Morgunblaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 42
42 Velvakandi
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ALLT Í LAGI...
RÉTTU MÉR ÞAÐ!
HVAÐA
LÍM-
BAND?
HVAR ER
KÖTTURINN
?!?
HANN VAR Í
GARÐINUM
RÉTT ÁÐAN
ÉG HEF
ÁHYGGJUR
AF HONUM.
HANN ER
ALLTAF AÐ
SLÁST
HANN ER
STERKUR.
HANN GETUR
SÉÐ UM SIG
SJÁLFUR
ÞARNA
ER HANN
HANN ER
ALLUR Í
SKRÁMUM
HANN ER
EKKI EINS
STERKUR OG
ÞÚ HÉLST
ÉG VEIT
ÞAÐ EKKI.
VIÐ SÁUM
EKKI HINN
KÖTTINN
HMM...
ÉG HAFÐI
RANGT FYRIR
MÉR
ÞAÐ STENDUR HÉRNA AÐ ÞAÐ
SÉ ALLT Í LAGI AÐ GEFA
HUNDUM Á MILLI MÁLA...
ALLT VERÐUR AUÐVELDARA
EF MAÐUR HEFUR FJÖL-
MIÐLANA Á SÍNU BANDI
HA HA HA! DEYÐU,
SNJÓSKRÍMSLI!
DEYÐU!
USS!
USS!
USS!
USS!
USS!
USS!
ÞÚ ÞJÁIST AF ÞVÍ SEM VIÐ
LÆKNARNIR KÖLLUM
„ÖRVKENNI“
OG
HVAÐ
VELDUR
ÞVÍ?
BOGI
HJÁLP,
RÚNAR!
VIÐ
BORÐUÐUM
OF MIKIÐ!
VIÐ BORÐUÐUM SVO
MIKIÐ AÐ VIÐ BREYTT-
UMST Í FÍGÚRURNAR Á
MORGUNKORNINU
BÍÐIÐ AÐEINS...
ÉG ÆTLA AÐ KLÁRA
HAFRAGRAUTINN
MINN
ÞÚ ÆTTIR
EKKI AÐ NEITA
BOÐINU MÍNU,
M.J.
ÞÚ MÁTT
KALLA MIG „FRÚ
PARKER“... OG
ÉG SAGÐI „NEI“
ÉG VARA ÞIG
VIÐ... ÉG ER
VANUR AÐ FÁ
ÞAÐ SEM ÉG VIL
OG ÉG
VARA ÞIG VIÐ,
KRANDIS...
SVONA TALAR
MAÐUR EKKI
VIÐ DÖMUR
HVAÐ
VILT ÞÚ?!?
SPÁÐ er blíðskaparveðri alla helgina og því munu eflaust margir leggja
leið sína í Grasagarðinn í Laugardal, skoða flóru garðsins, fara í Húsdýra-
og fjölskyldugarðinn og setjast niður á Kaffi Flóru. Þessi maður sér til þess
að Laugadalurinn skarti sínu fegursta með því að slá og snyrta garðinn.
Morgunblaðið/Heiddi
Sól í Grasagarðinum
Lítil saga um
lyfjabruðl
ÉG þurfti að fá augn-
dropa skv. læknisráði
fyrir stuttu. Drop-
arnir heita Voltaren
Ophtha og koma í
stakskammtaíláti. Í
ílátinu eru fjögur ál-
bréf og í hverju ál-
bréfi eru fimm
skammtar, samtals 20
skammtar.
Hver skammtur er
innsiglaður þannig, að
þegar búið er að opna
skammtinn og nota
það magn sem er ráð-
lagt, þá á að henda því sem eftir
er. Samkvæmt leiðbeiningunum á
að láta einn dropa í hvort auga og
síðan á að henda restinni. Ég taldi
dropana í einum skammti og þeir
voru þrettán. Í mínu tilviki þurfti
ég aðeins að setja í annað augað,
sem þýðir að ég henti tólf dropum
af þrettán.
Lyfið kostaði rétt rúmlega 3000
krónur. Það eru þá rúmlega 90%
sem var hent af lyfinu og upphæð-
inni.
Ég hafði samband við lyfjafræð-
ing í Lyfjaveri þar sem lyfið fékkst
og spurði hvort þetta þyrfti að
vera svona. Skýringin var sú, að
engin rotvarnarefni væru í drop-
unum, þar sem þeir sem nota lins-
ur þola þau ekki. Þess vegna
þyrftu þeir að vera í innsigluðum
umbúðum. Þá spurði ég hvort
droparnir þyrftu að vera svona
margir í hverjum skammti, þá var
svarið að e.t.v. færi eitthvað til
spillis í hvert skipti sem innsiglið
er rofið. Hvað sem því líður, þá er
verið að láta viðskiptavinina greiða
að mestum hluta fyrir eitthvað sem
ekki nýtist og fer bara til spillis.
Það er afar ósennilegt að þetta
sé einsdæmi á lyfjamarkaðnum.
Rósa Guðmundsdóttir.
Phédre
ÉG vil fá að þakka Morgunblaðinu
fyrir hið frábæra framtak að gefa
áskrifendum blaðsins kost á að sjá
heimsýninguna á leikritinu Phédre.
Þvílík sýning, þvílíkur leikur og
þvílík upplifun. Ég er
í skýjunum. Takk fyr-
ir mig.
Elísabet.
Siðferði íslenskra
fjölmiðla
SÍÐUSTU vikur hef-
ur mörgum fundist á
vanta varðandi fag-
mennsku í vinnslu
frétta og fréttatengds
efnis. Þetta skiptir
miklu máli á okkar
tímum. Við þurfum að
fá fram umræðu um
þessi mál (sjá umfjöll-
un um þau í Morgunblaðinu síð-
ustu helgi). Hvernig er frétt valin
og unnin? Hver er tilgangurinn?
Nefnt er dæmi um frétt um
Hannes Smárason á Stöð 2, 25.
júní sl. Fréttin bætti engu við um
sama mál á mánudaginn 22. júní á
sömu stöð. Fréttin virtist einungis
vera til þess að sverta mannorð
Hannesar. Fréttamaður sýndi með
orðavali og framkomu allri afar
neikvætt viðhorf. Yfirgangur og
hneykslun fjölmiðlafólksins skein í
gegn.
Þetta er sannarlega ekki sú
mynd sem faglegur fjölmiðill vill
sýna.
Kennari.
Týnd næla
GÖMUL næla tapaðist laugardag-
inn 20. júní sl. við útskrift Háskóla
Íslands í Laugardalshöll.
Nælan er kringlótt, hamraður
kantur í kring, með einskonar
riddara á hesti í miðjunni, gyllt á
litinn en mött.
Þetta er ættargripur sem hefur
mikið tilfinningalegt gildi fyrir fjöl-
skylduna. Upplýsingar í síma 863-
6609 og 864-6979.
Kettlingar leita að heimilum
GÓÐ heimili óskast fyrir 9 vikna
fallega kettlinga, þrjá fressa og
eina læðu. Upplýsingar í síma 564-
1331.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Bólstaðarhlíð 43 | 13-14 ára stúlkur
koma í heimsókn 29. júní kl. 9.30 og
sýna stuttan leikþátt og lesa upp ljóð.
Boðið upp á kaffi á eftir.
Eftirlaunadeild símamanna | Nokkrir
geta bæst við í sumarferð 21.-26. júlí til
Austfjarða og Norðausturlands: Þór-
bergssetur á Hala, Papey, Kárahnjúkar,
Raufarhöfn, Melrakkaslétta, Tjörnes,
Hágöngulón á Sprengisandi o.fl. Uppl.
hjá Ragnhildi í s. 551-1137, 898-4437
eða Valgarð s. 897-7550.
Félagsheimilið Gjábakki | Krumma-
kaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10.
Félagsstarf Gerðubergi | Ferðalag um
Árnesþing verður 29. júní, m.a. Þing-
völl, Grafning, Laugarvatn, Bisk-
upstungur o.fl. Lagt af stað frá Gerðu-
bergi kl. 13. Vegna sumarleyfa
starfsfólks fellur starfsemi og þjónusta
niður frá miðvikud. 1. júlí og hefst aftur
miðvikud. 12. ágúst. Sími 575-7720.
Hraunsel | Lokað vegna sumarleyfa frá
6. júlí til 10. ágúst. Dagsferð FEBH
verður um Suðurland 22. júlí.
Hæðargarður 31 | Opið í sumar kl. 9-
16. Félagsvist, matur, kaffi, morg-
unsamvera, bankaþjónusta, Stef-
ánsganga, púttvöllurinn opinn o.fl. Boð-
ið upp á námskeið fyrir atvinnulausa í
skartgripagerð 29. til 3. júlí. S. 411-
2790. Fótaaðgerðir, s. 897-9801, s. hár-
greiðslustofa 568-3139.
Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík |
Örfá sæti laus í ferð á Snæfellsnes 17. -
18. júlí n.k. Skráning og upplýsingar á
Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar
ehf. í síma 511-1515.