Morgunblaðið - 27.06.2009, Qupperneq 34
34 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009
✝ Arnfríður Guð-jónsdóttir fæddist
í Byggðarholti á Fá-
skrúðsfirði 1. nóv-
ember 1932. Hún lést
á Fjórðungssjúkra-
húsinu í Neskaupstað
20. júní 2009. For-
eldrar Arnfríðar voru
hjónin Guðjón
Bjarnason, f. á Ána-
stöðum í Breiðdal 15.
mars 1892, d. 25. apr-
íl 1979 og Ólafía
Björg Jónsdóttir, f. í
Egilsstaðakoti í Flóa
2. desember 1892, d. 25. júní 1964.
Arnfríður var þriðja yngst fjórtán
systkina.
Arnfríður giftist 1. nóvember
1967 Geir Helgasyni, f. á Fáskrúðs-
firði 20. ágúst 1933, og bjuggu þau
í Silfurtúni á Fáskrúðsfirði allan
sinn búskap. Dætur Arnfríðar eru:
1) Eygló Aðalsteinsdóttir, f. 1953,
gift Þórarni Óðinssyni, dætur
þeirra eru Anna Marín, Margrét
Jóna og Brynja Dröfn. 2) Jóna
Björg Jónsdóttir, f. 1957, gift Haf-
þóri Eide Hanssyni, börn þeirra
eru Davíð Hrannar, Arnfríður og
Búðahrepps árin 1974-78. Hún var
í stjórn Sambands sveitarfélaga á
Austurlandi 1974-76, fyrsta konan
þá í stjórn. Í Framsóknarfélagi Fá-
skrúðsfjarðar frá 1970, ýmist í
stjórn sem formaður eða ritari. Í
stjórn Kjördæmissambands fram-
sóknarmanna á Austurlandi í eitt
kjörtímabil og í varastjórn annað.
Stofnfélagi í Leikfélagi Fáskrúðs-
fjarðar og starfaði í því í 10 ár. Í
stjórn Félags kvenna um öldr-
unarmál á Fáskrúðsfirði frá stofn-
un þess 1983 og meðan félagið
starfaði. Var kjörin í byggingar-
nefnd Dvalarheimilisins Uppsala á
Fáskrúðsfirði og í stjórn þess frá
upphafi og formaður stjórnar þess
til dánardags. Hún var formaður
skólanefndar Grunnskóla Fá-
skrúðsfjarðar 1978-82. Einnig for-
maður stjórnar Heilsugæslustöðv-
arinnar sl. tvö kjörtímabil og í
ýmsum nefndarstörfum á vegum
Búðahrepps svo sem barnavernd-
arnefnd, kjörnefnd o.fl. Þá starfaði
hún um árabil í Slysavarnadeild-
inni Hafdísi og kenndi handavinnu
við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
1964-72 og aftur 1980-83. Hún var
síðar afgreiðslumaður hjá Kaup-
félagi Fáskrúðsfjarðar.
Útför Arnfríðar fer fram frá Fá-
skrúðsfjarðarkirkju í dag, 27. júní,
og hefst athöfnin kl. 14.
Hafþór Eide. Börn
Arnfríðar og Geirs
eru: 3) Arna, f. 1960,
gift Guðna Elíssyni,
dætur þeirra eru Ant-
onía og Lovísa Fann-
ey. 4) Sigrún Júlía, f.
1967, gift Hjörvari
Moritz Sigurjónssyni,
börn þeirra eru Daní-
el Geir Moritz og
Bríet Ósk Moritz. 5)
Grétar Helgi, f. 1973,
unnusta Ausra Lau-
kyte. 6) Dýrleif Geirs-
dóttir, f. 1974, unn-
usti Árni Rúnar Árnason, sonur
Dýrleifar er Jóhann Helgi Jó-
hannsson. Barnabarnabörn Arn-
fríðar eru fimm.
Eftir að hafa lokið námi í Barna-
og unglingaskóla Fáskrúðsfjarðar
fór Arnfríður í Gagnfræðaskóla
Vestmannaeyja. Hún fór þaðan til
Hafnarfjarðar og vann í 10 ár hjá
Kaupfélagi Hafnfirðinga. Þaðan lá
leiðin aftur heim til Fáskrúðs-
fjarðar og fór hún þá fljótlega að
starfa að félags- og sveitarstjórn-
armálum, var kjörin varamaður í
hreppsnefnd 1966-70 og oddviti
Í minningu móður okkar settumst
við systkinin sex saman og skrifuð-
um nokkrar línur þó um hana ætti
betur við að skrifa langa bók.
Við erum í dag þakklát mömmu
fyrir það sem hún kenndi okkur í
uppvextinum þó kennslustundirnar
hafi ekki ávallt verið áreynslulausar,
enda var kennarinn kröfuharður
bæði við okkur og ekki síst við sjálf-
an sig.
Heimilið var oft fjölmennt og lit-
ríkt, glatta þurfti yfir hvert horn
ekki síst í útenda hússins hjá hrepp-
stjóranum, lögreglunni og oddvitan-
um, embættum þeirra hjóna. Emb-
ættin höfðu á þeim tíma engin
afdrep önnur í bænum og því voru
barnaherbergin notuð þegar þörf
var á, hvort sem um var að ræða
fangelsi eða kjörfundarklefa.
Mamma hafði mikinn metnað fyrir
því að við værum vel til höfð. Hann-
yrðahæfileikar hennar gerðu það að
verkum að eftir því var tekið hversu
fín við vorum, flíkurnar gáfu rándýr-
um tískufatnaði ekkert eftir, smekk-
vísin og frágangurinn var slíkur.
Fram á síðasta dag féll henni ekki
verk úr hendi. Ef ekki var verið að
sinna heimilisstörfum eða puða í fal-
legum garðinum tók hún til við
prjónaskapinn og framleiddi flíkur á
börn og fullorðna sem prýða nú fólk
víða um heim.
Mamma var fljót að bjóða fram
aðstoð sína og taka þátt af alhug í því
sem við systkinin höfðum fyrir stafni
eftir að við yfirgáfum hreiðrið. Ef við
vildum hittast og gera okkur glaðan
dag í faðmi fjölskyldunnar kom hún
með eitthvað gott í gogginn og var
hrókur alls fagnaðar með hnyttnum
tilsvörum og skemmtilegri sýn á
hlutina. Hennar sýn á málefnin
skipti okkur ávallt miklu máli. Hvort
sem um var að ræða smávægilega
hluti, eins og hversu margar tertur
þyrfti í veisluna, eða stóru málefnin í
lífi okkar, var ávallt gott að leita til
hennar um ráðleggingar.
Ráðsnilld mömmu náði langt út
fyrir veggi heimilisins því hún var
mikill félagsmálafrömuður. Þing-
menn jafnt og sveitarstjórnarmenn
virtu sjónarmið hennar og þurftu að
hlusta þegar hún tók til máls enda
talaði hún tæpitungulaust hvort sem
áheyrandi var kóngur eða prestur.
Ótímabært fráfall mömmu er okk-
ur mikið áfall. Við kveðjum hana
með sorg og miklum söknuði. Við er-
um þakklát fyrir hvernig mamma
kom okkur til manns, var ávallt til
staðar fyrir okkur, tengdabörnin,
börnin okkar og barnabörn.
Eygló, Jóna Björg, Arna, Sigrún
Júlía, Grétar Helgi og Dýrleif.
Elsku Adda amma. Orð fá því ekki
lýst hversu mikið við söknum þín.
Fregnir af alvarlegum veikindum
þínum voru mjög sárar. Hugur okk-
ar var hjá þér og öll óskuðum við
þess að geta verið hjá þér og geta
stutt þig í gegnum þessa erfiðu bar-
áttu. Þrátt fyrir bænir okkar og von
fórstu frá okkur allt of snemma og
skildir eftir stórt skarð í lífi okkar.
Þú varst okkur ekki bara amma
heldur líka góður vinur og félagi sem
við gátum alltaf reitt okkur á. Við
gátum alltaf stólað á þinn stuðning
þegar við réðumst í einhver verkefni
þó það kostaði eitt símtal eða tvö.
Orð eins og dugleg, afkastamikil og
umhyggjusöm eru okkur ofarlega í
huga þegar við hugsum um ömmu í
Silfó, hvort sem það tengdist bakk-
elsi á borðum, garni á prjónum eða
nammið í skápnum sem var alltaf á
boðstólum þegar við komum til þín.
Umhyggja þín átti sér engin tak-
mörk, þú sýndir hana ekki aðeins
gagnvart barnabörnunum þínum
heldur líka gagnvart nýjum fjöl-
skyldumeðlimum. Þú tókst þeim
opnum örmum og gerðir þau að þín-
um.
Þinn húmor er sérkapítuli í okkar
huga og orðheppnari manneskju
munum við varla kynnast. Brandar-
arnir komu oft á færibandi, hvort
sem þeir sneru að þér eða öðrum og
voru ófá skiptin sem við grenjuðum
úr hlátri yfir þeim. Símaskráin virð-
ist þunn miðað við þá bók sem mætti
fylla með fyndnum frásögnum þín-
um.
Elsku amma, við erum þér ákaf-
lega þakklát fyrir allt sem þú hefur
gefið okkur og kennt. Þú varst, ert
og verður okkar stoð og stytta, okk-
ar einnar konu her. Við munum
halda áfram að vera samheldin fjöl-
skylda og passa upp á hvert annað,
foreldra okkar og afa.
Þín barnabörn,
Davíð Hrannar, Antonía,
Lovísa, Anna Marín, Arn-
fríður, Margrét Jóna, Daníel
Geir, Brynja Dröfn, Hafþór
Eide, Alexander, Bríet Ósk
og Jóhann Helgi.
Um Arnfríði er örugglega margt
hægt að segja og þótt kynni mín af
henni hafi ekki verið mikil þá voru
þau þó nógu mikil til að skynja að
hér væri hörkudugleg kona á ferð.
Ekki höfum við hjónin farið oft aust-
ur á Fáskrúðsfjörð en þegar það hef-
ur gerst þá höfum við alltaf fengið
höfðinglegar móttökur frá henni og
hennar fjölskyldu. Aldrei var tekið
annað í mál en að gista og byrjaði
Arnfríður strax að skipuleggja.
Gista hjá Eygló eða Jónu, morgun-
matur hér, hádegismatur þar og
kvöldmatur á enn einum stað. Svona
hafa móttökurnar alltaf verið fyrir
austan og ég held að flestir hafi svip-
aða sögu að segja um það.
Mikill samgangur var alltaf á milli
fjölskyldna Arnfríðar og Unnar,
tengdamóður minnar á meðan hún
lifði. Ég kynntist fjölskyldu Arnfríð-
ar mest við skipulagningu á ættar-
mótum og kaffiboði og þá helst Jónu
Björg og Grétari. Arnfríður lét sig
ekki vanta á þessi ættarmót, ekkert
frekar en hennar börn. Hún var mik-
il félagsvera eins og sjá má á því
hvar hún hefur stigið niður í sínu
lífshlaupi.
Um síðustu helgi var ættarmót í
fjölskyldu Ólafíu Bjargar Jónsdótt-
ur, móður Arnfríðar, og þangað
stefndi Arnfríður með stóran fjöl-
skylduhóp og ég veit að hún var farin
að hlakka til þessa móts. En þá
gengu ósköpin yfir. Daginn fyrir
ættarmótið kom fyrsta reiðarslagið
þegar fréttist af veikindum hennar.
Síðan kom tilkynning um andlát
hennar á laugardeginum. Mann setti
hljóðan; hvað skal gera? En Arnfríð-
ur hefði aldrei tekið í mál að ætt-
armótinu yrði aflýst hennar vegna,
svo það var keyrt áfram en hugurinn
var oft fyrir austan. Mér voru það
gífurleg vonbrigði að hún skyldi ekki
fá að upplifa þetta ættarmót en
svona er víst lífið. Enginn veit hve-
nær kallið kemur.
Dæmi um dugnað hennar er að
hún var að til síðasta dags. Eitt af
lokaverkum Arnfríðar var að hún
fékk það hlutverk, vegna ættarmóts-
ins, að taka saman grein um fallna
fjölskyldumeðlimi sem minnast átti í
helgistund á ættarmótinu. Hún vann
þetta verk ásamt Eygló dóttur sinni
og síðan reyndist það mitt hlutskipti
að bæta henni á listann.
Hennar verður sárt saknað því
mikill missir er í þessari duglegu
konu. En hún átti góða að og nú er
það hlutverk barna hennar að halda
uppi nafni hennar um ókomna tíð.
Ég vil votta Geir, börnum hans og
fjölskyldum þeirra mína dýpstu
samúð.
Ingvi Ingvason.
Síðastliðinn laugardag fékk ég
þau tíðindi að góð vinkona mín, hún
Adda, væri öll. Með Arnfríði Guð-
jónsdóttur er gengin merk kona sem
lagði á sinni tíð mikið til samfélags-
ins. Ég kynntist Arnfríði þegar ég
var kjörinn þingmaður Norðaustur-
kjördæmis árið 2003. Síðan þá höf-
um við fylgst að og á ég Öddu margt
að þakka enda stóð hún þétt við bak
mér í mínum störfum – sem var
ómetanlegt fyrir ungan þingmann.
Adda var Fáskrúðsfirðingur í húð
og hár og bar hagsmuni síns byggð-
arlags fyrir brjósti og var félags-
málamanneskja sem munaði um.
Nægir að nefna að hún var um skeið
oddviti byggðarlagsins og stjórnar-
formaður dvalarheimilisins Uppsala
um árabil.
Kynni mín af Öddu voru ánægju-
leg. Hún hafði sterkar skoðanir á
mönnum og málefnum og mörg sím-
tölin áttum við þar sem farið var yfir
stöðu þjóðmála. Arnfríður fylgdi
Framsóknarflokknum að málum og
um áratugaskeið vann hún flokknum
ómetanlegt gagn. Þrátt fyrir ein-
dreginn stuðning við málstaðinn þá
voru fáir eins gagnrýnir á stefnu og
störf kjörinna þingmanna flokksins
eins og Arnfríður – sem er vel enda
er slíkt ómetanlegt í starfi stjórn-
málaflokks.
Arnfríði hitti ég í síðasta sinn
þann 25. apríl sl., á kjördag á Fá-
skrúðsfirði. Þar var boðið upp á stór-
myndarlegt kosningakaffi sem
endranær og mætti Arnfríður með
tertu að mér sýndist. Að venju var
hún glæsileg. Hún tók mig afsíðis og
gaf mér mynd sem hún bað mig um
að hengja upp á vegg hjá mér – svo
ég gæti séð fyrir hverju ég ætti að
berjast í mínum störfum. Myndin
var af Íslandi og landgrunninu um-
hverfis það. Mér er þessi stund eft-
irminnileg vegna þess að myndin var
Öddu greinilega kær.
Ekki er hægt að enda þessa grein
án þess að minnast þess hversu stolt
hún var af barnabarni sínu, honum
Hafþóri Eide, en hann skipaði 9.
sæti á lista okkar framsóknarmanna
í kjördæminu fyrir þessar kosning-
ar. Það mátti hún líka svo sannar-
lega vera enda er þar á ferðinni ung-
ur og efnilegur stjórnmálamaður
sem hefur munninn fyrir neðan nefið
– rétt eins og Arnfríður Guðjóns-
dóttir hafði.
Fjölskyldu Arnfríðar sendi ég
hugheilar samúðarkveðjur. Minn-
ingin um Arnfríði Guðjónsdóttur
mun lifa í hugskoti mínu um ókomna
tíð.
Birkir Jón Jónsson.
Arnfríður Guðjónsdóttir
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Okkar innilegustu þakkir til þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs sonar
míns, bróður, mágs, frænda og vinar,
ÁSBJARNAR IBSSONAR,
Meðalholti 13,
Reykjavík,
sem lést mánudaginn 1. júní.
Sif Bjarnadóttir,
Hilmir Þór Ibsson, Kristín Líf Karlsdóttir
og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi,
sonur, tengdasonur og bróðir,
SIG. ÓMAR AÐALBJÖRNSSON,
Kelduhvammi 13,
Hafnarfirði,
sem lést um borð í Kleifabergi ÓF fimmtudaginn
18. júní, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 30. júní kl. 15.00.
Valgerður G. Gunnarsdóttir,
Guðlín Jóna Ómarsdóttir, Sævar Bjarki Einarsson,
Fanney Anna Ómarsdóttir, Arnar Már Jónsson,
Aðalbjörn Sigurlaugsson, Ásdís Skarphéðinsdóttir,
Anna og David Tebbets,
Jóna Guðný Arthúrsdóttir,
Ómar Örn, Jóel Ernir, Arnar Búi,
systkini og aðrir aðstandendur.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, fósturföður, afa og langafa,
JÓNS STEFÁNSSONAR,
Hólavegi 26,
Sauðárkróki.
Sérstakar þakkir færum við Flugumýrarfólkinu og
starfsfólki á deild 1 Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki.
Petra Gísladóttir,
Guðlaug Jónsdóttir, Einar Stefánsson,
Ingimar Jónsson, Guðrún Kjartansdóttir,
Gísli H. Einarsson, Kolbrún Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÓLAFUR J. GUNNARSSON,
lést fimmtudaginn 18. júní.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Arnheiður Anna Ólafsdóttir, Jón Páll Baldvinsson,
Hafþór Ólafsson, Ásthildur Lóa Þórsdóttir,
Bjargey Ólafsdóttir,
Guðlaug Erla Jónsdóttir,
Ólafur Baldvin Jónsson,
Þór Símon Hafþórsson,
Bjarki Páll Hafþórsson.