fyrirtæki í
eigu dóttur hans gæti og ætti
ekki að eiga viðskipti
við Kópavog.
Þetta fannst fólki
sem sagt í lagi.
Nú er ljóst að
Gunnar er búinn að
segja af sér sem bæj-
arstjóri og kominn í
leyfi meðan rannsókn
á málefnum Lífeyr-
issjóðs Kópavogs
stendur yfir. En hann
stefnir á það að koma
aftur sem bæj-
arfulltrúi. Og Fram-
sókn kýs að hafa þann háttinn á
að halda áfram samstarfi við
flokk sem taldi að Gunnar hefði
ekki gert neitt rangt, samanber
tillögu sem samþykkt var á full-
trúaráðsfundi þeirra á mánudag:
„Fulltrúarráð sjálfstæðisfélag-
anna í Kópavogi lýsir yfir fyllsta
trausti á störf Gunnars Birg-
issonar og stuðningi í þeim erfiðu
málum sem hann hefur gengið í
gegnum undanfarnar vikur.“
Og Framsókn ætlar að starfa
með flokki þar sem formaður læt-
ur hafa þetta eftir sér: „Óttar
sagði árásir á Gunnar vera komn-
ar frá herbúðum andstæðinganna.
Hann sagði málið varðandi lífeyr-
issjóðinn sýna siðferðisbrest
Flosa Eiríkssonar, bæjarfulltrúa
Samfylkingarinnar, og Ómars
Stefánssonar, bæjarfulltrúa
Framsóknar“ (úr frétt á www.vis-
ir.is ).
Eins finnst mér skemmtilegt
þetta skilyrði framsóknarmanna
að ef Gunnar komi aftur þá vilji
þeir semja aftur um áframhald-
andi samstarf. Ég segi bara:
Verði þeim að góðu.
Halló Kópavogur –
Er enginn heima?
Eftir Magnús Helga
Björgvinsson
Magnús Helgi
Björgvinsson
»… mér er nær að
halda að heili
margra bæjarbúa sé
kominn í sumarfrí.
Höfundur er þroskaþjálfi
og býr í Kópavogi.
SAMKVÆMT
könnunum ætla 90%
Íslendinga að ferðast
innanlands í ár, 30%
erlendis og 8% ekk-
ert. Langa fríið verð-
ur líklega heima í ár.
Nær helmingur ætlar
að dvelja fleiri en 10
nætur á ferðum um
Ísland. 2/3 lands-
manna ætla að fara
a.m.k. þrjár ferðir um
landið. Þessi miklu ferðalög Ís-
lendinga um eigið land stuðla að
uppbyggingu og þróun í ferða-
þjónustu og auka arðsemi. Við er-
um ekki síður mikilvægur mark-
hópur en erlendir ferðalangar.
Samkvæmt ferðaþjónustureikn-
ingunum 2006 sem Hagstofan birti
sl. haust var neysla íslenskra
ferðamanna helmingur heild-
artekna fyrirtækja í ferðaþjón-
ustu. Gera má ráð fyrir að hlutur
Íslendinga í heildarumsvifum
ferðaþjónustunnar verði hærra í
ár. Mikilvægt er að halda áfram
öflun og úrvinnslu gagna um
ferðaþjónustuna til að sjá þró-
unina.
Náttúran efst í huga
Ekki er síður gleðilegt að það
sem af er ári hefur erlendum
ferðamönnum til landsins fjölgað,
þrátt fyrir spár evr-
ópska ferðamálaráðs-
ins um 3,6% samdrátt
á komum ferðamanna
til áfangastaða í Evr-
ópu í ár. Þarna skipta
skjót viðbrögð í mark-
aðsstarfi máli, t.d.
flugfélaganna og
Ferðamálastofu.
Íslensk ferðaþjón-
usta er líklega okkar
sterkasti málsvari á
erlendum mörkuðum
um þessar mundir.
Könnun Útflutnings-
ráðs og Ferðamálastofu á ímynd
Íslands fyrir og eftir bankahrun
staðfestir að náttúran er enn efst í
hugum fólks í okkar helstu við-
skiptalöndum þegar Ísland er
nefnt. Hvað sem efnahagshremm-
ingum líður mælist ekki neikvæð-
ari afstaða til Íslands sem áfanga-
staðar. Og þeir sem hafa sótt
landið heim eru áberandi ánægð-
ari með land og þjóð en þeir sem
enn eiga það eftir.
Sérstaða áfangastaðarins
Íslands
Þótt fram komi að traust á Ís-
landi og íslenskum vörum hafi al-
mennt rýrnað er það alls ekki að
því marki sem oft er fullyrt.
Áfangastaðurinn Ísland virðist
hafa sérstöðu miðað við aðra ís-
lenska vöru og þjónustu. Því ligg-
ur beint við að álykta að aukin
áhersla á landkynningu og mark-
aðssetningu Íslands sem áfanga-
staðar gæti verið mikilvægur liður
í endurreisninni og bættri ímynd.
Ferðaþjónustan kemur þeim skila-
boðum á framfæri að hér búi heil-
steypt fólk í gjöfulu og einstöku
landi. Uppbygging á innviðum
ferðaþjónustunnar þarf að miða að
því að upplifunin verði í takt við
skilaboðin – að ímynd hreinleika
og náttúru birtist í þeirri þjónustu
og vöru sem ferðamenn fá. Því
verður spennandi að sjá árangur
þróunarverkefnis iðnaðarráðu-
neytis, Ferðamálastofu og Ný-
sköpunarmiðstöðvar Íslands um
gæði og umhverfismál ferðaþjón-
ustunnar. Enda þótt lágt gengi
bæti samkeppnisstöðu þessi miss-
erin þurfum við til lengdar að
keppa um erlenda ferðamenn með
gæði þjónustunnar og fjölbreytni
afþreyingar og upplifunar sem
leiðarljós.
Ferðaþjónustan
í lykilhlutverki
Á síðustu mánuðum hafa birst
„alvöru“ fréttir um Ísland í helstu
fjölmiðlum um allan heim. Þær
hafa snúist um að íslenskt fjár-
málakerfi og efnahagslíf hafi verið
fyrsta fórnarlamb þeirrar alvar-
legu fjármálakreppu sem nú teyg-
ir anga sína um allan heim. En
það er líka fylgst grannt með því
hvernig okkur gengur að komast á
fætur að nýju. „Ísland varð fyrst
fyrir barðinu á stormhviðu heim-
skælingarinnar. Það á enga aðra
leið en að taka forystu í endur-
eisninni,“ sagði meðal annars í
Los Angeles Times. Með alvar-
legum fréttum af Íslandi, sem í
raun snerta allan heiminn, hafa
gjarnan fylgt myndbirtingar af
þekktum ferðamannastöðum og
minnst er á íslensk fyrirtæki og
einstaklinga sem skara fram úr á
ýmsum sviðum. Á heimsvísu hefur
vitneskja um Ísland verið lítil sem
engin meðal almennings til þessa.
Við erum nú orðin nafnkunnug um
allan heim vegna erfiðleikanna en
um leið hefur athygli beinst að
náttúru og menningu þjóðar við
nyrsta haf. Innlendir og erlendir
sérfræðingar eru sammála um að í
þessum aðstæðum felist tækifæri.
Við þurfum að nota það til þess að
koma „okkar sögum, okkar ljóð-
um“ á framfæri. Það vindur hvað
sem hver segir fram mörgum góð-
um sögum á Íslandi um þessar
mundir, baráttusögum, hetjusög-
um, harmsögum og gæfusögum,
sem heimurinn vill heyra. Stjórn-
arsáttmáli ríkisstjórnarinnar gerir
ráð fyrir því að stofnaður verði
sameinaður vettvangur fyrir land-
kynningu og markaðsstarf þar
sem sameinaðir verði kraftar við-
skiptalífs, ferðaþjónustu og menn-
ingarstarfsemi. Vonandi kemst Ís-
landsstofa á laggirnar strax í
upphafi næsta árs. Þegar er unnið
að samræmingu á starfi Útflutn-
ingsráðs, Ferðamálastofu og utan-
ríkisþjónustunnar. Ferðaþjónustan
mun áfram gegna lykilhlutverki í
landkynningu innan sameinaðs
vettvangs Íslandsstofu og sendiráð
utanríkisþjónustunnar þjóna sem
markaðsstofur íslenskra ferða-
mála. Framundan er að skilgreina
og skipuleggja þessa starfsemi
með þarfir atvinnugreinarinnar og
árangur í almennu ímyndarstarfi í
huga.
Tryggjum góðar sögur
Ég er sannfærð um að verð-
mæti ferðaþjónustunnar fyrir at-
vinnulíf og samfélag, gjaldeyr-
issköpun og tekjumyndun á eftir
að aukast. En munum það á þessu
mikla ferðasumri að fylgst er með
okkur. Við skulum í umgengni
okkar um landið og viðmóti hvers
í annars garð og gagnvart erlend-
um ferðamönnum tryggja að af
okkur fari góðar sögur.
Ferðasumarið mikla á Íslandi
Eftir Katrínu
Júlíusdóttur » Ferðasumarið lofar
góðu. Íslendingar
ætla að ferðast meira
um eigið land en áður og
erlendum ferðamönnum
hefur fjölgað í ár, þvert
á spár um samdrátt.
Katrín
Júlíusdóttir
Höfundur er iðnaðarráðherra.
, ,