Morgunblaðið - 27.06.2009, Síða 32
32 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009
✝ Ragnheiður MaríaRagnarsdóttir
fæddist á Sauðárkróki
28. júní 1921. Hún lést
á deild III á Heilbrigð-
isstofnun Skagfirð-
inga á Sauðárkróki,
þriðjudaginn 16. júní
sl. Foreldrar hennar
voru Gísli Ragnar
Magnússon, síðast
bóndi á Bergsstöðum í
Skagafirði, f. 30. maí
1896, d. 2. des. 1974 og
Sigurlína Jóhanna
Sigurðardóttir, f. 25.
okt. 1902, d. 31. des. 1993. Systkini
Maríu eru Magnús, f. 1922, d. 1923,
Sigurður Magnús, f. 1931, d. 1984,
Klara Elísabet (Edda), f. 1931, d.
1990, og Árný Sigurlína, f. 1933.
Hinn 31. desember 1965 giftist
María Ola Aadnegard, lögregluþjóni
á Sauðárkróki, f. í Hallingdal í Nor-
egi 5. júní 1910, d. á Sauðárkróki 4.
feb. 1981. Foreldrar hans voru Ola
Aadnegard, f. 8. jan. 1887, d. 3. feb.
1963 og Gurid Aadnegard, f. 4. mars
1881, d. 31. mars 1954, og bjuggu
þau í Hallingdal í Noregi. Ola og
María eignuðust 12 börn og eru af-
komendur þeirra komnir vel á ann-
að hundrað. Börn þeirra eru: 1) Ola,
f. 1939, fyrri kona hans Ingibjörg
Signý Frímannsdóttir, d. 1988. Þau
eiga 3 börn, 8 barnabörn og 2 barna-
barnabörn. Seinni kona Ola er Stína
eru Martha Håheim, f. 1932, d. 1993
og Gurid Johanne Gilen, f. 1934.
María ólst upp hjá foreldrum sín-
um fram að fermingaraldri og lauk
hefðbundnu barnaskólanámi. Eftir
fermingu lá leið hennar að Reyni-
stað í Skagafirði sem hún síðan leit á
sem sitt annað heimili enda naut hún
þar góðs atlætis þeirra heið-
urshjóna, Sigrúnar Pálmadóttur og
Jóns Sigurðssonar. Árið 1937 kom
Ola sem refahirðir að Reynistað og
felldu þau María hugi saman. Þau
hófu sambúð sína á Reynistað 1938
og fluttu síðan út á Sauðárkrók
1941. Tveimur árum síðar festu þau
kaup á íbúð að Skógargötu 3 á Sauð-
árkróki. Árið 1951 flutti fjölskyldan
að Skógargötu 1 í stærra húsnæði
og bjuggu þau þar allan sinn búskap.
Um 1960 fór María að vinna utan
heimilis og var úti á vinnumark-
aðnum þar til hún lét af störfum
vegna aldurs. Jafnhliða sinnti María
sínu stóra heimili sem jafnan var
mannmargt og gestkvæmt. María
var ein af stofnendum Sjálfstæð-
iskvennafélags Sauðárkróks og
einnig var hún virk í Verkakvenna-
félaginu Öldunni. Hin seinni ár
starfaði hún í Félagi eldri borgara
og fór í margar skemmtiferðir með
þeim sem og orlofsferðir húsmæðra.
María hafði mjög gaman af hann-
yrðum og liggja ófáir hlutir eftir
hana. Árið 2001 veiktist María og
dvaldi eftir það á Heilbrigðisstofnun
Skagfirðinga á Sauðárkróki.
Útför Maríu fer fram frá Sauð-
árkrókskirkju í dag, 27. júní, og
hefst athöfnin kl. 11.
Gísladóttir. 2) Magnús
Ragnar, f. 1942,
kvæntur Kristínu Ínu
Pálsdóttur, þau eiga 2
börn, 4 barnabörn og
2 barnabarnabörn. 3)
Sigrún, f. 1944, gift
Andrési Viðari
Ágústssyni, þau eiga 7
börn, 12 barnabörn og
2 barnabarnabörn. 4)
Kristinn, f. 1948,
kvæntur Ásu Björk
Snorradóttur, þau
eiga 2 börn og 4
barnabörn. 5) Sig-
urður, f. 1949, kvæntur Sigríði Pét-
ursdóttur, þau eiga 4 börn og 5
barnabörn. 6) Knútur, f. 1951,
kvæntur Brynju Kristjánsdóttur,
þau eiga 4 börn og 11 barnabörn. 7)
Jóhann, f. 1952, kvæntur Evu
Sveinsdóttur, þau eiga 3 börn og 1
barnabarn. 8) Baldur, f. 1954,
kvæntur Sigríði Jónsdóttur, þau
eiga 3 syni og 3 barnabörn. 9) Guð-
ríður, f. 1955, gift Magnúsi J. Hin-
rikssyni, þau eiga 3 börn og 3 barna-
börn. 10) Ingibjörg, f. 1956, gift
Trausta Kristjánssyni, þau eiga 4
syni og 3 barnabörn. 11) Stefán, f.
1958, kvæntur Ingibjörgu Ólafs-
dóttur, þau eiga 2 börn og 2 barna-
börn. 12) Hilmar Haukur, f. 1961,
kvæntur Hallfríði Guðleifsdóttur,
þau eiga 2 dætur.
Dætur Ola af fyrra hjónabandi
Elsku Mæja er dáin en hún var
tengdamóðir mín. Ég var ung þegar
ég byrjaði að venja komur mína til
þeirra Mæju og Óla á Skógargötuna.
Mæja var mikið fyrir að baka og bak-
aði margar góðar kökur sem hún vildi
að ég og fleiri sem komum til hennar
smökkuðum á. Einnig kenndi hún
mér að baka alls konar kökur og gera
fleira góðgæti.
Svo var það eitt haustið að Stebbi
ákveður að fara tvö ár til Reykjavík-
ur í skóla. Þá spurði hún mig hvort
við kæmum örugglega ekki aftur
norður og var það alltaf meiningin að
flytja aftur norður. En svo liðu árin
og við erum ekki enn flutt norður. En
Mæja fagnaði ævinlega komu okkar
innilega, hún breiddi út faðminn á
móti okkur af þeirri einstöku hlýju og
umhyggju sem henni var svo sjálf-
sögð og eðlislæg.
Á Skógargötu 1 var alltaf laugar-
dagskaffi fyrir börn og barnabörn en
þegar Mæja var orðin ein, Óli dáinn
og börnin flutt að heiman var laug-
ardagskaffið orðið að því sem við
köllum „brunch“ í dag, hún var með
stórveislur á hverjum laugardegi fyr-
ir börn, barnabörn og vini. En þá
hafði hún steikt brauð með alls konar
meðlæti sem þótti herramanns-mat-
ur, kökur o.fl. Og var hún aldrei
ánægð nema sem flestir gætu komið
og oft hringdi hún og spurði okkur
hvort við kæmum ekki norður að fá
okkur steikt brauð því hún væri búin
að steikja svo mikið brauð.
Mæja var líka mikil hannyrðakona
þar sem hún saumaði út myndir, púða
og ég tala nú ekki um peysur og
sokka sem hún prjónaði og gaf mér
og fjölskyldu minni.
Elsku Mæja mín, þakka þér fyrir
allar stundirnar sem við vorum sam-
an á kvöldin þar sem þú sagðir mér
frá lífi þínu, hvernig lífsbaráttan hafði
verið hjá ykkur Óla. Og verð ég að
segja að mér finnst Krókurinn vera
hálf tómlegur án þín. Far þú í guðs
friði.
Kveðja
Ingibjörg Ólafsdóttir.
Orðið „mamma“ er eitt merkingar-
fyllsta orð tungumálsins og mikið
notað. Flestar konur eru mömmur og
auk þess tengdamömmur, dýrmætar
og áhrifamiklar. María Ragnarsdótt-
ir var þeim flestum fremri. Hún fékk
ekki fálkaorðu, en hefði sannarlega
átt hana skilið! Hún var ekki hátekju-
kona í samfélaginu, en þó svo rík.
Hún var 12 barna mamma og 13
barna tengdamamma. Svo var hún að
auki amma, langamma og langa-
langamma. Hún var ekki útskrifuð úr
húsmæðraskóla, en samt frábær mat-
reiðslukona og bakari og saumaði og
prjónaði á barnahópinn sinn. Hún var
ekki lærð í uppeldis- og sálarfræði, en
hafði þó einstakt lag á að koma börn-
um sínum til manns, aga þau, styðja
og leiðbeina með kærleika, glettni og
skilningi. María Ragnarsdóttir var
einstök mamma, vinur og sálufélagi
stóra hópsins síns.
Ég hitti Maríu fyrst í júní 1988,
þegar elsta tengdadóttir hennar var
látin. Sjálf var hún orðin ekkja 7 ár-
um áður og vissi því af reynslunni að
maka- og foreldramissir er erfiður.
Hún kom til að vera hjá syni sínum og
börnum hans og barnabörnum til að
hlúa að þeim með nærveru og heim-
ilishjálp! Allt varð svo miklu auðveld-
ara þegar mamma og amma var kom-
in.
Í framhaldi af þessum kynnum
okkar Maríu varð það síðan hlutskipti
mitt og lán að verða 13. tengdabarn
hennar. Þrátt fyrir langa og fjöl-
breytta skólagöngu mína, átti ég eftir
að læra margt af tengdamömmu.
Hún hafði meðfædda hæfileika á
flestum sviðum og einnig þá mikil-
vægu náðargjöf að hlúa mátulega
mikið að sínum og blanda sér mátu-
lega mikið í einkamálin. Með þessari
lægni var hún alltaf sá trúnaðarvinur
sem við þurftum á að halda. Hún var
sterk, bæði andlega og líkamlega.
Eftir að hafa alið 12 börn og harkað af
sér í erfiðum sjúkdómum, átti hún
enn orku til að gerast fiskverkakona
og halda áfram að taka á móti stóra,
sístækkandi hópnum sínum í mat og
kaffi, gistingu og vináttusamfélag.
Árum saman var opið hús hjá henni á
laugardagsmorgnum þar sem hún
bauð upp á nýsteikt brauð sitt og alls
konar meðlæti.
Skyndilega bilaði heilsan fyrir átta
og hálfu ári, svo dauðinn kom sem
líkn og lausn eftir langan biðtíma.
Starfsfólkið á Sjúkrahúsinu á Sauð-
árkróki á skilið virðingu og þakklæti
fyrir mikla umhyggju og þolinmæði í
störfum sínum.
Lífið er fjölbreytt og litskrúðugt af
því að við erum ólíkir einstaklingar. Í
samfylgd okkar erum við sífellt að
gefa og þiggja. María kunni svo vel
þetta mikilvæga samspil. Greind
hennar og hæfileikar komu fram í lát-
lausu og hógværu lífi, eins og það
birtist dýrmætast. Oft hafa einstak-
lingarnir í lífi mínu minnt mig á blóm-
vendi. Atburðir, hæfileikar, lífskraft-
ur, störf, framkoma, orð… allt raðast
saman í mislitan blómvönd einstak-
lingsins. Og innan um alla fögru
blómvendina sker vöndur Maríu sig
úr! Minning hennar mun lifa með
okkur og gera okkur að betri og
þakklátari mönnum.
Guð geymi Maríu og styrki og
gleðji allan hópinn hennar.
Stína Gísladóttir.
Elsku amma, þá er komið að
kveðjustund. Minningarnar eru svo
margar og svo dýrmætar. Við getum
talað um alla laugardagana sem stór-
fjölskyldan hittist, þá var alltaf mikið
spjallað á meðan við borðuðum hið
fræga ömmubrauð. Ég man hvað
Tinna Rut ljómaði alltaf þegar við
komum keyrandi að Skógargötu 1, þá
vissi hún að amma tæki fagnandi á
móti henni og svo fengi hún eitthvað
gott að borða. Þannig eru minning-
arnar, alltaf var svo gott að koma til
ömmu og afa. Þetta upplifði ég sem
barn og svo fengu börnin mín að
kynnast því síðar.
Ef einhvern vantaði sokka þá var
bara að fá að kíkja í skúffuna hjá
ömmu og ef svo ólíklega vildi til að
réttu stærðina vantaði þá var hún
tilbúin daginn eftir. Ég man þegar ég
bað þig að kenna mér að prjóna
sokka. Ég mætti til þín með garn og
prjóna eitt kvöldið, fitjaði upp og
prjónaði snúninginn. Það var svo
ákveðið að ég kæmi aftur næsta kvöld
og þá átti ég að læra að prjóna hæl-
inn. Ég mætti næsta kvöld en þá voru
sokkarnir tilbúnir.
Þú kenndir mér svo margt. Oft
hugsa ég til þín þegar ég er eitthvað
að gera í eldhúsinu eða í handavinnu:
hvað ætli ömmu Mæju finnist um
þetta?
Elsku amma, þakka þér fyrir allt.
Það eru forréttindi að fá að kynnast
konu eins og þér.
Kristrún, Sigurbjörn, Tinna Rut,
Alex Már og Bogi.
Í lífinu ferðast þær saman gleðin
og sorgin. Þegar náinn ástvinur deyr
fyllist hugurinn af gleðilegum minn-
ingum sem valda manni sorg, en á
endanum verður gleðin aftur sterkari
en sorgin.
Ég er svo lánsöm að vera eitt af
barnabörnum hennar Maríu Ragn-
arsdóttur eða ömmu Mæju eins og við
köllum hana. Amma Mæja eignaðist
pabba minn og ellefu önnur börn, hún
var kona með stórt hjarta, mjúkan og
hlýjan faðm, hjá henni átti maður allt-
af öruggt skjól. Einnig áttu margir
skjól hjá henni sem minna máttu sín í
samfélaginu.
Amma Mæja var mikil handa-
vinnukona sem saumaði, heklaði og
prjónaði. Einnig bakaði hún góðar
kökur og steikti brauð sem var mjög
gott. Og ef hún var ekki að sinna
handavinnu eða heimilisstörfum sat
hún stundum við eldhúsborðið, lagði
kapal og drakk kaffi úr glasi. Amma
vann í fiskinum í mörg ár og ferðaðist
með fiskirútunni í og úr vinnu. Þegar
ég var lítil og var gestkomandi hjá
þeim ömmu og afa beið ég oft við eld-
húsgluggann og fylgdist með þegar
fiskirútan stoppaði á Aðalgötunni, þá
hentist ég af stað til að fara á móti
ömmu og rölta með henni heim. Það
var eitthvað svo sérstakt við það að
rölta með ömmu og ekki breyttist sú
tilfinning þótt ég yrði eldri. Eftir að
amma veiktist og flutti á dvalardeild-
ina rölti ég með henni um gangana
þegar ég kom að heimsækja hana
þangað, en þær gönguferðir voru að
vísu öðruvísi en samt sérstakar á sinn
hátt.
Amma var með hænur í kofa í
Klaufinni og það var alltaf svo spenn-
andi að fá að fara með henni í
hænsnakofann, sækja eggin og gefa
hænunum matarafganga og fleira
fóður. Amma var natin við hænurnar
og heilsaði þeim þegar við komum og
kvaddi þær þegar við fórum. Fyrir
mér var amma einstök kona sem var
alltaf til staðar og tilbúin að hlusta og
gefa ráð. Eftir að mamma dó leitaði
ég mikið til ömmu með alla hluti, eins
hringdi hún oft í mig bara til að at-
huga hvernig ég hefði það og heyra í
mér hljóðið eins og hún orðaði það.
Amma Mæja var hreinskilin og sagði
sína meiningu, hún hafði breitt bros
og glotti stundum út í annað og hló
þegar mikið var skrafað við eldhús-
borðið.
Minningin um Ömmu Mæju verður
ljós í lífi okkar sem þekktum hana.
Ingibjörg María Aadnegard.
María Ragnarsdóttir frá ömmubörnum
Er leiðir skilja og lýkur göngu þinni
á lífsins vegi, hugsum við um þig
þá minningarnar elsku amma
Maja
munum við og geymum hvert um
sig.
Það er svo margt sem upp kemur
í hugann
af ömmubrauði og kökum vel var
veitt
og það sem mátti ei annarsstaðar
gera
var alltaf leyft að Skógargötu 1.
Nú dvelur þú í Drottins faðmi
hlýjum
og dagsverkinu lokið er um sinn
við þökkum fyrir ævi þína amma
og englar himins lýsi veginn þinn.
(Gurra.)
HINSTA KVEÐJA
✝
Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi,
GUÐMUNDUR H. INDRIÐASON,
áður Snorrabraut 40,
Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum þriðjudaginn 9. júní.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Aðstandendur.
✝
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓHANNA LÁRUSDÓTTIR
húsfreyja og hannyrðakona
á Hlíðarenda við Akureyri,
andaðist á Sjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt
fimmtudagsins 25. júní.
Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju fimmtu-
daginn 2. júlí kl. 13.30.
Baldur Halldórsson,
Ingvar Baldursson, Jónína Valdimarsdóttir,
Ólafur Lárus Baldursson, Jóhanna Lára Árnadóttir,
Baldur Örn Baldursson, María Arnfinnsdóttir,
Halldór Guðmundur Baldursson, Anna Katrín Þórsdóttir,
Sigurður Hólmgeir Baldursson, Hildur Magnúsdóttir,
Ingunn Kristín Baldursdóttir, Helgi Pálsson,
barnabörn, barnabarnabörn og aðrir ástvinir.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
REYNIR BERGMANN PÁLSSON
byggingameistari,
Hábæ 36,
Reykjavík,
sem lést sunnudaginn 21. júní, verður jarðsunginn
frá Árbæjarkirkju mánudaginn 29. júní kl. 13.00.
Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans er bent á
líknarfélög.
Valborg Sigurbergsdóttir,
Páll Bergmann Reynisson, Guðrún Eiðsdóttir,
Grétar Reynisson, Lilja Ruth Michelsen,
Sóley Reynisdóttir, Sigurður Jóhannesson,
barnabörn og barnabarnabörn.