Morgunblaðið - 27.06.2009, Side 33
Minningar 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009
✝ Kjartan HólmSigmundsson
fæddist í Hælavík á
Hornströndum 22.
desember 1927.
Hann lést á Sjúkra-
húsinu á Ísafirði 11.
júní 2009. Foreldrar
Kjartans voru Sig-
mundur Ragúel
Guðnason, f. 13. des-
ember 1893, d. 6.okt.
1973 og Bjargey Pét-
ursdóttir, f. í Hæla-
vík 5. júní 1902, d.
30. sept. 1987.Systk-
ini Kjartans eru Pétur Sigmunds-
son f. 1. sept. 1921, d. 23.
sept.1992, Guðný Hjálmfríður Sig-
mundsdóttir, f. 16.sept. 1922, d.
23. sept. 2004, Petólína Sigmunds-
dóttir, f. 16. sept. 1922 , d. 10. okt.
2006, Jón Þorkell Sigmundsson, f.
11. jan. 1925, Guðfinna Ásta Sig-
mundsdóttir, d. 9. nóv. 1979, Ingi-
björg Unnur Sigmundsdóttir, f. 20.
Hallgrímur Kjartansson, f. 6. mars
1959, hans kona er Birna Lár-
usdóttir, f. 14. mars 1966, þeirra
börn eru: 1) Hekla, f. 22. janúar
1999, 2) Hilmir f. 02.02.2002, 3)
Hugi f. 02.02.2002 og 4) Heiður f.
08.08.2006. b) Kristín Kjart-
ansdóttir, f. 02.08.1962. Hennar
dóttir er Rakel Erla Sævarsdóttir,
f. 3. apríl 1988. c) Davíð Björn
Kjartansson f. 18. janúar 1964.
Hans kona er Sigrún Jóna Hin-
riksdóttir, f. 2. janúar 1965. Þeirra
börn eru: 1) María Bjargey Dav-
íðsdóttir, f. 8. október 1987. Henn-
ar maður er Birkir Jónas Ein-
arsson, f. 6. júlí 1977. Barn þeirra
er Svala Katrín Birkisdóttir, f. 25.
desember 2007. 2) Ástrós Davíðs-
dóttir, f. 19. júlí 1996. 3) Gabríel
Hólm Davíðsson, f. 26. sepember
1998. d) Bergrós Kjartansdóttir, f.
3. mars 1968. Hennar maður er
Jón Rósmann Mýrdal, f. 12. ágúst
1960. Þeirra börn eru: 1) Bjarmi
Alexander Rósmannsson, f. 29.
maí 1992, 2) Blær Víkingur Rós-
mannsson, f. 11. janúar 2001 og 3)
Brimar Jónatan Rósmannsson, f.
19. maí 2007.
Útför Kjartans fer fram frá Ísa-
fjarðarkirkju laugardaginn 27.
júní nk. kl. 14.00.
maí 1933, Trausti
Sigmundsson, f. 24.
nóv. 1937, d. 9. ágúst
1989.
Eftirlifandi eig-
inkona Kjartans er
María Hallgríms-
dóttir, f. 2. júlí 1938.
Fyrir hjónaband átti
Kjartan einn son með
Elínu Aðalheiði Þor-
steinsdóttur, f. 1931,
Bjarna Sigmar Kjart-
ansson, f. 5. mars
1949, hans börn eru:
a) Anna Helga
Bjarnadóttir, f. 16.08.1968. Henn-
ar börn eru Júlíana Ósk Andersen,
f. 21. desember 1994 og Helga
Guðrún Andersen, f. 26. sept-
ember 1999. b) Ásbjörn Bjarnason,
f. 26.apríl 1977. c) Kristín Ýr
Bjarnadóttir, f. 1.febrúar 1984 og
d) Jónas Elí Bjarnason, f. 28. júlí
1981. Með eiginkonu sinni átti
Kjartan fjögur börn. Þau eru: a)
Þegar ég fékk fréttir af andláti
þínu, kæri frændi, þá leitaði hug-
urinn strax til barnæskunnar því
þannig man ég þig best. Mig langar
að rifja upp þessi minningabrot og
deila þeim með öðrum.
Ég minnist þess að þegar þú
komst að heimsækja mömmu og ég
var að leik fyrir utan húsið þá flýtti
ég mér inn til að missa ekki af þér,
því ég vissi að annaðhvort myndir
þú segja spennandi sögur úr bjarg-
inu eða gamansögur úr lífinu,
(pínulítið ýktar að sjálfsögðu til að
magna áhrifin), fara með vísur eða
spjalla um eitthvert bókmennta-
verk sem þér var hugleikið. Þetta
voru eðalstundir og fullar af gleði
og innihaldi fyrir barnssálina. Það
var líka mjög sérstakt samband á
milli ykkar mömmu, þið náðuð vel
saman. Mér fannst mamma alltaf
fyllast af fjöri og dillandi húmor
þegar þú varst nálægur og lengi
eftir að þú varst farinn.
Þau voru líka ófá skiptin sem við
komum í heimsókn til þín og Lóu og
ég lék mér við eldri börn ykkar,
Lalla og Kristínu. Á vorin brást það
ekki að þú færir í bjargið að ná í
svartfuglsegg og allir biðu spenntir
með hugann hjá þér og við börnin
skynjuðum á tali eldra fólksins
hvað þetta var mikil hættuför.
Allir biðu spenntir eftir að fá þig
heim og að vita hvernig hefði geng-
ið. Áður en við vissum af þá fylltist
allt af eggjum, bæði nýjum og
stropuðum, sem allir gátu borðað
að vild. Oft fékkstu okkur börnin til
að hjálpa til við að skyggna og
flokka eggin og þá varstu strangur
en á mildan hátt sem börn skilja.
Mér fannst þú oft dálítið dular-
fullur og þá sérstaklega þegar þú
varst djúpt hugsi eða annars hugar.
Kannski varstu að yrkja eða bara
að huga að næstu ferð á Horn-
strandir. Sumir sögðu að hugur
þinn væri alltaf þar. Þar steigstu
þín fyrstu spor í stórum systkina-
hóp og lærðir að kljást við nátt-
úruöflin, síga í bjarg og nýta gjafir
náttúrunnar. Ég var mjög heppin
sem unglingur að fá að fara með
þér og fleirum norður á Strandir og
þvílík breyting á einum manni. Það
var eins og þú skiptir um ham.
Ekkert var framandi, þú þekktir
allt, virtist kominn heim og lékst á
als oddi. Þú fórst með okkur upp í
bjarg, inn í vík að skjóta sel, syntir
í sjónum og manaðir okkur til að
gera það líka. Þú kenndir okkur að
njóta náttúrunnar, kæri frændi, og
bestu þakkir fyrir það.
Nú þegar þú ert horfinn á braut
þá standa eftir dýrmætar minning-
ar sem munu lifa og þannig lifir þú
áfram í okkur. Að lokum ætla ég að
fá lánað eitt erindi úr ljóðinu
„Kvaddur“ eftir Jakobínu Sigurð-
ardóttur.
Veit ég að vel mun hlúa
vestfirska moldin góða
barni við brjóstið sitt.
Síðar með sól og döggvum
sumargróðurinn breiða
lifandi á leiðið þitt.
Elsku Lóa, ég sendi þér og fjöl-
skyldu þinni innilegar samúðar-
kveðjur,
Laufey Ósk Arnórsdóttir
og dætur.
Upp undir hvelfing Helgafells/
hlýlegum geislum stafar;/frænda
sem þangað fór í kvöld/fagna hans
liðnir afar. Þetta fórum við Kjartan
Sigmundsson með úr Áföngum
Jóns Helgasonar á síðasta fundi
okkar föstudaginn fimmta júní. Við
fengum kames út af fyrir okkur á
Ísafjarðarspítala og áttum góða
stund. Eiginlega stóð ekki til, að
Kjartan færi að deyja akkúrat núna
á ofanverðri eggtíð, en við vissum
að þetta var orðið fjandi tæpt. And-
inn var óbugaður, en hylkið orðið
ansi lasið, svo notað sér orðalag
séra Baldurs í Vatnsfirði, sem ein-
att talar um líkamann sem hylki
með sínum norðlenska framburði.
Hylkið.
Og einhvern veginn var það svo
að líf og dauði varð okkur drjúgt
umtalsefni á þessu síðdegi. Kjartan
Sigmundsson sagðist aldrei hafa
óttast dauðann, hann hefði óttast
lífið. Þar kom til atburður sem varð
í Hælavík, þegar hann var drengur.
Þrúgandi þögn ríkti um það sem
gerðist, óhapp sem spannst af
græskulausum leik ungs drengs.
Enginn yrti á hann og hann mátti
byrgja harminn með sjálfum sér
alla ævi. Forðaðist margmenni,
fannst hann ekki geta farið á skóla,
allir hlytu að sjá í gegnum hann,
lesa hann út. Þetta verður að hafa í
huga, þegar lífshlaup Kjartans Sig-
mundssonar er skoðað. Einhver
hefði farið auðvelda leið, en þrjósk-
an sem lágvöxnum manni í blóðið er
borin knúði hann áfram og til hólm-
göngu við bjargrisana nyrðra þar
til bannaði líf og heilsa. Og ekkert
var slegið af fyrr en í fulla hnefana.
Kjartan Sigmundsson varð aldrei
gamall maður, hann breytti ekki
lífsháttum sínum, þótt árin færðust
yfir. Snuddaði í smíðastofu sinni,
hengdi upp spyrður í hjallinum við
Hnífsdalsveginn og fór á bryggjuna
að gá að aflabrögðum. Sat og krafs-
aði niður minningar frá liðinni tíð
eins og hann orðaði það sjálfur.
„Hef svolítið verið að krafsa.“
Það kom til um áramótin, að
setja á blað eitthvað í lengra lagi
um lífshlaup Kjartans Sigmunds-
sonar. Og það tókst svona áður en
yfir lauk.
En víkin Hælavík lætur ekki að
sér hæða. Mætti ætla að hún hafi
verið þrotlaus brunnur andlegs at-
gjörvis þess fólks sem þar rann
upp, fyrir utan hvers konar hag-
leik, sem því var gefinn með ár-
hringum kynslóðanna. Og saga
Kjartans Sigmundssonar verður
ekki sögð nema margir komi við
sögu, menn og vættir, mórar og
skottur, svo og dýr óarga sem
hvítabirnir. Situr nú að teiti sveitin
öll, saman við langeld skrafar. Og
hvort mundi nú hlegið í Bjargi,
þegar sagðar verða sögur af sól-
ríkum dögum og sæknum bjarg-
mönnum.
Ég votta Lóu og öllum afkom-
endum samúð okkar Hansínu.
Finnbogi Hermannsson
Fallinn er frá kær frændi og ná-
inn vinur til margra ára, Kjartan
Sigmundsson, eftir hetjulega bar-
áttu við „manninn með ljáinn“. Því
ætla ég að minnast hans með
nokkrum orðum.
Við vorum systkinasynir og var
samband foreldra okkar mjög mik-
ið, þó vík væri á milli vina þangað
til þau fluttu til Ísafjarðar. Sér-
staklega eru minisstæðar heim-
sóknir um jól og áramót og á öðrum
hátíðardögum á Grænagarði og
Skógarbraut.
Leiðir okkar Kjartans lágu ekki
saman nema að litlu leyti fyrr en
eftir að hann og Lóa fóru að búa á
Ísafirði. Þó er ljóslifandi í huga
mínum þegar frændfólk okkar frá
Hælavík kom vor og haust að
Brautarholti og síðan Grænagarði
með egg og fleira góðgæti að norð-
an. Þetta var framandi fólk sem
maður leit upp til, hlakkaði til að
hitta og var hreykinn af. Ég ætla
ekki að setja á blað lofræðu eða hól
um frænda því það væri fjarri huga
hans.
Það væri hægt að skrifa þykka
bók um samskipti hans við sjó og
land og hafði hann ávallt betur þó
stundum hafi verið teflt á tæpasta
vað og oft var hann einn á báti.
Ég minnist sérstaklega allra
heimsókna á Seljalandsveginn og
samræðna þar, þá var tíminn oft
fljótur að líða og skoðanir ekki allt-
af samhljóða, en ávallt var komist
að niðurstöðu sem báðir gátu sætt
sig við.
Ferðirnar sem við fórum á
„Kögrinum“ að Horni og Jökul-
fjörðum eru einnig ógleymanlegar,
alltaf var kastað færi eða neti í sjó
og þar var frændi kóngur í ríki sínu
en ég hlustandi og nemandi sem
reyndi að festa sem flest í minni.
Frændi átti við veikindi að stríða
á síðustu árum ævinnar og tók
hann þeim af sama æðruleysi og
öðru í lífinu og bar þau ekki á torg
þótt maðurinn með ljáinn hafi oft
höggið nærri.
Ég kveð frænda með söknuði og
hryggð í huga, en jafnframt með
þakklæti og þökk fyrir allar sam-
verustundirnar. Ég óska honum
góðrar ferðar á nýjar veiðilendur
og veit að hann fær góða heimkomu
hjá þeim sem öllu ræður.
Að lokum vottum við Valgerður
Lóu og fjölskyldu hennar hugheila
samúð og vonum að Guð veiti þeim
styrk við minningu þeirra um góð-
an dreng.
Gunnar Pétursson.
Kjartan Hólm
Sigmundsson
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
JAKOBÍNA ÓLÖF SIGURÐARDÓTTIR,
Úthlíð,
Vestmannaeyjum,
lést á Heilbrigðisstofnuninni Vestmannaeyjum
mánudaginn 22. júní.
Útför hennar fer fram frá Landakirkju Vestmanna-
eyjum þriðjudaginn 30. júní kl. 13.00.
Sigþóra Björgvinsdóttir, Bragi Júlíusson,
Jóna Björgvinsdóttir, Leifur Ársæll Leifsson,
Björgvin Björgvinsson, Valgerður Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Blessaður bróðir minn,
PÁLL FRAMARR EINARSSON
frá Ósi,
lést í Svíþjóð miðvikudaginn 6. maí.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey.
Borghildur Einarsdóttir.
✝
Frændi minn,
GUÐMUNDUR ÁGÚST SVEINSSON,
Laugarbraut 25,
Akranesi,
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðjudaginn
30. júní kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabba-
meinsfélagið eða Sjúkrahús Akraness.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Kristjana Ragnarsdóttir.
✝
Hjartkær móðir mín,
LÝDÍA BERGMANN ÞÓRHALLSDÓTTIR,
Ásvallagötu 42,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn
29. júní kl. 11.00.
Magnús Bergmann Ásgeirsson.
✝
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og
frændi,
HJÖRTUR D. HANSSON,
lést fimmtudaginn 18. júní.
Jarðarförin verður gerð frá Bústaðakirkju
föstudaginn 3. júlí kl. 11.00.
Fanný Lára Hjartardóttir, Ólafur Ragnarsson,
Unnar Steinn Hjartarson,
Victor Breki,
Hreiðar Á. Gíslason,
Helgi H. Hansson
og fjölskyldur.
✝
Elskuleg móðir mín, dóttir, systir og mágkona,
HLÉDÍS GUNNARSDÓTTIR,
Snægili 9,
Akureyri,
varð bráðkvödd á heimili sínu þriðjudaginn 23. júní.
Jarðarförin fer fram frá Garðskirkju í Kelduhverfi
fimmtudaginn 2. júlí kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Elvar Pálsson,
Kristveig Árnadóttir,
Ómar Gunnarsson, Hrafnhildur Stella Sigurðardóttir,
Árni Grétar Gunnarsson, Margrét Sigurðardóttir.