Morgunblaðið - 27.06.2009, Page 36

Morgunblaðið - 27.06.2009, Page 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009 Anna frænka hefur alltaf verið til og þann- ig átti það bara að vera, finnst mér. Hún var tólf ára þegar ég fæddist og sagði mér oft hvað hún myndi þann atburð vel. Eftir að hún fór úr Ólafs- firði hringdi hún alltaf í mig að kvöldi afmælisdagsins og sagði: „Jæja, Hulda mín, nú ert þú komin á nýtt ár, til hamingju með það.“ Anna var föðursystir mín, hún var mér frekar sem systir og miklu nær okk- ur systkinunum en aðrar frænkur. Nú er hún Anna dáin en það á ég bágt með að sætta mig við. Hún lést á nítugasta og fimmta aldursári en var samt ekkert gömul. Aldur er svo afstæður. Hún leit alltaf svo vel út. Vel greidd, í góðum og fallegum föt- um, heyrði vel, skýr í kollinum og opin fyrir því sem var að gerast, bæði í þjóðmálum sem og hjá vinum og fjölskyldunni. Vildi fylgjast með. Gat jafnvel verið dálítið ýtin þegar hún spurði frétta, sérstaklega þegar hún hafði grun um að verið væri að leyna hana einhverju. Það er nú allt- af eitthvað sem skilur okkur menn- ina frá englunum. Anna var ein af þessum myndar húsmæðrum þar sem allt er alltaf fágað og fínt. Hún gat töfrað fram veisluborð þegar gesti bar að garði en það var næst- um daglegt brauð á hennar heimili. Hún var eins og skátarnir, alltaf viðbúin. Ein lítil saga. Hún Anna var Ólafsfirðingur og gleymdi því ekki en þangað kom hún oft og þangað hafði hún gott samband. Það var fyr- ir nokkrum árum að Félag eldri borgara í Ólafsfirði, um 35 manns, var í nokkurra daga ferðalagi um Austfirði. Anna vissi þetta og bað okkur að koma við hjá sér, á Ak- ureyri í heimleiðinni. Þeir sem ekki þekktu Önnu vel urðu hissa þegar inn til hennar var komið. Þar beið okkar hlaðborð líkast því sem stór- afmælis- eða fermingarveisla væri í vændum. Einni konunni varð þá að orði: „Þetta er eins og smækkuð mynd af heimili Alla ríka.“ Í ferðinni höfðum við komið á heimili Aðal- steins Jónssonar og konu hans Guð- laugar Stefánsdóttur á Eskifirði. Anna átti marga vini og kunn- ingja. Fólk sem lét sér annt um hana. Þetta var fólk á öllum aldri, hún átti samleið með öllum. Hún sagði að það væru allir góðir við sig og gerðu fyrir sig það sem hún þyrfti og bæði um. Ég veit að hún átti líka víða inni því sjálf var hún bæði hjálpsöm og greiðug og ólöt að liðsinna öðrum á meðan kraftar leyfðu. Það eiga áreiðanlega margir eftir að sakna þessarar umhyggju- sömu rausnarkonu en hennar tími var bara liðinn. Elsku Anna frænka. Þú varst bara gömul að árum en síung í hugs- unum og útliti og lést aldrei deigan síga. Þú eldaðir handa þér sjálf og þú bakaðir alls konar kaffibrauð, þú Anna Friðriksdóttir ✝ Anna Friðriks-dóttir fæddist á Auðnum í Ólafsfirði 28. desember 1914. Hún lést á Sjúkrahús- inu á Akureyri 13. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 23. júní. Meira: mbl.is/minningar heklaðir og prjónaðir og þú þreifst ef þú hélst að einhvers stað- ar væri ryk eða blett- ur. Allt þetta gerðir þú þó að líkaminn væri hálflamaður eftir stórt áfall fyrir sjö ár- um. Ég veit líka að þú verður ekki í vand- ræðum með það að hringja í mig á næsta afmælisdegi mínum, – nema þú þurfir þess ekki? Takk fyrir allt. Bless á meðan. Hulda frænka Kristjánsdóttir. Í dag kveðjum við Önnu Friðriks (dóttur, endirinn fylgdi ekki alltaf með), uppáhalds frænku okkar í föð- urætt. Minningarnar eru óteljandi og þá helst frá æskuárum okkar í Ólafs- firði. Það var gott og sérstakt að koma til þeirra Önnu og Trausta í Sandgerði, en svo hét hús þeirra við Strandgötuna. Viðmótið var hlýtt og gott og líka hugsað um að mallakút- urinn fengi næringu. Svo var spjall- að um daginn og veginn. Alltaf bað hún Guð að vera með okkur þegar við fórum. Hún var mjög trúuð kona. Það var ekki síður gott að heim- sækja Önnu í Þórunnarstrætið. Fjölskylda okkar flutti til Keflavíkur en Anna og Trausti til Akureyrar löngu seinna. Trausti lést fyrir all- mörgum árum. Aldrei féll Önnu verk úr hendi. Hún var mikil hannyrðakona og fag- urkeri. Prjónarnir tifuðu og út- saumsstykkin litu dagsins ljós hvert af öðru. Anna var alltaf fallega klædd og fallega bylgjuhárið strok- ið. Sjáið í miðri sumarblíðu opna gröf hjá ægi bláum; senn munu hringja sorgarklukkur yfir bliknuðum blóma kvenna. Andi ástríkis, andi skýrleiks henni hjá í hendur leiddust; var þar í yndis eining bundinn vænleikur innri við vænleik ytri. Ein var hún þeirra, er með engilblíðu og hógværð hjartans hylli vinna; við fótstig slíkra friðarblómstur heililmuð gróa, þó á hrjóstrum gangi. Ein var hún þeirra, er þolinmóðar med hugar stilling hugar þreki, gleðjandi aðra, meðan grætast sjálfar, bera brest heilsu og böl hvert annað. Syrgja nú látna svanna prýði eiginmaður, börn og ástmenni; deyi góð kona er sem daggar geisli hverfi úr húsum, verður húm eftir. (Steingrímur Thorsteinsson.) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sonum hennar (frændum okkar) og fjölskyldum þeirra vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum Guð og blessa þau. Helga og Guðlaug Pálína Eiríksdætur. ✝ Sigurbjörg Ein-arsdóttir fæddist í Teigagerði á Reyð- arfirði 20. febrúar 1929. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð á Eskifirði 19. júní 2009. For- eldrar hennar voru hjónin Einar Ágúst Halldórsson, f. 17. ágúst 1900, d. 13. júlí 1989, fæddur og uppalinn í Teiga- gerði og bjó þar alla tíð og Una Sigríður Einarsdóttir, f. 2. mars 1896, d. 14. maí 1971, ættuð frá Haugum í Skriðdal. Þau bjuggu allan sinn búskap í Teigagerði. Bróðir Sigurbjargar var Halldór, f. 20. mars 1931, d. 14. maí 1995. Sig- urbjörg ólst upp í foreldrahúsum og bjó lengst af félagsbúi með foreldrum sínum og bróður í Teigagerði. Synir Sigurbjargar og Gunnars Egilssonar, verkstjóra hjá Vega- gerð ríkisins á Reyð- arfirði, f. 7. október 1929, eru drengur, andvana fæddur 1961, og Einar, f. 22. apríl 1963. Eftir lát foreldra sinna hélt Sig- urbjörg heimili með Einari syni sínum, fyrst í Teigagerði, en fyrir nokkrum ár- um fluttu þau inn í þorp og bjuggu að Hjallavegi 6. Sig- urbjörg starfaði um árabil utan heimilis og vann þá hjá Ísfélaginu, á saumastofu Kaupfélags Héraðsbúa, var ráðs- kona hjá Vegagerðinni til fjölda ára, vann á saumastofunni Hörpu og síðast í fiskverkun G.S.R. á Reyðarfirði. Hún fór á hjúkr- unarheimilið Hulduhlíð á Eski- firði seinni part sumars 2008. Sigurbjörg verður jarðsungin frá Reyðarfjarðarkirkju í dag, 27. júní, og hefst athöfnin kl. 14. Mig langar að minnast gamallar vinkonu minnar, Sibbu í Teigagerði, eins og hún var kölluð í minni æsku. Þegar ég var að alast upp á Reyðar- firði, þá var heimilisfólkið í Teiga- gerði það fólk sem við vorum í mestu vinfengi við. Þar var ég eins og grár köttur í tíma og ótíma, þar lærði ég að lesa við fótskör Siggu, mömmu Sibbu, á meðan hún prjónaði. Þar smakkaði ég í fyrsta skipti bláberjasultu, úr berjum sem við tíndum rétt fyrir ofan bæinn, og þar sá ég í fyrsta skipti loft- kökur (sprúttur). Sigríður móðir Sibbu var svo ljúf og góð og var mér alla tíð mjög kær. Einar, Halldór og Sibba voru svona meiri grallarar, og oft var maður tekinn í karphúsið með meinlausri stríðni, sem engum varð meint af. Eftir að ég flutti frá Reyðarfirði, þá fór ég helst ekki í gegnum Reyðar- fjörð án þess að koma við, þó sérstak- lega á meðan gömlu hjónin lifðu. Sibba hélt alla tíð heimili með foreldr- um sínum og bróður. Ekki held ég að fallið hafi nokkur tímann niður ferð út í Teigagerði á jólum alla mína barn- æsku; ef ekki var hægt að fara á jóla- dag, þá var bara farið næsta dag þeg- ar viðraði betur, og oft viðraði illa í minningunni. Alltaf var farið út fjall- ið, ýmist á skíðum eða bara kafað í snjónum, og eru margar skemmtileg- ar minningar tengdar þessum ferða- lögum, sem gátu tekið margar klukkustundir. Þá var spilað og hlust- að á útvarp og borið fram flott veislu- borð að hætti þeirra mæðgna. Oftar en ekki var gist og síðan hélt full- orðna fólkið áfram að spila vist, Sibba og Dóri höfðu ofan af fyrir okkur. Vinátta okkar Sibbu hélst alla tíð þó að nokkur aldursmunur væri. Kom hún oft til mín á Norðfjörð. Það var alltaf glatt á hjalla þegar Sibba kom í heimsókn, hvort sem hún kom ein eða með Einari syni sínum og Gunnari. Eftir að ég flutti suður fyrir átta ár- um, þá hafa samskiptin minnkað, en við töluðum saman í síma einu sinni, tvisvar á ári. Síðast heyrði ég í Sibbu á afmælinu hennar 17. febrúar og var hún þá orðin veik, en þekkti mig og spjölluðum við saman nokkra stund, en það var ekki sú Sibba sem ég var búin að þekkja frá barnæsku. Fyrir rúmum 50 árum, í janúar 1959, fórum við nokkrar unglingsstúlkur á vertíð til Vestmannaeyja undir handleiðslu Sibbu, en hún tók að sér umsjá með óreyndu unglingunum og auðvitað var unnið í Ísfélaginu, þar sem hún var búin að vera á vertíðum til fjölda ára og var nokkur ár eftir það. Þó að dvöl mín hafi verið styttri en til stóð, þá held ég að þessi vetur hafi verið mörgum minnisstæður og unga fólkið komið reynslunni ríkara heim. Ég minnist heimilisfólksins í Teigagerði með hlýju og eftirsjá. Það var mér mjög mikilvægt að eiga þar innkomu á mínum æskuárum á Reyðarfirði. Ég vil senda Einari og föður hans innilegar samúðarkveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Blessuð sé minning heimilisfólksins í Teigagerði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Með kæri kveðju. Rósa Skarphéðinsdóttir. Sigurbjörg Einarsdóttir ÍSLENSKAR LÍKKISTUR Góð þjónusta - Gott verð Starmýri 2, 108 Reykjavík 553 3032 Opið 11-16 virka daga Oddur föðurbróðir minn er látinn, 89 ára gamall. Oddur flutti inn á heimili foreldra minna þegar ég var sex ára. Þar var hann enn þegar ég flutti að heiman rúmlega tví- tugur. Síðar þegar hann hætti að vinna 72 ára fór hann að sækja dóttur mína í leikskólann. Síðan gegndi hann sama hlutverki fyrir syni mína, sótti á leikskólinn og var heima hjá krökk- unum þar til við hjónin komum heim úr vinnu. Hann hélt áfram að heim- sækja okkur daglega eftir að börnin hófu grunnskólagöngu, var til staðar þegar þau komu heim úr skólanum og tók á móti þeim. Skammtímaminnið fór að gefa sig fyrir nokkrum árum og Oddur fékk vist á Eir þegar hann þurfti orðið að- stoð við að sjá um sig. Þá hafði hann verið nær daglegur gestur á mínu heimili um tólf ára skeið. Börnin þekktu því ekki annað en að hafa hann heima og hann hefur verið mik- ilvægur og dýrmætur þátttakandi í uppvexti þeirra. Okkur hjónum fannst alltaf gott að hafa hann hjá okkur. Hann hefur verið hluti að okk- ar tilveru, alltaf þolinmóður og jafn- lyndur og alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd ef á þurfti að halda. Oddur ólst upp í Vestmannaeyjum. Þar sem móðir hans lést þegar hann var ungur að árum fóru þau systkinin á hvert sitt heimilið. Þau voru þó í ágætu sambandi og sérstaklega héldu þeir bræður Oddur og Þorvaldur Oddur Magnús Ólafsson ✝ Oddur MagnúsÓlafsson fæddist í Vestmannaeyjum 4. janúar 1920. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir 15. júní síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Grafar- vogskirkju 24. júní. pabbi minn miklu sam- bandi alla tíð. Hann var alltaf í miklu sambandi við systkini mín. Oddur var góður íþróttamað- ur. Var á kantinum hjá Eyjamönnum, eldfljót- ur og leikinn. Hann var góður hlaupari og stökkvari og þess má geta að hann varð í öðru sæti á Íslands- móti bæði i 100 m hlaupi og langstökki. Íþróttaáhugi hefur alltaf verið mikill í fjöl- skyldunni og þeir voru ófáir fótbolta- leikirnir sem við horfðum á saman, bæði á vellinum og eins í sjónvarpi. Oddur og pabbi fóru mikið saman á leiki og brölluðu margt saman. Þeir ræktuðu kartöflur áratugum saman og það eru ófáar minningar úr kart- öflugörðunum á Korpúlfsstöðum við að setja niður og taka upp kartöflur. Hann átti sína fjölskyldu hjá okkur, fór í veiðiferðir og útilegur og á öllum stórhátíðum var hann hjá einhverju okkar systkinanna. Stórfjölskyldan hefur alltaf verið mikið í samanbandi og Oddur var ómissandi hluti hennar. Við minnumst hans öll af hlýhug. Við hjónin og börnin okkar, Erla Þórdís, Halldór og Daníel, þökkum Oddi samveruna í gegnum tíðina og einstaka hjálpsemi í okkar garð. Blessuð sé minning hans. Atli Þór Þorvaldsson. Oddur Magnús Ólafsson var fædd- ur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Hann þurfti ásamt systkinum sínum snemma að hefja lífsbaráttuna og axla ábyrgð með vinnu til eigin þurfta. Í upphafi starfsferils síns starfaði hann sem sjómaður á bátum og far- skipum en síðustu starfsárin sem iðn- verkamaður í Stálumbúðum. Ég kynntist Oddi fyrir rúmlega þrjátíu árum þar sem hann bjó á heimili tengdaforeldra minna. Fljótt komst ég að því hve góð manneskja hann var og hvað hann vildi öllum vel. Alltaf var hægt að treysta honum ef vantaði einhverja aðstoð, s.s. við að líta eftir börnum, ná í einhvern á æf- ingar eða í leikskólann ellegar ef þurfti að aðstoða einhvern í viðhaldi á húsnæði eða bílum. Oft kom Oddur með mér og fjölskyldu minni í ferða- lög. Hvort sem það var í sumarhús, veiðiferðir eða í skoðanaferðir var alltaf skemmtilegt að ferðast með honum. Jafnaðargeðið og góð- mennskan var eitthvað sem allir gátu lært af í samskiptum við hann. Fyrir allar þessar samverustundir vil ég þakka. Ég mun minnast þeirra um ókomna tíma. Megi góður guð fylgja þér þar sem þú ert staddur núna. Að lokum vil ég votta öllum í fjöl- skyldu hans mína dýpstu samúð. Guðmundur Már Björgvinsson. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins. Lengd | Minningargreinar sem birt- ast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdarmörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einn- ig koma fram upplýsingar um for- eldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum en ekki í greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.