Morgunblaðið - 27.06.2009, Side 43

Morgunblaðið - 27.06.2009, Side 43
Menning 43FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009 KLING og Bang gallerí í Reykjavík stendur nú fyrir viðamikilli kynn- ingu á um 40 íslenskum listamönn- um í New York. Vettvangurinn er sýning sem ber yfirskriftina No Soul for Sale og er hún hýst í X Initiative, stóru sýning- arrými innan um fleiri gallerí í Chelsea-hverfinu. X Initative er rekið af þekktum sýningarstjórum, galleristum og listamönnum, að því er segir í frétta- tilkynningu frá Kling og Bang, og hafa þessir aðilar valið til þátttöku á sýningunni hópa sem hafa skarað fram úr í hinum alþjóðlega lista- heimi. Aðrir þátttakendur á sýningunni koma víða að, meðal annars frá Hong Kong, Shanghai, París, Berlín, Mílanó og New York. Hekla Dögg Jónsdóttir er fulltrúi Kling & Bang í New York og að hennar sögn var fullt út úr dyrum við opnun sýningarinnar og því um að ræða mikilvæga kynningu á ís- lenskri myndlist á alþjóðavísu. Sýningin stendur fram á sunnu- dag og opið er alla daga milli klukk- an 13 og 21. Íslensk myndlist í New York Kling og Bang kynna fjörutíu listamenn á samsýningu Frelsisstyttan Kling og Bang kynna listamenn sína í New York. this.is/klingogbang DÓMSTÓLL í Istanbúl í Tyrklandi hvað í gær upp þann dóm að tyrk- neski rithöfundurinn Nedim Gürsel hefði ekki gerst sekur um að ýta undir trúarlegt hatur með útgáfu skáldsögu sinnar Dætur íslam. Í dómnum sagði að rangfærslur væru í ákærunni og engin merki um glæp- samlegan tilgang með skrifunum. Það var tyrkneskur lesandi sem kærði höfundinn og sakaði um hatur í garð íslamstrúar. Rithöfundurinn sagði í samtali við dagblaðið Guardi- an í gær að hann væri ánægður með úrskurðinn enda hefði ákæran verið byggð á rangtúlkun á texta bók- arinnar. Rithöfundur sýknaður Nedim Gürsel DAGURINN í dag verður helg- aður vatnslita- málun í Hafn- arhúsinu þar sem listamenn og list- fræðingar hafa boðað komu sína. Dagskráin hefst klukkan 14 með fyrirlestri Hrafnhildar Schram um frumherja í vatnslitun á Íslandi. Að því búnu tekur Aðalsteinn Ingólfson til máls og fjallar um vatnsliti í ab- straktlistinni, þá fremur Halldór Ásgeirsson gjörning og að lokum mun JBK Ransu fjalla um vatnslitamálun eins og hún birtist í samtímalist. Dagskráin stendur frá klukkan 14 til 16.30. Myndlist Vatnslitir í hundrað ár í Hafnarhúsinu Kópasker eftir Kristin G. Harð- arson er á meðal verka. KVARTETT danska kontrabassa- leikarans Andreas Dreiers kemur fram á tónleikum sumartónleikaraðar Jómfrúarinnar við Lækjargötu í dag. Dreier leiðir hér kvartett sinn sem leikur frumsamdar tónsmíðar og ýmsar djassperlur. Í mars kom út fyrsta geislaplata kvartettsins sem nefnist Stew og inniheldur að mestu lög úr smiðju hljómsveitarstjórans en einnig nokkur lög eftir gítarleikara sveitarinnar, Andrés Þór Gunn- laugsson. Á tónleikunum skipa kvart- ettinn auk þeirra tveggja Sigurður Flosason á saxófón og Þorvaldur Þór Þorvaldsson á trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 15 og standa til kl. 17. Tónleikar Norsk-íslenskur djass á Jómfrúnni Andreas Dreier Djasshátíð Egilsstaða á Aust- urlandi er í fullum blóma en þar hafa þegar leikið margir af fremstu djössurum þjóð- arinnar. Í kvöld verða svo tón- leikar í Egilsbúð á Neskaups- stað. Þar koma fram Mighty Marith and the Mean Man og BT Power Trio sem er auðvit- að djasstríó Björns Thorodd- sen. Það má því búast við snörpum gítartöktum og kraftmiklum söng fyrir austan í kvöld. Hátíðinni lýkur svo á morgun í Kirkju- og menningarmiðstöð Eskifjarðar. Tónleikarnir á Neskaupstað í kvöld hefjast kl. 21 en á Eskifirði kl. 16 á morgun. Tónlist Björn Thoroddsen á djasshátíð JEA Björn Thoroddsen Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ALÞJÓÐLEGT orgelsumar í Hall- grímskirkju verður sett í sautjánda sinn á morgun með tónleikum Björns Steinars Sólbergssonar org- anista í Hallgrímskirkju. „Það sem einkennir þetta sumar er að við þurfum að taka tillit til framkvæmdanna í kirkjunni. Við höfum vanalega verið með þrenna tónleika á viku en núna erum við að- eins með eina tónleika um helgar,“ segir Inga Rós Ingólfsdóttir fram- kvæmdastjóri Listvinafélags Hall- grímskirkju sem stendur fyrir tón- leikunum. „Í staðinn erum við, í samvinnu við Félag íslenskra org- elleikara, með tónleika í Dómkirkj- unni í hádeginu á fimmtudögum til 6. ágúst. Þar koma íslenskir org- elleikarar fram ýmist einir eða með gestum. Einnig bjóðum við upp á þá nýjung í sumar í Hallgrímskirkju að vera með hádegistónleika á mið- vikudögum, þegar það er hádeg- isþögn, með Kammerkórnum Schola cantorum kl. 12 í júlí og ágúst.“ Stórglæsilegir organistar Aðaltónleikar Orgelsumars í Hallgrímskirkju verða haldnir á hverjum sunnudegi kl. 17 til 16. ágúst. „Leiðandi þema í sumar er tónlist Mendelssohns en 200 ár eru liðin frá fæðingu hans í ár. Hver og einn org- anisti leikur eitt verk eftir hann,“ segir Inga Rós. Átta organistar koma fram á Alþjóðlegu orgelsumri að þessu sinni. „Það eru tveir Ís- lendingar, Björn Steinar og Eyþór Ingi Jónsson. Svo eru stórglæsileg nöfn að utan, eins og Andreas Siel- ing, dómorganisti í Berlín, Roger Sayer, dómorganisti í Rochester í Englandi og Susan Landale sem er meðal virtustu konsertorganista í heiminum í dag. Ein ung stjarna er meðal organistanna til að krydda þetta aðeins, Pétur Sakari, 17 ára sonur Petri Sakari,“ segir Inga Rós sem er mjög ánægð með hversu eft- irsótt er orðið að koma og spila á Orgelsumri í Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar fást á heima- síðu Listvinafélags Hallgrímskirkju, www.listvinafelag.is. Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju hefst á morgun í sautjánda sinn Orgelið í öndvegi í sumar Hallgrímskirkja Orgeltónleikar verða í kirkjunni hvern sunnudag í sumar til 16. ágúst. Mendelssohn verður í öndvegi enda 200 ár frá fæðingu hans. SÝNING á alþjóðlegum grafíkmöppum verður opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl. 15. Graf- íkmöppur eru þekkt grafíklistaform, bókform og safn grafíkverka í senn. „Grafíklistamenn vinna oft grafíkverk sem þrykkt eru með ólíkri grafík- tækni í litlu upplagi. Fjölfeldismöguleikinn gefur listamönnum aukið svigrúm og hefur sú hefð skapast að listamenn skiptist á verkum með þátt- töku í grafíkmöppum. Listamönnum er boðin þátttaka af öðrum listamönnum, listasöfnum eða stofnunum og stærð pappírs og fjöldi upplags er ákveðinn og þurfa allir þátttakendur að vinna samkvæmt því. Þá er útbúin vönduð askja eða mappa utan um öll verkin með titilsíðu og upplýs- ingum um þátttakendur,“ segir Valgerður Hauks- dóttir en möppurnar eru í hennar eigu og graf- íklistakonunnar Sigridar Valtingojer. Þegar listamenn hafa lokið við að þrykkja eigin verk í upplagi er verkunum safnað saman og skipuleggjendur möppunnar láta alla þátttak- endur í möppunni fá eintak. Jafnframt fara nokk- ur eintök í grafíksöfn listasafna og stofnana. Öll verkin eru númeruð og undirrituð og er þess gætt að hver þátttakandi fái möppu þar sem verkin eru með sama upplagsnúmeri. „Þessi aðferð við að skiptast á verkum hefur gert listamönnum kleift að eignast mikilvæg og alþjóðleg söfn grafík- verka. Verkin eru áfram geymd í möppunni og haldið til haga eins og verðmætri bók eða graf- íkverkasafni,“ segir Valgerður. Á sýningunni getur að líta alþjóðlegar grafík- möppur með verkum eftir yfir 100 listamenn sem margir eru í fremstu röð grafíklistamanna í heim- inum í dag. helgisnaer@mbl.is Bókform og listaverkasafn í senn Bók og myndverk Ein af alþjóðlegu grafíkmöpp- unum sem skoða má á sýningunni í Ráðhúsinu. Verk margra fremstu grafíklistamanna heims Hann mun hafa beðið um skál af gúmmíbjarnahlaupi og sílófón þegar hann dvaldi á hóteli í London 45 » Myndlist- arsýning Páls Thayer, Umrót,verð- ur opnuð í fordyri Hall- grímskirkju á morgun kl. 18, að lokn- um opn- unartón- leikum Orgelsumars. Verk Páls eru vídeóverk sem byggjast á sérhönnuðu tölvuforriti sem nemur hljóð og hreyfingu. Myndefnið sem sýnt er á tveim- ur skjám í fordyri Hallgríms- kirkju er síbreytilegt. Forritið nemur hljóðin í kirkjunni, hvort sem það eru borhljóð eða org- eltónar, og teiknar útfrá þeim hljóðheimi og þeim myndum sem tölvan sækir á netið, mynd- ir sem byggjast á íslensku mannlífi. Efnislegu umróti sem fylgir endurgerð kirkjunnar er teflt saman við huglægt umrót sem tónlist og ýmis önnur hljóð kveikja í hugum fólks. Páll hefur verið virkur í heimi stafrænna lista í rúm 10 ár. Hann nam myndlist við Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands, Listaakademíuna í Helsinki og lauk mastersprófi í myndlist frá Concordia University í Montreal í Kanada á síðasta ári. Páll er ötull talsmaður forritunar sem listræns miðils og hefur sinnt kennslu og flutt fyrirlestra um það svið myndlistar hér heima og erlendis. Hann er formaður Lornu, félags áhugamanna um raflistir á Íslandi sem vinnur að ýmsum verkefnum á sviði raf- rænna lista. Umrót í fordyri Páll Thayer

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.